Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 8
„Ég átti ekki von á því þegar ég horfði á Kiss í Reiðhöllinni 1988 að ég myndi einhvern tím- ann spila með einum af meðlimum bandsins,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, meðlimur í ís- lenska KISS heiðursbandinu MEIK. Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari KISS, kemur til landsins nú í lok janúar og spilar með MEIK. Tónleikarnir verða á Spot í Kópavogi föstudaginn 31. janúar. Bruce Kulick gekk til liðs við KISS 1984 og var hann meðlimur allt til ársins 1996 þegar upprunalegir meðlimir KISS komu saman aft- ur. „Það er mikil tilhlökkun að spila með hon- um – alveg voðaleg,“ segir Þráinn en ásamt honum eru þeir Magni Ásgeirsson, Einar Þór Jóhannsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Eiður Arnarsson og Jóhann Hjörleifsson í hljóm- sveitinni. Bruce Kulick, Gene Simmons, og Paul Stanley á Animalize-túrnum 1985. Kulick spilar með Meik 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Fyrir áramótin fluttu fjölmiðlar fréttir af þvíað ýmsir landeigendur og sveitarstjórn-armenn væru farnir að ókyrrast yfir því að geta ekki byrjað að rukka fólk fyrir að njóta nátt- úrunnar. Seljalandsfoss og Skógafoss voru nefnd- ir í þessu sambandi. Ekkert hef ég við það að at- huga að greiða gjald fyrir að nýta aðstöðu og þjónustu við ferðamannastaði. Sums staðar hefur tekist vel til við þjónustustöðvar, til dæmis við Geysi í Haukadal. Margoft hef ég komið þangað með erlenda gesti og í sumum tilvikum hópa og snætt þar málsverð. Ráðstefnu hef ég setið við Geysi í tvígang við mikla ánægju þátttakenda. Þó þarf að fara varlega í þessu efni og forðast ókosti og öfgar markaðsvæðingar og sölu- mennsku við ferðamannastaði. Hrikaleg dæmi fyrirfinnast erlendis um skrumskælingu á nátt- úruperlum og sögulegum minjum. Fyrir skömmu reistu eigendur Kersins í Gríms- nesi rukkunarskúr með tilheyrandi sjóðvélum við þessa „eign“ sína. Þess er nú farið á leit að allir sem vilja skoða eldgíginn greiði eigendunum gjald fyrir. Í bókhaldi má eflaust til sanns vegar færa að Kerið sé í einkaeign sem landspilda, en sem nátt- úruperla er Kerið hins vegar okkar allra. Það á einnig við um aðrar náttúrugersemar. Fyrir nokkru skrifaði landeigandi á norð- austurhorninu, sem segist eiga Dettifoss, grein í Morgunblaðið þar sem hann kveðst vilja fá leyfi til að rukka fyrir aðgang að sinni náttúruperlu. Hann nefnir náttúruperlur „sem gætu staðið und- ir og séð um gjaldtöku … til dæmis Geysir, Kerið, Jökulsárlón, Dyrhólaey, Reynisfjörur, Dettifoss/ Selfoss, Leirhnjúkasvæðið, hverir Námafjalls, Gjástykki, Gullfoss og Dimmuborgir, o.fl, o.fl.“ Landeigandinn sér fyrir sér að öryrkjar og börn fengju að skoða Dettifoss og Gullfoss ókeyp- is en að gjaldtakan verði „undir stjórn þeirra sem hafa umráðaréttinn á svæðinu og þeir skuli ráða því hvað gert verður til uppbyggingar og vernd- unar náttúrunnar“. Í þeim dæmum sem hér eru nefnd skilur annars vegar á milli atvinnustarfsemi ásamt þjónustu, sem ég hygg að fáir andmæli að greitt sé fyrir, og hins vegar þegar fegurð náttúrunnar er gerð að söluvöru. Þá held ég líka að almennt sé ríkjandi skilningur á því að verja þurfi umhverfið við fjöl- farna ferðamannastaði og hlúa vel að því. En það kostar peninga. Skiptar skoðanir eru um það hvernig þeirra skuli aflað. Gjald á komu ferðamanna til landsins er að mínu mati vel fallið til að láta renna í slíkar framkvæmdir. Það gjald yrði greitt án tillits til þjóðernis enda greiddu Ís- lendingar, sem væru í förum til og frá landinu, gjaldið ekkert síður en útlendingar. Þetta þyrfti ekki að vera hátt gjald til að skipta máli. Við þurfum að taka þessa umræðu alvarlega. Núverandi ferðamálaráðherra er hlynnt gjald- töku en hefur ekki tjáð sig endanlega um hvert form skuli vera á henni. Vill hún rukka í Leifsstöð og láta þannig greiða almennt gjald til stígagerðar og annarrar aðstöðu? Eða vill Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, rukka nemendur í framhaldsskólaferðalaginu fyrir að koma í Land- mannalaugar og vill hún heimila landeigendum að rukka við Dettifoss og Seljalandsfoss? Og þegar á annað borð verður byrjað að krefj- ast aðgangseyris að sköpunarverkinu, hvar endar sú gjaldtaka? Loftslagskvótar, með markaðs- væðingu andrúmsloftsins, eru kannski vísbending um það sem koma skal. Mun einhver „eignast“ leyfi til að rukka okkur fyrir að draga andann? Rukkað fyrir að draga andann? *Hrikaleg dæmi fyrir-finnast erlendis umskrumskælingu á náttúruperl- um og sögulegum minjum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Nokkrar þekktar teiknimynda- persónur fá aðeins að hylja efri hluta líkamans, sem myndi þykja und- arlegt í raunveruleikanum. Bragi Valdimar Skúlason, þáttastjórn- andi og Baggalútur, veltir fyrir sér: „Flokkast náungar eins og Andrés önd og Bangsímon sem núdistar eða einhvers konar klæðafíklar?“ Ekki stóð á svörum. Stefán Páls- son sagnfræðingur varð vitni að sér- stöku skjalli á dög- unum. „Varð vitni að því að manni væri líkt við „nasista-Elvis“. Og það var meint sem hrós.“ Björn Bragi Arnarsson sjónvarpsmaður steig fram og viðurkenndi að hann væri umræddur nasista-Elvis. „Jú mikið rétt, ég var kallaður nasista-Elvis fyrr í dag. Á einhvern undarlegan hátt leið mér vel með það.“ Hjörtur Hjartarson, knatt- spyrnukappi og fréttamaður á Stöð 2, tilkynnti að hann myndi ljúka sín- um ferli á Akranesi með uppeldis- félaginu sínu, ÍA. „Þá er það frá- gengið! Endastöðin á frábæru fótboltaferðalagi verður hjá mínu ástkæra félagi uppi á Skaga. Mun leggja mitt af mörkum til að ÍA staldri ósköp stutt við í 1. deildinni. Töluverð rómantík í því að loka hringnum á Akranesi þar sem þetta byrjaði nú allt saman. Ekki verra að Gulli minn Jónsson stýri mér síð- ustu metrana.“ Margir óska Hirti til hamingju með félagaskiptin, meðal annars Bogi Ágústsson, KR-ingur og fréttamaður á RÚV. „Mér finnst ekki nein almennileg efsta deild þegar Skaginn er fjarri.“ Karen Kjart- ansdóttir, fyrr- verandi frétta- maður og nú upplýsingafulltrúi LÍÚ, deildi með sínum fésbókarvinum hugleiðingum um frumlegan kvöldverð í vikunni: „Mér er núna fyrirmunað að skilja hvers vegna mér fannst góð hug- mynd að fá mér tvær dósir af sard- ínum og dós af kókosjógúrt í kvöld- verð.“ AF NETINU Kvikmynda- og sjónvarpsveitan Netflix undirbýr nú sjónvarpsþáttaröð sem kallast Sense 8. Þætt- irnir verða 10 talsins og munu þeir segja sögu átta einstaklinga. Einn þátturinn mun fjalla um íslenska partístelpu í Chicago. Einnig verða sagðar sögur af afrískum rútubílstjóra, kóreskri viðskiptakonu og fimm öðrum. Sögur þeirra munu svo tengjast í lokaþættinum. Mikil leynd er yfir þáttunum sem verða gerðir af Wachowskis-systkinunum, Lönu og Andy, en þau slógu í gegn með Matrix-þríleiknum. Netflix gerði þáttaröðina vinsælu House of Cards eða Spilaborg með Kevin Spacey en önnur þáttaröð verður frumsýnd á árinu. Íslensk sögu- hetja í Netflix- þáttum Eftirvænting ríkir jafnan þegar Andy og Lana Wachowski senda frá sér nýtt efni. AFP Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.