Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 35

Morgunblaðið - 09.04.2014, Síða 35
hjá Opnum kerfum þar sem hún sinnti markaðsmálum en tók svo að sér framkvæmdastjórn bókaútgáf- unnar Crymogeu þegar útgáfan var að feta sín fyrstu spor á markaði. Á síðastliðnu hausti tók Helga Dögg svo við starfi skrifstofu- og markaðs- stjóra Microsoft á Íslandi. Helga Dögg hefur löngum verið virk í félagsstarfi og haft mikinn áhuga á samfélagsmálum. Í skóla tók hún virkan þátt í öllu félagsstarfi en síðari ár hefur hún starfað tals- vert innan Sjálfstæðisflokksins og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Helga Dögg er mikill femínisti og situr í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna og í stjórn Kvenrétt- indafélags Íslands þar sem hún gegnir starfi ritara. Undanfarin ár hefur Bollywood- dans átt hug Helgu Daggar og dans- ar hún vikulega með góðum hópi vin- kvenna undir styrkri stjórn Mar- grétar Erlu Maack: „Við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum en flestar okkar höfðu þekkst áður – verið vin- konur eða kunningjakonur. Þetta er auðvitað afskaplega skemmtilegt. Dansarnir eiga rætur í Bollywood-kvikmyndum og eru yf- irleitt einhvers konar sambland af magadansi, flamenco-dansi og ind- verskum þjóðdönsum. Sumir dans- anna eru teknir beint upp úr Bol- lywood-myndum en aðra hefur Margrét Erla samið upp úr slíkum myndum. Við komum fram á stóra sviðinu fyrir neðan Arnarhólinn 17. júní í fyrra, og vonumst auðvitað til að verða þar aðalnúmerið í ár.“ Fjölskylda Eiginmaður Helgu Daggar er Bjarni Hauksson, f. 5.9. 1969 hæsta- réttarlögmaður. Foreldrar hans eru Jóhanna Borgþórsdóttir, f. 1.8. 1940, kennari í Reykjavík, og Haukur Bjarnason, f. 4.5. 1934, lögmaður í Reykjavík. Börn Helgu Daggar og Bjarna eru Björgvin Haukur Bjarnason, f. 21.1. 2002, grunnskólanemi í Reykjavík; Inga Sif Bjarnadóttir, f. 18.2. 2005, grunnskólanemi í Reykjavík; Stefán Gauti Bjarnason, f. 3.3. 2011, leik- skólanemi í Reykjavík Systkini Helgu Daggar: Bára Björgvinsdóttir, f. 24.4. 1970, d. 5.12. 1991; Ragnheiður Björgvinsdóttir, f. 13.3. 1980, ráðgjafi í Reykjavík. Foreldrar Helgu Daggar eru Est- her R. Guðmundsdóttir, f. 10.7. 1948, þjóðfélagsfræðingur í Reykjavík, og Björgvin Óli Jónsson, f. 28.1. 1941, tannlæknir í Reykjavík. Úr frændgarði Helgu Daggar Björgvinsdóttur Helga Dögg Björgvinsdóttir Torfi Jónsson útvegsb. í Kollsvík Guðbjörg Ólína Guðbjartsdóttir húsfr. Jón Torfason útvegsb. á Patreksfirði Samúel Torfason iðnrekandi í Rvík Halldóra Guðbjört Torfadóttir húsfr. á Lambavatni á Rauðasandi Anna Guðrún Torfadóttir húsfr. í Stakkadal á Rauðasandi Árni Samúelsson kvikmyndahúsaeigandi Torfi Ólafsson nú nýlátinn, var deildarstj. í Seðla- bankanum og formaður Félags kaþólskra leikmanna Ólafur Torfason kvikmyndarýnir Bergþóra Egilsdóttir húsfr. á Patreksfirði Ólafía Egilsdóttir ljósmóðir á Hnjóti Egill Ólafsson safnvörður á Hnjóti Gíslína Egilsdóttir húsfr. í Hafnarf. Egill Hansen bifvélavirki og hús- vörður Björgvin Óli Jónsson tannlæknir í Rvík Egill Árnason bóndi, Sjöundá Jónína Helga Gísladóttir húsfr., Sjöundá Pétur Ásbjörnsson sjóm. í Ólafsvík Guðmundur G. Pétursson ökukennari Rvík Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfr. í Rvík Bára Sigurðardóttir verslm. í Rvík Sigurður Guðbjartsson bryti í Rvík Esther Helga Ólafsdóttir húsfr.í Rvík Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. í Ólafsvík Gunnleifur Kjartansson lögreglufulltr. í Hafnarfirði Gunnleifur V. Gunnleifsson fyrrv. landsliðsmarkm. í knattspyrnu Sigurjón M. Egilsson dagskrár- gerðarm. Gunnar Smári Egilsson álitsgjafi Hafsteinn Egilsson KR-ingur og veitingam. á Rauða ljóninu Magnús Torfi Ólafsson alþm. og ráðherra Halldóra Sigrún Ólafsdóttir kennari í Kópavogi Kolbrún Halldórsdóttir leikstj. og fyrrv. alþm. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla INNRÉTTINGA- OG SKÁPAHÖLDUR Í MIKLU ÚRVALI UM 400 GER ÐIR ! Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Ólöf frá Hlöðum fæddist áSauðadalsá á Vatnsnesi 9.4.1857 og ólst þar upp í litlu koti með torf í hólf og gólf. For- eldrar hennar, Sigurður Sigurðsson og Magðalena Tómasdóttir, voru bláfátæk framan af en efnuðust með fádæma sparsemi. Í ritgerðinni „Æskuheimili mitt“ lýsir Ólöf nöturlegum húsakynnum, miskunnarlausri sparsemi og and- lausum fábreytileika uppvaxtarár- ana og dregur ekkert undan. Ólöf flutti til Reykjavíkur er hún var 19 ára, lærði ljósmóðurfræði hjá Jónassen lækni í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn í einn vetur. Hún var síð- an ljósmóðir í Reykjavík um fimm ára skeið. Þar kynntist hún Reykja- víkurskáldum, ekki síst Þorsteini Erlingssyni sem hafði varanleg áhrif á skoðanir hennar og skáldskap. Ólöf giftist 1887 Halldóri Guð- mundssyni, sveitunga sínum, og þau fluttu að Hlöðum í Hörgárdal sem Ólöf kenndi sig við síðan. Þau hjónin virtust ekki sérlega samrýmd og ljóð hennar benda ekki til þess að hjónabandið hafi verið ástríkt, þó að Halldór hafi eitthvað fengist við ritstörf eins og hún. Hún var tilfinningarík, ör og skapheit en hann fremur hæglátur og umburð- arlyndur. Hún sinnti samt bústörf- um af myndarskap, ræktaði blóm og grænmeti, var orðlögð hann- yrðakona og stundaði auk þess bók- lestur, skáldskap og ritstörf. Halldór féll frá 1920. Skömmu síð- ar fluttir Ólöf til Akureyrar, en bjó í Reykjavík síðustu æviárin. Ólöf var kvenréttindakona sem hélt mjög eindregið fram skýlausum rétti kvenna til að ráða einkalífi sínu, velja sér maka og eins að ala einar upp börn sín. Á efri árum hallaðist hún svo að spíritisma og guðspeki. Hún orti talsvert, alla ævina og skrifaði sögur og ævintýri. Hún gaf út ljóðasafnið Nokkur smákvæði, 1888, og aftur, mjög aukið, 1913. Rit- safn hennar kom út 1945 með yfirliti yfir æviferil. Ólöf lést 1933. Merkir Íslendingar Ólöf Sigurðardóttir 85 ára Kristín Friðbjarnardóttir Pétur Jónsson Unnur Jörundsdóttir Valur Benediktsson 80 ára Jessy Friðriksdóttir Kristín Björnsdóttir Sigurður Daníelsson 75 ára Ágúst Þorsteinsson Birgir Sigurðsson Jakob G. Pétursson 70 ára Ágústa Garðarsdóttir Ásdís Kristinsdóttir Bragi Bjarnar Karlsson Hafdís Guðbergsdóttir Kristinn Sigurðsson Valgeir Jónasson 60 ára Bjarnfinnur Sverrisson Eggert Björnsson Guðmundur Gíslason Guðmundur Ólafsson Gunnar Svanur Hafdal Haraldur al Lahham Jón Magnús Jónsson Kristinn Janus Magnússon Mariusz Antoni Kruszewski Matthías Helgi Sverrisson Sigurður Ingvi Björnsson Sigurður I. Sveinbjörnsson 50 ára Áslaug Gylfadóttir Bjarki Gunnarsson Björgvin Birgisson Guðný Sigurþórsdóttir Halldóra Jóhannesdóttir Harpa Björk Viðarsdóttir Helena Gunnarsdóttir Jóhann H. Bjarnason Kjartan B. Sigurðsson Leifur Eiríksson Magnús Magnússon Magnús Már Magnússon Móses Kjartan Jósefsson Ragna Þóra Ragnarsdóttir Róbert Boulter Sigríður Þorkelsdóttir Thelma Jóna Björnsdóttir 40 ára Aðalheiður Kristín Jurado Anna Rut Þráinsdóttir Arnar Karl Magnússon Eiríkur Rúnar Eiríksson Geert A.K.Cornelis Ína Björg Össurardóttir Jón Baldvin Jónsson Jón Óttar Birgisson Júlíus Björn Árnason Linda Theódóra Tómasdóttir Óskar Þór Óskarsson Sigrún Lilja Einarsdóttir Sigurður Björgvin Sigurðsson 30 ára Anna Christine Aclipen Davíð Karl Sigþr. Davíðsson Dorothee Hippel Heli Alina Johanna Tiitinen Janusz Krzysztof Duczek Karl Gunnarsson Magdalena Alina Fojut Matt Nicholas Paul Garner Robert James Clarke Stanislovas Spiegys Tomasz Lasiewicki Yana Vladimirovna Budaeva Saliu Ýr Þrastardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ingibjörg ólst upp í Mosfellsbæ, býr í Reykjavík, lauk prófum í lyfjatækni og starfar við Landspítalann. Maki: Friðrik Theodórs- son, f. 1987, slökkviliðs- maður hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins. Foreldrar: Hjörtur Frið- riksson, f. 1947, lang- ferðabílstjóri í Kópavogi, og Ása Björk Sigurð- ardóttir, f. 1960, fram- kvæmdastjóri í Kópavogi. Ingibjörg G. Hjartardóttir 30 ára Alma ólst upp á Staðarhóli í Eyjafjarð- arsveit, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í sagnfræði og MA-prófi í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ og er safnfræðslufulltrúi í Víkinni. Foreldrar: Sigurgeir Sig- urgeirsson, f. 1960, fyrrv. bóndi og starfsmaður við Slippstöðina á Akureyri, og Ásta Heiðrún Stef- ánsdóttir, f. 1961, starfs- maður á Laugalandi. Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir 30 ára Hrafnhildur býr á Siglufirði, lauk prófi í tækniteiknun og er nú heimavinnandi. Maki: Guðmundur Óli Sigurðsson, f. 1980, sjó- maður. Börn: Nadia Ósk, f. 2006 (dóttir Guðmundar) Sig- urður Arnar, f. 2012. Foreldrar: Magnús G. Jensson, f. 1933, d. 2008, byggingameistari, og Kristín G.H. Sveinbjörns- dóttir, f. 1937, húsfreyja. Hrafnhildur G. Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.