Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 48
Samnemendur hissa Það var sannarlega öfundsvert að fá þetta starfsnám og segir Sigga Dóra samnemendur sína hafa verið ansi hissa og ánægða fyrir hennar hönd, enda dreymir marga um að vinna hjá fyrirtæki á borð við Airbus. „Það sem var líka svo gaman við þetta var að ég vann á svæði þar sem vélarnar eru settar saman. Flugvélahlutar eru fluttir frá starfs- stöðvum Airbus víða um Evrópu til Toulouse þar sem vélarnar eru fullkláraðar. Á svæðinu mínu var verið að setja saman A320 fjölskyld- una, A330 og A350 XWB. Ég vann í næsta húsi við A350 framleiðslulínuna, fékk að ganga þar um, fara inn í vélina og fylgjast með hvernig gengi sem var ótrúleg upplifun. Framleiðslulína A380 var einnig í næsta ná- grenni og fékk ég að heimsækja verksmiðj- una, sjá hvernig ofurþotan er sett saman og kíkja inn í vélina.“ Blaðamaður starir á viðmælanda sinn enda ekki vel að sér í flugvélum. Sigga Dóra hlær og segist sjálf hafa verið í miklum vandræðum fyrsta daginn í vinnunni. „Þetta er allt ótrú- lega flókið og eftir fyrsta daginn fór ég heim með mikinn höfuðverk, heilinn greinilega að reyna að melta gríðarlegt magn upplýsinga. En svo ég útskýri í stuttu máli þá er til að mynda A380 stærsta farþegaflugvél heims og er hún á tveimur hæðum. Farþegaþotan sem ég vann að í mínu teymi er A350 XWB og er hún næsta afurð Airbus. Öll athyglin er því á henni um þessar mundir.“ Krefjandi verkefni í karlaveldi Airbus er mikið karlaveldi en fyrirtækið sæk- ist eftir því um þessar mundir að fá fleiri kon- ur til liðs við sig. „Karlar eru í miklum meiri- hluta og tel ég að hlutfallið sé eitthvað um 75-80% á móti konum. Að vísu voru nokkrar konur í teyminu mínu en ég var langyngst alltaf á öllum fundum. Ég fann hins vegar ekki fyrir því að vera í minnihluta þarna því yfirmaður minn treysti mér fyrir öllu. Hann gaf mér tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni og ég mætti á fundi sem staðgengill hans. Á fundum var ég oft með ýmsum goð- Svífur þöndum vængjum DRAUMURINN RÆTTIST HJÁ SIGRÍÐI THEÓDÓRU ÞEGAR HENNI VAR BOÐIÐ STARFSNÁM HJÁ AIRBUS Í FRAKKLANDI. HÚN ER EINI ÍSLENDING- URINN SEM HEFUR STARFAÐ VIÐ NÝJUSTU FLUGVÉL FYRIRTÆKISINS: A350 XWB. DAGLEGA FÉKKST HÚN VIÐ KREFJANDI VERKEFNI OG ÞESS Á MILLI VAR HÚN FENGIN Í BOÐ ÞVERS OG KRUSS TIL AÐ RÆÐA UM ÍSLAND. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is S igríður Theódóra Pétursdóttir hélt til Frakklands haustið 2012 þar sem hún hóf nám í markaðslegri stjórnun og samskiptum við Tou- louse Business School. Til þess að útskrifast þurfti hún einnig að ljúka sex mán- aða starfsnámi og fékk Sigga Dóra, eins og hún er jafnan kölluð, inni hjá evrópska flug- vélaframleiðandanum Airbus. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Toulouse en borgina mætti kalla höfuðborg flugsins í Evrópu. „Mig langaði alltaf að fara til Frakklands í nám og hef haft brennandi áhuga á flugi í nokkur ár. Mér fannst kjörið að fara til Tou- louse, bæði vegna þess að ég vissi að skólinn er vel metinn en einnig þar sem Airbus er með höfuðstöðvar sínar þar. Áður en ég fór út var ég búin að ákveða að ég ætlaði mér að fá starfsnám hjá Airbus en það var hægara sagt en gert,“ segir Sigga Dóra. „Ég byrjaði á að senda ferilskrána mína til fyrirtækisins stuttu eftir að ég kom út, svona til að koma mér á framfæri því þar þekkti mig enginn eða vissi neitt um mig. Þetta gekk afar hægt í ljósi þess að fyrirtækið er svo gríðarlega stórt og umsóknarferlið flókið og langt.“ Sigga Dóra þurfti að fara í gegnum nokkrar síur til þess að komast á leiðarenda. Í maí var hún við það að gefast upp. „Ég var búin að bíða í rúman mánuð eftir svari við umsókn um starfsnámið sem ég sótti um hjá Airbus, og búin fara í fjögur viðtöl vegna þess, þegar ég fékk neitun og varð mjög svekkt. Gott bak- land gerði það hins vegar að verkum að ég vissi að ég gæti komist þar að og gafst því ekki upp. Ófáum sinnum leitaði ég ráða hjá móður minni og nánustu fjölskyldu og juku þær samræður ávallt sjálfstraust mitt. Það er ekki sjálfgefið að eiga slíkar fyrirmyndir. Loksins fór boltinn að rúlla og einhvern veg- inn varð ég mér úti um tölvupóstfang hjá yf- irmanni A350 XWB samskiptateymisins. Ég sendi honum og fleirum ferilskrána mína og aðrar upplýsingar og áður en ég vissi af var ég komin með tvö tilboð um starfsnám. Þarna var ég komin í þá stöðu að velja á milli og á endanum fékk ég draumastarfsnámið.“ Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 36 52 Við dobblum* til að útvega meiri afslátt Markamunur í sigurleikjum íslenska handboltalandsliðsins á EM stjórnar afslættinum daginn eftir leik – en við tvöföldum markamuninn. Dæmi: Ef Ísland vinnur með 5 marka mun verður afslátturinn 10 krónur! *Sögnin að „dobla“ er skrifuð með einu b skv. íslenskri orðabók. Við höfum ákveðið að dobbla béið líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.