Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaHakkarar komust nýlega yfir upplýsingar af tugum milljóna greiðslukorta í Bandaríkjunum Engin logmnolla er í kringum Hrönn Svansdóttur. Hún er fram- kvæmdastjóri CrossFit Reykjavík og þjálfari en hefur einnig hæfieika á söngsviðinu og ætlar að gefa út sólódisk með vorinu Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur: Ég, Ívar Ísak maðurinn minn, Davíð strákurinn okkar sem er 9 ára og varðkisan okkar hún Ilmur. Öll stundum við CrossFit en Davíð er líka í fót- bolta og Ilmur er aðallega í teygju- æfingum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum Epli eru efst á blaði hjá mér. Egg er nauðsynlegt að eiga enda næring- arrík, fljótleg að elda, hægt að sjóða, steikja, hræra, baka og jafn- vel drekka. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ætli 15- 20 þúsund sé ekki nærri lagi. Hvar kaupirðu helst inn? Krónan og Víðir henta mér vel þegar ég fer að kaupa inn, verð þó að viðurkenna að N1 verður oft fyrir valinu þegar grípa þarf eitt- hvað á leiðinni heim. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Dökkt Lindh súkkulaði með sjáv- arsalti, rjóma og möndlusmjöri. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Get ekki sagt að ég hugsi mikið um sparnað þegar kemur að heim- ilishaldinu en ég lærði fljótt að vera ekki að kaupa eitthvað til að eiga það til í ef ég þyrfti á því að halda, það fór allt útrunnið í ruslið. Ég hef eina góða reglu: ekki kaupa það ef þú ætlar ekki að borða það. Það hjálpar manni bæði að spara og líka við þyngdarstjórnun, því fólk sem ætlar ekki að borða óhollt á heldur ekki að kaupa óhollt. Hvað vantar helst á heimilið? Mrs. Doubtfire, ekki spurning. Eyðir þú í sparnað? Ég legg fyrir en er líka dugleg að eyða því ef það hentar mér. Skothelt sparnaðarráð? Ekki eyða því sem ekki er til. Það er dýrt að skulda. Það er líka gott að tileinka sér nægjusemi. HRÖNN SVANSDÓTTIR, CROSSFIT-KEMPA Dugleg bæði að spara og eyða „Ekki kaupa það ef þú ætlar ekki að borða það,“ segir Hrönn Svansdóttir. Morgunblaðið/Golli Flest dreymir okkur um að kaupa alls konar hluti. Ó, hve gaman væri að eiga stærra sjónvarp, flott- ari bíl, nú eða veglegt armbandsúr, perlur og skart, og kannski loðfeld fyrir vet- urinn. Eða kannski er kominn tími á ferðalag á framandi slóðir, nú eða nýtt sófasett í stofuna? Og hvað með litlu draumana? Það vantar jú ný rúm- föt, nýjar buxur og spennandi tölvuleikur er alveg að fara að koma út. Ágætt er að skrifa niður á blað, eða í tölvuskjal, það sem hugurinn girnist og heimilið vantar. Óska- listinn getur verið gott tæki til að forgangsraða og um leið til að skipuleggja hversu miklu þarf að safna fyrir hverju. Markmiðin verða með þessu skýrari og útgjöldin markvissari. Svo gefst líka með óskalistanum tækifæri til að skoða vel hvað maður raunverulega þarf og vill, því sumir draumar eru óttaleg vit- leysa við nánari skoðun. púkinn Aura- Gerðu óskalistaS em betur fer virðist sem greiðslukortasvik séu enn fátíð á Íslandi. Aðrar þjóðir eru ekki svo heppnar og berast reglulega fréttir af alls kyns svindli, svikum og gagnastuldi þar sem afleiðingarnar eru bæði ami og tjón fyrir korthafa. Nú síðast í des- ember komust útsmognir hakkarar yfir lykilgögn af tugum milljóna greiðslukorta með því að brjótast inn í greiðslukerfi Target- verslunarkeðjunnar í Bandaríkj- unum. Gildrurnar leynast víða og betra að temja sér fyrr en síðar ákveðnar öryggisreglur um notkun greiðslu- kortsins. Grunnatriðin skipta máli Fyrst ber að nefna að taka alvar- lega þær leiðbeiningar sem bankar og greiðslukortafyrirtæki gefa. Fara þarf með greiðslukort eins og pen- inga, halda PIN-númerinu vandlega leyndu og alls ekki hafa númerið skrifað niður á sama stað og kortið er geymt. Ekki gleyma heldur að skrifa rithandarsýnishorn aftan á kortið um leið og þú færð það í hendurnar. Annar mikilvægur hluti af ábyrgri og öruggri kortanotkun er að fara vandlega yfir kreditkorta- reikninginn og debetkortayfirlitið. Að skoða færslurnar gefur ekki bara ágæta sýn yfir útgjalda- mynstur heimilisins heldur er aldrei að vita nema þar leynist undarleg færsla. Skoða má reikninginn mán- aðarlega þegar hann kemur í pósti en enn betra er að vakta færslur rafrænt frá viku til viku eða degi til dags, t.d. gegnum snjallsímaforrit sem mörg fjármálafyrirtæki bjóða upp á. Þá er kortanotkunin ferskari í minninu og auðveldara að þekkja færslur sem geta stundum borið undarleg nöfn. Viðvörun með SMS Bráðsniðugt öryggisráð er að fá sjálfvirk SMS-skilaboð þegar kortið er notað. Íslenskir kortanotendur geta fengið meldingu í símann þeg- ar kortið þeirra er notað í netvið- skiptum eða símgreiðslu. Sést þá um leið ef eitthvað vafasamt er í gangi. Ef kort týnist eða er stolið er mikilvægt að láta banka eða greiðslukortafyrirtæki vita sem fyrst. Sama gildir ef vart verður við undarlegar kortafærslur. Hringja má í þjónustuver á vinnutíma eða neyðarnúmer á öðrum tímum dags. Enginn þarf að vera feiminn við að hringja í neyðarsíma kortafyrir- tækjanna um miðja nótt í tilvikum sem þessum. Skynsamlegt er að farga greiðslu- kortayfirlitum með pappírstætara og sömuleiðis öllum öðrum gögnum sem kunna að geyma greiðslukorta- númerið. Ef þessi gögn fara beint í ruslið er ekki útilokað að upplýsing- arnar sem á þeim er að finna geti ratað í rangar hendur. Það ætti líka að vera regla að taka alltaf allar kortakvittanir og henda þeim sömu- leiðis á öruggan hátt. Þegar kortið er notað verður svo að nota almenna skynsemi: ekki leyfa öðrum að sjá þegar PIN- númerið er slegið inn úti í búð og athuga hvort mögulega hefur verið átt við hraðbanka ef taka þarf út pening. Á netinu er skynsamlegt að versla aðeins við þekkta og trausta söluaðila og senda ekki greiðslu- kortaupplýsingar yfir þráðlaus net sem opin eru almenningi. Alls ekki má setja kortaupplýsingar á vefsíð- ur nema slóðin byrji á https:// (en ekki bara http://) en þá er tengingin við vefsíðuna með dulkóðunarvörn sem verndar gögnin. Sumir ganga svo langt að mæla með því að nudda eða skrapa líka burt þriggja stafa auðkenniskóðann aftan á kortinu. Er það gert til þess að seljendur og þjónustufólk sem handleikur kortið geti ekki afritað eða lagt á minnið upplýsingarnar á kortinu og/eða á greiðslustrimlinum til að nota í netverslunum. DÆMIN SANNA AÐ HÆTTURNAR LEYNAST VÍÐA Er kortið öruggt? RÉTT ER AÐ FYLGJA NOKKRUM EINFÖLDUM REGLUM VIÐ NOTKUN GREIÐSLUKORTA. GETUR VALDIÐ FJÁRHAGSTJÓNI OG AMA EF ÓPRÚTTNIR AÐILAR KOMAST YFIR KORTAUPPLÝSINGAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að ýmsu þarf að huga til að forðast kortasvindl. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.