Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 HEIMURINN sem bar sprengjubelti.Talið er að Hasan hafi með hugrekki sínu bjargað hundruðum nemenda í skólanum sínum. JAPAN TÓKÝO Kínverjar saka nú Japana Christie er vissulega maður athafna en ekki orðagjálfurs, þannig ímynd hefur hann reynt að skapa. En hann seg- ist nú hljóta að velta því fyrir sér hvort eitthvað í hans eigin stjórnunarstíl hafi ýtt undir óheilbrigð vinnubrögð undir- manna. Keppinautar hans hafa oft sagt að hann sé hefnigjarn ruddi. Eitt sinn hellti hann sér yfir kennara og lét síðan birta atvikið á YouTube. Þótt kenn- arar séu umdeildir (og styðji nær allir demó- krata) er þetta óvenjulega framlag Christies víða gagn- rýnt. E r hann ótíndur, hefni- gjarn ruddi, í stíl við Richard heitinn Nixon í sínum versta ham? Þetta er spurning sem fjöldi Bandaríkjamanna spyr sig núna vegna „Bridgegate“, deil- unnar um þátt Chris Christie, rík- isstjóra í New Jersey og líklegs forsetaefnis repúblikana 2016, í því að lokað var fyrir umferð um ein- hverja fjölförnustu brú heims í nokkra daga í september sl. And- stæðingar Christie segja málið hneyksli. Um hefndarráðstöfun hafi verið að ræða, ekki þátt í umferð- arrannsókn, eins og fullyrt var af hálfu starfsmanna Christie. Rík- isstjórinn hafi viljað refsa borg- arstjóranum í Fort Lee, Mark Sokolich, sem er demókrati, fyrir að styðja ekki Christie fyrir síð- ustu ríkisstjórakosningar í fyrra. Lokunin olli ringulreið, börn komust ekki skólann og bráðaliðar ekki á vettvang til að hlynna að sjúkum. Christie hefur nú rekið einn nánasta ráðgjafa sinn, konu sem ljóst er af tölvuskeytum að skipulagði ásamt fleira fólki lok- unina til að klekkja á Sokolich. Segir Christie hana hafa gert sig seka um „makalausa heimsku“, hún hafi einnig skrökvað að sér. Hann sé núna fyrst og fremst afar hryggur, reiðin eigi vafalaust eftir að koma yfir sig síðar. „Þetta er mjög vandræðalegt og mér finnst ég hafa verið auðmýkt- ur með hegðun nokkurra starfs- manna minna,“ sagði ríkisstjórinn á blaðamannafundi. „En þegar öllu er á botninn hvolft er ég ábyrgur fyrir því sem gerist á minni vakt.“ Hann segist ekkert hafa komið að málinu og vera óhræddur við boð- aða rannsókn þingsins í New Jer- sey, þar sem demókratar hafa meirhluta, og dómsmálaráðuneyt- isins í Washington. En margir spyrja hvort Christie hafi enga stjórn á sínu eigin fólki, láti það leika lausum hala, hvort honum sé treystandi til að stýra sjálfu risa- veldinu ef nánustu ráðgjafar hans séu jafn dómgreindarlausir og raun ber vitni. Einn þekktasti andstæðingur hans meðal repúblikana, sjónvarps- maðurinn og ofurhægrisinninn Glenn Beck, hefur þegar gripið þá gagnrýni á lofti. Eitt af því sem Beck og fleiri hægrimenn finna Christie til foráttu er að hann skyldi opinberlega hrósa Barack Obama forseta fyrir snörp við- brögð forsetans við fellibyln- um Sandy sem herjaði á New Jersey 2012. Reyndar þótti Christie sjálfur sýna einstaka rögg- semi og dugnað við þær aðstæður. Ein helsta von repúblikana Möguleikar repúblikana ættu að vera miklir 2016; Obama hefur brugðist væntingum fjölmargra og efnahagsbatinn virðist vera ákaf- lega brothættur. En margt getur kollvarpað spádómum. Christie, sem er 51 árs lögfræð- ingur, hefur í könnunum síðustu mánuði þótt líklegur til að sigra líklegan forsetaframbjóðanda demókrata, Hillary Clinton, 2016 og verið með ívið meira fylgi í sumum könnunum. Hann var fyrst kjörinn ríkisstjóri árið 2000 og hef- ur að mati flestra staðið sig prýði- lega, skilaði m.a. hallalausum fjár- lögum án umtalsverðra skattahækkana, náði samkomulagi við demókrata á þingi 2011 um rót- tækar endurbætur á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Hann hefur höfðað ágætlega til kjósenda á miðjunni og fékk um 60% atkvæða í fyrra. Ekki skiptir minna máli að hann hefur umtals- verðan stuðning meðal fólks með rætur í Rómönsku Ameríku og hjá blökkumönnum en þessir tveir kjósendahópar styðja að jafnaði demókrata. En stjórnmálaskýrendur eru sammála um að komi eitthvað í ljós sem bendli hann beinlínis við Bridgegate geti hann kvatt alla drauma um forsetaembættið. Og sporhundar demókrata hafa nú fundið blóðþef, kanna allar sögu- sagnir og reyna af kappi að finna eitthvað sem geti eflt þá ímynd að Christie svífist einskis, sé ekki bara góðlátlegur, holdugur og oft hrífandi bangsi heldur hættulegur maður. Skýringin á því að hann hafi oft náð miklum árangri sé ein- mitt að hann beiti vafasömum að- ferðum í stjórnmálum. Bangsi grunaður um græsku CHRIS CHRISTIE, RÍKISSTJÓRI Í NEW JERSEY, ER ALÞÝÐLEGUR MAÐUR OG Á AUÐVELT MEÐ AÐ TJÁ SIG SKÝRT OG SKORINORT. EN NÚ ER SAUMAÐ AÐ HONUM VEGNA HNEYKSLIS SEM KALLAÐ ER BRIDGEGATE. HEFNIGJARN RUDDI? Chris Christie á leið til fundar við Mark Sokolich, borgarstjóra Fort Lee í New Jersey, til að biðjast afsökunar á því að starfsmenn ríkisstjórans skyldu láta loka þrem akreinum á George Washington-brúnni yfir til New York í september sl. AFP * Ef ekki kemur upp einhver sterk vísbending um að hannhafi skipulagt þetta og önnur mál koma ekki upp getur hannhaldið ótrauður áfram. David Axelrod, fyrrverandi ráðgjafi Baracks Obama. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.