Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 S offía Sæmundsdóttir er ein af hinum mörgu vel þekktu myndlistar- mönnum þjóðarinnar, sérstaklega er hún þekkt fyrir myndir sínar af litlum verum sem hún sjálf kallar ferða- langa. Soffía lærði hér heima og erlendis, í Austurríki og Bandaríkj- unum, og hefur unnið til alþjóð- legra verðlauna fyrir verk sín. Hún er formaður félagsins Íslensk graf- ík sem fagnar 45 ára afmæli í ár. Soffía ólst upp á heimili þar sem tónlist var áberandi. Systur hennar þrjár eru allar tónlistarkonur; Signý er óperusöngkona, Þóra Fríða píanóleikari og tónlistarkenn- ari og Katrín tónlistarkennari í Garðabæ. „Tónlist hefur fylgt mér í lífinu eins og systrum mínum, en ég valdi að gera myndlistina að lífsstarfi,“ segir Soffía. „Sem krakki skrifaði ég alltaf fremur vel. Fjölskyldumeðlimur var vanur að senda okkur fjölskyldunni skraut- skrifuð jólakort og ég byrjaði að herma eftir þeirri skrift. Mömmu fannst ég hafa hæfileika og sendi mig á námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur þegar ég var níu ára. Síðan tóku við ótal myndlistar- námskeið, en ég ætlaði mér ekki að verða listamaður. Ég ætlaði að velja mér praktískt starf og verða auglýsingateiknari. En myndlist- arumhverfið er þannig að maður fær bakteríu sem maður losnar ekki við og ég ákvað að ég skyldi láta reyna á það að vera listamað- ur og lifa af því.“ Í höll með Karli Bretaprins Þeir sem fylgjast með íslenskri myndlist þekkja litlu verurnar í myndum þínum. Hvaðan fékkstu fyrst hugmyndina um þær og hvað tákna þær? „Ég útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans og kynntist þar trénu sem efnivið. Í æðunum í viðnum sá ég oft eitt- hvað sem mér fannst minna á landslag og svo annað sem gæti verið vísir að manneskjum. Þaðan spruttu þessir ferðalangar sem seinna birtust í myndum mínum. Ég kalla þá ferðalanga því mér finnst þeir vera eins og sögu- persónur, þótt ég viti ekki alveg hvaða sögu þeir tilheyra, hvar hún gerist eða hvers kyns hún er. Þeir eru oftar en ekki staddir í lands- lagi og fara þangað sem þeir vilja. Ég var í mastersnámi í Ameríku á árunum 2001-2003 og þá gerði ég alls kyns tilraunir með þessa ferða- langa mína, prófaði til dæmis að stækka þá og sneri þeim við þann- ig að það sást í bakið á þeim, ég prófaði líka að móta þá í pappír og gifs og svo hef ég gert litla skúlp- túra úr þeim. Ég er ennþá að vinna með þá og velta fyrir mér hvað þeir eru. Þegar ég sýni í út- löndum verð ég vör við að fólk er mjög forvitið um þessar verur og veit ekki hvernig það á að skil- greina þær. Þessir ferðalangar eru áberandi í verkum mínum en eru alls ekki í þeim öllum. Sem lista- maður vil ég búa yfir breidd og ég geri líka þungar og dramatískar myndir þar sem þessar verur koma ekki fyrir. Samt finnst mér alltaf gott að fara inn í þennan góða æv- intýraheim ferðalanganna.“ Þér hefur tekist að lifa af list þinni og það tekst ekki öllum lista- mönnum. Hefur það stundum kost- að baráttu? „Ég hef lifað af myndlistinni og með árunum hefur það orðið æ auðveldara. Mér hefur gengið vel en starf myndlistarmannsins er alltaf viss barátta og innkoman ótrygg. Ég þarf að vera ákveðin í því sem ég er að gera. Það er ekki hægt að segja annað en að byrjunin hafi verið góð því þegar ég hélt fyrstu einkasýningu mína árið 1996 í Gallerí Fold seld- ust allar myndirnar. Meðal þeirra sem keyptu myndir voru þrjár konur frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum í Washington sem voru á ferðalagi um heiminn og keyptu listaverk eftir konur. Þær komu óvænt inn á sýninguna og keyptu þrjú verk. Árið 2000 fékk ég svo verðlaun í alþjóðlegri málverka- samkeppni, var ein af tólf verð- launahöfum.“ Segðu mér meira frá því. „Þátttakendur í samkeppninni voru frá 250 löndum og hér heima var keppnin auglýst í Morgun- blaðinu gegnum Pennann. Margir íslenskir listamenn sendu verk í keppnina og fimm voru valdir úr þeim hópi og verk þeirra send til Winson og Newton sem hélt keppnina og Karl Bretaprins var heiðursdómari. Tólf verk voru síð- an valin úr hundruðum verka eftir listamenn víðs vegar að úr heim- inum og verðlaunuð. Mín mynd var þar á meðal. Í febrúar 2000 fékk ég boð í St. James Palace þar sem ég tók á móti heiðursskjali ásamt hinum verðlaunahöfunum en verð- launaverkin voru síðan sýnd á sér- stakri sýningu í London. Í móttökunni í St. James Palace gekk Karl Bretaprins milli gesta og við áttum stutt spjall. Hann hafði komið til Íslands til að veiða og fannst myndin mín minna sig á íslenska náttúru. Það kom í ljós að hann er mikill áhugamaður um myndlist, ferðast um heiminn og vatnslitar og fær breska listamenn til að fara með sér. Hann var elskulegur maður, lágvaxnari en maður ímyndar sér og talaði um myndlist af áhuga og skilningi. Þetta var mikið ævintýri.“ Listasaga framtíðarinnar Hvað viltu segja um stöðu kvenna innan myndlistarinnar? Íslensk listasaga kom út í nokkrum bind- um fyrir einhverjum árum og þar þótti ýmsum sem íslenskar mynd- listarkonur væru sniðgengnar, nafn Karólínu Lárusdóttur var til dæmis ekki nefnt þar. Ert þú í Íslensku listasögunni? „Nei, ég er ekki þar og satt best að segja bjóst ég ekki við því. Mér finnst ég vera hin dæmigerða starfandi myndlistarkona. Ég held sýningar og sel verk mín í gall- eríum og á vinnustofunni. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni að segja að myndlistarkonur séu snið- gengnar hér á landi. Það er samt eins og það vanti gangverk sem kemur þeim inn í hringiðuna. Þótt ég hafi haldið ótal sýningar hef ég ekki sýnt í stórum söfnum, einfald- lega vegna þess að mér hefur ekki verið boðið það og engin tök eru á að sækja um slíkt. Þetta finnst mér gagnrýnivert og mér finnst vanta markvissari stefnu svo fleiri myndlistarmenn fái tækifæri til að sýna í stóru listasöfnunum, ekki síst konur. Við myndlistarkonurnar erum of hógværar og prúðar, þar á meðal ég sjálf. Ég held hins vegar að við eigum eftir að vera í lista- sögu framtíðarinnar. Mér finnst skipta máli að maður sé iðinn og trúi því að þá muni manns tími koma. Þetta er ákveðin einstefna og til að ná árangri þarf maður að vera sýnilegur.“ Var ætlað að mála Þú ert mjög sýnileg, sýnir ekki bara hér heima heldur líka erlend- is. Finnst þér mikilvægt að sýna verkin í útlöndum? „Já, ég sækist eftir því. Það kostar nokkurt vesen að koma verkunum út og heim aftur ef þau seljast ekki, en ég læt mig hafa það. Mér finnst alltaf áhugavert að heyra hvað útlendingar segja um verkin mín. Hér á Íslandi er mikið kunningja- og vinasamfélag og frændgarðurinn stór og það er gott að fá álit þeirra sem standa þar fyrir utan. Ég hef selt þó nokkuð af verkum erlendis. Í lok mars fer ég á grafíkráðstefnu í San Franc- isco, en þar var ég í námi og sýndi verk mín fyrir einhverjum árum og seldi vel, og ég ætla að rifja upp tengslanetið sem þá skapaðist og búa til nýtt í gegnum grafíkina. Og fyrst ég minnist á grafík þá fagnar félagið Íslensk grafík, sem ég er í forsvari fyrir, 45 ára afmæli sínu þetta árið. Félagsmenn eru 70, allir virkir myndlistarmenn og margir sem skara alveg sérstak- lega fram úr í grafík og þar má nefna Braga Ásgeirsson, Karólínu Lárusdóttur og Ragnheiði Jóns- dóttur. Við í félaginu ætlum að halda afmælissýningu í Artótekinu í Borgarbókasafninu seinna á þessu ári og munum standa fyrir viðburðum tengdum bókum og bókagerð á Safnanótt og Menning- arnótt. Ég sinni grafíkinni alltaf eitthvað meðfram málverkinu. Grafíkin er skemmtileg af því að þar gerist oft ýmislegt óvænt. Maður leggur pappír ofan á plötu sem litur hefur verið borinn á, rennir í gegnum pressu og lyftir pappírnum síðan upp og sér þá kannski eitthvað allt annað en maður átti von á.“ Hvað er myndlistin stór hluti af þér? „Ég er alltaf að komast betur að því hvað myndlistin er stór hluti af mér. Mér líður aldrei eins vel og þegar ég er fyrir framan myndina sem ég er að vinna að. Þá gleymi ég mér auðveldlega. Mér finnst að mér hafi verið ætlað að mála. En það tók mig tíma að átta mig á því og það komu stundir þar sem ég hugsaði með mér að kannski ætti ég að finna mér öruggari vinnu. En ég valdi myndlistina og stend staðfastlega með því vali.“ Ævintýra- heimur ferða- langanna SOFFÍA SÆMUNDSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR RÆÐIR UM MYNDLISTINA OG FERÐA- LANGANA SEM HAFA FYLGT HENNI SVO LENGI. HÚN TALAR EINNIG UM STÖÐU KVENNA Í ÍSLENSKU MYNDLISTARLÍFI OG SEGIR FRÁ ÞVÍ ÞEGAR HÚN HITTI KARL BRETA- PRINS, EN MYND EFTIR HANA MINNTI HANN Á ÍSLENSKA NÁTTÚRU. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Þótt ég hafi haldið ótal sýningar hefég ekki sýnt í stórum söfnum, einfald-lega vegna þess að mér hefur ekki verið boðið það og engin tök eru á að sækja um slíkt. Þetta finnst mér gagnrýnivert og mér finnst vanta markvissari stefnu svo fleiri myndlistarmenn fái tækifæri til að sýna í stóru listasöfnunum, ekki síst konur. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.