Morgunblaðið - 06.05.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.05.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is út í nánari friðlýsingar á hrauninu samkvæmt náttúruverndarlögum,“ segir Arinbjörn. Markmiðið með friðlýsingunni er að vernda eldstöðina ásamt hraun- tröðinni en verndargildi svæðisins byggist fyrst og fremst á jarðmynd- unum sem hafa hátt vísinda-, fræðslu- og útivistargildi, auk gróð- urfars. Þá er friðlýsingunni ætlað að auðvelda umgengni og kynni af nátt- úruminjum, að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins. „Þessi hraun eru einstakt fyr- irbrigði með sérstakar jarðmynd- anir,“ segir Arinbjörn. „Hraun frá gíg til strandar, þetta er eini stað- urinn svona nálægt höfuðborg- arsvæðinu þar sem sjá má slíkt. Þarna er líka sögð mjög merkileg jarðfræðisaga því hægt er að sjá hvernig landið hefur sigið eftir gosið, að ógleymdum fornminjum og ýms- um sögulegum slóðum.“ Búrfellshraun nær yfir mörg að- skilin hraun, þeirra á meðal eru Víf- ilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Gálgahraun, Garðahraun og Hafn- arfjarðarhraun. Fyrirhugaður fólk- vangur verður í Vífilsstaðahrauni og Garðahrauni neðra og efra. Börðust fyrir friðlýsingu „Fólkvangur er opið útivist- arsvæði sem ekki á að raska með byggingum og vegum,“ segir Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar. „Þar má leggja stíga og setja upp fræðsluskilti og áning- arstaði og við eigum von á að gera það á þessum stað.“ Að sögn Erlu hafði verið barist fyrir friðlýsingunum, sem staðfestar voru í síðustu viku, frá árinu 2006. „Það var alltaf eitthvað sem kom í veg fyrir að við gætum klárað málin. En nú er þetta komið í höfn. Það er ánægjulegt að nú er búið að friðlýsa sem náttúruvætti Búrfell og hraun- traðirnar frá eldstöðinni þ.e. Búrfel- lagjá og eystri hluta Selgjár, þó að ekki hafi náðst að friðlýsa alla Sel- gjána í þessum áfanga,“ segir Erla. Nýr fólkvangur í Búrfellshrauni  Tvö svæði til viðbótar úr Búrfellshrauni friðlýst  Byggt hefur verið á um þriðjungi hraunsins  Ýmsar náttúru- og söguminjar eru í hrauninu  Þar verður fólkvangur í umsjá Garðabæjar Símaskráin er í ár gefin út í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi á 90 ára afmæli fé- lagsins. Í tilefni af afmælisárinu hefur Rauði krossinn hrundið af stað skyndihjálparátaki og er samstarfið við Símaskrána liður í því átaki. Rauði krossinn mun allt árið standa að kynn- ingarherferð og er m.a. skyndihjálparkafli frá félaginu í Símaskránni. Á höfuðborgarsvæðinu er Símaskráin 2014 fáanleg í öllum verslunum Símans, Vodafone og Tals, við bensínstöðvar Olís og Skeljungs, í völdum verslunum Krónunnar og á skrifstofu Já í Glæsibæ. Á landsbyggðinni er hægt að nálgast Símaskrána á afgreiðslustöðvum Pósts- ins, í verslunum Vodafone og Símans á Ak- ureyri og verslunum Krónunnar á Selfossi og Akranesi. Símaskrá í samstarfi við Rauða krossinn Forsíða Símaskrárinnar 2014. Þessa vikuna stendur yfir dag- skrá í Borgar- bókasafni Reykjavíkur þar sem fjallað er um málefni innflytj- enda. Dagskráin er í tilefni af Fjölmenning- ardegi Reykja- víkur 10. maí nk. Í dag klukkan 12-13 verða kynnt- ar tvær rannsóknir um málefni hæl- isleitenda og í hádeginu næstu daga verða sömuleiðis kynningar og fyr- irlestrar. Nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkur, rvk.is. Fjallað um málefni hælisleitenda Í Borgarbóka- safninu. Stjórn Geðhjálpar skorar á stjórn- völd að tryggja nægilegt fjármagn til að hægt sé að halda úti aðgengi- legri, fullnægjandi og faglegri geð- heilbrigðisþjónustu innan heil- brigðis- og velferðarkerfisins. Í tilkynningu frá Geðhjálp segir, að harkaleg framganga í nið- urskurði fjármagns innan geðheil- brigðisþjónustunnar hafi haft al- varlegar afleiðingar fyrir þjónustu við fólk með geðraskanir og geð- fötlun. Brýnt sé að snúa þeirri þró- un við til að koma í veg fyrir að mannlegur harmleikur á borð við brunann í Breiðholti sl. föstudag og skotárásina í Hraunbæ í vetur end- urtaki sig. Fé til geðheilbrigðis- þjónustu verði tryggt STUTT Búrfell er eldstöð með fallegri og heillegri hrauntröð, Búrfellsgjá, sem er um 3,5 km löng. Frá Búrfelli rann mikið hraun í flæðigosi fyrir um 8.000 árum og þekur það um 18 km2 lands í dag. Hraunið er úr grágrýti og svo- kallað apalhraun eða úfið hraun Innan svæðisins eru ýmsar nátt- úruminjar, svo sem Gjáarétt sem er í vesturenda Búrfellsgjár og Kringlóttagjá sem er suður af Búr- felli og er talin hafa orðið til í loka- hrinu gossins og vatnsbólið Vatnsgjá. Þá eru á svæðinu merkar sögu- minjar, þeirra á meðal Berkla- stígur, sem var útivistarstígur sjúklinga frá berklahælinu á Vífils- stöðum og svokallaður Atvinnu- bótastígur. Lagning stígsins var eina atvinnubótavinnan sem bauðst frostaveturinn mikla 1918 fyrir fjárveitingu frá Alþingi og var hann ætlaður fyrir járnbraut á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og átti að liggja frá Suðurlandsbraut í Reykjavík að Lækjargötu í Hafn- arfirði. Ummerki um stíginn má sjá af hleðslum í hrauninu suðvestur af Flatahverfi í Garðabæ, á milli þess og iðnaðarhverfisins í Moldu- hrauni. Búrfell og nágrenni er kjörið til útivistar, umhverfisfræðslu og rannsókna, en svæðið er vinsælt til útivistar, ekki síst vegna ná- lægðar við þéttbýli. Kringlóttagjá og Berklastígur ÝMSAR NÁTTÚRU- OG SÖGUMINJAR ERU Í BÚRFELLSHRAUNIByggð svæði á Búrfellshrauni Grunnkort/Loftmyndir ehf. Búrfell Búrfellshraun Gjár Smyrlabúðarhraun Vífilsstaðahraun Hafnarfjarðarhraun Bali Garðahraun Gálgahraun Bessastaðir Lambhúsatjörn Vífilsstaðavatn Urriðakotsvatn Hlíðarþúfur (hesthús) IKEAKaplakriki Lækjargata Vífilsstaðatún Hvaleyrarvatn GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR KÓPAVOGUR Gráhelluhraun Selgjá Urriðakotshraun B úr fe lls gj á Kópavogur FossvogurSkerjafjörður Arnarnes- vogur Morgunblaðið/RAX Frá Búrfellshrauni Gálgahraun er hluti þess, en mikill styr hefur stað- ið um vegagerð þar. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nauðsyn er að vernda Búrfells- hraun, sem er einstakt frá ýmsu sjónarmiði, auk þess sem þar er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborg- arsvæðisins. 2/3 hlutar hraunsins eru óbyggðir og á nýlega friðlýstum svæðum hraunsins í landi Garða- bæjar stendur til að stofna fólkvang. Í síðustu viku staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, friðlýsingu á tveimur hlutum Búrfellshrauns innan marka Garðabæjar. Annar þeirra var frið- lýstur sem náttúruvætti og hinn sem fólkvangur. Annars vegar var um að ræða friðlýsingu Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem nátt- úruvætti, alls 323 hektara. Hins veg- ar Garðahraun neðra og efra, Vífils- staðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni, svæði sem nú eru friðlýst sem fólkvangur, alls um 156,3 hektarar. Með friðlýsingunni eru tryggðir möguleikar til útivistar og nátt- úruskoðunar en markmið hennar er að stofna fólkvang, útivistarsvæði í þéttbýli. Einstakt fyrirbrigði Búrfellshraun er í löndum Garða- bæjar og Hafnarfjarðar og að sögn Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipu- lagsstjóra Garðabæjar, hefur verið byggt á um þriðja hluta hraunsins. „Allur Norðurbærinn í Hafnarfirði og öll byggð í bænum fyrir norðan læk er á þessu hrauni,“ segir Ar- inbjörn. „Einnig eru þar nýtt íbúða- hverfi á Álftanesi, iðnaðarhverfið Molduhraun í Garðabæ og Kaup- tún.“ Í síðastnefnda hverfinu er m.a. verslun Ikea staðsett og fjölmargar aðrar stórar byggingar, en við fram- kvæmdir á þessu svæði var svokall- aðri hverfisvernd í aðalskipulagi Garðabæjar aflétt. „Það voru ekkert allir sáttir við það og í kjölfarið myndaðist hreyfing fyrir því að fara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.