Morgunblaðið - 09.04.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.04.2014, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafrannsóknastofnun und-irbýr nú útboð á stofn-mælingu botnfiska aðhaustlagi, svokallað haustrall. Vegna fjárhagserfiðleika stofnunarinnar verður rallið að þessu sinni fjármagnað með aflaheimildum, sem sérstaklega verður úthlutað til stofnunarinnar. Heildarkostnaður við rallið er áætlaður hátt í tvö hundruð milljónir miðað við allan kostnað, þ.m.t. úrvinnslu gagna, út- hald skipa, tæki og búnað. Miðað við þá tölu gæti þurft úthlutun á 4-600 þorskígildistonnum til að standa straum af haustralli Hafrannsókna- stofnunar, en útboðið verður auglýst á næstu vikum. Áður hafa skip Hafrannsókna- stofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, verið notuð í haustrallið. Nú er hins vegar áform- að að Bjarna verði lagt í sumar- byrjun og hefur hluta áhafnar verið sagt upp. Sambærilegur leiðangur að vori hefur að hluta til verið fjármagn- aður á þennan hátt, en þá hafa yfir- leitt þrjú skip tekið þátt í verkefninu ásamt skipum Hafrannsókna- stofnunar. Í hagræðingarskyni voru aðeins tvö skip leigð í vorrallið í ár, en til þess hefur verið úthlutað 2-300 tonnum í aflaheimildir. Kostnaðarsamt verkefni Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að sjávarútvegsráðuneytið hafi heimilað að þessi leið yrði farin í ár og hafi lög og reglugerðir verið skoðuð sér- staklega í þessu sambandi. Mikill kostnaður fylgi haustrallinu, auk leigu á skipum í um einn mánuð væri úthald starfsfólks langt, en rann- sóknarfólk Hafrannsóknastofnunar verður um borð í veiðiskipunum. Jóhann segir að staða stofnun- arinnar sé erfið og henni þröngur stakkur skorinn í rekstri. „Því miður getum við ekki sinnt stofnmælingu á úthafsrækju í sumar, en við töldum að ekki kæmi til greina að fella haust- rallið niður,“ segir Jóhann. Hann segir að margvíslegra gagna sé aflað í haustralli og til dæmis hvíli veiðiregla í þorski, ufsa, ýsu og gull- karfa að hluta á mælingum í haust- ralli. Upplýsinga um stofnstærð og ástand sé aflað í ralli vor og haust og á þeim byggist veiðiráðgjöfin meðal annars. Vissulega séu aflagögn og afladagbækur mikilvæg gögn, en erf- itt sé að styðjast einvörðungu við þau þar sem breytingar á flotanum, tækninni og sóknarmynstri skekki myndina. Verðmætið eykst með árunum „Haustmælingin var fyrst og fremst hönnuð með tilliti til botnfisk- stofna sem liggja dýpra eins og grá- lúðu og karfategunda,“ segir Jóhann. „Eftir því sem gagnaserían hefur lengst hefur komið í ljós að haustrall- ið gefur einnig mikilvægar upplýs- ingar um þorsk og aðrar botnfiskteg- undir. Eftir því sem árunum fjölgar verður serían verðmætari, ekki síst vegna þess að áreiðanlegustu gögnin um breytingar á stofnstærðum nytjastofna fást á þennan hátt.“ Í stofnmælingu botnfiska að haustlagi (SMH) eða haustralli er togað á 387 stöðvum allt í kringum landið á einum mánuði. Útboð á haustralli auglýst á næstunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Óvissa Rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í byrjun sumars og verður að óbreyttu bundið út árið. Óvissa ríkir með reksturinn á næsta ári. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bíllinn erskotmark ínýju að- alskipulagi Reykjavíkur, eins og fram kemur í fréttaskýringu um samgöngur í Reykjavík eftir Guðmund Magnússon í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur kemst að þeirri niðurstöðu að mun- urinn á hinu nýja skipulagi og fyrri hugmyndum um að- alskipulag sé sá að áður „hafi skipulagið elt borgar- og þjóðlífsþróunina, en nú eigi að veita þróuninni viðnám og snúa henni við“. Þetta kemur fram með ýmsum hætti. Hætt hefur verið við umferðarmannvirki á borð við mislæg gatnamót, götur hafa verið þrengdar og bílastæðum fækkað. Meg- ingallinn við þessi áform er sá að borgin er alls ekki búin undir það að borgarbúar hætti að ferðast á bílum sín- um og nýti almennings- samgöngur. Almennings- samgöngur í Reykjavík eru ekki jafn skilvirkar og einka- bíllinn og fyrir flesta langt frá því að vera raunhæfur kostur. Þá er ekki verið að tala um áróður fyrir því að taka strætó í bæinn á menning- arnótt eða þegar aðrir við- burðir eiga sér stað. Slíkir viðburðir eru undantekning, nýja aðalskipulagið snýst um að breyta lífsstíl borgarbúa. En hvað myndi það þýða að taka núverandi ráðamenn í borginni á orðinu; aka bílnum á haugana, draga fram hjólið og kaupa strætókort? Höfuðborgarsvæðið hefur þá kosti umfram stórborgir heimsins að það er stutt að fara. Í flestum tilfellum tekur 20 mínútur eða minna að fara milli staða utan annatíma. Þessu fylgja vitaskuld ákveð- in lífsgæði. Í milljónaborgum nágrannalandanna er fólk iðu- lega klukkutíma að komast í vinnuna og annan klukkutíma að komast heim. Þar getur verið flóknara og tímafrekara að vera á bíl heldur en að nota almenningssamgöngur. Í stórborgunum er ungt fólk farið að hætta að líta á það sem stöðutákn að eiga bíl og telur hann jafnvel frekar myllustein. Hér er staðan önnur. Sagt er að vinnutími Ís- lendinga sé langur. Íslend- ingar verja þó að meðaltali mun minni tíma í að ferðast til og frá vinnu en gengur og gerist í grannríkjunum. Nú er komið í aðalskipulag að svipta eigi Reykvíkinga þessum lífs- gæðum. Það getur verið sláandi að fylgjast með umferðinni á höfuðborgarsvæð- inu. Bílarnir streyma eftir göt- unum hver öðrum glæsilegri og stærri. Yfirleitt er bara einn maður í hverjum bíl, aldrei færri reyndar, en aðeins sárasjaldan fleiri. Nýtni er ekki fyrsta orðið sem kemur í hugann. Nokkuð ljóst er að bíleig- endur gera sér flestir grein fyrir því hvað það kostar að reka ökutæki. Þeim finnst þeir einfaldlega ekki eiga annarra kosta völ. Í nútíma- fjölskyldu getur verið mikil erill, sérstaklega hjá barna- fjölskyldum, og þá er ekki tími til að hringsóla um borg- ina í strætó. Raunhæfara væri að leggja áherslu á vistvæn ökutæki og nota orku, sem framleidd er innanlands, til að knýja bíla- flotann í stað þess að verja verðmætum gjaldeyri í að kaupa olíu og bensín. Stefnan í þeim efnum mætti vera mun markvissari en nú er. Reynt hefur verið að búa til forgangsakreinar fyrir strætó, en strætó tekur mun oftar á sig krók, en að fara beinustu leið. Í nýja að- alskipulaginu er talað um úr- bætur á almenningssam- göngum. Reykjavík er hins vegar dreifð og verður það áfram hvað sem líður öllu tali um þéttingu byggðar. Eigi al- menningssamgöngur að verða samkeppnishæfar við einka- bílinn þarf að bæta þær svo mikið að kostnaðurinn yrði yfirgengilegur. Reykjavík er of fámenn til að forsendur séu fyrir því að setja upp almenn- ingssamgöngukerfi að hætti milljónaborga. Þetta eru ekki rök gegn því að bæta almenn- ingssamgöngur, heldur fyrir raunsæi í þeim efnum. Og þar kemur að helstu mótsögninni í áætluninni um að þrengja að einkabílnum. Hinn kosturinn er svo miklu óhentugri að í hugum flestra kemur hann ekki til greina. Því gildir einu hvað gert er til að gera eigendum einkabíla lífið leitt, þeir þrauka vegna þess að einka- bíllinn verður áfram betri kostur. Hægja mun á allri umferð eftir því sem ljósum fjölgar og götur þrengjast, jafnvel þar sem enginn býr, og færri bílastæði bjóða upp á aukið hringsól í þéttari byggðum. Allar þessar að- gerðir til að torvelda umferð einkabíla munu leiða til auk- ins útblásturs og mengunar, sem fylgir því að stöðva bíla í sífellu og taka af stað. Það hlýtur að vera sú afleiðing sem síst skyldi. Helsta afleiðingin verður aukinn út- blástur og mengun} Aðför að einkabílnum F átt er betur til þess fallið að skapa umræðufjör en þegar fíkniefni ber á góma, ekki síst þegar sam- anburðarrannsóknirnar hefjast – sko, kannabis er betra en brenni- vín, segja menn ábúðarfullir, og þess vegna á að leyfa það en banna hitt. Þeir sem draga þetta í efa fá heldur en ekki að finna til tevatns- ins; ef þú efast um að allt megi bæta með því að fýra í feitri ertu ekki bara fávís heldur fávíst fastistasvín! Í umræðu um fíkniefni og fíkniefnaneyslu detta menn iðulega í skotgrafirnar með eða á móti og þá gjarnan á þann hátt að annaðhvort ertu með eða á móti, það er eiginlega enginn millivegur. Dæmi um það er þegar það er rætt að rétt væri að „afglæpavæða“ neyslu fíkniefna sem einfalt er að rökstyðja. Þeir sem eru á öðru máli bregðast hinir verstu við þegar þetta er nefnt og telja víst að þar með fari þjóðin öll í hund og kött, um leið og hætt verði að hneppa neytendur vímuefna í fangelsi verði allir neytendur. Í því sambandi var fróðlegt að frétta af málþingi Fé- lagsfræðingafélags Íslands í gær sem bar yfirskriftina „Fíkniefnalöggjöfin og kostir í stefnumótun: Refsistefna eða afglæpavæðing?“ Í erindi Helga Gunnlaugssonar, pró- fessors í félagsfræði, kom meðal annars fram að skv. töl- um frá 1999 til 2013 virðist fíkniefnaneysla hér á landi til- viljanakennd og tímabundin og takmarkast við afmarkaða hópa. Þetta rímar nokkuð vel við reynslu Portúgala af því að hætta að handtaka fólk fyrir neyslu fíkni- efna – reynslan af þeirri tíu ára tilraun er sú að þó að neytendum hafi ekki fækkað, þá hefur þeim ekki fjölgað og það sem meira er og mik- ilvægara – þeir sem þurfa á hjálp að halda eru líklegri til að fá hana. Heilbrigðisráðherra sótti ofangreinda ráð- stefnu og sagði meðal annars að við værum fjær fíkniefnalausu landi nú en þegar háleitt markmið um vímuefnalaust Ísland árið 2002 var sett 1997 og því þurfi að skoða „nýjar leið- ir“. Það er og algengt að því sé slegið fram að baráttan gegn fíkniefnum sé töpuð, eða réttara sagt „stríðið“ gegn fíkniefnum, enda er þessi frasi og það sem honum tilheyrir flutt inn frá Bandaríkjunum þar sem menn eru mjög upp- teknir af að vera í stríði við allt og alla nema sjálfa sig. Tölfræðin sýnir þó annað; vímuefnaneysla unglinga í efstu bekkjum grunnskóla hefur minnkað mikið und- anfarin fimmtán ár eins og fram kom í rannsókn sem rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining í Háskól- anum í Reykjavík kynnti sl. haust. Ekki veit ég hvað er í pípunum hjá heilbrigðisráðherra og ráðgjöfum hans, en þessar tölur segja að sú barátta sem háð hefur verið hér á landi gegn fíkniefnaneyslu sé að skila dágóðum árangri. Að því sögðu þá er það mann- úðarmál að hætta að handtaka fíkla og á að reka sem slíkt. Það getur aldrei verið glæpur að vera veikur og því ekki glæpur að vera fíkill. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Hættum að handtaka fíkla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Jóhann Sigurjónsson segir að Bjarni Sæmundsson fari fljótlega í vorleið- angur til að meta ástand sjávar og framleiðni í sjónum í upphafi sumars, en síðan er gert ráð fyrir að leggja skipinu. Mörg verkefni bíði skipsins á næsta ári, m.a. stofnmæling á úthafsrækju og fleiri verkefni, sem ekki verður sinnt í ár. „Það er mikil óvissa hvað varðar rekstur Hafrannsóknastofnunar á næsta ári,“ segir Jóhann. „Við ættum mjög erfitt með að sætta okkur við að þurfa að leggja Bjarna Sæmundssyni til frambúðar, en fjárveit- ingavaldið hefur síðasta orðið um það með fjárlögum næsta árs. Það er brýnt að tryggja rekstrarforsendur stofnunarinnar til frambúðar því það eru miklir hagsmunir í húfi.“ Jóhann segir ekki gott að vera í þessari stöðu á sama tíma og áformað hafði verið að vinna að undirbúningi smíði nýs hafrann- sóknaskips. Mikil óvissa í rekstrinum ERFITT AÐ ÞURFA AÐ LEGGJA BJARNA SÆMUNDSSYNI Jóhann Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.