Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Við fyrstu sýn líst okkur bara nokk-
uð vel á nýgerðan kjarasamning
framhaldsskólakennara. Þetta er
klárlega það viðmið sem við munum
setja,“ segir Haraldur F. Gíslason,
formaður Félags leikskólakennara,
um samninginn sem undirritaður var
4. apríl sl. Leikskólakennarar eru
meðal þeirra kennarahópa sem
standa í kjaraviðræðum við hið op-
inbera en samningur þeirra rennur út
30. apríl nk.
„Við höfum verið að ræða litlu mál-
in fyrst og klára þau en við eigum
stóru málin eftir,“ segir Haraldur um
gang viðræðnanna. Hann vill ekki
nefna ákveðnar tölur í þessu sam-
hengi en segir leikskólakennara hafa
miðað sig við framhaldsskólakennara.
„Staðan er sú að áður en fram-
haldsskólakennarar gerðu þennan
ágæta samning vorum við 10% frá
þeim í grunnlaunum. Svo eru þeir að
gera þennan nýja samning og það
mun þá draga enn meira í sundur.
Þannig að klárlega verður þeirra
samningur viðmiðið, ásamt því að
leiðrétta muninn á okkur og fram-
haldsskólakennurum,“ segir Harald-
ur. Hann segir engin rök fyrir því að
laun kennara séu í hlutfalli við hæð
nemenda.
Félag háskólakennara mun funda
með samninganefnd ríkisins í dag en í
framhaldinu verður tekin ákvörðun
um hvort boðað verður til verkfalls í
Háskóla Íslands 25. apríl til 10 maí.
Kröfur háskólakennara snúa m.a. að
því að öllum akademískum starfs-
mönnum verði varpað í sömu launa-
töflu en félagsmenn FH hafa dregist
verulega aftur úr prófessorum í laun-
um.
Að óbreyttu mun einnig koma til
verkfalls hjá háskólakennurum á Ak-
ureyri, dagana 28. apríl til 12. maí, en
kröfur þeirra eru samhljóða kröfum
FH. „Þetta er leiðrétting sem okkur
var lofað að yrði unnin á milli samn-
inga en hefur ekki skilað sér og þess
vegna erum við í svona harkalegum
aðgerðum,“ segir Hjördís Sigur-
steinsdóttir, formaður Félags há-
skólakennara á Akureyri.
Sér ekki fyrir endann
Grunnskólakennarar funduðu með
samninganefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga í gær og segir Ólafur
Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara, viðræður mjakast
hægt áfram. Hann segir samning
framhaldsskólakennara hvatningu
fyrir grunnskólakennara, sem telja
sig eiga inni 25-30% hækkun.
„Við erum enn að skoða með hvaða
hætti er hægt að ná þessu saman með
það fyrir augum að brúa launamuninn
og sjá þá hvað þarf að koma til þannig
að svo megi verða,“ segir Ólafur.
Hann segist ekki sjá fyrir endann á
vinnunni en aukinn kraftur hafi verið
settur í viðræður síðustu daga.
Morgunblaðið/Eggert
Verkfall? Um 3.300 einstaklingar hafa skorað á ráðamenn að afstýra verkfalli háskólakennara á www.9april.is.
Hugnast samningur
framhaldsskólakennara
Kennarar kappkosta að klára kjarasamninga
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ákvörðun dómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur um að segja sig frá
máli hjóna gegn Íbúðalánasjóði
verður kærð til Hæstaréttar.
Dómarinn upplýsti við dómþing
28. mars síðastliðinn að hann hefði
sjálfur tekið lán hjá Íbúðalánasjóði
árið 2007 og væru uppreiknaðar eft-
irstöðvar þess ríflega 26 milljónir
króna. Í ljósi þess taldi hann að
hægt yrði að draga óhlutdrægni
hans í málinu í efa og kvað því upp
úrskurð um að hann viki sæti.
Þórður Heimir Sveinsson, héraðs-
dómslögmaður hjá Lögfræðistofu
Reykjavíkur, fer með mál hjónanna
gegn Íbúðalánasjóði. Hann taldi að
kæran yrði jafnvel send til Hæsta-
réttar í dag eða á morgun. „Við telj-
um okkur hafa ákveðin rök fyrir því
að halda dómaranum inni,“ sagði
Þórður. Hann sagði ákvörðun dóm-
arans hafa komið sér á óvart.
Þórður sagði málið snúast um
framkvæmd Íbúðalánasjóðs varð-
andi upplýsingagjöf til lántakenda
verðtryggðra íbúðalána um heildar-
lántökukostnað samkvæmt lögum
um neytendalán (121/1994). Þegar
skjólstæðingar Þórðar tóku lán hjá
Íbúðalánasjóði á sínum tíma sáust
ekki verðbæturnar í greiðsluáætlun
sem þeim var afhent vegna lántök-
unnar.
„Vegna þess að verðbæturnar
sáust ekki teljum við að ekki hafi
verið fullnægt upplýsingaskyldu
samkvæmt neytendalánalögum um
heildarlántökukostnað. Hann þarf
að liggja fyrir við töku láns,“ sagði
Þórður. Þar eð heildarlántökukostn-
aður lá ekki fyrir telja þau að lán-
takendurnir þurfi ekki að borga
neinn lántökukostnað, ekki einu
sinni vexti af láninu. Hann segir að
sú varakrafa sé lögð fram að fella
eigi út verðbæturnar vegna þess að
þær séu ekki tilgreindar í heildar-
lántökukostnaði.
Dómari ákvað
að víkja sæti
Skuldar sjálfur Íbúðalánasjóði og því
hægt að efast um óhlutdrægni hans
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í gær voru tilboð opnuð í bygging-
arrétt á lóðum númer 6 og 7 við
Austurhöfn í Reykjavík, en Ríkis-
kaup auglýstu lóðirnar fyrir hönd
félagsins Situsar ehf., sem er í eigu
ríkisins og Reykjavíkurborgar og
fer með málefni lóðanna við Austur-
höfn.
Alls bárust þrjú tilboð í lóðirnar
tvær. Linnet ehf. og Landsbankinn
hf. buðu í lóð númer 6 en Auro In-
vestments ehf. var eitt um að senda
inn tilboð í lóð númer 7. Auro In-
vestments hefur þegar gert kaup-
samning við Situs um hótellóð á
hafnarbakkanum við hliðina á reit
7. Auro Investments er í eigu ind-
verskra fjárfesta hjá Auro Invest-
ment Partners LLC, Mannvits og
T-Ark.
Stórir byggingareitir
Á lóð nr. 6 er um að ræða bygg-
ingarrétt þar sem heimilt bygging-
armagn ofanjarðar er 12.000 fer-
metrar miðað við núverandi
deiliskipulag en byggingarmagn of-
anjarðar gæti aukist. Heimilt er að
byggja allt að 2.000 fermetra neð-
anjarðar. Á lóð nr. 7 er um að ræða
byggingarrétt þar sem heimilt
byggingarmagn ofanjarðar er 500
fermetrar samkvæmt deiliskipulagi.
Þá er heimilt að byggja allt að 2.500
fermetra neðanjarðar á reitnum.
Eingöngu voru lesin upp nöfn
bjóðenda en ekki tilboðsfjárhæðir
þegar tilboðin voru opnuð. Næsta
skref hjá Ríkiskaupum er að fara
yfir tilboðsgögn en tilboðin eru met-
in út frá tilboðsfjárhæð og öðrum
þáttum sem geta haft áhrif á til-
boðin.
Tilboð Ríkiskaup opnuðu tilboð í
byggingarreiti við Austurhöfn.
Tilboð í byggingarrétt
við Austurhöfn opnuð
Samkvæmt nýundirrituðum
samningi hækka laun framhalds-
skólakennara um 2,8% vegna al-
mennrar launahækkunar og um
4% vegna breytinga skv. samn-
ingi frá 1. mars sl. Þá hækka
launin um 5% 1. ágúst nk. vegna
breytinga skv. samningi, um 2%
1. janúar 2015 vegna almennrar
launahækkunar, um 8% 1. maí
2015 vegna nýs vinnumats og
um 2% 1. janúar 2016 vegna al-
mennrar launahækkunar.
Gert er ráð fyrir að frá og með
skólaárinu 2015-2016 verði tekið
upp nýtt vinnumatskerfi sem
skiptir vinnu kennara í þrjá
þætti; A, B og C. „Í A þætti eru
kennsla og þættir tengdir henni
samkvæmt vinnumati. Í B falla
þau verkefni sem eru fastur hluti
vinnuskyldunnar við annað en
kennslu og allir kennarar þurfa
að sinna að lágmarki og í C falla
verkefni/viðbótarstörf sem
kennarar taka að sér í samráði
við skólameistara,“ segir í samn-
ingnum. Almenn ársvinnuskylda
verður 1.800 klst. að frádregnu
lágmarksorlofi og helgidögum.
Breytingar
NÝR SAMNINGUR
Varúðarskilti verður sett upp við
Urriðafoss í Flóahreppi. Sveitar-
stjórn hreppsins samþykkti að kosta
gerð skiltisins eftir að Einar Har-
aldsson, bóndi á Urriðafossi, sendi
sveitarstjórninni erindi vegna að-
gengismála við fossinn. „Eins og
veðráttan er búin að vera í vetur hef-
ur úði frá fossinum lagst að bökk-
unum, ísað þá og gert þá glerhála og
stórhættulega. Ég hef ekki hugmynd
um hver mín réttarstaða er ef ein-
hver slasar sig við ána og því þarf að
gera fólki grein fyrir hættunum og að
það er á þessu svæði á eigin ábyrgð,“
segir Einar.
Umferð ferðamanna að Urriða-
fossi hefur vaxið verulega síðustu ár.
Einar áætlar að 40.000 manns hafi
komið að fossinum í fyrra. Þá taldi
hann, á einum og hálfum klukkutíma,
21 einkabíl og 3 rútur sem stoppuðu
við fossinn mánudagsmorgun nýver-
ið. Hann hefur áhyggjur af því hvern-
ig muni fara ef ferðamannastraum-
urinn verður áfram slíkur.
„Landið hjá mér, þar sem fólk fer
niður að fossinum, er að fara í drullu
og ógeð. Þá skilur allur þessi fjöldi
eftir sig allskonar rusl sem ég tíni
upp,“ segir Einar og bætir við að það
sé heilmikil aukavinna að hafa svo
fjölsóttan stað á landi sínu. „Ég fylg-
ist vel með umræðunni um gjaldtöku
á ferðamannastöðum. Ef landeigandi
á að sjá um að halda landinu hreinu
og mannsæmandi og að ferðmenn
komist með góðu móti að náttúru-
perlunni, af hverju má hann ekki hafa
upp í kostnað við það? Ég er alls ekki
að tala um gjaldtöku í hagnaðarskyni
heldur til að vernda svæðið. Það er
morgunljóst að það verður að gera
eitthvað þarna til að vernda svæðið
við ána.“ ingveldur@mbl.is
Þarf að bæta úr aðgeng-
ismálum við Urriðafoss
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Urriðafoss Neðsti foss í Þjórsá.
Landið við ána
að breytast í svað