Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 ● Iðnfyrirtækið Promens skilaði 31,4 milljóna evra hagnaði á síðasta ári, jafnvirði 4,9 milljarða króna, og hækkaði hann um 10% frá 2012. Sal- an á árinu nam samtals 594,5 milljónum evra og hélst nánast óbreytt milli ára. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sig- urðssyni, forstjóra Promens, að enn eitt farsælt ár sé að baki. Stefnt er að skráningu Promens á markað 2014. Promens hagnast um fimm milljarða króna Jakob Sigurðsson útistandandi hlutar er 17,62 evrur eða 27,3 krónur, eins og fyrr segir. Þetta er lítillega yfir lægri mörk- um í útboði félagsins sem hófst á mánudaginn og lýkur á morgun, fimmtudag. Eftirvænting en hátt verð Töluverð eftirvænting hefur skap- ast um skráningu HB Granda, enda hefur sjávarútvegsfyrirtæki ekki verið í boði á aðalmarkaði kauphall- arinnar í liðlega áratug. Í almennu útboði á hlutabréfum félagsins hyggjast Arion banki, Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. selja 27-32% hlut í félaginu. Ákvörðun um endanlega stærð útboðsins og skipt- ingu þess milli tilboðsbóka mun taka mið af eftirspurn í útboðinu. Verðbil áskrifta er 26,6 krónur til 32,5 krónur á hlut, eins og fyrr segir. Það liggur fyrir að samkvæmt verðmati greiningaraðila eru bréfin nokkuð hátt verðlögð í útboðinu, en verðmatsútreikningar Íslandsbanka, Landsbanka og IFS eru allir í kring- um lægri mörk útboðsgengisins. Útboði HB Granda lýkur á morgun  IFS metur virði nálægt neðri mörkum útboðsgengis Morgunblaðið/Eggert HB Grandi Útboð á hlutabréfum í stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins er undanfari þess að félagið verði skráð á Aðalmarkað kauphallarinnar. Sigurður Nordal sn@mbl.is Greiningarfyrirtækið IFS gaf í gær út greiningu á HB Granda í tengslum við útboð hlutabréfa í félaginu sem hófst í vikunni og lýkur á morgun, fimmtudag. Niðurstaða útreikninga IFS á virði hlutafjár er að það sam- svari genginu 27,3 krónum á hlut, en sölugengi í almennum hluta útboðs- ins liggur á bilinu 26,6 krónur til 32,5 krónur á hlut. Stærsta sjávarútvegsfyrirtækið Til grundvallar sjóðssteymisverð- matinu liggur rekstrarspá sem IFS hefur unnið. HB Grandi er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hefur yfir að ráða um 12% aflahlut- deild á Íslandsmiðum. Félagið getur því ekki aukið kvóta sinn samkvæmt núgildandi lögum, en kvóti þess er hlutfallslega meiri í karfa, ufsa og uppsjávartegundum en í þorski og ýsu. Spá um aukna loðnu á ný Um 24% af tekjum HB Granda á síðasta ári voru af loðnuveiðum. Eftir verulegan samdrátt í ár, áætlar IFS að tekjur af loðnuveiðum aukist á ný á næsta ári og að 200 þúsund tonn af loðnu veiðist af innlendum aðilum á komandi árum. Gert er ráð fyrir 7-8% aukningu í þorskveiðum næstu tvö árin. Veruleg óvissa er hins vegar um makrílveiðar í framtíðinni, en veiðar á makríl hafa að hluta bætt upp loðnuleysið á fyrrihluta þessa árs. Í rekstrarspá IFS er gert ráð fyrir 2,5% tekjuvexti til frambúðar og tek- ur það mið af spá um að afurðaverð muni hækka um 2,5% á ári í erlendri mynt næstu árin. Telur IFS forsend- ur um framlegð raunhæfar í sögulegu ljósi. Óvissa hækkar ávöxtunarkröfu Í sjóðssteymisverðmati er gerð 14,8% arðsemiskrafa á eigið fé. Í því er sérstakt 5% álag á ávöxtunarkröfu vegna óvissuþátta, annars vegar vegna efnahagsástands og gjaldeyr- ishafta á Íslandi og hins vegar vegna óvissu um framtíðarskipan kvóta- kerfisins, þar á meðal makrílstofns- ins. Miðað er við að hluti eigin fjár í fjármögnun sé 55%. Niðurstaða verðmats IFS er að virði hlutafjár í HB Granda sé 319,6 milljónir evra eða um 49,5 milljarðar króna. Það þýðir að verðmæti hvers Útboð HB Granda » Í útboðinu eru 27-32% hlutafjár boðið fjárfestum til kaups. » Útboðið stendur yfir frá 7. til 10. apríl og er verðbil áskrifta 26,6-32,5 krónur á hlut. » Greining IFS metur virði hlutfjár í félaginu á 27,3 krónur á hlut.                                      ! !" # $" $ !! $"% %%# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 # $$ !$ ! # $ $    !## $" %"% %  !! !$% % $# $! !#$ $" %"# !%$#$% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri í marsmánuði nam 110 milljónum evra, jafnvirði 17,2 milljarða króna. Hlutur Seðlabanka Íslands á markaði var um 3,7 milljarðar króna, eða 21,7% af allri veltu í mánuðinum. Samtals hefur Seðlabankinn keypt gjaldeyri á markaði fyrir tæplega 30 milljarða króna á síðustu fjórum mán- uðum. Á það er bent í Hagsjá Hagfræði- deildar Landsbankans að um þriðjungur af veltu mánaðarins átti sér stað á ein- um degi, en fimmtudaginn 27. mars skiptu 34 milljónir evra um hendur. Þetta er fjórða mesta velta á einum degi síðan í byrjun árs 2009. Þar af keypti Seðlabankinn 15 milljónir evra. Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir 30 millj- arða síðan í desember SÍ Hefur keypt mikið af gjaldeyri. Stuttar fréttir ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.