Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 27

Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 starf félagsins. Það var gert með því að þeir sem komu að málum lögðu eigur sínar að veði fyrir lán- um til kaupanna. Einnig var byggður skálinn Þristur í Esju- hlíðum á þessum árum. Við þessi verk sem eru án efa hornsteinn að því hvað Skátafélagið Kópar er í dag lá Friðrik aldrei á kröftum sínum, var hann einkar laginn við að fá fólk til liðs við sig. Við sem erum það gömul að muna þann tíma sem við komum að byggingu skálans minnumst hans með mik- illi ánægju. Þar fengum við sem börn og unglingar að takast á við að byggja okkur eigin skála með aðstoð Friðriks og foreldra okkar eða annarra sem vildu leggja verkefninu lið. Friðrik skóp þá umgjörð um Skátafélagið Kópa sem gerði það að verkum að starfið var gott, fé- lagið óx og skátunum leið vel og starf félagsins var í sönnum skáta- anda. Þetta er eitt af því sem við sem gegnt höfum foringjastörfum fé- lagsins á eftir Friðriki höfum reynt að hafa að leiðarljósi í störf- um okkar. Við skátar sendum Steinu, Haraldi, Finni, Dröfn og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðju og þökkum þeim þeirra þátt í starfi Friðriks fyrir skáta í Kópum. Við skátar í Kópum viljum þakka Friðriki fyrir hans framlag í uppbyggingu skátastarfs í Kóp- um. Við óskum Friðriki góðrar ferðar í ferð sinni heim. Þökkum þegar sólin blikar þökkum fyrir regn og vor, þökkum er lax í straumi stikar stökkin kalla á þor. Þökkum þegar eldur brennur, þökkum fyrir söngsins mál. Þökkum er áfram ævin rennur, alveg laus við tál. Þökkum þegar finnst oss gaman, þökkum fyrir söng og þrá. Þökkum er allir syngja saman, sækjum brattann á. Þökkum þegar tjöldin rísa, þökkum hverja fjalla sýn. Þökkum er landið elds og ísa augunum við skín. Þökkum þegar kvölda tekur, þökkum fyrir nýjan dag. Þökkum allt sem vorið vekur; vorsins fagra lag. Þökkum þennan æskuskara, þökkum fyrir glaða lund. „þökkum þeim sem koma og fara þökkum helgistund“. (Hörður Zóphaníasson.) F.h. Skátafélagsins Kópa. Þorvaldur J. Sigmarsson. Kveðja frá Landssambandi bakarameistara Í dag verður borinn til grafar einn af frumkvöðlum íslenskrar brauðmenningar, Friðrik Har- aldsson. Landssamband bakarameist- ara þakkar honum það frum- kvöðlastarf sem hann vann með því að nútímavæða íslenskar baksturshefðir. Fyrirtæki hans, Ömmubakstur í Kópavogi, var í fararbroddi í bakstri á flatkökum, kleinum og öðrum þjóðlegum bakstri. Persónuleg kynni mín af þeim hjónum Friðriki og Steinu byrj- uðu þegar ég var ungur drengur. Mér er minnisstætt að foreldrar mínir nefndu nöfn þeirra ætíð með hlýju og virðingu. Þegar ég fór að læra bakaraiðn vildi svo skemmti- lega til að við bakarasynirnir Har- aldur og ég sátum saman í Iðn- skólanum og tókst með okkur góð vinátta. Friðrik og Steina tóku virkan þátt í öllu félagsstarfi bak- ara og létu sig ekki vanta þegar veislur eða ferðalög voru annars vegar. Við kveðjum í dag góðan dreng sem gott var að fá að kynnast og fyrir það ber að þakka. Jón Albert Kristinsson, formaður. ✝ Dagbjört BorgÞórðardóttir fæddist á Borg í Arnarfirði 1. mars 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Þórður Ólafsson, f. 5.3. 1893, d. 16.8. 1978, og Bjarnveig Dag- bjartsdóttir, f. 26.9. 1892, d. 11.7. 1983. Systkini Dagbjartar eru: Sigurður Kristján Schev- ing, f. 21.8. 1918, d. 9.3. 1977; Valdimar, f. 14.4. 1920, d. 18.6. 1965; Gunnar, f. 9.8. 1922; Aðal- er Ingunn Péturs, f. 7.11. 1971. Barn þeirra er Gabríel Pétur og fyrir átti Óðinn dæturnar Dag- björtu Fjólu og Sigurveigu Huldu. Fyrir átti Dagbjört Borg soninn Sævar Arnfjörð Hreið- arsson, f. 23.9. 1954. Dagbjört Borg ólst upp á Borg í Arnarfirði. 21 árs gömul ræður hún sig til vinnu við Mjólkurárvirkjun. Þar kynnist hún eiginmanni sínum og starfa þau saman við virkjunina þar til þau flytja til Bíldudals og stofna fjölskyldu, þar búa þau til 1970. Upp úr því flytja þau til Reykja- víkur. Leiðir þeirra skilur árið 1973. Dagbjört bjó það sem hún átti ólifað í Reykjavík og vann hún við umönnun barna, m.a. á Múlaborg og víðar allt þar til hún hætti að vinna við 70 ára aldur. Dagbjört verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 9. apr- íl, og hefst athöfnin kl. 13. heiður Dís, f. 24.11. 1923, d. 2.6. 2002; Þórey Ragnheiður Vídalín, f. 4.1. 1932. Árið 1958 giftist Dagbjört Ágústi Sörlasyni, f. 31.8. 1939, d. 12.3. 2002. Börn þeirra eru: 1) Kristjana Guð- björg, f. 25.9. 1960. Sambýlismaður hennar er Skúli Hafsteinn Gíslason, f. 24.9. 1952. Börn Kristjönu eru Ágúst Tóm- asson, María Lena Argríms- dóttir og Arngrímur Daði Arn- grímsson. 2) Óðinn Sörli, f. 29.10. 1963. Sambýliskona hans Elsku mamma mín, ég trúi því ekki að þú sért farin. Ég elskaði þig svo mikið. Ég er í svo mikilli sorg en ég veit að þú ert komin á góðan stað. Veikindi þin voru mjög erfið og tóku mikið á þig. Þegar ég hugsa um allar góðu stundirnar okkar saman hugsa ég til ferðarinnar sem við fórum saman í síðasta sumar til Akur- eyrar í frí. Alla leiðina hlustuðum við á tónlist og sungum hástöfum með. Þú varst svo hress og ung og falleg. Við ferðuðumst saman til Kanarí mörgum sinnum og áttum alltaf okkar bestu stundir, hlógum, dönsuðum, dunduðum okkur á mörkuðum og búðum og löbbuðum ströndina berfættar og möluðum. Elsku mamma mín, nú hef ég engan til að tala við eins og við gerðum oft á dag. Nú hringir þú ekki í mig. Ég bíð alltaf eftir að síminn hringi og það sé mamma mín. Mamma mín eins og ég sagði alltaf við þig á hverju kvöldi og segi núna; sofðu rótt elsku mamma mín. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Ég elska þig svo mikið. Sofðu rótt. Þín dóttir, Kristjana. Elsku mamma mín, það er svo erfitt að kveðja þig. Þú hefur ver- ið svo stór þáttur í lífi mínu síð- ustu ár. Sorgin er mikil en það hjálpar mér að vita að þú ert komin á betri stað. Tveimur dögum áður en þú kvaddir okkur sagðir þú við mig að hvíti hesturinn væri fyrir utan og væri kominn til að sækja þig og að þú værir að fara að hitta pabba, enda voru hestar í miklu uppáhaldi hjá þér eins og glöggt mátti sjá á heimili þínu. Já, þú vissir alltaf í hvað stefndi þegar við fengum þessi slæmu tíðindi að þú værir með al- varlegan sjúkdóm sem væri ólæknanlegur. Þú valdir erfiðu leiðina til að kaupa þér tíma með okkur og reyndir við lyfjameð- ferð sem var þér hættuleg. Mamma, þú hefur alltaf verið sterk og sjálfstæð og þú fórst þetta á hnefanum, þvílík barátta sem þú háðir mamma mín. Mér líður undarlega þegar ég hugsa til þess að fá aldrei tækifæri til að rökræða við þig enda varstu með ákveðnar skoðanir á sumum hlut- um. Þú hringdir í mig oft í viku til að ræða hin ýmsu mál sem ég var glaður að geta greitt úr með þér enda var góður trúnaður á milli okkar og það róaði þig í lífsins baráttu. Ég kveð þig með fullt af góð- um minningum sem ég ætla að halda út af fyrir mig en miðla áfram til barna minna og barna- barna. Gabríel Pétur minn kveður þig með miklum söknuði og grætur síðustu ömmu sína, en þú varst í miklu uppáhaldi hjá honum. Þú vafðir hann ávallt ást og um- hyggju og naust til hins ýtrasta návista við hann. Enda eins og þú varst alltaf að segja við hann og okkur að það hefðu verið mikil forréttindi að fá hann inn í líf þitt þar sem hin barnabörnin væru orðin svo stór. Þú ætlaðir honum stórt hlutverk í fjölskyldu okkar og mun hann gera allt sitt besta fyrir ömmu sína. Mamma mín, ég held loforð mitt við þig, hvíl í friði. Þinn sonur, Óðinn Sörli. Mikið lifandis skelfing var hún Daja frænka móðursystir mín kát, skemmtileg og hjartahlý kona. Hún var einstaklega góð við mig og syni mína, var uppá- haldsfrænkan okkar. Hlökkuðum ávallt til að koma til hennar í heimsókn og njóta frásagnar- gleði og smitandi hláturs. Ein af mörgum fallegum minningum sem ég á eru hádeg- ishléin mín er ég vann örstutt frá frænku, bjó hún þá á Snorra- brautinni og ég vann hjá Ríkis- skattstjóra. Smurði hún ávallt handa mér brauðsneið með kæfu eða eggi. Á þessum tíma var ég barnshafandi af frumburðinum Erni Braga og greip ég stundum með mér litlu prjónasokkana eða -vettlingana sem ég var að baksa við að prjóna með tilheyrandi munstri og gekk misvel. Þá var frænka alltaf reiðubúin að að- stoða mig. Það var svo gott að finna nálægðina frá henni. Hún var uppáhaldsfrænka sona minna, var alltaf svo einlæg og góð við þá. Tilhlökkun að heimsækja Daju frænku, eins og þeir kölluðu hana ávallt, var með eindæmum. Fengu nánast alltaf appelsín, jólaköku og mola af gotteríi, Mackintosh sem þeim fannst svo gott. Það var svo gott að finna grönnu, mjúku og hlýju hendurnar hennar sem umvöfðu mig og mína. Móðir mín, Þórey, og hún voru mjög nánar systur alla hennar ævi. Voru litlu systurnar í sex manna systkinahópi. Það var yndislegt að fá að njóta samveru- stunda þeirra og heyra þær spjalla saman um heima og geima og auðvitað var spunnið þvílíkt með alls kyns krúsídúllum í sögurnar og þegar Gunnar bróðir þeirra var með var ekkert til sparað. Það ríkti svo mikil gleði í kringum þær saman og hlátursköstin frá þeim úr eldhús- inu voru dásamleg. Sumarið 2012 fórum við mæðgurnar (Þórey, Sunna og Eygló systir mín) vestur á Bíldu- dal og tókum Daju frænku með. Heimsóttum við æskustöðvar þeirra systra, Borg í Arnarfirði, og fleiri æskuslóðir þeirra. Er ég svo þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hennar í þess- ari ferð. Síðastliðið haust í september- mánuði veiktist hún og við tók hörð barátta sem lagði hana að velli. En skömmu áður en hún greindist áttum við hjónin og móðir mín yndislega kvöldstund með henni í tónleikahöllinni Hörpu sem hún hafði aldrei inn í farið. Hlustuðum á gömlu góðu lögin þeirra Dúmbó og Steina. Að sjá gleðina skína úr augum henn- ar og fallega brosið allan hring- inn fá engin orð lýst. Eftir sitja einstaklega góðar og ótal minn- ingar um elskulega frænku okkar sem við söknum svo sárt. Við sendum fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Sunna Svanhvít Söebeck og fjölskylda. Dagbjört Borg Þórðardóttir Elsku Njalli minn, nú er þinni lífsgöngu lokið og margs að minnast og þakka, eftir sam- fylgdina með ykkur Lóu alla mína tíð. Umhyggja þín fyrir mér og mínum var einstök og áttum við margar samveru- stundir í Fannborginni eftir að þið fluttuð þangað og þá spurðir þú alltaf frétta af kunningjum þínum í Borgarnesi og fannst þér ég ekki alltaf með nægar upplýsingar fyrir þig. Þegar við Snæþór hittum þig síðast rúmri viku áður en þú kvaddir varstu nokkuð hress og spjallaðir og skjallaðir okkur og takk fyrir falleg og hughreystandi orð sem Njáll Þorgeirsson ✝ Njáll Þorgeirs-son fæddist á Helgafelli í Helga- fellssveit 11. nóv- ember 1927. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi aðfaranótt 27. mars 2014. Útför Njáls fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 4. apríl 2014. þú laumaðir að mér þegar við kvödd- umst. Guð blessi minningu þína frændi minn og styrki bestu Lóu mína, Þórð, Jó- hönnu, Þorgeir og fjölskyldur á þess- um sorgartíma. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Sædís Björk Þórðardóttir og fjölskylda Borgarnesi. ✝ Okkar ástkæri AGNAR HÖRÐUR HINRIKSSON lést mánudaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á reikning sem stofnaður hefur verið á nafni dóttur hans, Ásrúnar Emblu Agnarsdóttur, kt 130513-2550, 0701-18-540990. Fyrir hönd aðstandenda, Óla Steina Agnarsdóttir og Hinrik Halldórsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR GÍSLASON, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 7. apríl. Útförin verður gerð frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 14.00. Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Nanna Valgerður Rögnvaldardóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir, Bjarni Þór Björnsson, Sigríður K. Rögnvaldsdóttir, Þórir Már Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAV KRISTJÁN GÚSTAVSSON, til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði, lést mánudaginn 31. mars. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Inga Gústavsdóttir, Gunnar Einarsson, Gústav Kristján Gústavsson, Margrét Sólveig Ólafsdóttir, Ásdís Heiðdal Gústavsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLBORG S. SIGURÐARDÓTTIR, lést að hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 5. apríl. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.00. Álfheiður Steinþórsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Sigurður Steinþórsson, Kristjana Ólafsdóttir, Magnús Steinþórsson, Margrét Ragnarsdóttir, Steinþór Steinþórsson, Bjarnþóra Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Hnjúki, Mýrarbraut 25, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sunnudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður frá Þingeyrakirkjugarði. Jón Sigurðsson, Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Magnús Sigurðsson, Anna Eiríksdóttir, Steindór Sigurðsson, Aasne Jamgrav, Laufey Sigurðardóttir, Reidar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Skálholtsvík lést sunnudaginn 6. apríl á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jensdóttir, Margrét J. Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.