Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Heilsa og hreyfing „Flugvélin virðist mjög einföld í fram- kvæmd og er einstaklega skemmtileg. Eins og með allar aðrar æfingar þá er mikilvægt að framkvæma hana rétt til að hún skili til- ætluðum árangri. Ef allir líkamshlutar eru í réttri stöðu o.s.frv þá er hún ótrúlega áhrifarík og erfið,“ segir Fannar Karvel, íþróttafræðingur hjá Spörtu líkamsrækt. Æfingin vinnur jafnt á jafnvægi og grunn- styrk í kvið- og bakvöðvum og kemur upp um stífleika í mjöðmum, baki og lærum. „Stattu nú upp frá borðinu, slepptu kaffi- bollanum og gerðu 20 endurtekningar á hvorn fót, þetta er enn ein æfingin sem þú mátt gera eins oft og þú vilt en fínt er að miða við 20 endurtekningar á hvorn fót 2-3x á dag,“ segir Fannar án þess að blása úr nös. ÆFING DAGSINS Flugvél 1 Stattu með annan fótinn örlítið frá gólfi oghinn alveg beinan. Hendur eru útréttar og þumlar visa út á við. 2 Hallaðu þér rólega fram á við og beygðu fót-inn sem þú stendur í lítilega á sama tíma. Tærnar á hinum fætinum eiga að visa niður í gólf. 3 Hallaðu þér eins langt fram og þú kemstmeð aftari fótinn beinan. Þegar þú kemst ekki lengra skaltu hinkra við og halda stöðunni áður en þú ferð rólega í upphafsstöðu. Morgunblaðið/Rósa Braga É g hef reynt í mörg ár að koma því til leiðar að sykrur og mjölvaefni í mat- vælum verði kallað kolhydrat eða kolhydröt en ekki kolvetni eins og all- ir rita hver eftir öðrum um þessar mundir,“ segir Jónas en hann var áður aðalkennari í lífrænni efnafræði í læknadeild við Háskóla Íslands samhliða öðrum störfum. „Þetta er mjög bagalegt því allt innihald jarðolíu er í raun kolvetni. Metan, bens- ín, steinolía, jarðolía eða allir alkanar eru þannig kolvetni og því er rangt að tala um kolvetni í tengslum við mat. Það þarf ekki annað en að lesa fréttir t.d. frá Dreka- svæðinu til að sjá þetta.“ Jónas hefur lengi barist fyr- ir þessum málstað en á árunum 1969-1980 reyndi hann að koma slíkri breytingu til leið- ar með markvissum hætti en án árangurs. Röng nafnagift og hæg þróun Orðið kolhydrat vísar til efnasambanda sem innihalda vatn en efnatáknið fyrir vetni er hins vegar bókstafurinn „H“. „Kolhydrötin hafa almenna formúlu CnH2nOn eða (CH2O)n, en í seinni formúlunni má sjá að fyrir hvert kolefnisatóm (C) er ein vatnssameind (H2O) og þá er líka augljóst, að nöfnin eru kolhy- dröt en ekki kolvetni, þótt venjan hafi verið önnur í íslenskri umræðu,“ segir Jónas. Hann kann enga eina skýringu á þessari röngu nafnagift hér á landi en hugsanlega má rekja hana til þess hversu seint kornmeti barst til Íslands í samanburði við aðrar þjóðir í Evrópu. „Lengi vel var fita og prótein meginuppi- staðan í íslensku mataræði líkt og hjá Græn- lendingum. Hér var loftslagið almennt of kalt fyrir framleiðslu á kornafurðum og því neyttu Íslendingar fyrst og fremst dýraafurða en ekki plöntuafurða. Á sama tíma voru erlendir menn að rækta margar tegundir af korni og vinna við kornmeti var veigamikill þáttur í lífi þeirra og menningu.“ Hann telur að neysla á byggi hafi farið vaxandi hér á landi á átjándu öld. „Á 19. öld var neysla landsmanna á korni eða mjölva orðin svipuð og nú er. Þannig hefur mataræði okkar í auknum mæli líkst því sem tíðkast hjá öðrum þjóðum en þrátt fyrir það er þetta nafnarugl við lýði hér á landi.“ Meginflokkur matvæla og efna Jónas segir kolhydröt vera efnafræðilegt heiti fyrir meginefnaflokk matvæla og því er mik- ilvægt að kalla hlutina réttum nöfnum. Hann segir kolhydrötin í korni (hveiti, hrís- grjónum, byggi og rúgi) vera í sterkju eða fjölglúkósaástandi. Það er þessi sama sterkja sem hefur verið ranglega kölluð kolvetni í bókum og skrifum um langt skeið hér á Ís- landi. „Þessi flokkur hefur mestan hluta orkunn- ar í mat Íslendinga. Hann nær yfir 45-50% af allri orku sem kemur úr matvælum Íslend- inga og upp í 82% af allri matvælaorku íbúa í Rúanda.“ Hann segir bruna kolhydrata (fjölglúkósa) mynda megnið af orku í mat allra þjóða. „Fjölglúkósi er einnig meginuppistaða í öllu korni heims og einnig í öðrum plöntu- matvælum eins og grænmeti og ávöxtum. Ein tegund glúkósa er meira að segja meginuppi- staðan í öllu timbri og grasi jarðar, hvorki meira né minna.“ Þá eru bækur og blöð að mestu úr fjölglúkósa og mörgum þykir und- arlegt að átta sig á því að við lifum og hrær- umst í slíkum glúkósaheimi að sögn Jónasar. Eftir að sterkjan (fjölglúkósi) hefur verið melt í meltingarfærum manna og dýra, þá fer hún auðveldlega og skjótt inn í efnaferli í frumum líkamans og oxast í koltvíoxíð og vatn og framkallar orku. „Glúkósinn er eins og bensín fyrir menn og dýr og þessi efna- breyting er aðalkyndingin og aðalorkugjafinn í líkömum manna.“ Kolvetnalausir kúrar eru slæmir Jónas telur núverandi umræðu um kolvetni vera villandi og segir bækur sem fjalla um kolvetnalausan mat að sínu mati varasamar. „Kolhydratalaus matur veitir ekki eins góða saðningu og venjulegur matur. Þess vegna er eins líklegt að fólk borði meira af honum til þess að öðlast saðningu. Ef líkaminn er svelt- ur af slíkum sykrum getur verið hætta á aukningu á líkum á hjarta- og æðavanda- málum. Auk þess er ekki vitað hver áhrifin eru á heilann. Þau kunna að vera neikvæð og valda minni heilavirkni því sykrurefnin eru hinn eðlilegi orkugjafi heilans,“ segir Jónas. HEFUR BARIST Í 45 ÁR FYRIR MÁLSTAÐNUM Kolvetna-umræða á villigötum Matvælasérfræðingar tala oft um kolvetni í opinberri umræðu. Þetta er rangt að mati doktors í efnaverkfræði enda finnast kolvetni undir yfirborði jarðar sem olía eða jarðgas. * Aðalmáli skiptir, að íslenskæska verði ekki áfram látin lesa þetta allt vitlaust um alla framtíð. Í öllum öðrum tungumálum, sem ég veit um, er mjölvaefni og sykrur kallað kolhydrat en ekki kolvetni,“ segir Jónas og nefnir ensku, dönsku, þýsku, og fleiri tungumál sem dæmi. * Grænlendingar og inúítar íKanada neyta sumir kolhydrats- lauss matar vegna mikils dýra- afurðaáts að sögn Jónasar. „Þeir eru búnir að gera það í langan tíma og hafa aðlagast þeim að- stæðum. Auk þess sem þeir hafa vanið sig á mikla líkamlega áreynslu. Af þessum ástæðum lúta þeir öðrum lögmálum en er hátt- að um t.d. kyrrsetumenn í Evrópu eða N-Ameríku.“ DOKTOR JÓNAS BJARNASON, EFNAVERKFRÆÐINGUR, SEGIR RANGT AÐ TALA UM KOLVETNI Í TENGSLUM VIÐ MAT OG VILL TAKA UPP ALÞJÓÐLEGA ORÐIÐ KOLHYDRAT Í STAÐINN. HANN ER EINNIG MÓTFALLINN SVOKÖLLUÐUM KOLVETNAKÚRUM SEM HAFA VERIÐ VINSÆLIR SÍÐUSTU MISSERI. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Jónas Bjarnason Frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar fyrir 3 ára börn og börn á aldrinum 10 til 17 ára. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá barn/börn á www.sjukra.is. Nauðsynlegt er að borga 2.500 kr. árlegt komugjald og mælt er með skráningu barns hjá tannlækni við eins árs aldur. Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.