Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 8

Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Augljóst er orðið að Íslendingarmunu ekki losna við ruglið í ESB-umræðunni fyrr en aðlög- unarferlinu hefur verið hætt með því að umsóknin verði dregin til baka. Eftir birtingu skýrslunnar um meint sjónarmið ónefnda emb- ættismannsins og umræðuna í kjölfar hennar er þetta orðið enn skýrara en fyrr.    Nú eru helstu rök aðildarsinnaað Ísland hafi engu að tapa að vera áfram umsóknarríki, hang- andi á biðstofunni í Brussel, og að nauðsynlegt sé að ljúka viðræðun- um til að sjá hvað næst í „samninga- viðræðunum“.    Fólkið sem telur að Ísland hafiekki enn kíkt í pakkann er sem sagt enn á ferðinni og mun ekki linna látum á meðan Ísland er á bið- stofunni.    En hver er staða málsins? Jú, Ís-land er þegar búið að kíkja í pakkann og segja má að það hafi verið gert á tvennan hátt. Annars vegar með því að hann hefur allan tímann verið galopinn og skýrt komið fram í opinberum heimildum að ekkert er í boði annað en að taka upp allt regluverk ESB.    Fyrir þá sem ekki vildu trúa yf-irlýsingum ESB um þetta hef- ur Ísland kíkt í pakkann með því að eiga í aðildarviðræðum við sam- bandið sem sigldu í strand vegna þess að ESB hefur þá stefnu sem það sagðist alltaf hafa og Íslend- ingar vilja ekki afhenda samband- inu yfirráð yfir sjávarauðlindinni.    Þetta er ekki mjög flókið ogóskiljanlegt ef þingmeirihlut- inn ætlar að leyfa þessu máli að þvælast áfram fyrir þjóðinni. Ruglið um ESB heldur áfram STAKSTEINAR UPPGJÖR & BÓKHALD Við elskum ársreikninga Einblíndu á það sem skiptir máli í þínum rekstri og láttu gerð ársreikningsins í hendur fagfólks sem hefur unun af verkinu. Hafðu samband við Birnu í síma 545 6082 og fáðu fast verð í gerð ársreikningsins. kpmg.is Veður víða um heim 8.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 skúrir Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 9 léttskýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 5 súld Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 5 skúrir Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 8 skýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 skýjað London 12 heiðskírt París 12 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 12 skúrir Vín 22 skýjað Moskva 6 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal 5 súld New York 16 skýjað Chicago 10 alskýjað Orlando 25 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:17 20:43 ÍSAFJÖRÐUR 6:15 20:55 SIGLUFJÖRÐUR 5:58 20:38 DJÚPIVOGUR 5:45 20:14 Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í gær tvo unga karlmenn í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás og önnur brot. Mennirnir réðust á Hall- björn Hjartarson á heimili hans á Skagaströnd í febrúar í fyrra. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir blygðunarsemisbrot, brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot auk annarrar líkamsárásar. Ekki er búið að ákveða hvort dómnum verð- ur áfrýjað eður ei. Ríkissaksóknari ákærði mennina, sem eru 19 og 20 ára gamlir, í októ- ber sl. fyrir húsbrot, eignaspjöll og stórfellda líkamsárás. Þeir ruddust inn á heimili Hallbjörns aðfaranótt 3. febrúar 2013 og veittust að honum í sameiningu. Annar þeirra sló Hall- björn ítrekað með krepptum hnefa í andlit og höfuð. Hinn árásarmaður- inn sparkaði þrisvar með hné sínu í andlit hans. Hallbjörn hlaut mikla áverka á andliti og líkama í kjölfar árásarinnar og var fluttur á sjúkra- hús. Árásarmennirnir voru hand- teknir síðar sama dag og voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Annar árásarmannanna er barna- barn Hallbjörns og hefur sakað afa sinn um að hafa brotið gegn sér kyn- ferðislega. Í lok febrúar var greint frá því að Hallbjörn hefði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Málið var þing- fest fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra hinn 6. mars. jonpetur@mbl.is Dæmdir fyrir árás á Hallbjörn  Tveir karlmenn dæmdir í 18 mánaða fangelsi, þar af eru 15 skilorðsbundnir Morgunblaðið/Ernir Borgarstjórn Óslóar íhugar nú að hætta þeirri hefð að senda jólatré til Reykja- víkur, líkt og gert hefur verið á hverjum jólum frá árinu 1951. Verði af áform- unum munu Ósló- arbúar einnig hætta að senda jólatré til Rotter- dam, en munu halda áfram að senda jólatré til Lundúna, sem er þakklæt- isvottur borgarinnar fyrir stuðning Breta við Norðmenn í síðari heims- styrjöld. Kom fram í norskum fjöl- miðlum að með þessu muni Ósló spara sér um 180.000 norskar krón- ur, eða sem nemur um 3,4 milljónum íslenskra króna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óslóarbúar íhuga að hætta með jóla- tréssendingar, því að árið 2011 greindi Aftenposten frá því að til stæði að hætta að senda tré til allra þriggja borganna. Hætt var við þau áform, þar sem þau mæltust illa fyr- ir og þóttu lýsa litlum jólaanda. sgs@mbl.is Ljósin tendruð á Óslóartrénu. Hætt að senda Óslóartréð?  Reykjavík hefur fengið tré frá 1951

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.