Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 búðarfólki með einhverju svona, en ég passa mig á því að vera ekki tilgerðarlegur. Ég skil það ósköp vel að fólki hugsi bara: „Æ, byrjar hann nú að grínast. Þú þarft ekkert að láta svona, ég veit alveg hver þú ert.“ Ég reyni því að vera venjulegur dagsdaglega en þetta eru ákveðin köst sem maður tekur með þeim sem maður þekkir og það er voðalega gaman. En brandararnir eru sjaldnast þaul- hannaðir fyrirfram. Ég gæti farið með allt uppistandið mitt í þessu viðtali og þú myndir ekki fatta að það væri uppistand.“ Skrifstofufólk skilur mig best Skilja allir Þorstein Guðmundsson? „Mér skilst ekki! Ég er alltaf jafnundrandi á því. Svo er líka fyndið hvað fólk, og ekki bara grínistar, hefur skekkta sjálfsmynd. Maður heldur að maður sé eitthvað í augum annarra en svo kemst maður að því í mjög stuttum samræðum að fólk hefur allt aðrar hugmyndir. Sumir líta á mig sem bjána og aðrir telja mig alvarlegan leikara. En ég hef aldrei haft áhuga á því að byggja upp ein- hverja sérstaka ímynd fyrir mig sem per- sónu. Það eru sumir sem hafa áhuga á því að byggja upp slíka ímynd og nota sjálfan sig sem tæki. Ég get nefnt sem dæmi Jón Gnarr. Hans tæki er í raun líka hans ímynd. Hver er hann núna? Hvaða týpa er hann núna? Í hvernig fötum er hann og er hann trúaður eða ekki trúaður? Þetta er skemmtilegt en bara ekki mín leið. Ég er bara ekkert að pæla í þessu – ég er bara að pæla í efninu mínu og samstarfsfólki. En þegar ég fer að skemmta er þarna ákveðinn hópur sem skil- ur mig betur held ég; almennt er það skrif- stofufólk og fólk sem vinnur með höndunum E inn vinsælasti grínisti og uppi- standari þjóðarinnar, Þorsteinn Guðmundsson, tekst á við nýtt hlutverk á árinu framundan sem ritstjóri mánaðarlegs tímarits. Tímaritið sem hann stýrir er framtak hans og eiginkonu hans, Elísabetar Önnu Jóns- dóttur. Blaðið heitir Glott og yfirskrift fyrsta tölublaðsins er: „Bull er framtíðin“. Það ligg- ur beint við að spyrja: Vantar bull á fjöl- miðlamarkaðinn? „Já, en það reyndar vantar meira bull í líf- ið almennt og það vantar bull í fólk. Ég var einmitt að hugsa um það á leiðinni hingað. „Bull er framtíðin“ er setning frá stórvini mínum Höskuldi Harra Gylfasyni myndlist- armanni sem hannaði blaðið. Ég náði þessu ekki strax hjá honum; hvaða rugl þetta var eiginlega í honum. En í raun og veru er bull vanmetið. Það er svo frelsandi. Sjáðu til dæmis bara fólk í sértrúarsöfn- uðum sem talar tungum. Á eftir þakkar það guði og hrópar: „Já! Andinn kom yfir mig! Mér líður svo vel.“ En þetta fólk var einfald- lega bara að prófa hvernig það er að bulla í nokkrar mínútur. Og hvað er betra, ef fólki líður eitthvað illa, en að fíflast með vini þangað til þið farið í hláturskast og tárin leka niður kinnarnar. Margir halda því fram að húmor sé hollur og af hinu góða. Ég er á því að bullið sé enn betra,“ segir Þorsteinn. Heldurðu að þetta sé það skrýtnasta sem þú hefur gert – að gefa út tímarit tileinkað bulli? „Langt frá því. Ég get lofað því að þetta er ekki það skrýtnasta. Ég hef verið rekinn út úr húsdýragarðinum nakinn í tóga þar sem ég var tekinn með vídeóvél í svínastí- unni og var þá orðinn þrítugur þannig að … nei. Á ferli mínum er líka að finna margt flopp og skelfilegt. En ég heyrði einhvern tímann skilgreininguna á því hver væri mun- urinn á góðum leikara og frábærum leikara og það er svo fallegt. Hún er sú að góður leikari er alltaf góður. Frábær leikari er stundum frábær en stundum líka hræðilega lélegur. Eins og ég segi: „No guts, no glory.“ Fólk á að leyfa sér að standa og falla. Það er ekki hundrað í hættunni.“ Ritstýrði með mennta- málaráðherra Er ekki ágætt þá að Þorsteinn reifi það að- eins hverjir séu góðir grínistar á Íslandi – hverjir eru fyndnir bullarar sem þora fyrir utan vini hans? „Það eru náttúrlega til þekktir grínistar sem eru ekki grínistar. Til dæmis margir stjórnmálamenn. Davíð Oddsson var hrika- lega skemmtilegur með Útvarp Matthildi – ef hann hættir á Morgunblaðinu væri ég til í að vera með útvarpsþátt með honum. Einnig Össur Skarphéðinsson og það er til fullt af skemmtilegu fólki sem kann þetta. Það er einnig fólk þarna sem hefur öðlast ákveðinn þroska og sjálfstraust sem listamenn og má þar nefna Bubba Morthens. Ég er mjög oft ósammála honum en mér finnst alltaf svo gott að heyra í honum því ég veit að hann er samkvæmur sjálfur sér. Hann leyfir sér líka að segja það sem honum býr í brjósti og er ekkert að reyna að vera einhver hetja. Hann þarf þess ekki, hann er búinn að ganga í gegnum svo margt. Hann er ekkert að spá í það hvort það sé baunað á hann og með því að vera ekki of upptekinn af því kemur þetta frelsi sem er svo gott.“ Glott er fyrsta blaðið sem Þorsteinn rit- stýrir. Ef frá er talið skólablað sem hann og menntamálaráðherra komu að. „Ég held að ég hafi farið að bulla í menntaskóla. Ég hafði verið í hálfgerðri klemmu í gagnfræðaskóla sem unglingur og var svolítið úti í horni. Mitt eina framtak á þessum árum var að stofna skákklúbb með vini mínum og sækja um styrk til að kaupa skákklukkur. Vinur minn í þessu var Aðal- steinn Leifsson sem síðar stjórnaði fjármála- eftirlitinu. Í menntaskóla eignaðist ég marga nýja vini og fór að njóta mín meira. Þá gaf ég meðal annars út blað, ljósritað bekkjar- blað í 23 eintökum. Við vorum þrír sem teiknuðum í þetta og skrifuðum; ég, Jóhann Þórir Jóhannsson tölvunarfræðingur og Ill- ugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Við bulluðum þarna saman og höfðum ofsalega gaman af þessum mínífjölmiðli. Þarna held ég að ákveðin þrá hafi kviknað og ég fann að ég naut mín í gegnum þetta og fékk útrás.“ Uppgjöfin opnaði dyr Það var síður en svo að Þorsteinn tæki þessa þrá og þróaði hana með sér í Leiklistarskóla Íslands. Þvert á móti. „Ég fór að reyna að verða mjög alvar- legur. Allt varð erfitt og þungt. Ég útskrif- aðist og varð þunglyndur yfir því að enginn skyldi hringja í mig og svo gafst ég upp á því að vera leikari og þá allt í einu opnuðust dyrnar.“ Flestir þekkja söguna af því hvern- ig Þorsteinn kom sér endanlega á kortið. Fóstbræður voru byrjunin og í framhaldinu fleiri sjónvarpsþættir, kvikmyndaleikur, bókaskrif, útvarpsþættir og í fjölda ára hefur Þorsteinn farið með vinsæla fyrirlestra inn í öll helstu fyrirtæki landsins en ráðningarfyr- irtækið Talent hefur í þrjú ár séð um að bóka öll verkefni fyrir hann. Hann segir það hafa breytt lífi sínu að geta haft gott fólk í að sinna því og hann einbeiti sér að listinni. Fyrir utan að vera fyndinn hefur Þor- steinn sérstakan, blátt áfram og persónu- legan stíl þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir því að hann er í raun og veru að flytja uppistand. Svona þangað til hann segir að hann hafi verið utanlegsfóstur og móðir hans hafi verið látin hósta honum upp á öskubakka á Héraðssjúkrahúsinu á Blöndu- ósi. Og hann sé á engan hátt öðruvísi en önnur börn fyrir utan eyrugga á mjöðmum sem enn megi sjá móta fyrir í rigningar- veðri. Eitthvað hlýtur Þorsteinn að vera öðruvísi í sínu daglega lífi. Hann jánkar því að hann sé ekki alltaf svona. Fólk á næsta götuhorni verði sjaldan fyrir honum í þess- um ham. „Já, sko ég geri þetta nú ekki þegar ég hitti ókunnuga. Einstaka sinnum stríði ég – er í verklegri vinnu – og það er í góðu lagi. Inn á milli er fólk sem setur sig í ákveðnar stellingar og finnst ég kannski of flippaður … eða ekki. Þorsteinn verður hugsi. „Ég held ég sé kannski ekki alveg bú- inn að móta þessa kenningu.“ Þorsteinn segir að í öllum hans verkefnum sé eiginkona hans, Elísabet Anna, ráðgjafi hans og hann beri allt undir hana. Vinnuferl- ið við tímaritið er enn í þróun en þau hjón ákváðu að skipta verkefnunum þannig á milli sín að Elísabet Anna væri í sambandi við dreifingaraðila og sæi um ýmislegt er snýr að sjálfri útgáfunni og Þorsteinn er í sam- bandi við auglýsendur og ritstýrir blaðinu. Elísabet er utan þess með fleiri járn í eld- inum, er á þriðja ári í lögfræði í Háskóla Ís- lands og í hlutastarfi hjá Vinnumálastofnun. Hvernig leggst það í Elísabetu Önnu að fara út í tímaritaútgáfu? „Það leggst mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og demba sér í djúpu laugina. Mestöll vinnan við blaðið hef- ur hingað til verið í höndum Steina og vina okkar sem einnig koma að því, skrifa og Dagur Gunnarsson sá um allar myndatökur fyrir blaðið. Auk þess sem ég sé núna um að dreifa því verð ég auðvitað sjálfskipaður álitsgjafi. Ég hef enga trú á öðru en þetta verði bara virkilega skemmtilegt. Við hjónin eigum afskaplega auðvelt með að vinna sam- an.“ Fór úr hárgreiðslu í lögfræði Elísabet Anna er Hafnfirðingur, með hafn- firskt hjarta sem slær hraðar þegar hún heyrir Hafnfirðingabrandara, þrátt fyrir margra ára búsetu í miðbæ Reykjavíkur. Svo hratt að þegar hún var yngri smíðaði Væri hræðilegt að hafa ekki sama húmor ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON GRÍNISTI SEGIR AÐ EIGINKONA HANS, ELÍSABET ANNA JÓNSDÓTTIR LÖGFRÆÐINEMI, SÉ HANN HELSTI RÁÐGJAFI Í ÖLLU ÞVÍ SEM HANN TEKUR SÉR FYRIR HENDUR. ÞAU HJÓNIN GEFA NÚ ÚT NÝTT TÍMARIT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.