Morgunblaðið - 09.04.2014, Side 19
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
„Góðar líkur“ eru á verðhækkunum á
hlutabréfamarkaði þegar líður að
sumri og samkvæmt spá greinenda Ís-
landsbanka mun K-90 vísitalan, sem
inniheldur þau félög sem mynda 90%
af markaðsveltu hlutabréfa, hækka um
16,3% til ársloka 2014.
Í sérstakri greiningu Íslandsbanka
fyrir fagfjárfesta, sem Morgunblaðið
hefur undir höndum og var send út í
fyrradag, kemur fram að ekki sé „ólík-
legt að nokkur doði“ verði yfir mörk-
uðum fram yfir útboð HB Granda í
þessari viku þar sem er til sölu 27-32%
hlutur í félaginu. Að því loknu er það
mat greinenda bankans að fjármagn á
hlutabréfamarkaði aukist á ný og fjár-
festar nýti „þau tækifæri sem sannar-
lega hafa skapast í lækkun ákveðinna
félaga undanfarið“. Hafa bréf Marels
og Eimskips lækkað mest á árinu.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn,
mældur með K-90 vísitölu Íslands-
banka, lækkaði um 6,2% á fyrsta fjórð-
ungi og skýrist sú lækkun meðal ann-
ars af slökum ársuppgjörum sumra
félaga. „Helsta ástæðan,“ að mati
greinenda bankans, „er þó líklega tölu-
vert framboð fjárfestingakosta í byrj-
un árs samhliða því mati markaðsaðila
að eftirspurnarþrýstingur verði ekki
viðvarandi á hlutabréfamarkaði þetta
árið líkt og á síðasta ári“. Á það er bent
í skýrslu Íslandsbanka að fyrstu mán-
uðir ársins hafi einkennst af því að lok-
ið var við nokkur umfangsmikil óskráð
viðskipti, til að mynda sölu á Höfða-
torgi, Norvik og HS Orku, auk söfn-
unar ýmissa sjóða og þrennra stórra
viðskipta á hlutabréfamarkaði.
Í greiningunni segir að fjárfestar
hafi talið „útlitið nokkuð svart“ hjá
Eimskip og Marel, en saman vega fé-
lögin 35% af K-90 vísitölunni, og voru
síðustu uppgjör þeirra undir vænting-
um markaðsaðila. „Það liggur […] fyr-
ir að næstu uppgjör gætu orðið erfið
og má því velta fyrir sér hversu mikinn
afslátt“ fjárfestar telja sig þurfa til
þess að hefja kaup, en markaðsgengi
bréfanna er nokkuð lægra í saman-
burði við nýjustu verðmatsgreiningar
Íslandsbanka. Það sama á við um bréf
Icelandair, sem hafa farið lækkandi
frá miðjum janúar, en í verðmati Ís-
landsbanka í mars er gengið metið á
0,19 dali á hlut, jafnvirði um 21 krónu.
Gengi bréfanna stóð í 17,75 krónum á
hlut við lokun markaða í gær.
Leiðrétti sig ekki að fullu
Fram kemur í greiningunni að ekki
sé útlit fyrir að sú gengislækkun sem
hefur orðið á Marel, Eimskip og Ice-
landair leiðrétti sig að fullu miðað við
fyrirliggjandi verðmöt fyrir árslok.
„Við gerum ráð fyrir því að verðleið-
réttingin verði mest hjá Icelandair,
enda glími félagið ekki við samskonar
rekstrarvandamál og Eimskip og
Marel í nærtíð.“
Að mati greinenda bankans verður
framboð á markaði ekki eins mikið það
sem eftir lifir árs og verið hefur. Telja
þeir líkur á því að Promens verði eina
fyrirtækið, til viðbótar við Sjóvá og
HB Granda, til að fara á markað á
árinu. Miðað við útboð Sjóvár, þar sem
umframeftirspurn var sjöföld, bendir
þó fátt til þess að skortur sé á fjár-
munum til fjárfestinga á hlutabréfa-
markaði.
Spá 16% verðhækkun hlutabréfa
Í sérstakri greiningu Íslandsbanka til fagfjárfesta segir að tækifæri hafi „sannarlega“ skapast í lækk-
un hlutabréfa Velta því upp hvort fjárfestingarfélag Hallbjörns og Árna muni auka við hlut sinn í VÍS
K-90 vísitala Íslandsbanka lækkaði um
6,2% á 1. fjórðungi
Heimild: Greining Íslandsbanka.
6%
4%
2%
0%
-2%
-4%
-6%
-8%
Jan. ‘14 Feb. ‘14 Mars ‘14
Sala TM
Uppgjör
Marel og
Icelandair
Sala FSÍ á
Icelandair
Hagamelur
selur
Lýsing Sjóvá
birt
Lýsing HB
Granda birt
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
ISUZU D-MAX ER EINN HAGKVÆMASTI
OG STERKASTI PALLBÍLL SEM UM GETUR
35OOkg
EYÐSLA AÐEINS 7,4 l/1OO km*
• Stærri en áður
• Eyðslugrennri en áður
• ESC skriðvörn
• TCS spólvörn
• Hátt og lágt drif
• Hæðarstilling á ökumannssæti
• Handfrjáls Bluetooth
símabúnaður
• USB og AUX tengi
• Og margt fleira
Það þarf ekki að segja þeim sem til þekkja neitt um endingu og áreiðanleika
Isuzu D-Max. D-Max pallbílarnir eru hagkvæmir og áreiðanlegir í rekstri vegna
lágrar bilanatíðni og lítillar eldsneytiseyðslu. Isuzu D-Max er í sérflokki hvað
varðar dráttargetu því hann getur dregið allt að 3500 kg.
Verð frá: 6.890 þús. kr. sjálfsk.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
2
3
4
1
–
*M
ið
a
st
vi
ð
b
e
in
sk
ip
ta
n
b
íl
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
st
ri
.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
NÝTT
Í greiningu Íslandsbanka er vakin
athygli á því að þeir fjármunir
Hagamels, félags í eigu fjárfest-
anna Árna Haukssonar og Hall-
björns Karlssonar, sem fengust við
sölu á 77 milljónum hluta fyrir 3,2
milljarða í Högum í febrúar sl. hafi
ekki leitað aftur inn á skráðan
markað – og óljóst hvort þeir muni
gera það. „Það er þó hugsanlegt
að félagið hyggist styrkja stöðu
sína innan VÍS með kaupum á
hluta af eign Klakka í VÍS þegar sú
eign verður söluhæf um miðjan
apríl,“ segir í greiningunni.
Klakki, sem er einnig eigandi
Lýsingar, er stærsti einstaki hlut-
hafinn í VÍS með tæplega 31% hlut
sem er metinn á um 7,5 milljarða
króna. Er Klakki að langstærstum
hluta – beint og óbeint – í eigu er-
lendra kröfuhafa föllnu bankanna.
Hagamelur er fjórði stærsti
hluthafinn í VÍS með um 5,2%
eignarhlut og er Hallbjörn jafn-
framt stjórnarformaður félagsins.
Kaupi eignarhlut Klakka í VÍS?
HUGSANLEGT AÐ ÁRNI OG HALLBJÖRN STYRKI STÖÐU SÍNA