Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 1

Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. A P R Í L 2 0 1 4 Stofnað 1913  84. tölublað  102. árgangur  GLEÐISTUND Á GÓÐGERÐ- ARDEGINUM BYGGÐIN ÞÉTT Í STAÐ ÚTÞENSLU GRÁTBROSLEGT LEIKVERK UM ÓFRJÓSEMI SKIPULAGSMÁL 16 ÚTUNDAN 38GOTT MÁL 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sprenging hefur orðið í sölu á hótel- gistingu til erlendra ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Hleypur aukningin á tugum prósenta á ári. Útlendingar keyptu um 60.300 hótelnætur í febrúar árið 2011 en 135.500 nætur í febrúar á þessu ári. Verði aukningin milli ára 2014 og 2015 jafn hröð og milli ára 2013 og 2014 munu útlendingar kaupa um 160.000 hótelnætur í febrúar á næsta ári, um tvöfalt fleiri en árið 2012. Aukningin í seldum hótelnóttum til útlendinga er meiri séu mánuð- urnir janúar, febrúar, nóvember og desember lagðir saman. Þá er aukn- ingin 35% milli ára 2012 og 2013. Nálgast 400 þúsund nætur Alls seldust um 187.500 hótelnæt- ur á þessum mánuðum til útlendinga 2010 en um 397.300 nætur í fyrra. Sé sala á gistingu allt árið skoðuð keyptu erlendir ferðamenn rúmlega milljón hótelnætur árið 2007. Til samanburðar keyptu þeir 1,7 millj- ónir hótelnátta í fyrra. Verði aukn- ingin jafn hröð og síðustu ár verða næturnar rúmlega 2 milljónir í ár. Tekið skal fram að hér er ein- göngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Eru hér hvorki meðtalin gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumarið. Loks má nefna að Íslendingar keyptu rúmlega 340.000 hótelnætur í fyrra, borið saman við 310.000 næt- ur 2012 og um 281.200 hótelnætur 2011. Sprenging í sölu á hótelgistingu yfir veturinn  Tvöfalt fleiri hótelnætur seldust til útlendinga í febrúar en í febrúar 2011 Gistinætur yfir veturinn á hótelum Eftir ríkisfangi, á tímabilinu 2008-2014* (jan., feb., nóv., des.) *Um er að ræða bráðabirgðatölur fyrir árin 2008 og 2013. Heimild: Hagstofa Íslands Íslendingar Útlendingar 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2008 2009 2011 20132010 2012 78.833 193.556 90.063 397.297 Miklar umræður spunnust á þemaþingi Norðurlandaráðs á Akureyri í gær um stjórnmálaástandið í Úkraínu. Samstaða var meðal þingfulltrúa um að ástandið þar væri áhyggjuefni fyrir norrænt samstarf, þótt það snúist ekki um varnar- eða utanríkismál. „Við viljum standa vörð um þjóðaréttinn. Það er mjög mikilvægt. Á sama hátt og Norðurlönd studdu nýju lýðræðisríkin við Eystrasalt fyrir rúmum tuttugu árum vilja Norðurlönd nú styðja lýð- ræðið í Úkraínu. Ef fulltrúar fimm norrænna þjóðþinga kæmu hér saman án þess að bregðast við því sem mest er um rætt í okkar heimshluta værum við talin algjörlega heyrnarlaus,“ sagði Hans Wallmark, þingmaður sænska Íhaldsflokksins og varaforseti Norðurlandaráðs. Þjóðaréttur mikilvægur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vorþing Norðurlandaráðs á Akureyri Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Green Energy Group (GEG), ís- lensk-norskt orkufyrirtæki sem hef- ur reist fimm litlar jarðvarmavirkj- anir í Kenía, hefur hlotið verðlaun Bloomberg sem frumkvöðull ársins á sviði nýorku (e. New Energy Pio- neer Award). Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu sem nýorkudeild Bloom- berg stóð fyrir í New York í fyrra- kvöld. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í sam- vinnu við norska fjárfesta og hefur móðurfélagið aðsetur í Noregi. Alls starfa um 100 manns hjá fyrirtæk- inu, þar af um 30 Íslendingar, sem bæði starfa á skrifstofu í Reykjavík og í Kenía við byggingu virkjana fyr- ir þarlend stjórnvöld. Samningur upp á meira en 12 milljarða króna var gerður um að reisa allt að 14 smærri virkjanir. Smíði fimm þeirra er lokið en uppsett afl þeirra er sam- anlagt um 30 MW. Starfsmenn GEG hafa ásamt ís- lensku verkfræðistofunni Verkís þróað sérstaka tækni við litlar jarð- varmavirkjanir sem tekur skemmri tíma að reisa en hefðbundnar virkj- anir og þykja henta vel í löndum eins og Kenía. Alexander Richter, markaðsstjóri GEG, segir verðlaunin frá Bloom- berg hafa mikla þýðingu fyrir fyr- irtækið. Þau staðfesti að GEG sé að gera góða og eftirtektarverða hluti og gefi jarðvarma verðugri sess í orkuiðnaði almennt. Alexander, sem er Þjóðverji en á íslenska eiginkonu, segir virkjanirn- ar í Kenía stærsta einstaka verkefn- ið á sviði jarðvarma sem Íslendingar hafa komið að og gangsett erlendis. Framundan eru verkefni í fleiri lönd- um en GEG er einnig með skrif- stofur í Indónesíu og Singapúr. „Okkur hefur tekist að byggja upp viðskiptamódel sem byggist á ís- lenskri verkþekkingu en erlendu fjármagni, líkt og fleiri fyrirtæki hafa verið að gera,“ segir Alexander. Með virkjanir í Kenía fyrir 12 milljarða  Bloomberg verðlaunar íslensk-norska orkufyrirtækið Green Energy Group  „Þetta hefur gríðarlega þýð- ingu fyrir Lions- hreyfinguna á Ís- landi og er mikill heiður fyrir hana,“ segir Barry J. Palmer, alþjóðaforseti Lions, sem er staddur hér á landi vegna undirbúnings al- þjóðlega sjónverndardagsins 14. október nk. Lions á Íslandi mun þá í fyrsta sinn sjá um þennan árlega heimsviðburð hreyfingarinnar. Mikið stendur til í haust og m.a. liggur fyrir að um 10 milljónir króna munu renna til tækjakaupa fyrir augndeild Landspítalans. Palmer segir Lions á Íslandi hafa staðið sig vel í sínum verkefnum en hvergi í heiminum eru hlutfallslega jafnmargir félagar og hér. »14 10 milljónir í tækja- kaup á augndeild Barry J. Palmer  Heildarkostnaður við haustrall Hafrannsóknastofnunar er áætl- aður hátt í tvö hundruð milljónir króna. Vegna rekstrarerfiðleika stofnunarinnar verður rallið í ár fjármagnað með úthlutun á afla- heimildum til stofnunarinnar. Miðað við þennan kostnað gæti þurft úthlutun á 4-600 þorskígildis- tonnum til að standa straum af haustrallinu. Unnið er að undirbún- ingi á útboði á verkefninu og verð- ur það auglýst á næstu vikum. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró segir að sjávarútvegsráðu- neytið hafi heimilað að þessi leið yrði farin í ár. Í stofnmælingu botn- fiska að haustlagi eða haustralli er togað á 387 stöðvum allt í kringum landið á einum mánuði. »22 Aflaheimildir greiða kostnað við haustrall Góð veiði Úr netaralli fyrir nokkrum árum. „Góðar líkur“ eru taldar á að verð- hækkanir hlutabréfa séu í kortunum þegar líður að sumri. Samkvæmt spá greinenda Íslandsbanka mun K-90 vísitalan, sem inniheldur félög sem mynda 90% af markaðsveltu hluta- bréfa í Kauphöllinni, hækka um 16,3% til ársloka 2014. Yrði þá um nokkur umskipti að ræða miðað við fyrsta fjórðung ársins þegar vísitalan lækkaði um 6,2%. Þetta kemur fram í sérstakri grein- ingu Íslandsbanka sem var unnin fyr- ir fagfjárfesta og Morgunblaðið hefur undir höndum. Eftir nokkurn doða á mörkuðum það sem af er ári telja greinendur bankans að fjármagn á markaði sé að aukast á ný og fjárfestar fari að nýta „þau tækifæri sem sannarlega hafa skapast í lækkun ákveðinna félaga undanfarið“. hordur@mbl.is »19 Telja 16% verðhækkun hlutabréfa í kortunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.