Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 9

Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 9
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Listaverki Sigurjóns Ólafssonar, Skyggnst bak við tunglið, var í gær komið fyrir á nýjum stað við Suður- strönd á Seltjarnarnesi. Verkið var tekið niður á fyrri stað árið 2007 vegna byggingarframkvæmda en hef- ur nú verið sett upp á nýjum stað ekki langt frá hin- um fyrri, en það er nú fyrir framan heilsugæslustöð bæjarins. Tengist þetta 40 ára kaup- staðarafmæli bæj- arins sem verður haldið hátíðlegt í dag, 9. apríl. Hápunktur dagsins á Seltjarnarnesi er hátíðar- dagskrá á Eiðistorgi sem hefst kl. 17.10. Þar flytur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem í ára- raðir bjó á Seltjarnarnesi, afmælis- kveðju. „Það skiptir miklu máli að fagna saman 40 ára afmælinu, slíkt vekur samkennd og samhug íbúa. Á þeim fjörutíu árum sem liðin eru frá því Seltjarnarnes varð kaupstaður hefur miklu verið áorkað, en það sem mér finnst standa upp úr er að tekist hefur að gera bæinn að fjölskyldu- vænu bæjarfélagi og snyrtilegu bæj- arfélagi,“ segir Ásgerður Halldórs- dóttir bæjarstjóri. Búum að góðu skólastarfi „Brýnasta verkefnið okkar í dag er bygging hjúkrunarheimilis, en á næstu vikum verður tekin skóflu- stunga að byggingunni. Einnig að halda áfram að styrkja innviði bæj- arfélagsins en hér búum við að góðu skóla- og íþróttastarfi. Það á sinn þátt í því að hér er til staðar sérstakur bæjarbragur og eins er Seltjarnar- nesið þekkt fyrir góða aðstöðu fyrir almenningsíþróttir,“ segir Ásgerður. Þó að mest verði um að vera á Nes- inu í dag, á formlegum afmælisdegi, er meira framundan. Skemmtilegir atburðir verða út árið og má þar nefna Gróttudaginn 1. maí þar sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið út í eyjuna að kynnast þar náttúru og fuglalífi. Þá er ritið Seltirningabók eftir Heimi heitinn Þorleifsson vænt- anlegt í rafrænni endurútgáfu, en það kom fyrst út á prenti 1991. Þar er vítt og breitt farið yfir sögu byggðarinn- ar, sem má rekja til þjóðveldisaldar. Var hluti af Kópavogi Fyrsti landlæknir á Íslandi, Bjarni Pálsson, sem skipaður var í embætti 1760 hafði aðsetur í Nesstofu við Sel- tjörn. Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Það var fyrst 1948 sem Nesið varð alfarið sjálfstætt byggð- arlag, en áður tilheyrði það Kópavogi. Tunglið flutt í fertugum bæ  Fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi í dag  Gamall Seltirningur á Bessastöðum flytur ávarp  Bygging hjúkrunarheimilis er brýnt verkefni, segir bæjarstjóri Morgunblaðið/Árni Sæberg List Verk Sigurjóns Ólafssonar, Skyggnst bak við tunglið, var í gær sett upp við heilsugæslustöðina á Nesinu. Ásgerður Halldórsdóttir FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook GlæSilEGur sparifatnaður fyrir veislur sumarsins! Stærðir 36-52 Skoðið sýnishorn af úrvalinu á facEbook MÖRKIN 6 - 108 RVK. - S: 520-1000 facebook.com/sportis www.sportis.is SPORTÍSVerð frá kr. 49.900.- (3 gerðir)Mikið úrval af aukahlutum! (4 x hraðara*) Rafhlaða með 30% meiri endingu* Allt að 240 rammar á sekúndu. upplausn VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is BUXUR-BUXUR fyrir allar konur GERRY WEBER - GARDEUR Niðurmjóar - beinar mörg snið - margir litir Afmælisdagskráin á Seltjarnarnesi í dag er fjöl- breytt. Í morgunsárið fer Lúðrasveit Tónlistar- skóla Seltjarnarness um bæinn og blæs í af- mælislúðra. Í Mýrarhúsaskóla verður sýning sem nemendur hafa unnið út frá sögu og nátt- úru. Hannyrðakonur í félagsstarfi aldraðra verða með opið hús frá kl. 13.30 til 16 og sýna altarisdúk sem þær hyggjast gefa Seltjarnar- neskirkju. Á hádegi verður listaverk Sigurjóns Ólafs- sonar afhjúpað á nýjum stað og við hátíðardag- skrá á Eiðistorgi síðdegis flytur Jóhann Helga- son lagið Seltjarnarnes. Þá kemur fram fjöldi listamanna og kl. 20 eru tónleikar í Seltjarnarneskirkju með Selkórnum og tónlistarnemum. – Fyrirtæki í bænum eru mörg hver með afsláttartilboð í tilefni dagsins og það er frítt í vinsæla sundlaug bæjarins. Lúðrablástur og frítt í sund FJÖLBREYTT AFMÆLISDAGSKRÁ Jóhann Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.