Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 24

Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 24
Fallegir sumar- kjólar Kringlunni 4 Sími 568 4900 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Stuttar fréttir ... ● Sala á nýjum fólksbílum í apríl jókst um 18,1% og var 684 á móti 579 í sama mánuði 2013. Þetta kemur fram á heimasíðu Bílgreinasambandsins. Samtals hafa verið skráðir 2.257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 17,8% aukning frá 2013. Mest er aukningin í sölu á atvinnubíl- um en 30 vörubílar voru nýskráðir frá 1. janúar og til loka mars. Það eru 100% fleiri bílar en á sama tíma í fyrra. 18% aukning í bílasölu ● Bandarískt atvinnulíf skapaði 288 þúsund ný störf í apríl, sem er mesta fjölgun starfa í tvö ár. Hún var vel dreifð á vinnumarkaði og þykir þessi þróun gefa til kynna að fyrirtæki vestanhafs séu bjartsýn á að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum eftir dýfu á fyrsta árs- fjórðungi, meðal annars vegna slæms veðurs. Atvinnuleysi minnkaði að sama skapi úr 6,7% niður í 6,3%, en það hefur ekki verið minna síðan í september 2008. Minna atvinnuleysi er þó talið skýrast af samdrætti í virku vinnuafli engu síður en nýráðningum. Fjölgun starfa merki um bjartsýni vestanhafs Frumvarp efnahags- og fjármála- ráðherra um stofnun fjármálastöð- ugleikaráðs, sem hefði ríkar vald- heimildir til að afla víðtækra upplýsinga um fjármálastarfsemi og framkvæma reglulegt kerfisbundið áhættumat fyrir fjármálakerfið, nýt- ur stuðnings allra sem hafa skilað inn umsögn til efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. Þær um- sagnir sem hafa borist eru m.a. frá Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftir- litinu (FME), Samtökum atvinnulífs- ins, Samtökum fjármálafyrirtækja og Bankasýslu ríkisins. Hlutverk fjármálastöðugleikaráðs er að vera formlegur samstarfsvett- vangur stjórnvalda um fjármálastöð- ugleika – og samhæfa stefnumótun og viðbúnað opinberra aðila við fjár- málakreppu. Í fjármálastöðugleika- ráðinu sitja ráðherra, sem er jafn- framt formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri FME. Fyrir ráðið starfar kerfisáhættu- nefnd, en auk seðlabankastjóra og forstjóra FME er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að nefndina skipi fram- kvæmdastjóri fjármálastöðugleika- sviðs Seðlabankans, aðstoðarfor- stjóri FME og einn sérfræðingur í málefnum fjármálamarkaða eða hagfræði sem ráðherra skipar án til- nefningar til fimm ára. Í umsögn Seðlabankans er hins vegar gagnrýnt að sá stjórnenda bankans sem fer með málefni fjár- málastöðugleika, Sigríður Bene- diktsdóttur, sitji í nefndinni en ekki aðstoðarseðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson. Í minnisblaði fjármála- ráðuneytisins segir að miðað við skipulag Seðlabankans og verka- skiptingu milli stjórnenda „kemur gagnrýni þessi ráðuneytinu á óvart“. SA nefna í umsögn sinni að ekki sé að finna nein áform um sameiningu Seðlabankans og FME en eðlilegt sé að skoða slíkt í tengslum við frum- varpið. Í minnisblaði fjármálaráðu- neytisins segir að hafinn sé undir- búningur heildstæðrar skoðunar á þeim málum innan ráðuneytisins. hordur@mbl.is Almennur stuðningur við fjármálastöðugleikaráð Morgunblaðið/Árni Fjármálastöðugleiki Seðlabankastjóri er formaður kerfisáhættunefndar.  SA segja eðlilegt að skoða samein- ingu SÍ og FME Horfur í efnahagsmálum á Íslandi eru góðar og mun hagvöxtur mælast 3,2% í ár og 3,3% á því næsta. Hag- vöxtur verður hins vegar drifinn áfram af öðrum þáttum en á síðasta ári en von er á talsvert hraðari vexti í innflutningi en útflutningi. Mun framlag utanríkisviðskipta, ólíkt því sem var reyndin á árinu 2013, verða neikvætt á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri þjóð- hagsspá Greiningar Íslandsbanka en samkvæmt henni verður verðbólga undir 2,5% markmiði Seðlabankans stóran hluta af árinu, gengi krónunn- ar mun haldast stöðugt og peninga- stefnunefnd Seðlabankans mun fyrir mitt árið lækka stýrivexti. „Árið mun því einkennast af óvenjumiklu jafnvægi í ýmsum mikilvægum efna- hagsstærðum,“ segir í spánni. Raungengi krónunnar ætti að hækka nokkuð samhliða því að slak- inn hverfur úr hagkerfinu en sam- kvæmt þjóðhagsspánni mun það gerast að nokkru marki með því að verðbólga verður hærri hérlendis en í viðskiptalöndum Íslands á tíma- bilinu. Þrátt fyrir að nafngengi krón- unnar gæti styrkst eitthvað telja greinendur Íslandsbanka ólíklegt að Seðlabankinn vilji sjá gengið hækka í bráð. Því sé líklegt að bankinn nýti það misvægi í gjaldeyrisstraumum til og frá landinu sem að öðrum kosti myndi styrkja krónuna til að efla óskuldsettan gjaldeyrisforða sinn. Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2014-2016 Yfir 3% hagvöxtur næstu tvö ár Morgunblaðið/Styrmir Einkaneysla Hagvöxtur verður drif- inn áfram af innlendri eftirspurn. ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka. EINNIG: • Frjálst framlag á framlag.is • Gjafabréf á g jofsemgefur.is • Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) • Söfnunarreikningur: 0334-26-886, kt. 450670-0499 Gefðu gjöf sem skiptir máli HREINT VATN BJARGAR MANNSLÍFUM Hugbúnaðarfyrirtækið TM Soft- ware áætlar að bæta við 30 starfs- mönnum á árinu. Tekjuvöxtur fyr- irtækisins var 32% milli fyrsta ársfjórðungs 2014 og 2013. Afkom- an var betri á öllum einingum en áætlun gerði ráð fyrir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Erlendar tekjur félagsins jukust um 90% milli ára og nú um 42% af heildartekjum. Áætlun TM Soft- ware gerir ráð fyrir að erlendar tekjur fyrirtækisins haldi áfram að aukast og verði sífellt stærri hluti heildartekna. Félagið áætlar að heildartekjur á þessu ári verði um 1,7 milljarðar króna. Í dag er starfsmanna- fjöldi félagsins um 100 manns. „Ágæt verk- efnastaða hefur verið í sérhæfð- um hugbúnaðarlausnum innan- lands og mikil sala á Tempo- hugbúnaði erlendis,“ er haft eftir Ágústi Einarssyni, framkvæmda- stjóra TM Software. Bæta við 30 manns  TM Software ætlar að fjölga starfs- fólki  90% aukning erlendra tekna Ágúst Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.