Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
away.“ Blessuð sé minning
Kristjáns Össurar Jónassonar.
Bragi Leifur Hauksson.
Starfsvettvangur Kristjáns
Össurar Jónassonar þess sem
kvaddur er nú í dag var hjá emb-
ætti ríkisskattstjóra. Þangað
réði hans sig að loknu prófi í við-
skiptafræði á árinu 1967 og lauk
störfum á árinu 2004.
Þegar Kristján hóf störf að
skattamálum var embættið sem
stofnun að slíta barnsskónum.
Að baki var bylting á skattaum-
hverfi hérlendis en framundan
voru umbrotatímar í samfélaginu
sem og í álagningu og innheimtu
skatta.
Kristján gegndi starfi skrif-
stofustjóra um áratugi. Fóru
honum verkefnin vel úr hendi
hvort sem um var að ræða gerð
fjárhagsáætlana og uppgjör
rekstrar að fjárhagsári liðnu eða
að þjálfa nýliða sem hófu störf
hjá stofnuninni. Ekki stjórnaði
hann með fyrirmælum heldur
með leiðsögn og kennslu í grein-
ingu hvers máls. Reyndist hann
alltaf hollráður. Skap átti Krist-
ján og gat verið fastur fyrir þar
sem það átti við.
Kristján hafði umsjón með
ýmsum flóknum málaflokkum
þar sem verulega reyndi á
skarpskyggni og tölulega úr-
vinnslu gagna. Einkum lutu
þessi störf hans að gerð skatt-
matsreglna og útgáfu verklags-
reglna og leiðbeininga. Stór þátt-
ur í daglegum verkum fólst um
árabil í endurákvörðun gjalda í
þeim málum sem byggðust á
skattrannsókn. Loks fjallaði
Kristján um og afgreiddi erindi
frá gjaldendum. Í öllum störfum
sínum hjá ríkisskattstjóra vann
hann fagmannlega og af óhlut-
drægni. Flóknustu mál voru
leyst vafningalaust hvort sem
um var að ræða endurskoðun
viðamikils skattaútreiknings í
skattrannsóknarmálum eða er-
indi frá skattþegnum sem leituðu
ásjár vegna skattskulda og fjár-
hagsvandræða og höfðu orðið
fyrir áföllum í lífinu. Í öllum sín-
um störfum var Kristján fagleg-
ur, óhlutdrægur og vandvirkur.
Hann greindi að jafnaði aðalat-
riði hvers máls á örskotsstundu.
Þarna komu hæfileikar bridds-
spilarans í ljós, en Kristján var
þrautþjálfaður og þekktur
briddsspilari og keppnismaður í
þeirri íþrótt um skeið.
Áratugum saman gekk Krist-
ján með góðum vinum til rjúpna-
veiða enda var hann vel á sig
kominn líkamlega meginhluta
ævinnar. Voru skotveiðar og allt
þeim tengt sérlegt áhugamál
hans.
Á vinnustað bar Kristján með
sér andblæ hins akademíska
hugsunarháttar. Hann var
áhugasamur um hin aðskiljan-
legustu málefni líðandi stundar
og hafði brennandi áhuga á bók-
menntum og listum. Hann var
víðlesinn og gagnmenntaður.
Hafði hann á reiðum höndum
kvæði góðskálda, las heimsbók-
menntir m.a. í ferðum sínum til
og frá vinnu með almennings-
vögnum og átti í sínum fórum
ógrynni af lausavísum eftir sig
og aðra. Rithönd hans var klass-
ísk eirstunga skýr og læsileg og
áferðarfalleg. Fyrir tíma rit-
vinnslu og tölvutækni skipti slíkt
verulegu máli.
Kristjáni tókst á farsælan hátt
að sinna fölskyldulífi meðfram
annasömu embætti. Bera börn
hans og afkomendur glögg merki
þeirrar ástúðar og umhyggju
sem hann sýndi þeim í uppvexti
þeirra og augljós var sá áhugi
sem fjölskyldufaðirinn sýndi öll-
um þeirra viðfangsefnum í námi
leik og starfi. Samstarfsmenn
Kristjáns þakka að leiðarlokum
löng og farsæl kynni.
Börnum Kristjáns og fjöl-
skyldu eru sendar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá ríkisskattstjóra
Steinþór Haraldsson.
✝ Ása Tuliniusfæddist í
Reykjavík 28.4.
1941. Hún lést á
Droplaugarstöðum
30.3. 2014
Foreldrar henn-
ar voru Carl D.
Tulinius fram-
kvæmdastjóri, f.
19.7. 1902 á Eski-
firði, d. 8.9. 1945 í
Reykjavík, og
Guðrún Magnúsdóttir Tulinius
húsmóðir, f. 16.9. 1902 í Vest-
mannaeyjum, d. 28.3. 1998 í
Reykjavík. Systkini Ásu eru
Magnús J. Tulinius trygginga-
fulltrúi, f. 18.8. 1932, og Agla
Tulinius læknaritari, f. 27.1.
1937, maki Sigurður Rúnar
Guðmundsson efnaverkfræð-
Vestur-Húnavatnssýslu. Jón
Elís átti áður þrjú börn með
Sjöfn Kristinsdóttur, Sigurð
Kristin, Jónu Guðrúnu og
Andreu, og fimm börn með
Svövu Valgerði Kristinsdóttur,
Tryggva, Ingibjörgu, Sigrúnu,
Arthúr og Ingvar Birgi.
Ása stundaði nám í
Miðbæjarbarnaskólanum,
Verslunarskóla Íslands og
lauk verslunarprófi 1959. Hún
sótti einnig námskeið í fjóra
mánuði í Den Suhrske
Husmoderskole 1964. Hún
vann við skrifstofustörf á
Póstmálaskrifstofunni, hjá
Sjóvá og lengst af hjá Lands-
banka Íslands.
Útför Ásu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 9. apríl
2014, kl. 13.
ingur, látinn.
Þeirra börn Guð-
mundur Karl
læknir og Þóra
hjúkrunarfræð-
ingur.
Ása giftist
22.10. 1988 Jóni
Elís Björnssyni,
fyrrverandi bónda
og starfsmanni
Sandgerðisbæjar
og síðar Mjólk-
ursamsölunnar, f. 14.7. 1932 á
Þverá, Núpsdal, Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu. For-
eldrar hans voru Björn Guð-
mundsson, f. 23.2. 1885, d.
24.3. 1985, bóndi á Reynihól-
um í Miðfirði, og kona hans
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 9.12.
1891, d. 4.6. 1974, húsmóðir í
Það var á sunnudegi sem
hún Þóra systir mín lét mig
vita að hún Ása frænka væri
dáin. Þó að ég vissi að Ása
hefði átt við mikil veikindi að
stríða síðustu árin setti mig
hljóðan um stund þar sem
minningar um Ásu frænku
stóðu mér á augabragði lifandi
fyrir hugskotssjónum.
Ása, móðursystir okkar Þóru
var aldrei kölluð annað en Ása
frænka í þeim ótal heimsóknum
heima hjá okkur og svo heim-
sóknum okkar til hennar í
gegnum tíðina. Þannig er mín
fyrsta minning um Ásu, ég
sennilega um 5 ára þar sem
Ása er úti að ganga í Skipholt-
inu með okkur Þóru og hlær
þessum eftirminnilega káta
glaðlega hlátri sem einkenndi
hana svo mjög. Heimsóknirnar
voru margar og oft var hlegið
dátt þar sem Ása gat komist
einstaklega fyndnislega að orði,
eitthvað svo blátt áfram og ein-
læg en sá jafnframt skondnu
hliðarnar á lífinu.
Ása ólst upp í hjarta Reykja-
víkur á Skothúsveginum, hún
gekk í Verslunarskólann og
lauk þaðan verslunarskólaprófi.
Hún starfaði lengst af á sínum
starfsferli í Landsbankanum.
Ása var hlý og einlæg og gerði
sér sérstakt far um að halda
samskiptum við okkur systkinin
en því miður settu veikindi sí-
vaxandi strik í reikninginn.
Þannig var í grunninn hin lífs-
glaða og káta kona að lokum
lögð að velli af Alzheimers-
sjúkdómi.
Ása giftist síðar á lífsleiðinni
Jóni Elís Björnssyni, honum
Ella, sem hefur stutt hana
dyggilega í erfiðum veikindum
hin síðari ár. Ása sveif yfir
móðuna miklu í friðsemd
svefnsins. Baráttu við illvígan
sjúkdóm er nú lokið. Ég veit að
ef einhver á erindi í Paradís er
það hún Ása. Einhvern veginn
sé ég hana þar fyrir mér, fulla
friðsemdar og í minningunni
ómar enn hinn glaðlegi káti
hlátur.
Guðmundur K. Sigurðsson
og Þóra Sigurðardóttir.
Ása var skólasystir okkar úr
Verslunarskólanum. Hún var
yngst þriggja systkina og ólst
upp í hjarta borgarinnar, stein-
snar frá Tjörninni, efst á Skot-
húsveginum, í húsi sem pabbi
hennar lét reisa, rétt ofan við
Hallargarðinn. Hún fór í Versl-
unarskólann úr gagnfræðadeild
Miðbæjarbarnaskólans og lauk
verslunarprófi 1959. Á skóla-
árunum vann Ása í sumarvinnu
í unglingavinnunni og á Póst-
málaskrifstofunni en fór svo að
vinna hjá Sjóvá eftir að skóla
lauk og vann þar í nokkur ár.
Síðan fór hún í Landsbankann
þar sem hún vann til 1993. Þær
Þórunn Sigurjónsdóttir, skóla-
systir hennar, höfðu verið góð-
ar vinkonur og fylgdust oft að í
skólann og það gerði líka Jó-
hanna Jónasdóttir en þær Ása
unnu síðar saman í Landsbank-
anum. Þórunn og Ása fóru
saman til Kaupmannahafnar
1964 á húsmæðraskóla og voru
í fjóra mánuði, Den Suhrske
Husmoderskole. Þetta varð
Ásu ánægjuleg upplifun og þar
kynntist hún danskri stúlku,
Önnu Søgaard, sem sýndi Ásu
vinsemd og tryggð alla tíð. Þór-
unn og Ása fóru oft saman um
Ísland á unglingsárunum með
Ferðafélagi Íslands og gerðu
víðreist, báðum til mikillar
ánægju. Ása naut þess að
sækja leikhús, kvikmyndahús
og tónleika. Hún mat líka mik-
ils reglulega fundi okkar skóla-
systranna og hlakkaði jafnan til
þeirra. Við höfum haldið saman
skólasysturnar sem útskrifuð-
umst úr Verslunarskólanum
1959. Árið 1964 ákváðum við að
stofna saumaklúbb og hann
hefur haldist í 50 ár en er nú
jafnan kallaður bekkjarklúbbur
þar sem fæstar sýsla með
handavinnu þó að alltaf sé nú
prjónað eitthvað á barnabörn-
in. Hins vegar höfum við
kynnst betur en við þekktumst
á skólaárunum og ofið þéttan
samskiptavef í öll þessi ár,
tengslanet sem hefur fært okk-
ur sterk bönd vináttu og vel-
vildar. Við höfum fylgst með
lífshlaupi hver annarrar, börn-
um og barnabörnum, velgengni
og andstreymi og verið bak-
hjarlar og veitt stuðning eftir
föngum. Mest af öllu höfum við
þó haft ánægju af reglulegum
samvistum. Í hópnum sem út-
skrifaðist með verslunarpróf
1959 voru 23 stúlkur og 60 pilt-
ar. Af þeim eru sex stúlkur
látnar og 14 piltar. Við höfum
nú misst þrjár skólasystur með
litlum fyrirvara síðan í jan-
úarlok á þessu ári og söknum
þeirra mjög. Ása var hæglát,
hreinskilin og gat verið barns-
lega einlæg. Hún var heiðarleg
og samviskusöm og vildi ætíð
vanda sig og standa sig vel,
fylgdi vel eftir því sem hún
hafði áhuga á. Hún naut sín
betur í fámennum hópi en gat
verið mjög orðheppin og fyndin
og skaut oft að athugasemdum
sem breyttu orðræðunni eða
gáfu henni nýjan lit. Það var
gæfuspor fyrir Ásu að giftast
Ella sínum í október 1988.
Sambúð þeirra var góð og hann
reyndist henni vænn og traust-
ur og annaðist hana vel, ekki
síst eftir að heilsuleysi fór að
hrjá hana undanfarin ár. Þessu
sinnti Elli af alúð þó að hann
ætti sjálfur við heilsuleysi að
stríða. Við skólasysturnar úr
Verslunarskólanum vottum
Ella, fjölskyldu hans og systk-
inum Ásu og öðrum ættingjum
innilega samúð vegna andláts
hennar. Blessuð sé minning
Ásu Tulinius.
Guðrún Agnarsdóttir.
Ása Tulinius
✝ Páll Torp fædd-ist í Reykjavík
23. ágúst 1927.
Hann lést í Taílandi
10. febrúar 2014.
Hann var sonur
hjónanna Mattheu
Kristínar Páls-
dóttur, f. 8.11. 1902,
d. 12.12. 1946, og
Christians Evalds
Torp, f. 14.4. 1904,
d. 11.12. 1965. Syst-
ir hans sammæðra var Rannveig
Böðvarsson, f. 8.7. 1924, d. 28.9.
2005. Bróðir hans samfeðra er
Holger Torp, 21.7. 1950.
Páll kvæntist 10.7. 1954 Lilju
Elísabetu Auðunsdóttur Torp, f.
24.7 1933, d. 16.11. 2000. Þeirra
börn eru: 1) Elísabet Auður
Torp, f. 29.3. 1971, gift Erling
Rúnari Huldarssyni, f. 26.7. 1970,
og eiga þau þrjár
dætur, Írisi Ósk, f.
5.8. 1993, Lilju
Dögg, f. 21.7. 1999,
og Erlu Björt, f.
6.12. 2007. 2) Krist-
ján Eðvald Torp, f.
9.5. 1972, sambýlis-
kona hans er Natta-
ya Seeman og á
hann eina dóttur, El-
ísabetu Praowphilai
Torp, f. 1.1. 2000.
Páll byrjaði ungur á sjó og var
sjómaður mestan hluta starfsævi
sinnar. Hann lauk Stýrimanna-
skólanum og var skipstjóri á
skipum Jökla og á dönskum
fragtskipum. Eftir að hann kom í
land vann hann í Áburðarverk-
smiðju ríkisins.
Útför Páls fór fram 27. mars
2014, í kyrrþey að ósk hins látna.
Kóngurinn í Síam og Páll skip-
stjóri fæddust á sama ári. Kóng-
urinn átti við heilsubrest að stríða
síðasta áratug en Páll var aftur á
móti nokkuð hress fram á síðasta
ár. Í móðurætt var Páll kominn af
sterkum vestfirskum ættum,
bændum og sjómönnum í Arnar-
firði, en föðurættin var frá Dan-
mörku. Berklar fóru hörðum
höndum um fjölskylduna því Páll
og foreldrar hans smituðust. Páll
nánast ómálga barn var á berkla-
hæli í Danmörku þar til hann varð
þriggja ára, foreldrarnir dvöldu
þar líka. Faðir hans varð svo inn-
lyksa í Danmörku í stríðinu. Páll
bjó því stopult við nálægð foreldra
og eldri systur í uppvextinum. Frá
sjö ára aldri var hann í sveit í Sel-
voginum og svo heilt ár hjá Hlín
Johnson í Herdísarvík, skömmu
eftir að Einar Benediktsson lést.
Haustið 1941, þá 14 ára, réðst Páll
á togara og var á sjó í nærri 40 ár.
Hann átti langt og farsælt skip-
stjórnarstarf um öll heimsins höf.
Kona Páls og stoð hans og stytta
var Lilja E. Auðunsdóttir, sem lést
árið 2000. Þau voru mjög samhent,
unnu náttúru og sögu Íslands og
ferðuðust mikið.
Eftir lát Lilju var Páll einn og
eirðarlaus og virtist ekki finna sig
í neinu. Haustið 2002 bauðst hon-
um að fara sem stýrimaður á fiski-
bát sem hafði verið seldur frá
Akranesi til Ástralíu. Páll var ekki
spenntur fyrir þessu, og eitthvað
þurfti að ganga á eftir honum.
Hann lét tilleiðast þegar hann sá
að á heimleiðinni gæti hann stopp-
að í Taílandi og hitt Kristján son
sinn sem dvaldist þar oft. Þessi
ferð var vendipunktur í lífi hans,
þar sem hann kynntist góðri konu
og þarna byrjaði nýr kafli hjá hon-
um. Hann settist að í Taílandi og
undi sér vel í sveitakyrrð og fal-
legu landslagi. Hann naut þess að
fara á mótorhjóli um sveitirnar og
fylgjast með landbúnaði og rækt-
un. Páll naut sín líka með nýju fjöl-
skyldunni, konu og dóttur hennar
með tvær dætur, sú yngri heitir
Pálína. Tengdaforeldrarnir voru á
hans aldri, en orðin útslitin gam-
almenni sem höfðu stritað allt sitt
líf. Þau lifðu síðasta áratug í skjóli
Páls, sem af sínum íslensku elli-
launum gat boðið stórfjölskyld-
unni nýtt og betra líf.
Páll var næmur á persónuleika
fólks og hann var fljótur að kynn-
ast fólki sem honum leist vel á.
Hann gat einnig sýnt hrjúft við-
mót, að ég held til að sjá viðbrögð
fólks, en það var venjulega ekki
langt í brosið. Eflaust voru þetta
taktar sem góður skipstjóri þrosk-
ar með sér til að þekkja vel sína
áhöfn. Hann var mikill sögumaður
og hafði frá mörgu að segja, eftir
langt og viðburðaríkt líf – minni
hans var einstakt.
Konur okkar Páls voru systk-
inabörn en þó var nánast heil kyn-
slóð á milli okkar í árum. Ég mun
sakna Palla, hann var einstakur
maður og það var gaman að vera
nálægt honum. Þau Lilja heim-
sóttu okkur nokkrum sinnum í
Frakklandi og við Elísabet heim-
sóttum hann nokkrum sinnum í
Taílandi. Við Elísabet og dætur
okkar vottum börnum Lilju og
Páls, Elísabetu og Kristjáni, og
fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúð, en góðar minningar
um Palla munu varðveitast meðal
okkar.
Theódór Lúðvíksson,
Cessy, Frakklandi.
Páll Torp
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÁKON ORMSSON,
Skriðinsenni,
Strandasýslu,
lést mánudaginn 31. mars á Hjúkrunarheimili
aldraðra, Hólmavík.
Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 12. apríl
kl. 13.00.
Lilja Jónsdóttir,
Jón Hákonarson, Sigríður Einarsdóttir,
Steinunn Kristín Hákonardóttir,
Lýður Hákonarson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra
DANÍELS HELGASONAR,
fv. flugumferðarstjóra,
Árskógum 8,
sem lést mánudaginn 24. mars.
Guðríður Gunnarsdóttir,
Guðbjörg Daníelsdóttir, Snorri Gunnarsson,
Hjördís Rósa Daníelsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar
elskulega
SIGTRYGGS VALDIMARSSONAR,
Furulundi 15c,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga-
deildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun og hlýju.
Valborg Gunnarsdóttir,
Svanhildur Sigtryggsdóttir, Frosti Meldal,
Gunnar Sigtryggsson, Rósa Sveinbjörnsdóttir,
Gunnar Kristjánsson, Ingibjörg Tómasdóttir,
Anna Ásgeirsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
SVALA HÓLM FRIÐBJÖRNSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn
27. mars.
Hún fæddist í Reykjavík 1943. Hún hefur
verið búsett á Jótlandi í Danmörku frá 1973.
Útför hennar hefur farið fram í Dronninglund á Jótlandi.
Jens Peter Jensen,
Jón Bergsveinn Þorsteinsson,
Björn Þór Þorsteinsson,
Unnur Þorsteinsdóttir, Carsten Arnor Nielsen,
barnabörn, systkini og þeirra fjölskyldur.