Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Konungar kljást er önnur bókin í bóka- flokknum sem kenndur er við Games of Thrones. Bók fyrir þá spennufíkla sem hafa ánægju af ævintýrum og fornum tíma. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Lesendur glæpasagna ættu að hafaauga með hinni bresku BelinduBauer, en hún hefur fengið mikið lof í heimalandinu fyrir glæpasögur sínar, nú síðast fyrir skáldsöguna Rubbernecker. Aðalpersóna þeirrar bókar er Patrick sem er í læknanámi. Hann er með asper- ger-heilkenni og sér hlutina á annan hátt en flestir aðrir. Hæfileikar hans verða til þess að hann fer að gruna að sjúklingar sem létust eftir að hafa verið lengi í dái hafi verið myrtir. Hér er á ferð afar spennandi bók með eftirminnilegum per- sónum. Bauer hefur síðan sérstakan og nokkuð myrkan húmor sem á sinn þátt í að gera lesturinn ánægjulega hrollvekj- andi. Rubbernecker er fjórða bók Belindu Bauer og með hennar bestu og dómarnir hafa ver- ið afar lofsamlegir. Bauer hóf feril sinn reyndar á toppnum því hún fékk Gold Dagger-glæpa- sagnaverðlaunin fyrir fyrstu skáld- sögu sína, Svörtu- lönd, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2012. Glæpasagan Svörtulönd er sennilega besta bók Bauer til þessa, myrk og gríðarlega spennandi bók um dreng sem lendir í klóm morð- ingja. Önnur bók Bauer, Dark Side, er svo væntanleg í íslenskri þýðingu á næstu mánuðum hjá bókaforlaginu Draumsýn. Dark Side er óbeint framhald af Svörtu- löndum og sögusviðið er hið sama, lítið þorp í Exmoor og sögupersónur eru sum- ar þær sömu. Þriðja bókin, og sú síðasta, um glæpi í Exmoor er svo Finder’s Kee- pers en þar hverfa börn í þorpinu. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum glæpasagnahöfundum og Bauer býr yfir ótvíræðum hæfileikum. Hún hefur það fram yfir marga glæpasagnahöfunda að huga sérlega vel að persónusköpun, auk þess sem hinn sérstaki húmor hennar kemur lesandanum nokkuð í opna skjöldu. Lýsingar á hjúkrunarkonunni, Tracy Evans, og tilraunum hennar til að fanga karlmann í Rubbernecker eru þannig að lesandinn veit ekki hvort hann á að skelfast eða skella upp úr. Þess má svo geta að von er á Rubbernecker í bókaverslanir Eymundsson alveg á næst- unni. Orðanna hljóðan SPENN- ANDI BAUER Belinda Bauer er glæpasagnahöfundur sem vert er að vekja athygli á. Rubbernecker hefur fengið afar góða dóma. A nna í Avonlea eftir L. M. Montgomery er framhald bók- arinnar ástsælu Anna í Grænuhlíð sem kom út í ís- lenskri þýðingu í fyrra. Bækur um Önnu í Grænuhlíð hafa áður komið út hér á landi og notið mikilla vinsælda, en þetta er í fyrsta sinn sem þær koma út í óstyttri ís- lenskri þýðingu. Í fyrstu bókinni, Anna í Grænuhlíð, var sögð saga munaðarleysingj- ans Önnu sem er ellefu ára og ættleidd af systkinunum Marillu og Matthíasi Cuthbert sem búa í bænum Grænuhlíð. Í Önnu í Avonlea er hin hvatvísa, forvitna og bjartsýna Anna á sautjánda ári og starfar sem kennslukona í heimabæ sín- um Avonlea. Ástríki gefur bækurnar út en Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteins- dóttir eru stofnendur þess forlags. „Hug- myndin um að gefa bækurnar um Önnu í Grænuhlíð út í óstyttri útgáfu kom frá vin- konu okkar og þýðanda Sigríði Láru Sig- urjónsdóttur,“ segir Ásta. „Sigríður Lára hefur mikið dálæti á bókunum og þegar hún fór að lesa þær á ensku tók hún eftir því að þær voru ólíkar gömlu íslensku þýðingunni því það vantaði svo mikið inn í þær. Hana langaði til að þýða Önnu í Grænuhlíð á ný og hafa þýðinguna óstytta. Okkur Auði fannst það góð hugmynd og við gáfum út Önnu í Grænuhlíð árið 2012 og fyrir síðustu jól kom svo Anna í Avonlea. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út á íslensku árið 1933 og á þeim tíma var sterk hneigð hjá þýðendum að þýða eftir eigin höfði, þeir hentu út því sem þeim líkaði ekki í frumtextanum, sameinuðu persónur, endurskrifuðu texta og breyttu stundum söguþræði. Gamla þýðingin á Önnu-bókunum er læsileg og mjög skemmtileg en hún er ekki bein þýðing á frumtextanum. Bækurnar um Önnu voru síðan margútgefnar hér á landi, en með þessum nýju útgáfum fá les- endur óstytta þýðingu á frumtextanum.“ Hversu margar eru bækurnar um Önnu í Grænuhlíð og hversu margar hafið þið hugsað ykkur að gefa út? „Upphaflega skrifaði Montgomery sex bæk- ur um Önnu sem komu út á árunum 1908 til 1919 og síðan var gerð krafa á hana um að skrifa meira og hún bætti tveimur bókum inn í flokkinn, þannig að bækurnar eru alls átta. Sigríður Lára er byrjuð að þýða bók númer þrjú og við stefnum að því að koma henni út snemma næsta haust. Svo ætlum við að sjá til hvort við gefum út fleiri bækur í bókaflokkn- um. Fyrstu þrjár bækurnar eru einskonar þrí- leikur og þær bækur sem fólk þekkir best, en þriðja bókin endar á því að Anna trúlofast.“ Hver er að þínu mati helsti kosturinn við bækurnar um Önnu í Grænuhlíð? „Þær eru mjög skemmtilegur gluggi inn í ákveðinn tíðaranda og lesandinn sér hvað hef- ur breyst og hvað hefur ekki breyst á þeim árum sem liðin eru frá útkomu þeirra. Í þeim eru skemmtilegar samfélags- og samtíðarlýs- ingar. Bækurnar fjalla að miklu leyti um kon- ur sem eru að vaxa úr grasi í Kanada, líf þeirra, tilfinningar, skoðanir og viðhorf til heimsins. Sýn þeirra einkennist af jákvæðni og lífsgleði en er ekki gagnrýnislaus. Gagn- rýnin er hins vegar oft undir rós.“ Hvernig hafa viðtökur verið við þessari nýju útgáfu á bókunum um Önnu? „Þær hafa verið mjög góðar og fólk er ánægt að fá þessar gömlu bækur aftur í um- ferð. Konur og karlar sem lásu þær sem krakkar endurupplifa gamla tíma með því að fá bækurnar í nýjum útgáfum. Þetta er trygg- ur lesendahópur sem bíður spenntur eftir næstu bók.“ Þess má geta að í mars stefna Ásta og Auð- ur að því að halda námskeið um Önnu í Grænuhlíð í samstarfi við Menningarmiðstöð- ina Gerðuberg. Í MARS VERÐUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ UM BÆKURNAR UM ÖNNU Í GRÆNUHLÍÐ Gluggi inn í tíðaranda Konur og karlar sem lásu þær sem krakkar endurupplifa gamla tíma með því að fá bækurnar í nýjum útgáfum. Þetta er tryggur lesendahópur sem bíður spenntur eftir næstu bók,“ segir Ásta. Morgunblaðið/Kristinn ÖNNUR BÓKIN Í BÓKAFLOKKNUM UM ÖNNU Í GRÆNUHLÍÐ ER KOMIN ÚT Í ÓSTYTTRI ÞÝÐINGU. ÁSTA GÍSLADÓTTIR ER ÚTGEFANDI BÓKANNA ÁSAMT AUÐI AÐALSTEINSDÓTTUR. Uppáhaldsbækurnar eru margar og afar misjafnar. Undanfarið hef ég einkum lesið ævisögur og sagnfræðilegar bækur og svo bækur um austræna heimspeki í bland. En ég verð að byrja á skáldsögunum, þó að þær hafi aðeins setið á hakanum upp á síðkastið. Þar fer efst á blað Glæpur og Refsing eftir Dostojevskí. Ég var í sál- fræðinámi þegar ég las hana og man að það var hrein og klár upplifun að sökkva sér ofan í hana í skamm- deginu. Ég held að það hafi sjaldan náðst önnur eins lýsing á innri togstreitu og því hvernig samviska manna virkar. Frábærlega skrifuð og hrein og klár klassík. Aðrar skáldsögur sem hafa setið eftir eru til dæmis Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez og Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov. Af ævisögum hafa á síðustu árum setið eftir bækur um körfuknatt- leiksgoðsögnina Michael Jordan og ævisaga ljósvakakonungsins Mike Wallace. Eins og fyrr segir hef ég töluvert lesið af bókum um trúmál og heimspeki á síðustu árum. Af bókum úr þeim ranni hafa sérstaklega setið í mér Freedom from the Known eftir indverska heimspek- inginn Jiddu Krishnamurti, sem ég las árið 2008. Hún lýsir manns- huganum stórkostlega og því hvernig við látum skilyrðingar fjötra okkur á alla kanta. Svo er ég nýlega byrjaður á Journey to Ixtlan eftir Castaneda sem mér líst afar vel á og næ vonandi að klára í jólafríinu. Í UPPÁHALDI SÖLVI TRYGGVASON FJÖLMIÐLAMAÐUR Sölvi Tyggvason les aðallega ævisögur og sagnfræðilegar bækur og svo bækur um austræna heimspeki. Morgunblaðið/Kristinn Fjodor Dostojevskí. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.