Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Matur og drykkir H araldur Már Pétursson, yfirmatreiðslumaður á veit- ingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA, var svo vinsam- legur að hrista fram úr erminni léttan og afbragðsgóðan fiskrétt, sem hann segir upplagðan eftir kjöttörnina, sem stóð yfir á flestum íslenskum heimilum um jól og áramót. „Þetta er mjög einfaldur réttur; hver einasti maður á að geta eldað hann án mikilla vandræða,“ segir Haraldur Már í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hann segir algengt að brauð sé notað sem rasp, til að hjúpa mat. Þess vegna hafi honum fundist tilvalið að brydda upp á þeirri nýjung að nýta laufabrauð frá jól- unum í þeim tilgangi. „Það er gott bragð af laufabrauði og þar af leiðandi sjálfsagt mál að nota það. Svo er rétt að taka fram að mjög gott er að nota þessa sömu uppskrift við annan fisk, til dæm- is þorsk.“ Veitingasal Hótels KEA var gjörbreytt síðastliðið sumar og Múlaberg er í raun nýr staður, opinn öllum. Veitingasalir hótelsins voru það reyndar áður en það virtist alls ekki öllum ljóst. „Við byggjum á danskri og franskri klassík og leggjum aðal- áherslu á íslenskt hráefni,“ segir Haraldur Már um matreiðsluna, og segist himinsæll með viðtökurnar. „KEA var í gegnum árin þekkt fyrir að vera formfast, haldið var í gamlar klassískar hefðir en eftir breytingarnar eru áherslur svo- lítið aðrar og fjölbreytnin meiri, þótt mikið sé áfram lagt upp úr gæðum. Fólk kemur í hádeginu og fær sér eitthvað létt – fisk eða samloku eða salat, en á kvöldin er hægt að koma í fínan þriggja rétta dinn- er.“ Haraldur Már var á Hótel KEA fyrstu tvö árin í matreiðsluámi; byrjaði á samn- ingi 2001 en lauk námi á Argentínu steik- húsi í Reykjavík. „Strax eftir skólann kom ég svo heim aftur, var ráðinn hingað sem aðstoðaryfirkokkur og tók svo við sem yf- irkokkur fyrir þremur árum.“ Honum líkar starfið afar vel. „Það er gaman að elda fyrir fólk á hverjum degi og hafa alltaf nóg að gera. Áður vorum við mest með hópa, stórar árshátíðir og slíkt, en þetta er miklu skemmtilegra.“ Ýmislegt er í boði á Múlabergi en smáréttaplattar eru vinsæl- astir, segir Haraldur Már. „Það er spennandi kostur fyrir þá sem vilja smakka marga nýja rétti, í stað þess að borða sig sadda af einhverju einu. Þessir plattar hafa slegið í gegn; hvort sem fólk kemur hér í mat, til að fá sér einn drykk áður en það fer í leikhús eða þá að saumaklúbbar fara út til að gera sér glaðan dag.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FRÖNSK OG DÖNSK KLASSÍK Á MÚLABERGI Létt og gott eftir jólin Setjið smjörklípur á fiskinn og sítrónubát, rjóma hellt í botninn, sinnep sett hér og þar í rjómann. Lax með laufa- brauðsraspi, ferskt salat og nýjar íslensk- ar kartöflur. Haraldur Már Pétursson Þerrið fiskinn vel með bréfi og leggið að því loknu í smurt eldfast mót. Myljið tvær laufabrauðskökur til þess að strá yfir fiskinn eins og raspi. Hrærið eggið og penslið laxasneiðarnar með egginu, til þess að raspurinn haldist vel á. VEITINGASTAÐUR HEFUR LENGI VERIÐ REKINN Á HÓTEL KEA Á AKUREYRI, EN MIKIL BREYTING VARÐ Á UM- GJÖRÐINNI Á SÍÐASTA ÁRI ÞEGAR MÚLABERG VAR OPNAÐ. FJÖLBREYTNIN ER MEIRI OG ÁHERSLUR AÐRAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hráefni fyrir 4 4 stk. þverskornar laxasteikur, 4-5cm á þykkt (u.þ.b.) 1 egg 2 kökur laufabrauð (muldar í rasp) 50 g smjör 350 ml rjómi 2 msk. gróft sinnep (má nota di- jon) 1 sítróna Aðferð Stillið ofninn á 180°c. Þerrið fiskinn og leggið í smurt eldfast mót og penslið með egginu. Stráið svo rasp- inum yfir og setjið litlar klípur af smjör- inu ofan á fiskinn. Hellið svo rjómanum í kringum steikurnar og dreifið sinn- epinu hér og þar í rjómann. Skerið sí- trónuna í 8 báta og setjið eina sneið of- an á hverja steik. Bakið fiskinn í 15 til 18 mín. eða þar til hann er farinn að brúnast aðeins að ofan. Þegar fiskurinn er til takið hann frá og hellið rjómanum í gegnum sigti í lítinn pott og sjóðið upp á honum; smakkið sósuna til með salti og pipar og þykkið með maisena- mjöli ef þarf. Með þessu er gott að hafa nýjar íslenskar kartöflur og gott ferskt salat. Þverskorinn lax með laufa- brauðsraspi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.