Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Viðtal Í upphafi árs er Hannes Óli Ágústs- son leikari jafnan frægastur fyrir að túlka Sigmund Davíð Gunn- laugsson í áramótaskaupinu. Fyrir því er orðin fernra áramóta hefð. Hannesi tókst svo vel upp í þetta skipti að tæplega tveggja ára dóttir forsætisráð- herra tilkynnti, þar sem fjölskyldan sat saman og horfði á Skaupið og Hannes var á skjánum, að hún vildi fá ís eins og pabbi. Leikarinn tekur undir með blaða- manni að sennilega sé ekki hægt að fá meira hól fyrir vinnuna en að barn þekki ekki muninn á föður sínum og þeim sem hermir eftir honum... Hannes hefur nú lagt Sigmund til hlið- ar um stundarsakir og einbeitir sér að Jóni, karlinum í Gullna hliðinu sem frum- sýnt verður eftir tæpa viku hjá Leikfélagi Akureyrar. Við höfðum mælt okkur mót í gamla Samkomuhúsinu en sannarlega ekki einir, því við borðsendann sitja þau Vil- borg grasakona, Lykla-Pétur, mamma kerlingar Jóns, Helga vinkona hennar, sýslumaðurinn, böðull og hjákona Jóns, hvorki meira né minna. Hópurinn er þó ekki eins fyrirferðarmikil og ætla mætti því fulltrúi hans er Aðalbjörg Þóra Árna- dóttir, leikkona. Hún túlkar allar þessar persónur í Gullna hliðinu. Hringt daginn eftir kosningar „Mér finnst þeir samt ekkert líkir!“ segir Aðalbjörg þegar áramótaskaupið ber á góma. Og mark er á takandi því hún er sambýliskona Hannesar til nokkurra ára. „En Hannes gerir þetta mjög vel; hann stúderaði Sigmund lengi og útkoman kom mér skemmtilega á óvart.“ Hannes útskrifaðist sem leikari um svipað leyti og Sigmundur Davíð kom fram á hið pólitíska svið og birtist í gervi hans strax í fyrsta skaupinu eftir það. „Ungur og atvinnulaus leikari fékk starfs- tilboð og tók því auðvitað. Einhverjir höfðu nefnt við mig þennan möguleika, ég leit eiginlega á það sem djók fyrst en daginn eftir síðustu kosningar var hringt í mig og ég beðinn um að leika í út- varpsauglýsingu,“ segir Hannes. „Það fyrsta sem ég heyrði svo eftir að Sig- mundur varð forsætisráðherra var: það verður nóg að gera hjá þér á næstunni. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera eftirherma eða kómíker en þetta er skemmtilegt viðbót.“ Aðalbjörg Þóra hefur fengist við leiklist frá blautu barnsbeini og fetar í fótspor föður síns, Árna Péturs Guðjónssonar og bróður hans, Kjartans. „Ég var alltaf að gera leikrit þegar ég var barn. Það kom smá tímabil sem ég ætlaði að verða for- seti Sameinuðu þjóðanna en annars var það bara leikhúsið. Ég var í leikhópi í Kramhúsinu þegar ég var lítil, það var æðislegt og margir úr hópnum vinna að listum í dag. Mér fannst ekkert eins skemmtilegt.“ Hannes segist líka hafa viljað verða leikari frá því hann var pínulítill en hann var þó í allt annarri stöðu en Aðalbjörg. „Það var ekki mikil leiklist í kringum mig sem barn í Seljahverfi. Engin leiklist í skólanum og ég fór mjög leynt með áhugann; það var ekki fyrr en 12 eða 13 ára sem ég sótti námskeið úti í bæ og í menntaskóla fór ég á fullt í þetta. Ég ætlaði mér í leiklist í Listaháskólanum og sótti um þegar ég útskrifaðist úr menntó.“ Svo skemmtilega vill til að Aðalbjörg og Hannes sóttu um á sama tíma, hún komst inn en hann ekki. „Ég fór þá í bókmenntafræði í Háskóla Íslands, sótti aftur um í leiklist árið eftir en komst heldur ekki að,“ segir hann. „Var kominn í mastersnám í bókmennta- fræðinni þegar ég ákvað að kýla á það einu sinni enn; hafði þá leikið töluvert í Stúdentaleikhúsinu, og komst loks inn í skólann. Það var árið 2005, sama ár og Aðalbjörg útskrifaðist“ Þau voru sem sagt aldrei saman í skól- anum. Aðalbjörg kynntist því bókmenna- fræðinema en ekki leikara. „Við áttum sameiginlega vini og vorum stundum í sömu partíum. Vinkona mín var skotin í honum og ég talaði oft um að Hannes þyrfti að ná sér í góða konu. Þá hugsuðu strax einhverjir: já, þig, en enginn sagði það upphátt. Ég frétti það ekki fyrr en seinna!“ Þau byrjuðu saman 2008, síðasta vetur hans í skólanum en þá vann hún í Borg- arleikhúsinu. „Ég gerði mitt besta til að styðja ungan leiklistarnema; gerði í því að hrósa honum.“ Hannes kann ekki almennilega að skýra leiklistaráhugann. „Ég var ekki í því að setja upp leikrit sem barn en hafði samt alltaf áhuga á að komast í karakter og leika hlutverk í sögum. Ég skrifaði smá- sögur og ljóð og tók upp stuttmyndir með félögunum en leiklistin var samt allt- af ofaná. Ég veit ekki hvers vegna, en ég beið eftir því að fara í menntaskóla til að komast í leikfélag. Systir mín hafði starf- að aðeins í leikfélagi FB og mér fannst það rosalega spennandi.“ Hann lærði að lesa þriggja eða fjögurra ára og hefur síðan haft óslökkvandi áhuga á leiklist, bókmenntum, kvikmyndum og tónlist. „Ég les mikið, horfi mikið á bíó og er forfallinn tónlistarlúði og alfræðibók um músík. Ég er algjör menningarsuga og hef ekki haft áhuga á mörgu öðru en listum, nema Manchester United.“ Hannes segist horfa á leiki með þessu fræga enska fótboltaliði þegar möguleiki gefst. „Ég er ekki forfallinn, veit ekki um leikmannaskipti í neðri deildunum eins og sumir en hef rosalega gaman af að horfa á fótbolta. Það er fullkomin afþreying því maður getur algjörlega tapað sér án þess að þurfa beint að hugsa um það sem er um að vera. Svo er líka gaman að hitta félagana og fá sér bjór...“ Aðalheiður horfir ekki á fótbolta en henni þykir hins vegar mjög gaman að spila þá fallegu íþrótt. „Ég spila hins- vegar blak. Gerði það fyrst þegar ég var lítil, byrjaði aftur fyrir nokkrum árum og þegar ég flutti norður var ég ákveðin að finna mér lið, það er góð leið til að kynnast fullt af konum. Í Reykjavík hitti maður mest leikara og annað listafólk en það er ofboðslega hollt og gott að um- gangast alls konar annar fólk, heyra hvað það er að fást við og hvernig því gengur í vinnunni.“ Hún segir ofboðslega gaman í blakinu. „Ég er svo heppin að vera í liði með konum sem eru fyrrverandi Íslandsmeist- arar með KA og miklir töffarar. Ég er nánast nýliði og læri mikið af þeim. Það er skemmtilegra í boltanum en leikhúsinu að því leyti að það sjá allir hvenær er skorað. Fólk klappar oft í leikhúsi en maður veit samt aldrei nákvæmlega hvað því finnst og gagnrýni er misjöfn. Í blak- inu fá menn hins vegar annað hvort stig eða ekki. Einfalt!“ Leyndur draumur Parið tók sig upp og flutti úr höfuðborg- inni til Akureyrar sumarið 2012. „Ragn- heiður [Skúladóttir, þá verðandi listrænn stjórnandi LA og nú leikhússtjóri] hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti hugsað mér að fara norður og hvað ég héldi með Hannes. Ragnheiður var deild- arforseti leiklistardeildar Listaháskóla þeg- ar ég var þar og ég hafði unnið með henni í sjálfstæðu verkefni. Ragnheiður er einfaldlega þannig að ekki er hægt að segja nei við hana. Ég sagði því auðvitað já!“ Hannes segist alltaf til í að stökkva á breytingar. „Ragnheiður er framsýn og framsækin og hefur mjög gott og næmt auga fyrir leiklist,“ segir hann og er afar sáttur. Aðalbjörg segir þau hafa verið komin með nóg af Reykjavík í bili. Bæði eiga rætur fyrir austan; Hannes á Borgarfirði eystri, hún í Þingeyjarsýslum, m.a. á Mel- rakkasléttu og frænkur hennar búa í höf- uðstað Norðurlands. „Mér hefur alltaf þótt æðislegt að koma til Akureyrar en vildi reyndar oft halda fljótt áfram aust- ur.“ Hannes botnar: „Ég átti mér alltaf Margt illt í góðu og gott í illu LEIKARAPARIÐ HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON OG AÐALBJÖRG ÞÓRA ÁRNA- DÓTTIR STARFA HJÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ OG SEGJAST KUNNA FRÁBÆRLEGA VIÐ SIG FYRIR NORÐAN, FJARRI SKARKALA BORGARINNAR. HANNES SLÆR REGLULEGA Í GEGN UM ÁRAMÓT SEM SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Í ÁRAMÓTASKAUPINU EN NÚ Á HIÐ GULLNA HLIÐ DAVÍÐS FRÁ FAGRASKÓGI HUG ÞEIRRA ALLAN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.