Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Bull er grínistanum Þorsteini Guðmundssyni og konu hans El- ísabetu Önnu Jónsdóttur hug- leikið en þau ræða útgáfu nýs tímarits í viðtali í blaðinu í dag. Þau telja í hinni mestu alvöru að bull og hvers kyns grín eigi að vera meira áberandi í almennri umræðu. Líklega er það hárrétt hjá þeim að það er gott að bulla meira, en stundum þegar horft er yfir fréttir vikunnar er tilfinn- ingin þó einmitt sú að bullinu sé hressilega ofaukið. Í vikunni voru stóru málin rædd. Kjarasamningar, verðbólg- an, verðhækkanir, verðlækkanir, sátt á vinnumarkaði, stöðugleiki og fleira var í brennidepli. Hið eft- irsóknarverða jafnvægi sem þarf að vera í þjóðfélaginu til að allt geti virkað sem skyldi og allir fái sitt var umtalað nú eins og oft áð- ur. Hvernig á að halda niðri verð- bólgu? Hvað eru sanngjarnar hækkanir til launþega? Hvaða leiðir eru færar til að halda aftur af verðhækkunum? Ótal spurn- ingar brenna á fólki og svörin liggja ekki alltaf fyrir. Eins og jafnan í kjara- og verð- bólguumræðum eru aðalleikarar á borð við verkalýðsforkólfa og for- svarsmenn liðs atvinnurekenda snöggir fram á svið. Að þessu sinni spruttu þó fram óvæntir meðleikarar; framlínusveit sæl- gætisframleiðenda lagði orð í belg. Við fengum að heyra af því að Nói Siríus og Freyja hygðust hækka verð á sínu sælgæti um einhver prósent en frá sælgæt- isgerðinni Góu bárust aftur á móti þau tíðindi að súkkulaðið skyldi ekki hækkað heldur ætti að segja verðbólgunni stríð á hendur. Engu var líkara en að upphæð vörukörfunnar okkar og raun- verulegur kaupmáttur myndi ráð- ast af verðlagi á súkkulaðirús- ínum. En jú, líklega er bara best að bulla meira. RABBIÐ Sælgæti í brennidepli Eyrún Magnúsdóttir Þjóðin var full tilhlökkunar í ársbyrjun 1974 þegar beðið var eftir því að Heimsmeistaramótið í handbolta hæfist í Austur-Þýskalandi. Undirbúningsleikir voru nokkrir síðustu dagana fyrir mótið og sá síðasti fyrir mótið var leikur Íslendinga við Norðmenn sem fór þannig að Íslendingur unnu yfirburðasigur. Norsku blöðin sögðu íslenska liðið svo sterkt að það ætti möguleika á verðlaunum en svo fór engu að síður að það lenti í 14. sæti. Handboltinn heltók þjóðina, líkt og hann gerir enn í dag, Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins fór ekki varhluta af því. Hann heimsótti á þessum tíma leikarana Val Gíslason og Róbert Arnfinnsson í Þjóðleikhúsið af allt öðru tilefni, þeir brugðu á leik og myndin er að sjálfsögðu í takt við tíðarandann; tóbaksreykur innandyra án þess að nokkur kippti sér upp við það. julia@mbl. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ALLIR VORU SPENNTIR FLAUTAÐ VERÐUR TIL LEIKS ÍSLENDINGA OG NORÐMANNA Á EVRÓPUMEISTARAMÓTINU Í HANDBOLTA Á SUNNUDAG. FYRIR 40 ÁRUM BEIÐ ÞJÓÐIN EINNIG Í OFVÆNI EFTIR LANDSLEIK ÍSLENDINGA OG NORÐMANNA Í HANDBOLTA. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Bluegrass-hátíð. Hvar? Gamla Gauk og Dillon. Hvenær? Laugardag kl. 22. Nánar Hljómsveitin Illgresi ásamt Hjalta Þorkelssyni og öðrum góðum gestum stígur á svið á Gamla Gauk. Fivebellies og Dýrðin spila á Dillon. Að- gangur er ókeypis. Tónlistarveisla Hvað? Einleikurinn Eldklerkurinn. Hvar? Tjarnarbíó. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar Sögð sagan af Jóni Steingrímssyni bónda, lækni og presti sem flutti eldmessu í miðjum Skaftáreldum. Verð: 3.500. Eldmessa Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Flóamark- aður. Hvar? Kolaportinu. Hvenær? Opið laugardag og sunnu- dag kl. 11-17. Nánar: Allir básar eru upppantaðir í Kolaportinu um helgina, markaðstorgið verður líflegt. Keypt og selt Hvað? Skíðakennsla. Hvar? Bláfjöllum. Hvenær? Laugardag og sunnudag kl.11-15. Opið í Bláfjöllun kl.10-17 báða dagana ef veður leyfir. Nánar Skíðakennari er við kaðallyftuna við Bláfjallaskála um helgar og veitir kennslu í grunntækninni. Ekki er þörf á skráningu heldur bara mæta. Byrjaðu á skíðum Hvað? Ball með Bryndísi Ásmunds- dóttur og bandinu hennar. Hvar? Spot í Kópavogi. Hvenær? Laugardag, hefst á miðnætti. Nánar Bryndís Ásmundsdóttir hefur sett saman hljómsveitina Bryndís og fol- arnir og munu þau leika fyrir dansi. Bryndís og folarnir Hvað? Þrjúbíó fyrir 3-6 ára börn. Hvar? Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Hvenær? Sunnudag, kl. 15. Þrjúbíó * Forsíðumyndina tók Golli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.