Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Gagnaílát
fyrir örugga
eyðingu gagna
PDC / 32 lítra
Tekur allt að 10 kg af pappír
S-76 / 76 lítra
Tekur allt að 30 kg af pappír
Mál: 70 (h) x 28 (b) x 51 (d)
E-120 / 120 lítra
Tekur allt að 55 kg af pappír
Mál: 93 (h) x 48 (b) x 56 (d)
E-240 / 240 lítra
Tekur allt að 120 kg af pappír
Mál: 107 (h) x 58 (b) x 74 (d)
www.gagnaeyding.is
Bæjarflöt 4 / 112 Reykjavík / Sími 568 9095Örugg eyðing gagna yfir 20 ár
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is
Ídag fer fram árlegi góðgerð-ardagurinn Gott mál í Haga-skóla í Reykjavík. Felsthann í því að allir nemendur
skólans leggjast á eitt við að
styrkja ákveðið málefni með ýmiss
konar fjáröflun.
„Þetta er í fimmta skipti sem
við höldum Gott mál. Allir nem-
endur skólans eru í um það bil tvo
mánuði að vinna að undirbúningi
dagsins með
ýmsum verk-
efnum. Með
þessu leita nem-
endurnir eftir
því að láta gott
af sér leiða, taka
ábyrgð á öðrum
en sjálfum sér
ásamt því að
hugsa út fyrir
sjálfa sig,“ segir
Sigríður Ásta
Eyþórsdóttir iðjuþjálfari við skól-
ann. Segir Sigríður Ásta einnig að
í Hagaskóla sé reynt að koma hlut-
um eins og góðgerðarmálum, hjálp-
arstörfum og aðstæðum fólks í öðr-
um löndum inn í kennsluna og
hefur það góð áhrif á nemendur
skólans.
Góðgerðardagurinn í dag, sem
er haldinn frá klukkan 16 til 19,
gengur þannig fyrir sig að allir
bekkir skólans, sem eru 21 talsins,
skipuleggja fjáröflun af ýmsu tagi.
Að sögn Sigríðar Ástu er til að
mynda veitingasala, happdrætti,
ýmsir leikir og þrautir, ásamt því
að boðið er upp á draugahús, and-
litsmálningu, hoppkastala og
stjörnuskoðun. Einnig verða allir
bekkir með einhverskonar
skemmtiatriði. „Þetta er líka svo
frábært því með góðgerðardeg-
inum fá krakkarnir svo mikla þjálf-
un í svo mörgu. Þau þurfa að læra
að skipuleggja sig, hringja út, vera
kurteis og koma málefnum sínum á
framfæri. Það er gífurlega góð
stemning fyrir þessu á hverju ári.
Allur Vesturbærinn og gott betur
mætir, en við fáum mörg þúsund
gesti á hverju ári á góðgerðardag-
inn. Þetta er orðin hálfgerð hverf-
ishátíð,“ bætir Sigríður Ásta við.
Málefnin mikilvæg
Sigríður Ásta segir að á
hverju ári fari mikil vinna í að
velja málefni til að styrkja. „Hver
bekkur ákveður hvaða málefni
hann vill standa fyrir og síðan fara
allar hugmyndir fyrir eina allsherj-
arnefnd þar sem eru fulltrúar allra
bekkja. Þar er farið yfir allar hug-
myndir sem borist hafa og mynd-
ast alltaf miklar umræður og eru
krakkarnir með miklar skoðanir á
því hvert peningurinn á að fara.“
Nemendur skólans komust að
þeirri niðurstöðu að þeir vildu
styrkja tvö málefni þetta árið, starf
Barnaheilla með börnum í Sýrlandi
og starf SOS barnaþorpa í mennta-
málum og uppbyggingu skóla. „Það
kom í ljós að krakkarnir vissu
ótrúlega mikið um þessi málefni og
þetta var eitthvað sem snerti þau
mikið. Mörgum þeirra fannst til
dæmis ótrúlegt að börn í Sýrlandi,
sem fyrir stuttu lifðu lífi eins og
þau, væru allt í einu komin í svona
hörmulegar aðstæður. Hitt mál-
efnið, skólamál, var þeim einnig
mikilvægt. Það var magnað að
hlusta á þau og hvað þeim fannst
en mörg þeirra litu svo á að
menntun væri grunnatriði í því að
byggja upp og efla innviði sam-
félagsins. Jafnframt finnst þeim
menntun vera lykilatriði í því að
hjálpa samfélagi upp úr fátækt.
Þau voru alveg með þetta. Kenn-
aranemarnir sem hlustuðu á þetta
voru bara með tárin í augunum yf-
ir því hvað krakkarnir voru skyn-
samir og flottir.“
Nemendurnir vinna vinnuna
Á góðgerðardeginum í fyrra
styrkti skólinn Amnesty Internat-
ional og verkefni þar tengt börnum
Stjörnuskoðun,
draugahús og fjör
Góðgerðardagurinn Gott mál er árlegur viðburður í Hagaskóla þar sem
nemendur skólans standa fyrir fjáröflun til styrktar ýmsum málefnum. Er
góðgerðardagurinn orðinn að hálfgerðri hverfishátíð í Vesturbænum en
2,2 milljónir króna söfnuðust á deginum á seinasta ári.
Morgunblaðið/Ómar
Litríkt Flóamarkaður í mexíkóskum stíl var á góðgerðardegi árið 2010.
Sigríður Ásta
Eyþórsdóttir
Mörg kínversk orðtök og málshættir
endurspegla tilhneigingu til að upp-
hefja fáfræði og kjánaleg viðhorf í líf-
inu. Í dag kl 12 verður Mieke Matthys-
sen með fyrirlestur í Odda, stofu 106,
þar sem hún fjallar um orðtök sem
snúa að visku og kjánaskap og færir
rök fyrir því að þrátt fyrir að þau hafi
að hluta til týnt þeirri heimspekilegu
dýpt sem þau urðu til úr eru þau
mjög vinsæl og sérstaklega „nyt-
samleg“ í Kína nútímans. Einnig
varpar hún ljósi á heimspekilegar og
félagssálrænar víddir þessarar til-
teknu lífsvisku „kjánaskaparins“.
Vefsíðan www.konfusius.is
Kínversk lífsspeki Leið til þess að takast á við daglegt amstur.
Kynnist kínverskri kjánaspeki
Allir sem hafa prófað vita hversu
skemmtilegt það er að sitja saman og
spila. Í kvöld geta þeir sem hafa
áhuga á því eða vilja kynna sér það
enn frekar drifið sig í menningar-
miðstöðina í Gerðubergi í Reykjavík,
því þar verður kl. 20 spilakvöld mán-
aðarins. Þar verða kynnt ein vinsæl-
ustu borðspil Evrópu eins og t.d.
Ticket to ride, Carcassonne, Al-
hambra, Dominion, Kingdom Builder
og fleiri. Spilakaffi eru opin spila-
kvöld þar og er aðgangur ókeypis og
spil á staðnum fyrir alla.
Endilega …
… lærið um evrópsk borðspil
Morgunblaðið/Golli
Spil Gaman er að koma saman og reyna með sér í skemmtilegum spilum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Tilvera, samtök um ófrjósemi, stend-
ur fyrir vitundarvakningu í viku sem
hefst á morgun, 10. apríl. Slagorð
herferðarinnar er: Ófrjósemi er bar-
átta! Henni er ætlað að vekja athygli
á því hversu sársaukafullt það er að
eiga í erfiðleikum með að eignast
barn. Því fylgir mikið andlegt og lík-
amlegt álag, svo ekki sé minnst á fjár-
hagsáhyggjur sem koma óhjákvæmi-
lega í kjölfarið. Einnig er tilgangur
herferðarinnar að hvetja fólk til að
hætta að fela að það eigi við ófrjó-
semi að stríða, því ófrjósemi er sjúk-
dómur, ekki val. Vitundarvakningin
hefst á morgun á því að stjórn Tilveru
og félagsmenn afhenda Kristjáni Þór
Júlíussyni heilbrigðisráðherra páska-
egg í velferðarráðuneytinu. Páska-
eggin eru táknræn fyrir það að eitt af
hverjum sex pörum á barneignaraldri
glímir við ófrjósemi og er ætlað að
hvetja ráðherra til að gera það sem
hann getur til að styðja pör í sinni
ófrjósemisbaráttu. Sama dag mun
leikhópurinn Háaloftið frumsýna í
Tjarnarbíói verk sem tekur á málefn-
inu barnleysi og fjallar um þrjú pör
sem eiga í erfiðleikum með að eignast
barn. Margt fleira er á dagskrá, nánar
á vefsíðunni tilvera.is.
Ófrjósemi er barátta
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Barnalán Flestir þrá að eignast barn.
Sársaukafullt að eiga í erfið-
leikum með að eignast barn