Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2014
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
Malín Brand
malin@mbl.is
H
inir ýmsu gönguhópar
eru til um allt land og
misjafnt hvar áhersl-
urnar liggja. Í göngu-
hópi eldri borgara á
Álftanesi eru nokkrir góðir sögu-
menn og þar er fróðleiknum miðlað
óspart og má ef til vill segja að hver
gönguferð sé sögustund á sinn hátt.
Reynir Hlíðar hefur verið virkur í
gönguhópnum um nokkurra ára
skeið og á þessum tíma hefur áhugi
hans á Álftanesi aukist til muna.
Hann flutti þangað fyrir sex árum
og getur hvergi annars staðar hugs-
að sér að búa. Reynir gengur um
svæðið á hverjum degi ásamt labra-
dortíkinni Töru sem fer sömuleiðis
með í gönguferðir eldri borgara.
„Við erum á bilinu tuttugu til
þrjátíu í gönguhópnum og göngum
saman tvisvar í viku. Þetta er mjög
góður hópur. Við förum alltaf klukk-
an tíu á morgnana og göngum rösk-
lega í svona klukkutíma og svo er
farið í kaffi í okkar samastað sem
heitir Litla-Kot,“ segir Reynir.
Óli Skans
Fyrir skemmstu tók hópurinn
kaffið með sér og var áð í Skans-
inum þar sem niður aldanna heyrð-
ist vel. „Það var mjög gaman að fá
sér kaffi hjá Óla Skans,“ segir
Reynir glaður í bragði.
Skansinn er yst á nesinu, innan
við Seiluna. Þar var byggt vígi til
varnar konungsgarðinum ár Bessa-
stöðum. Það þótti öruggara ef ske
kynni að sjóræningjar kæmu þar að.
Óttinn við sjóræningjana reyndist á
rökum reistur því árið 1627 sigldu
tyrkneskir sjóræningjar inn á Seil-
una en skip þeirra strandaði á skeri.
Um hálfri öld síðar var virki hlaðið
með nokkrum fallbyssum sem nota
átti ef leikurinn endurtæki sig. Ekki
kom til þess og byssurnar í Skans-
inum voru aldrei notaðar. Enn sést
vel móta fyrir Skansinum en sá Óli
er við hann er kenndur var einka-
barn hjónanna Eyjólfs og Málfríðar
sem þar bjuggu. Kannast flestir við
kvæðið um Óla sem kenndur var við
fæðingarstað sinn, Skansinn.
Brighton-kampur
Reynir brá sér í stuttan en
áhugaverðan bíltúr með blaðamanni
og var fyrsta stoppið við bæinn
Jörfa þar sem María B. Sveinsdóttir
býr. Steinsnar frá Jörfa er afar heil-
legur varðturn sem breski herinn
reisti. Turninn stóð við Brighton-
kampinn en þar bjuggu um fimm
hundruð hermenn í tugum bragga.
Enn má sjá móta fyrir bröggunum á
Seldu hermanna-
bragga fyrir traktor
Gönguhópur eldri borgara á Álftanesi hefur orðið margs vísari um Íslandssöguna
á gönguferðum sínum. Gengið er rösklega tvisvar í viku og ferðirnar oft nýttar til
fróðleiks í góðum félagsskap. Fjölskrúðugt og mikilfenglegt fuglalífið á nesinu er
sannarlega á söguslóðum því þar strandaði tyrkneskt sjóræningjaskip í fyrndinni
rétt við Skansinn og 500 Bretar bjuggu á Álftanesi í síðari heimsstyrjöldinni.
Morgunblaðið/Malín Brand
Varðturninn Turn vaktmanns breska hersins við Bessastaðatjörn.
Morgunblaðið/Malín Brand
Heillegt María B. Sveinsdóttir í neðanjarðarbyrginu við Jörfa. Græna máln-
ingin er síðan 1940 og ljóst að vandað var til verks við byggingu byrgisins.
Þær eru litríkar og fullar af krafti
myndirnar hennar Sigurdísar Hörpu
Arnarsdóttur en hún opnaði sýningu
um liðna helgi í gallerí Listamönnum
við Skúlagötu 32-34 í Reykjavík.
Sigurdís heldur sýninguna í tilefni af
fimmtíu ára afmæli sínu en hún
fæddist og ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Hún segir áhrifa frá uppvext-
inum þar gæta í verkunum. Sigurdís
starfar sem myndlistarmaður en
einnig kennir hún myndlist.
Endilega …
… njótið kraftmikilla málverka
afmælisbarnsins Sigurdísar
Dans Þessar frjálsu kjólklæddu konur tilheyra mynd sem heitir Trylltur dans.
Skokkklúbbur Icelandair stendur fyr-
ir Icelandair-hlaupi n.s, fimmtudag
hinn 8. maí kl. 19. Hlaupið fer að
venju fram í kringum Reykjavíkur-
flugvöll. Vegalengdin er 7 km. For-
skráning fer fram á hlaup.is en einnig
verður hægt að skrá sig á staðnum á
hlaupdegi. Sérverðlaun verða veitt
fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum og
glæsileg útdráttarverðlaun verða
veitt, meðal annars ferðavinningar.
Icelandair-hlaupið
Hlaupið í kring-
um flugvöllinn
Morgunblaðið/Ernir
Hlaup Gaman að hlaupa saman.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Málefni innflytjenda verða í brenni-
depli í hádeginu í aðalsafni Borgar-
bókasafnsins í Tryggvagötu þessa
vikuna. Meðal þess sem er á dag-
skrá eru kynningar á rannsóknum,
reynslusögur innflytjenda og kvik-
myndasýning. Dagskráin er haldin í
tilefni Fjölmenningardags Reykjavík-
urborgar hinn 10. maí og er í sam-
starfi við Mannréttindaskrifstofu. Í
dag, þriðjudag, verður kynning á
rannsóknum um málefni hælisleit-
enda, um fatlaða hælisleitendur,
réttindastöðu þeirra og félagslega
reynslu. Einnig verður fjallað um
tækifæri og þátttöku hælisleitenda
til að takast á við dagleg viðfangs-
efni. Á morgun, miðvikudag, mun dr.
Hoda Thabet kynna doktorsritgerð
sína um arabískar kvennabók-
menntir. Fyrirlesturinn fer fram á
ensku. Á fimmtudag verður kynning
á Móðurmáli, samtökunum um tví-
tyngi og umræður um móðurmáls-
kennslu. Á föstudag verður bíósýn-
ing: Fæddur í Absúrdístan,
opnunarmynd kvikmyndahátíðar-
innar Evrópa hlær. Myndin segir frá
hugsanlegum ruglingi, sem á sér
stað á fæðingardeildinni á barni
tyrknesks verkafólks, sem stendur
til að vísa úr landi, og barni starfs-
manns austurríska útlendingaeft-
irlitsins og ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum þess.
Vefsíðan www.borgarbokasafn.is
Allskonar Fjölbreytileiki er góður fyrir alla, konur og karla, stelpur og stráka.
Hvað gerist ef ruglast er
á barni á fæðingardeildinni?