Morgunblaðið - 03.05.2014, Side 2

Morgunblaðið - 03.05.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Sumarið ER KOMIÐ! ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Circle garðborð 109.900,- Click garðstóll 24.900,- Garðborð. Bambusoggranít ímiðju. Ø110cm109.900,- Ø150cm139.900,- Stóll, plast. Hvítur, svartur eðablágrænn. 24.900,- Circle garðborð og Click stóll Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gert er ráð fyrir fjölbreyttri þjón- ustu við ferðafólk í nýrri þjónustu- miðstöð sem áformað er að reisa við Jökulsárlón. Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til Sveitarfé- lagsins Hornafjarðar og munu fram- kvæmdir hefjast þegar leyfi fæst. Áætlað er að þær taki tíu mánuði. Í deiliskipulagi sem sveitarstjórn samþykkti á síðasta ári var gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum stað, norðan við nýtt vegstæði hringveg- arins um Breiðamerkursand. Á nýja framkvæmdasvæðinu er gert ráð fyrir fjórum byggingalóðum fyrir þjónustuhús, auk bílastæða. Þingvangur byggir Landið er í einkaeigu. Sam- eigendafélag jarðarinnar Fells hef- ur samið við verktakafyrirtækið Þingvang um uppbyggingu mann- virkja á svæðinu, í samræmi við deiliskipulagið. Uppbyggingunni er ætlað að stórbæta aðstöðu og auka þjónustu fyrir ferðafólk við lónið. Í tillögum Arkþings að útliti og um- hverfi nýrrar þjónustumiðstöðvar kemur fram að gert er ráð fyrir gestastofu, veitingahúsi, verslun og annarri þjónustu, auk bátaskýlis. Útsýnispallur verður ofan á einu húsanna. Friðjón R. Friðjónsson, tals- maður Þingvangs, segir að fyr- irtækið muni byggja þjónustu- miðstöðina og leigja aðstöðuna út til þeirra sem vilja stunda þar ferða- þjónustu. Störfum mun fjölga þegar mannvirkin komast í notkun. Í deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir hóteli enda hugmyndin að helga svæðið ferðamönnum sem staldra við hluta úr degi til að njóta náttúrunnar. Þá gerir skipulagið ráð fyrir að eitt mannvirkjasvæði verði við Jökulsárlón og núverandi þjón- ustuhús rifið þegar ný mannvirki rísa. Við hönnun mannvirkjanna er lögð áhersla á að útlit og yfirbragð mannvirkja verði samræmt og mannvirki falli vel að landslagi og staðháttum við lónið. Samið um uppbyggingu þjónustu við Jökulsárlón  Beðið eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Þjónusta Gert er ráð fyrir útsýnispalli ofan á þaki þjónustumiðstöðvar. Þjónusta við ferðafólk eykst. Staður Mannvirkjasvæðið er austan við Jökulsá, ofan nýs hringvegar. Jökulsárlón Þjónustumiðstöð Bátageymsla Bílastæði Fyrirhugaður vegur Núverandi vegur Áningarstaður » Jökulsárlón er eitt sérstæð- asta náttúrufyrirbrigði á Íslandi. » Talið er að um 250 þúsund manns leggi leið sína að Jök- ulsárlóni á hverju ári. Umhverf- ið liggur undir skemmdum. » Tvö fyrirtæki bjóða siglingar á lóninu. Önnur þjónusta er ekki fyrir hendi. Minni áhugi virðist vera á strandveiðum í vor en und- anfarin ár ef marka má það hvernig umsóknir berast. Veiðarnar hefjast næstkomandi mánudag. Í gær höfðu 350 sótt um strandveiðileyfi til Fiskistofu sem er talsvert minna en á sama tíma síðustu tvö árin. Á síðasta ári höfðu 407 bátar leyfi til að veiða á fyrsta strandveiðidegi og alls höfðu borist 462 umsóknir á þess- um tíma. Þá höfðu 464 umsóknir borist á sama tíma vorið 2012. Róleg byrjun á strandveiðunum kemur Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, á óvart. Hann telur að skýringin hljóti að liggja í því að strandveiðarnar voru ekki eins gefandi í fyrrasumar og undanfarin ár. Ógæftir voru miklar og erfiðara að ná „skammtinum“. Þá hefði verð fyrir aflann verið heldur lægra en á árinu 2012. Örn bætir við þeirri skýringu að eigendur smábáta kunni að eiga erfitt með að gera upp við sig hvort þeir eigi að fara á strandveiðar eða makríl- veiðar. Áætlað er að um 100 bátar veðji á makrílinn, eins og í fyrra. Á síðasta ári stunduðu 674 bátar strandveiðar á móti 757 á árinu 2012. Búist er við að þeir bátar sem fengið hafa strand- veiðileyfi frá Fiskistofu fari til veiða strax á mánudag. Ágæt veiði hefur verið á handfæri víða við landið und- anfarna daga. helgi@mbl.is Færri hafa sótt um strand- veiðileyfi en undanfarin ár Morgunblaðið/Frikki Strandveiðar Hundruð smábáta halda til veiða.  Veiðar hefjast á mánudag Upp er komin nóróveirusýking á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofn- unar Austurlands á Egilsstöðum, HSA. Sýni úr vistmanni HSA stað- festa tilfellið en enn fremur leikur grunur á fleiri tilfellum, þar á með- al hjá starfsmönnum, en beðið er niðurstöðu sýnatöku. Deildin hefur verið einangruð og lokuð og því geta ættingjar ekki heimsótt skyld- fólk sitt fyrr en smithætta er liðin hjá og sótthreinsun lokið. Nóróveiru- sýking á HSA Dregið verður í lottóinu í kvöld og er potturinn að þessu sinni sjö- faldur. Til mikils verður að vinna, því að samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Íslenskr- ar getspár stefnir í að potturinn verði 80 milljónir króna að þessu sinni. Þetta er í sjöunda sinn í sögu lottósins sem potturinn er sjöfaldur. Af fyrri sex skiptum hefur fyrsti vinningurinn gengið út fimm sinn- um, en í desember síðastliðnum varð potturinn áttfaldur og nam þá um 140 milljónum króna. sgs@mbl.is Sjöfaldur í sjöunda sinn Varðskipið Týr sigldi undir norskum fána úr Reykjavíkurhöfn í gær áleið- is til Svalbarða þar sem ný verkefni bíða. Varðskipið hafði áður verið málað í norsku fánalitunum, fyrir verkefnið. Fáfnir Offshore hefur tekið að sér útvegun skips til eftirlits- og björg- unarstarfa sem og almennra lög- gæslu og þjónustustarfa fyrir norska sýslumanninn á Svalbarða. Fyrirtækið er að láta smíða fyrir sig nýtt og öflugt skip í þessum tilgangi en leigir Tý þangað til nýja skipið tekur við keflinu. Áformað er að Týr verði í þessu verkefni í fimm mánuði og skrýðist sínum hefðbundna gráa lit að því loknu. Morgunblaðið/Þórður Sigling Varðskipið Týr leggur úr höfn í norsku fánalitunum. Siglir undir norskum fána Lið Reykjavíkur bar sigur úr býtum í Útsvari en spurningakeppninni lauk í gærkvöldi með viðureign liða Reykjavíkur og Akraness. Reykjavík sigraði með 106 stig- um gegn 77 í úrslitaviðureigninni í kvöld. Sigurliðið skipuðu þar Börk- ur Gunnarsson rithöfundur, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir laganemi og Óttar Proppé, þing- og tónlist- armaður. Reykjavík sigraði Akranes í Útsvari Skjáskot/RÚV Sigurvegarar Lið Reykjavíkur. Viðræður Sjúkraliðafélags Íslands við ríkið um nýjan kjarasamning hafa legið niðri um tíma. Félagið hef- ur óskað eftir fundi sem fyrst til að ljúka samningum. Félagið leggur áherslu á lagfær- ingar á launatöflu í kröfugerð sinni. Reykjavíkurborg mun svara henni á fundi næstkomandi mánudag. Fjórir fundir hafa verið haldnir með Samtökum fyrirtækja í velferð- arþjónustu eftir að deilunni var vísað þangað. Verkföll hafa verið boðuð hjá fyrirtækjunum frá 12. maí. Sjúkraliðar vilja svör Morgunblaðið/Golli Hrafnista Verkfallið er boðað á 22 stofnunum og hjúkrunarheimilum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.