Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 28

Morgunblaðið - 09.04.2014, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 ✝ Kristján ÖssurJónasson fæddist í Ásseli á Langanesi 2. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 1. apríl 2014. For- eldrar hans voru skáldkonan Hólm- fríður Sóley Hjart- ardóttir, f. 1910, d. 1983, og Jónas Aðalsteinn Helgason búfræð- ingur, f. 1896, d. 1977, bændur í Hlíð á Langanesi. Kristján Össur var þriðji í röð fimm systkina, hin eru Hjörtur, f. 1931, d. 2012, Helgi Sigurður, f. 1932, d. 2009, Sigríður, f. 1939, d. 2007, og Páll, f. 1947. Fjölskyldan fluttist á fardög- um 1942 að Hlíð á Langanesi. Kristján Össur kvæntist árið 1960 Helgu Sigríði Bachmann. Þau skildu árið 1971. Dóttir þeirra er Sigríður Sóley, f. 1961, í sambúð með Harold Jordan. Börn Sigríðar Sóleyjar og Harolds eru Stefán Helgi, f. 2000, og Kristín Edda, f. 2002. Kristján Össur kvæntist Unu Árnadóttur árið 1980. Þau skildu árið 1997. Áður átti Una dótturina Hugrúnu Hrönn, f. 1972, sem hann gekk í föðurstað frá sex ára aldri. Kristján Össur lauk lands- prófi með láði frá Laugum í Aðaldal árið 1952. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann á Ak- ureyri og útskrifaðist hann sem stúdent árið 1956. Hann hóf störf hjá embætti rík- isskattstjóra að loknu prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1967. Þar vann hann allan sinn starfsaldur og lét af störfum sjötugur að aldri árið 2004. Verkefni hans hjá ríkisskattstjóra voru marg- vísleg. Kristján Össur var skrifstofustjóri í rúma þrjá áratugi, stýrði faglegum verk- efnum og undir hann heyrðu margir flóknustu og vand- meðförnustu málaflokkar skattheimtunnar. Á tímabili var hann settur ríkisskatt- stjóri auk þess sem til hans var leitað þegar ljúka þurfti verkefnum víða um landið. Sem ungur maður sinnti Krist- ján Össur ýmsum verka- mannastörfum, svo sem á Heiðarfjalli á Langanesi, standsetningu garða og löndun á síld og fiski. Kristján Össur var virkur félagsmaður í Bridge- sambandi Íslands, Tafl- og bridgefélaginu og Bridge- félagi Reykjavíkur, þar sem hann sat á tímabili í stjórn. Hann vann til fjölda verðlauna í brids og þýddi einnig kennsluefni. Útför Kristjáns Össurar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 9. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Hugrún er gift Rúnari Björgvins- syni. Sonur Hug- rúnar og Kjartans Hallgeirssonar er Unnar, f. 1992. Börn Hugrúnar og Rúnars eru Krist- jana, f. 1995, og Víðir, f. 2000. Kristján Össur og Una eignuðust fjögur börn. Elst þeirra er Ingveldur Halla, f. 1978. Sonur hennar og Björg- vins Ragnarssonar er Kristján Ernir, f. 1999. Sonur Ingveldar og Eyjólfs Bjarts Eyjólfssonar er Hilmir Jökull, f. 2004. Næst í röðinni er Erla Björg, f. 1980. Erla er gift Khalil Sellim. Son- ur Erlu og Örlygs Trausta Jónssonar er Össur Máni, f. 1999. Synir Erlu og Flóka Ingvarssonar eru Flóki Rafn, f. 2001, og Bjarki Steinarr, f. 2006. Yngst eru tvíburasystk- inin Una Hlín og Hólmsteinn Össur, f. 1981. Dóttir Unu Hlínar og Þorleifs Kamban Þrastarsonar er Sara Kamban, f. 2004. Dóttir Unu Hlínar og Mána Esks Bjarnasonar er Hugrún Hlíf, f. 2011. Hólm- steinn Össur er í sambúð með Maju Loncar. Sonur þeirra er Baltasar Össur, f. 2013. Ég kveð einstakan mann, hann pabba minn, með miklum söknuði og trega. Pabbi var algjört ljúfmenni. Blíðari og ósérhlífnari mann- eskju er ekki hægt að finna. Hann var yndislegur pabbi með mikið jafnaðargeð. Ekki man ég eftir því að hann hafi nokkurn tíman reiðst eða verið ósann- gjarn, eða jú í eitt skipti. Ég á eina minningu af því að pabbi hafi orðið reiður en það var þeg- ar hann keypti Nýja testamentið mitt, sem ég hafði gefið á tom- bólu, í Hverfisbúðinni á 50 kr. Hann var ekkert sérlega ánægð- ur með mig og útskýrði á yf- irvegaðan hátt að svona gerði maður ekki. Nýja testamentið væri eitthvað sem ég ætti að halda upp á og ekki gefa. Ég lærði mína lexíu. Ég á svo margar ljúfar og góðar minningar af pabba. Ein af þeim elstu er að ég elskaði alltaf að fá að kúra á öxlinni á honum. Öxlin hans pabba var minn stað- ur, ég man enn róna og friðinn að fá að kúra þar. Ég var mjög útséð sem krakki, beið alltaf eftir að systkini mín væru sofnuð, fór fram úr og fékk að knúsast og borast í öxlinni á honum. Oft söng hann lagið mitt, Una Hlína pabbasína á meðan ég kúrði. Sumrin í sveitinni Hlíð á Langanesi eru minningar sem eru mér mjög kærar. Þar tókum við þátt í heyskapnum, hjálpuð- um til með mjólkurbúið og lögð- um net í vötnin. Það var frábært að fá að koma til Palla og Ellu og fá braggaköku og ferska mjólk beint úr kúnni. Á kvöldin fór pabbi út á verönd og spilaði á munnhörpuna sína á meðan Dep- ill sveitahundurinn spangólaði. Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að kynnast og tengjast heimaslóðum pabba. Við pabbi fórum síðast saman hringferð í kringum landið sumarið 2004 og var Sara Kamban frumburður minn með í för þá aðeins þriggja mánaða. Það var síðasta ferðin sem pabbi fór í Hlíðina sína. Þær fallegu minningar mun ég varð- veita í hjartanu alla tíð. Pabbi var mjög tengdur sveit- inni og náttúrunni og veit ég að hann saknaði alltaf heimaslóða sinna og fylgdist vel með öllu sem tengdist henni. Ég sagði alltaf við vini mína þegar ég var yngri að pabbi minn væri vitringur, því að hann vissi allt. Pabbi var vel lesinn, víðsýnn og fordómalaus maður. Hann hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja án þess að reyna að trana sér og sínum skoðunum fram. Það sem ein- kenndi hann var hversu hógvær hann var. Hógværð, hlýja, víð- sýni og ósérhlífni eru orð sem ég myndi segja að hafi einkennt þennan mikla höfðingja. Eins og einn frændi okkar sagði núna um daginn: „Mér þótti alltaf vænt um hvað hann sýndi manni einlægan áhuga.“ En það var pabbi í hnotskurn, hann hafði áhuga á fólki var hlýr og ekki var til yfirborðsmennska í honum. Missirinn er mikill, en ég veit að elsku góði pabbi okkar er kominn á góðan stað. Kannski er hann kominn í Hlíðina sína, í faðm systkina og foreldra. Ég veit alla vega eitt og það er að hann sáði fallegum fræjum á sinni lífsleið sem munu halda heiðri og minningu þessara mikla höfðingja á lofti. Elsku pabbi, ég elska þig og þakka þér fyrir allt það fallega, óeigingjarna og góða sem þú hef- ur gert fyrir mig. Þín Una (Una Hlína pabbasína). Hinn 1. apríl fékk ég símtalið sem ég var búin að kvíða í langan tíma. Pabbi hafði dáið eftir löng og erfið veikindi og ekkert yrði eins og áður. Þegar ég hugsa um hvernig best sé að lýsa pabba finnst mér engin orð ná að fanga hvað hann var yndisleg og falleg mann- eskja. Hann var einstaklega hlý- legur og átti auðvelt með að sýna að honum þætti vænt um mann. Hann heilsaði mér, og okkur systkinunum, til dæmis alltaf með því að segja „sæl gullið mitt“ og bætti svo gjarnan við „mikið er nú gott að sjá þig“. Síðan faðmaði hann okkur og kyssti og spurði hvað væri að frétta af okkar fólki. Við pabbi vorum góðir vinir og brölluðum margt saman. Þegar ég fékk bílpróf kom til dæmis í minn hlut að fara með honum að versla fyrir heimilið og það varð upphafið að áralöngum Bónus- ferðum okkar feðgina. Við pabbi skemmtum okkur líka með því að ráða saman krossgátur og á meðan hann hafði heilsu til töl- uðum við saman í síma á laug- ardagsmorgnum og hjálpuðumst að við að leysa spurningagátuna í Fréttablaðinu. Það voru sann- kallaðar gæðastundir sem ég hlakkaði til hverja helgi. Út frá þeim spunnust oft umræður um íslenskt mál, störfin í sveitinni og ýmislegt annað. Stundum spiluð- um við tveggja manna vist og hann notaði tækifærið til að fræða mig um sagnir í brids. Honum þótti líka gaman að spila Tíkort og var aldrei eins ánægð- ur og þegar einhver af afkom- endunum náði að vinna hann. Annan leik, sem pabbi kenndi okkur systkinunum, kölluðum við Dýra, jurta og steina en þá hugsar maður sér dýr og lætur aðra giska á það með því að nota já og nei spurningar. Þennan leik notaði pabbi til að fræða okkur og oftar en ekki hugsaði hann sér íslenska fugla sem voru sérstakt áhugamál hjá honum. Síðustu tvö árin sem hann lifði réðum við oft vísnagátur eftir Pál bróður hans og höfðum bæði ánægju af. Það var alltaf gott að koma heim til pabba og við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Hann hafði gaman af því að segja mér frá uppvextinum á Langanesi og talaði fallega um fólkið sitt. Pabbi var víðlesinn og fróður og ég leitaði oft til hans þegar mig vantaði aðstoð við að lesa yfir skólaverkefni. Hann kom alltaf með uppbyggilega gagnrýni, hrósaði fyrir það sem vel var gert og sýndi að hann hefði trú á mér. Þegar ég varð einstæð móðir fyrir nokkrum ár- um aðstoðaði hann mig fjárhags- lega svo að ég gæti farið í fram- haldsnám. Ég verð honum ævinlega þakklát fyrir stuðning- inn. Ég kveð pabba með söknuði en um leið er gott að vita að hann þjáist ekki meir. Vandaðri menn en pabba leyfi ég mér að fullyrða að sé nær ómögulegt að finna og ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að í lífinu. Ingveldur Halla Kristjánsdóttir. Elsku pabbi. Síðustu dagar hafa verið erfiðir, ég sakna þín og finnst tilhugsunin um að þú sért dáinn óraunveruleg. Þó að ég hafi vitað í hvað stefndi var áfallið mikið þegar ég fékk þær fregnir að þú værir allur. Ég hafði komið í heimsókn til þín rúmum klukkutíma áður og þá varstu upptekinn við spila- mennsku. Það gladdi mig því brids var þitt helsta áhugamál. Það gaf mér líka von um að heilsa þín væri ekki að versna líkt og við höfðum áhyggjur af. Sú tilhugsun að þitt síðasta verk í lífinu hafi verið að spila brids í góðum félagsskap og fá þér svo kaffi og köku er bæði ljúf og góð. Ég á margar góðar minningar úr æsku, sumar tengjast spila- mennsku en sagan segir að þið mamma hafið verið að spila brids nóttina sem ég fæddist. Ég lærði ekki að spila brids en stundum fékk ég að setjast við spilaborð- ið. Það fannst mér spennandi og fullorðinslegt. Mínar bestu æskuminningar tengjast sveitinni þinni á Langa- nesi enda mörg ævintýrin sem gerðust þar. Ég gleymi ekki til- finningunni þegar við vorum al- veg að koma að Hlíð og ég sá sveitina blasa við. Hún var ein- stök, hlaðin spennu og tilhlökkun yfir því sem koma skyldi, en einnig léttir að langri bílferð væri lokið. Í sveitinni fékk ég að sjá aðra hlið á þér. Dagsdaglega fórstu í vinnuna klæddur jakka- fötum með fínan trefil, í frakka, ilmandi af rakspíra en í sveitinni blasti við mér frjálsari maður sem kunni vel til verka. Ég man hvað mér fannst þú duglegur og sterkur. Heyskapurinn var eitt stórt ævintýri og að veiða silung í Heimavatni var ekki síðra. Krí- ur hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér en þær gátu verið ansi árásargjarnar þegar við komum að Heimavatni. Ég gleymi ekki þegar þær réðust einu sinni á okkur og náðu að gogga í þig en það léstu ekki á þig fá. Síðar kom í ljós að þú varst með þrjú göt á höfðinu. Ég man hvað ég fann til með þér þegar það blæddi. Þá hughreystir þú litlu stelpuna þína og ég vissi að allt yrði í lagi. Elsku pabbi, þú hefur alltaf verið klettur í mínu lífi, ávallt staðið mér við hlið og hughreyst mig á erfiðum tímum. Sem ung, einstæð móðir fékk ég ómetan- legan stuðning frá þér. Fyrir það er ég ævinlega þakklát. Ég leit- aði mikið til þín á mínum há- skólaárum. Þegar ég útskrifaðist sem félagsráðgjafi var tilfinning- in um að þú ættir stóran þátt í þeim áfanga sterk. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið strákunum mínum. Þú varst ein- stakur afi. Ég er þakklát fyrir að þið Khalil skylduð hafa fengið tækifæri til að kynnast og enn þakklátari er ég fyrir yndislega stund með þér á Sóltúni þegar við Khalil giftum okkur í mars. En fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa átt góðan, hlýjan og vandaðan föður. Betri fyrirmynd í lífinu er ekki hægt að hugsa sér. Elsku pabbi, ég kveð þig í hinsta sinn. Það er sárt en ég held áfram, elsku pabbi minn, með þakklæti í hjarta og góðar minningar. Ég ætla að leyfa þér að eiga síðasta orðið, elsku pabbi, ljóð eftir þig til mín á 21 árs afmælisdaginn minn. Ég vona að alltaf ævin þín á sér gullslit hafi og þú verðir, ástin mín, öllum gleðigjafi. Erla Björg Kristjánsdóttir. Skærustu minningar mínar um pabba eru okkar fyrstu og síðustu kynni. Ég var fimm að verða sex, bjó á Nýlendugötunni með mömmu og langafa og mamma var nýbúin að eignast kærasta. Hann var rólegur og hlýr, með góðleg augu og las fyr- ir mig sögur. Við mamma fórum stundum með honum í bíltúra eða fjöruferðir og þá fræddi hann okkur um steinana eða skeljarnar og næstum allt sem fyrir augu okkar bar. Ég hafði stundum velt því fyrir mér að ef mamma myndi gifta sig myndi ég kannski eignast pabba. Oftast fannst mér það afleit hugmynd en nú skipti ég algjörlega um skoðun. Við mamma og pabbi fluttum í Árbæinn og ég eignaðist stóra fjölskyldu. Fyrir átti pabbi Siggu Sóleyju og systkinin bættust við eitt af öðru. Fyrst fæddist Ingv- eldur, einu og hálfu ári síðar kom Erla og ári eftir það komu Una Hlín og Hólmsteinn. Íbúðin var ekki stór og oft var þröng á þingi en heimilið var fullt af lífi, fjöri og nánd og að því búum við systkinin enn í dag. Bókmenntir voru sameigin- legt áhugamál okkar pabba og stóra ákvörðunin um hver jól var að velja bestu bókina úr bóka- flóðinu til að gefa honum í jóla- gjöf. Hann reyndi oft að giska á hvaða bók hann fengi en ég gaf aldrei neitt upp. Oft hafði hann rétt fyrir sér en skemmtilegast var þegar ég kom honum á óvart. Við höfðum það fyrir sið að hann læsi bókina fyrst, síðan fékk ég hana lánaða og loks ræddum við hana fram og aftur. Þetta voru nákvæmar og kúltíveraðar sam- ræður þar sem öllum hliðum var velt upp. Undanfarið ár var pabba erf- itt. Heilsan var orðin léleg, lík- aminn var að gefast upp en hugsunin var ennþá skýr. Síð- ustu samverustundir okkar voru fimmtudaginn 27. mars en þá bauð hann mér og Rúnari á vor- fagnað Sóltúns. Við áttum skemmtilegt kvöld og pabbi fékk sér bjór, en það gerði hann aldr- ei nema til hátíðabrigða. Fimm dögum síðar vorum við mamma á leið í heimsókn til hans, við höfðum mælt okkur mót á Sól- túni um fjögurleytið, en áður en við náðum þangað var hann all- ur. Upp úr þrítugu sóttu á mig hugsanir um lífið og tilveruna og mér fannst sumt í lífinu erfitt. Þegar þarna var komið sögu voru mamma og pabbi skilin og ég tók nærri mér að pabbi hafði aldrei ættleitt mig formlega. Mig langaði að vera Kristjánsdóttir, að bera nafnið hans. Við pabbi ræddum þetta og vorum sam- mála um að það væri alls ekki of seint að bæta úr þessu. Daginn sem nafnabreytingin gekk í gegn, og ég varð loksins Krist- jánsdóttir, fórum við saman í Kringluna og fengum okkur köku og kaffi. Þar sagði pabbi mér að hann langaði að minnast þessa dags með því að gefa mér skartgrip sem hægt væri að grafa í nýja nafnið mitt. Við gengum á milli skartgripabúða, spáðum og spekúleruðum, og ég valdi mér fallegt armband. Svo hlógum við að því að fáir hefðu innsiglað feðginasamband með jafnhátíðlegum hætti. Pabbi var einstaklega vandað- ur og heiðarlegur maður. Hann var hógvær, jafnvel hlédrægur, víðsýnn og fróður. En umfram allt var hann hlýr og góður og reyndist fólkinu sínu ætíð vel. Fjórðungi bregður til fósturs, segir í Njáls sögu, og ég vona að ég líkist pabba að minnsta kosti að einum fjórða. Ég hefði ekki getað eignast betri pabba. Enda má segja að ég hafi valið hann sjálf. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir. A tax inspector looking grim working under good old Slim thinks himself clever but nobody ever agrees with him. Svona lýsti Kristján Össur sjálfum sér í þessari limru, en Sigurbjörn sem var ríkisskatt- stjóri á þessum tíma var kallaður Slim af bandarískri konu sinni. Kristján Össur var afburða- námsmaður og mikils metinn af skólasystkinum sínum í Mennta- skólanum á Akureyri. Tungumál voru honum sem opin bók og orðsnilld hans mikil og bekkjar- félagar hans töldu víst að hann myndi leggja fyrir sig íslensku- nám í háskóla. Svo varð þó ekki, heldur fór hann í viðskiptafræði. Ég spurði hann einhverju sinni hvernig hefði staðið á þessu, því íslenskan var honum mikil ástríða. Þá sagði hann að hann hefði talið að hann hefði meiri ánægju af því að hafa hana sem áhugamál fremur en starf og sæi ekki eftir því. Hann las alla tíð gríðarlega mikið, en gerði því miður lítið með það sem hann samdi sjálfur, en þó hafa varð- veist nokkur gullkorn. Bridge var líka mikil ástríða í hans lífi og vann hann marga góða sigra á þeim vettvangi. Hann þýddi líka kennslubók í bridge sem Bridgesamband Ís- lands gaf út. Þar er þessi skil- greining á bridge: „Bridge er skemmtilegt fjögurra manna spil.“ Það eru orð að sönnu og mjög í anda Kristjáns, en sum- um spilurum virðist finnast það syndsamlegt að hafa ánægju af spilinu! Kristján Össur var starfsmað- ur skattyfirvalda í tæpa hálfa öld, glöggur og traustur og hvers manns hugljúfi. Samstarfsmaður okkar á sínum tíma orðaði það við mig hvað það hefði verið hon- um mikils virði hvað Kristján Össur tók vel á móti honum og leiðbeindi þegar hann hóf störf hjá ríkisskattstjóra. Stjórnsýslan getur stundum verið svifasein og þóttu Kristjáni breytingar til bóta oft vera hæg- fara og mál flækt að óþörfu. Kom hann sýn sinni á þetta vel til skila með limrunni Vandaðri stjórnsýslu: Þegar til verka á að vanda sem vegleg og traust skulu standa bæði í lengd og í bráð ber að hugsa sitt ráð og hefjast svo alls ekki handa. Á undanförnum áratugum var Kristján Össur nokkrum sinnum við dauðans dyr, en hafði ávallt betur eftir nokkra baráttu. Son- ur hans komst svo að orði að það væri seigt í þessum sveitakörlum og það voru orð að sönnu. Þann 1. apríl síðastliðinn sat hann við spil í Sóltúni og fór að því loknu til herbergis síns þar sem hann varð bráðkvaddur. Segja má að þessi fleygu orð hafi átt vel við um hann: „Old bridge players dońt die, they just pass Kristján Össur Jónasson HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Una Árnadóttir. Hvíldu nú höfðingi minn. Við sjáumst aftur um sinn. Á meðan iðka ég það sem þú sýndir mér svo gagnlega, að sýna hlýju, traust og deila fróðleik og visku svona fallega. (HÖK.) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þú hefur alltaf verið mitt akkeri, mér til halds og trausts. Núna ætl- ar strákurinn þinn að standa sig og reyna að ná ögn af því sem þú hafðir. Elska þig – takk fyrir allt. Hólmsteinn Össur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.