Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Volkert Van der Graf var sleppt lausum úr fang- elsi í gær en hann sat inni fyr- ir morðið á sam- kynhneigða stjórnmála- manninum Pim Fortuyn árið 2002. Van der Graf hlaut átján ára dóm og hefur því afplánað tvo þriðju hluta dóms- ins. Honum er þó gert skylt að til- kynna sig til yfirvalda einu sinni í viku auk þess sem ferðafrelsi hans er takmarkað en hann mun bera ökklaband. Fortuyn var vinsæll stjórnmálamaður en hann var leið- togi hægriflokks í Hollandi og tal- aði opinskátt m.a. um innflytjenda- mál. Morðið vakti á sínum tíma mikla reiði almennings og hafa margir varað við því að lausn Van der Grafs gæti ýft upp gömul sár. HOLLAND Morðingja Fortuyns sleppt úr fangelsi Pim Fortuyn Árekstur tveggja neðanjarðarlesta í Seoul í Suður-Kóreu varð þess valdandi að um 200 manns slös- uðust en samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni slökkviliðsins er að- eins ein kona talin alvarlega slösuð. Slysið átti sér stað fyrri partinn í gær en um þúsund manns voru um borð í lestunum þegar annarri lest- inni var ekið aftan á hina sem var kyrrstæð. Orsök slyssins er talin vera bilun í búnaði sem á að fyr- irbyggja það að lestir komist of ná- lægt hver annarri. Slys þetta er ekki til þess fallið að bæta álit almennings á öryggi al- menningssamgangna þar í landi en stutt er síðan suðurkóresk ferja sökk og um þrjú hundruð manns létu lífið, flest skólabörn. Ferjuslysið hefur valdið reiði og vakið spurningar um hvort örygg- ismál hafi verið látin sitja á hak- anum í hagsældarkapphlaupinu í Suður-Kóreu, sem nú er fjórða stærsta hagkerfi Asíu. SUÐUR-KÓREA Hundruð manna slösuðust í lest- arslysi í Seoul María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tvær úkraínskar þyrlur voru skotn- ar niður í átökum í Slaviansk í suður- hluta Úkraínu í gær. Alls létust sjö í átökunum, þrír aðskilnaðarsinnar, tveir óbreyttir borgarar og tveir úkraínskir hermenn sem voru um borð í þyrlunum. Borgin Slaviansk er undir stjórn aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir rússneskum yfirvöld- um. Úkraínsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að hernaðaraðgerðir séu hafnar þar og vilja ná borginni úr höndum aðskilnaðarsinna. Rússland hefur óskað eftir að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman og fundi um stöðu mála í Úkraínu en það yrði þá þrettándi fundurinn um Úkraínu síðan deilur hófust fyrir alvöru. Yfirvöld í Moskvu hafa sagt að hernaðar- aðgerðir Úkraínu gætu leitt til styrj- aldar. Forsætisráðherra Rússlands Dmítrí Medvedev sagði í gær að yf- irvöld í Kænugarði þyrftu að hætta að drepa eigin borgara. Þá hefur Rússland hótað því að skrúfa fyrir gas til Úkraínu berist þeim ekki fyr- irframgreiðsla fyrir júnímánuð í lok maí. Það gæti haft áhrif á flutning gass til Evrópu en margar leiðslur liggja í gegnum Úkraínu. Sjö biðu bana í átökum AFP Átök Sjö létu lífið í Slaviansk í gær og tvær þyrlur voru skotnar niður.  Hernaður hafinn í Úkraínu Lítill drengur hélt á lofti leikfangabyssu í mót- mælendagöngu stuðningsmanna Fatah- og Ha- mas-hreyfinganna í Hebron í Palestínu í gær. Gengið var til stuðnings palestínskum föngum sem sitja í fangelsum í Ísrael. Undanfarið hefur verið unnið að friðarviðræðum á milli Ísraels og Palestínu en þær eru komnar í hnút. Mál á borð við lausn fanga og stækkun landtökusvæða Ísr- aela hafa verið í brennidepli. Hamas og Fatah snúa bökum saman AFP Styðja palestínska fanga sem afplána í Ísrael María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnar- liðar hafa náð samkomulagi um að uppreisnarliðar dragi sig í hlé í borg- inni Homs. Þetta þýðir að öll svæði borgarinnar nema eitt lúta aftur stjórn ríkisins og hersins. Vopnahlé hófst í gær í Homs og nálægum svæðum sem uppreisnar- liðar hafa haft á valdi sínu fram að þessu en Homs hefur stundum verið kölluð höfuðborg byltingarinnar enda hefur einna harðast verið geng- ið fram þar í ófriðnum. Þrátt fyrir miklar óeirðir og mannfall stendur til að halda for- setakosningar í Sýrlandi í byrjun júní. Talið er að sitjandi forseti Sýr- lands, Bashar al-Assad, muni bera sigur úr býtum en aðeins hann og tveir aðrir njóta stuðnings þings, sem þarf til þess að komast á kjör- seðilinn. Ekki hefur verið varpað ljósi á það hvernig kosningar munu fara fram í stríðshrjáðu landi. Hluti landsins lýtur ekki stjórn ríkisins og um helmingur landsmanna hefur neyðst til þess að flýja heimili sín. AFP Ófriður Átján létust í sjálfsmorðsárás í Homs í Sýrlandi á fimmtudag. Samið um vopnahlé í borginnni Homs  Uppreisnarliðar draga sig í hlé Leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu segir að sjö eftirlitsmenn frá ÖSE verði ekki leystir úr haldi enn um sinn vegna hernaðaraðgerða úkra- ínskra yfirvalda í Slaviansk. „Þessi árás mun tefja lausn þessara manna sem eru í haldi. Ákvörðun um lausn þeirra hefur ekki verið tekin,“ sagði Denis Pusjilín, leiðtogi uppreisnar- mannahreyfingarinnar Lýðveld- isins Dónetsk. Sjö gíslar enn í haldi ÚKRAÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.