Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI skóla ekki bólusett af öðrum ástæð- um en læknisfræðilegum. Úttekt New York Magazine leiddi í ljós að í 245 einkaskólum í borginni var hlut- fall bólusettra barna innan við 95% en það er viðmiðið til að hjarðónæmi virki sem skyldi. Þar af voru níu skól- ar þar sem aðeins 18,4-41,5% barnanna voru bólusett. Það er því ekki tilviljun að mislingafaraldur hef- ur brotist út í borginni í vetur. Það sama hefur gerst í Kaliforníu og Tex- as. Dauðsföll óumflýjanleg Í Orange-sýslu í Kaliforníu hefur versti mislingafaraldur í tvo áratugi geisað undanfarið. Þar rekja heil- brigðisstarfsmenn faraldurinn til andstöðu sumra hópa við bólusetn- ingar. Hreyfingin gegn bólusetningum beitir fyrir sig ýmsum ástæðum gegn því að verja börn fyrir smit- sjúkdómum. Sumir treysta ekki al- ríkisstjórninni í Bandaríkjunum eða lyfjafyrirtækjunum sem framleiða bóluefnin. Sumir standa í þeirri trú að börn þeirra verði hraustari af því að fá sjúkdómana. Aðrir halda áfram að trúa því að bólusetningar valdi einhverfu. Þeirri tengingu var haldið fram fyrir tutt- ugu árum en hún hefur ítrekað verið hrakin með rannsóknum síðan. Á móti hefur verið bent á að for- eldrar nútímans þekki ekki afleið- ingar smitsjúkdóma eins og mislinga eða mænusóttar svo dæmi séu tekin því að þeim hafi verið svo gott sem útrýmt með bólusetningum á miðri 20. öldinni. Einungis 189 mislinga- smit voru tilkynnt í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við rúma hálfa milljón smita á ári á 20. öldinni. Brjótist faraldrar aftur út hefur það banvænar afleiðingar, aðallega fyrir börn sem eru með skert ónæmiskerfi eða eru of ung til að vera bólusett og fólk sem af læknisfræðilegum ástæð- um getur ekki fengið bóluefni. „Við viljum alls ekki að barn deyi úr mislingum en það er nánast óum- flýjanlegt. Meiriháttar endurkoma sjúkdóma getur laumast að okkur,“ segir Anne Schuchat, yfirmaður bólusetninga við sjúkdómavarna- stofnunina. Gefa gömlum smitsjúkdómum nýtt líf  Mislingafaraldrar hafa geisað víða um Bandaríkin í vetur  Rakið til áhrifa hreyfingar sem er andsnúin bólusetningum barna  Í sumum skólum í New York er aðeins fimmta hvert barn bólusett AFP New York Sumarið 1916 smituðust 9.300 börn í New York í mænusóttar- faraldri sem gekk yfir Bandaríkin. Af þeim létust 2.700 úr sjúkdómnum. FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ef fram heldur sem horfir munu þrisvar sinnum fleiri smitast af misl- ingum í Bandaríkjunum á þessu ári en árið 2009. Aðeins níu árum áður hafði því verið lýst yfir að sjúkdómn- um hefði verið útrýmt í Bandaríkj- unum en foreldrar sem ákveða að bólusetja börn sín ekki hafa gefið mislingum og fleiri smitsjúkdómum sem voru skæðir á síðustu öld nýtt líf. Samkvæmt tölum sjúkdómavarna- stofnunar Bandaríkjanna er hlutfall þeirra sem eru bólusettir fyrir helstu smitsjúkdómum um 90% en innan við 1% hefur engar bólusetningar fengið. Engu að síður hefur hópum sem eru andsnúnir bólusetningum vaxið ásmegin. Í Idaho, Michigan, Oregon og Vermont voru börn á 4,5% leik- Dómstóll í Kaíró í Egyptalandi hefur dæmt fjóra karlmenn í allt að átta ára fang- elsi fyrir að hafa stundað samkyn- hneigðar athafn- ir. Mennirnir voru sakaðir um að skipuleggja eða mæta í „afbrigðileg“ kynlífs- teiti, klæða sig í kvenmannsföt og mála sig. Samkynhneigð er ekki bönnuð samkvæmt egypskum lögum en saksóknarar nota oft lög gegn sið- spillingu til þess að sækja samkyn- hneigt fólk til saka. EGYPTALAND Í fangelsi fyrir „afbrigðileg“ teiti Regnbogafáni LGBT-fólks. Vísindamenn við Konunglega frjálsa sjúkra- húsið í London rækta nú nef, eyru og æðar í tilraunastofu með stofn- frumum. Von þeirra er að geta búið til sérhannaða lík- amshluta og líffæri fyrir ein- staklinga til ígræðslna í framtíð- inni. „Þetta er eins og að búa til köku. Við notum bara annars konar ofn,“ segir Alexander Seifalian við Uni- versity College í London sem leiðir rannsóknina. BRETLAND Rækta eyru, nef og æðar á tilraunastofu Náttúrulegt líf- rænt ræktað eyra. Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frum- varp Teds Cruz, þingmanns repúblikana, sem myndi banna nýlega skipuðum sendiherra Írans við Samein- uðu þjóðirnar að koma til Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hafa gagnrýnt skipun Hamids Aboutalebis í embætti sendiherra. Hann var einn bylt- ingarmanna í Íran sem réðust inn í bandaríska sendi- ráðið í Teheran árið 1979. Þar var 52 Bandaríkjamönn- um haldið í gíslingu í 444 daga. Búist er við því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki frumvarpið einnig. BANDARÍKIN Banna sendiherra Írans við SÞ að koma Ted Cruz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.