Morgunblaðið - 03.05.2014, Side 44

Morgunblaðið - 03.05.2014, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að draga ekki ályktanir af ófullkomnum staðreyndum. Láttu allar áhyggjur lönd og leið og mundu það fram- vegis að lofa ekki upp í ermina á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vekur athygli annarra og finnst notalegt að láta hana leika um þig. Ef einhver lætur þér líða illa, er viðkomandi sennilega ekki réttur félagsskapur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert jarðbundin/n og hjartahlý/r og tekur lífinu með jafnaðargeði. Þú hefur gott skopskyn og nýtur vinsælda. Næstu vik- ur munu færa þér mikilvæga þekkingu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert einbeitt/ur og tilbúin/n. Verk sem tengjast útgáfu- og ferðamálum, lög- fræði og framhaldsmenntun ganga sér- staklega vel. Bregstu vel við samkeppni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að halda að maður þurfi að eyða pen- ingum í það sem er best í lífinu er misskiln- ingur. Andstæðingar þínir munu gefast upp og þá stendur þú uppi með pálmann í hönd- unum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu ekki áhyggjur af dagdraumum. Mundu samt að dramb er falli næst og að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú grennist ekki við að borða sellerí frekar en að þú verðir að dýrlingi af því að fara í kirkju. En mundu að enginn er annars bróðir í leik. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu ráð fyrir að í brýnu slái milli þín og einhvers annars í dag. En vertu þolinmóð/ur því sannleikurinn stendur nær þér en þú heldur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær allar að raunveruleika. Ekki fara fram úr þér og hafðu gaman af þessu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ráðleggingar þínar geta komið sér vel fyrir samstarfsmann þinn. Hlustaðu líka á drauma þína. Nú er tími til þess að láta sér líða vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú veist að það gerist ekkert ef þú situr með hendur í skauti. Brettu upp erm- arnar og láttu ganga undan þér. Og ótrúlegt en satt, þá þarftu ekki að kaupa neitt til þess. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt fátt hrófli við þér máttu ekki gleyma þeim sem standa þér næst því þeim getur sárnað fyrir þína hönd. Gættu þess bara að það er misjafn sauður í mörgu fé. Fyrir viku var þessi vísnagátaeftir séra Svein Víking: Þessi styrkir þak og veggi. Þrælslega á sjó er ráðist á ’ana. Horað sprund með spóaleggi. Úr spýtum oft í hliði ég sá ’ana. Sigurður Hallur Stefánsson á þessa lausn: Grindur húsin gera fín, grindhvalirnir sæinn prýða. Grindhoruð er Guðrún mín, grindahliðin sjáum víða. Þessi var ráðning Hjartar Hjálm- arssonar: Grind í húsið góða þarft. Grind menn reka af miði. Kvenmannsgrind ég vildi vart. Víða er grind í hliði. Og Harpa Jónsdóttir, Hjarð- arfelli, leysir gátuna þannig: Burðargrind í byggingunum er. „Bægsla“ grindin hvalur út í sjó. Horgrindin er helft af sjálfri sér, en hliðgrindinni lokað getur þó. „Þú varst að biðja um gátur,“ segir hún síðan og bætir við; „Hér er ein frumsamin“: Víða sést um götur ganga Gnæfir upp í himininn. Sumum þessi sveið á vanga. Sauðfjár er þar staðurinn. Lausn birtist að viku liðinni og verða svör að berast ekki síðar en á miðvikudagskvöld til að ná laug- ardagsblaðinu. Fyrir viku birti ég þessa vísu eft- ir Grím Sigurðsson á Jökulsá, en fór vitlaust með föðurnafnið sem ég biðst afsökunar á. Ég hef reynt til þrautar það: þeim mun logar minna, sem menn skara oftar að eldum vona sinna. Helgi Hálfdanarson segir í bók sinni Molduxa að þannig hafi Grím- ur ort vísu þessa í öndverðu og þannig komi hún sér jafnan í hug. Einhver hafði haft orð á því við Grím, að til þess að lífga eld í glóð- um væri „skarað í“ þær en ekki „skarað að“ þeim; það gerðu menn hinsvegar þegar eldur væri „fal- inn.“ Þetta tók Grímur svo nærri sér að hann breytti vísunni: Ég hef kynnst til þrautar því að þeim mun logar minna sem menn skara oftar í eldinn vona sinna. Helgi bætir síðan við: „Því hvað sem líður bókstaf eldhúsfræða hygg ég að upphafsgerðin hæfi mun betur þeirri yfirfærðu merk- ingu sem í vísunni er fólgin.“ Um það er ég Helga sammála. Halldór Blöndal Vísnahorn Af skáldskap og eldhúsfræðum Í klípu FUNDUM LAUK ALLTAF MEÐ HÓPFAÐMLÖGUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI HLÆJA, KONAN MÍN HELDUR AÐ ÉG SÉ Í SUÐUR-AMERÍKU MEÐ TVÖ HUNDRUÐ MILLJÓNIR KRÓNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta ykkur dreyma um stóra daginn. VASAÞJÓFA- SAMTÖKIN ÉG BRENNDI BRAUÐIÐ... VILJANDI! ENN EINN ÖMURLEGUR MÁNUDAGSMORGUNN! MANSTU EFTIR LEIKNUM „EINN, TVEIR, ÞRÍR, FJÓRIR, FIMM, DIMMALIMM“? BRÚÐKAUPSBÚÐIN Sjálfur eða „Selfie“ tröllríða vin-sælustu samfélagsmiðlunum um þessar mundir. Tekið skal fram að íslenska orðið sjálfa er stolið frá einum liprum kollega. Nafngiftin er nokkuð góð, gegnsæ og skýr. Það er svei mér þá nokkuð gaman að þessum sjálfum. Það er mun skemmtilegra að sjá hóp-sjálfur. Í frétt á mbl.is þegar þetta er skrifað er fullyrt að nú þegar eru um 37.000 ljósmyndir á Instagram sem hafa fengið hashtagið „selfie“ og nokkur þúsund myndir hafa birst á sam- skiptavefnum Twitter. x x x Víkverji spjallaði við vinkonu sínaá dögunum. Vinkonan sagði sögu af sjálfri sér í einu sjálfu- kastinu. En hún viðurkenndi að hún stundaði það grimmt að taka sjálfu af sér við hin ýmsu tilefni. Afrakst- urinn hefur þó ekki verið sýnilegur Víkverja til þessa. Það er skýring á þessu. Hún er eitthvað á þessa leið: Vinkonan stóð sjálfa sig að verki við að svekkja sig yfir því að vera ekki nógu „sæt“ á sinni eigin sjálfu. Hún sagðist ekki vera nógu sæt til að geta sett myndina inn á samfélags- miðilinn facebook. En sem betur fer áttaði hún sig á þessum tilfinn- ingum sínum. Hún sá að sér og sagði, „vá hvað maður getur verið langt leiddur – ekki nógu „sætur“ á sjálfu!“ x x x Jamms þetta er veruleikinn í dag.Taka myndir af sjálfum sér sem uppfylla ekki alltaf ströngustu skil- yrði um fegurðarstaðla. Fegurð- arstaðla sem eru heimatilbúnir. Í aðra röndina þykir Víkverja sjálf- hverfan vera fullmikið áberandi í nútímasamfélagi. En hins vegar þá er gaman að því í aðra röndina. Það er nefnilega gaman að því að sjá hóp-sjálfu þar sem allir eru lausir við tilgerð. x x x Það er samt dulítið einkennilegtað merkja myndir sem sjálfu þegar það er jafn augljóst af flest- um myndunum að um sjálfsmynd sé að ræða. Er það ekki – eða þarf að taka það fram? Maður bara spyr sig. Annars var ein yndisleg sjálfa tekin af samstarfsfélögunum á dög- unum. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. (Orðskviðirnir 16:3) 360° snúningur Leður 249.000.- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is WAVE Lounge

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.