Morgunblaðið - 09.04.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry,
varaði við því í gær að Rússar væru að senda út-
sendara til austurhluta Úkraínu til að þess að ala
á ófriði sem stjórnvöld í Kreml gætu notað sem
átyllu til frekari hernaðaríhlutana í landinu.
Stuðningsmenn Rússa í Austur-Úkraínu
hafa undanfarna daga hertekið opinberar bygg-
ingar, lýst yfir sjálfstæðu lýðveldi í borginni Do-
netsk og lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði
um að skilja sig frá Úkraínu.
„Augljós hlutdeild Rússa í að valda óstöð-
ugleika og taka þátt í aðgerðum aðskiln-
aðarsinna í austurhluta Úkraínu er meira en
verulega truflandi,“ sagði Kerry við utanríkis-
málanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í
gær.
Úkraínsk stjórnvöld létu til skarar skríða
gegn aðskilnaðarsinnum sem höfðu sölsað undir
sig stjórnarbyggingu í borginni Karkív. Þau von-
ast til þess að ná aftur yfirráðum yfir byggingum
í Luhansk og Donetsk einnig á næstunni.
Til átaka kom í úkraínska þinginu í gær eft-
ir að leiðtogi kommúnista sakaði þjóðernissinna
um að hafa aðstoðað Rússa með því að fella rík-
isstjórn Viktors Janúkóvitsj. Tveir fulltrúar Svo-
boda-flokksins tóku það óstinnt upp og gripu í
hann í ræðupúltinu. Stuðningsmenn hans komu
honum til varnar og kom til handalögmála.
Sakar Rússa um að skapa sér átyllu
Úkraínsk yfirvöld ná stjórnarbyggingu í Karkív aftur á sitt vald Til handalögmála kom á
milli þingmanna í þingsal NATO varar Rússa við því að gera „söguleg mistök“ í Úkraínu
AFP
Handalögmál Hópur þingmanna í úkraínska þinginu heilsaðist að sjómannasið í gær.
Viðvaranir
» Anders Fogh Rasmussen,
framkvæmdastjóri NATO, var-
aði Rússa við því að frekari
íhlutun í Úkraínu væri „söguleg
mistök“ sem hefðu alvarlegar
afleiðingar.
» Formaður utanríkismála-
nefndar rússneska þingsins
sagði að viðvörun NATO mætti
túlka sem hótun. Rússar hefðu
ekki í hyggju að grípa til hern-
aðaríhlutunar í Úkraínu.
» Rússneska utanríkisráðu-
neytið sagði einnig að beittu
úkraínsk stjórnvöld vopnavaldi
gegn aðskilnaðarsinnum gæti
það leitt til borgarastríðs.
Kjósi Skotar sjálfstæði í þjóðar-
atkvæðagreiðslu í september grefur
það undan Bretlandi á heimsvett-
vangi og hefði hörmulegar afleið-
ingar á stöðugleika í Evrópu og í
heiminum öllum. Þetta er mat Rob-
ertsons lávarðar, fyrrverandi
varnarmálaráðherra Bretlands og
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, NATO.
Robertson var ómyrkur í máli í
erindi sem hann hélt í Bandaríkj-
unum en enginn eins háttsettur
fulltrúi þeirra sem eru andsnúnir
sjálfstæði Skotlands hefur kveðið
eins sterkt að orði hingað til um af-
leiðingar þess. Hann hélt því enn-
fremur fram að sjálfstæðið myndi
gefa aðskilnaðarhreyfingum í Evr-
ópu byr undir báða vængi, það gæti
valdið óstöðugleika á Norður-Ír-
landi og uppörvað einræðisherra og
„innlimara“ í heiminum að því er
kemur fram í frétt breska blaðsins
The Guardian.
„Tvístrun Evrópu á aldarafmæli
fyrri heimsstyrjaldarinnar væri
bæði kaldhæðnislegt og mikill
harmleikur með óútreiknanlegar af-
leiðingar … Enginn ætti að van-
meta áhrifin sem allt þetta hefði á
jafnvægið í heiminum og myrkraöfl-
in myndu einfaldlega dýrka það,“
sagði Robertson.
Ummælin skref í átt frá
skynsamlegri rökræðu
Skoska heimastjórnin vísaði orð-
um Robertsons lávarðar á bug og
sagði þau yfirgengilegan hræðslu-
áróður. Þau sköðuðu umræðu um
sjálfstæði Skotlands.
Nicola Sturgeon, varaforsætis-
ráðherra skosku heimastjórnarinn-
ar, sagði að tal um „myrkraöfl“ og
„hörmulegar afleiðingar“ fyrir vest-
rænan stöðugleika væri skref í átt
frá skynsamlegri rökræðu.
„Ég held að mörgum, hvort sem
þeir eru fylgjandi eða andvígir sjálf-
stæði, finnist þessi ummæli móðg-
andi og særandi,“ sagði hún.
Sjálfstæðið ógni stöðugleika Evrópu
AFP
Sjálfstæðissinnar Skotar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í september.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO tekur djúpt í árinni um afleiðingar sjálfstæðis Skotlands
Talar um að „myrkraöfl“ fái uppörvun Skoska heimastjórnin segir gagnrýni „hræðsluáróður“
Kafarar ástralska sjóhersins skima eftir braki úr
malasísku farþegaflugvélinni sem hvarf í byrjun
síðasta mánaðar. Mánuður var í gær liðinn frá
því að vélin hvarf en leitin að braki hennar held-
ur áfram í sunnanverðu Indlandshafi. Ekki hafa
greinst frekari merki frá flugrita vélarinnar sem
menn töldu sig hafa numið um helgina. Leit-
armenn vinna í kappi við tímann því að rafhlöður
flugritans ættu að vera við það að tæmast.
AFP
Mánuður liðinn frá hvarfi flugvélarinnar
Leitin að braki flugvélarinnar í flugi MH370 heldur áfram í sunnanverðu Indlandshafi
Evrópudómstóll-
inn felldi til-
skipun Evrópu-
sambandsins sem
skyldar fjar-
skiptafyrirtæki
til að safna og
geyma gögn um
staðsetningu
síma- og netnot-
enda, símtöl
þeirra, smáskila-
boð og tölvupóst í tvö ár úr gildi í
gær. Það voru írsk samtök um staf-
ræn réttindi sem höfðuðu mál um
lögmæti laganna gegn írska ríkinu
árið 2006.
Í niðurstöðu dómsins kom fram
að í tilskipuninni fælist víðtækt og
sérstaklega alvarlegt inngrip í
grunnréttindi fólks til einkalífs og
vernd persónuupplýsinga þess. Þá
væri það inngrip ekki takmarkað
við aðeins það sem nauðsynlegt
væri. Þá taldi dómstóllinn að sú
staðreynd að gögnin væru geymd
og notuð án vitundar notandans
væri líklega til þess fallin að láta
fólki finnast að stöðugt væri verið
að fylgjast með einkalífi þess.
Stangaðist á
við grunn-
réttindi
Tilskipun ESB
felld úr gildi
Gögn úr símum
voru geymd.
Alex Salmond, forsætisráðherra
heimastjórnar Skotlands, er nú
í vikulangri heimsókn í Banda-
ríkjunum þar sem hann reynir
m.a. að afla sjálfstæði stuðn-
ings. Fyrr í vikunni sagði hann í
erindi að ný stjórnarskrá Skot-
lands myndi að líkindum styðj-
ast mjög við stjórnarskrá
Bandaríkjanna. Sjálfstætt Skot-
land yrði fullgildur meðlimur
NATO sem ynni jafnframt að
heimsfriði innan Sameinuðu
þjóðanna og ESB.
Aflar stuðnings
FORSÆTISRÁÐHERRANN