Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Opið: 8
:00 - 18
:00
mánud
.– fimm
tud.,
8:00 - 1
7:00 fö
stud,
bílalakk
frá þýska fyrirtækinu
Ekki bara fyrir
fagmenn líka
fyrir þig
Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla.
HÁGÆÐA
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn eykurfylgi sitt verulega í sveit-arstjórnarkosningunum áAkranesi í vor, fær tvo nýja
fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Nýtt
framboð Bjartrar framtíðar fær tvo
menn kjörna. Meirihlutinn í bænum
er fallinn. Meirihlutaflokkarnir,
Framsóknarflokkur, Samfylking og
Vinstri-græn, tapa miklu fylgi.
Þetta eru meginniðurstöður nýrr-
ar skoðanakönnunar Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands fyrir
Morgunblaðið á fylgi lista og flokka
á Akranesi. Könnunin var gerð dag-
ana 25. apríl til 1. maí.
Meirihlutinn fallinn
Núverandi meirihluti í bæjar-
stjórn Akraness er skipaður fulltrú-
um Framsóknarflokks og óháðra,
Samfylkingarinnar og Vinstri-
grænna. Flokkarnir hafa sjö fulltrúa
í níu manna bæjarstjórn, en fá sam-
tals þrjá gangi niðurstöður könn-
unarinnar eftir í kosningunum.
Samkvæmt könnuninni er Sjálf-
stæðisflokkurinn stærsti flokkurinn
á Akranesi með 43,1% fylgi þeirra
sem afstöðu taka. Það þýðir að hann
fær fjóra bæjarfulltrúa. Þetta er
veruleg aukning frá kosningunum
2010 þegar flokkurinn fékk 25,2%
atkvæða og tvo menn kjörna. Þetta
er líka talsverð aukning frá síðustu
könnun Félagsvísindastofnunar á
Akranesi í janúar, en þá mældist
fylgi flokksins 34,1%. Rétt er þó að
hafa í huga að vikmörk í niður-
stöðum fyrir flokkinn eru há, 6%.
Björt framtíð vinsæl
Björt framtíð, sem ekki hefur áð-
ur boðið fram til sveitarstjórna,
mælist með 20,5% fylgi. Hún fengi
tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Þetta er
veruleg aukning á fylgi miðað við
könnunina í janúar þegar fylgið
mældist 12% og gaf þá einn fulltrúa.
Vikmörk eru 4,9%.
Samfylkingin tapar miklu fylgi
samkvæmt könnuninni, fær 19,2%
fylgi og tvo bæjarfulltrúa. Í kosing-
unum fyrir fjórum árum fékk flokk-
urinn 34,8% atkvæða og fjóra menn
kjörna. Fylgið hefur einnig minnkað
frá því í könnuninni í janúar þegar
það mældist 23,4%. Vikmörk eru
4,8%
Framboð Frjálsra með Framsókn,
sem er arftaki framboðs Framsókn-
arflokksins og óháðra, mælist með
11,2% fylgi. Framboðið fengi einn
mann í bæjarstjórn. Í kosningunum
2010 fengu framsóknarmenn og
óháðir 23,8% atkvæða og tvo menn
kjörna. Fylgið núna er minna en í
könnuninni í janúar, þegar það
mældist 16,8%.Vikmörk eru 3,8%.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð bíður afhroð samkvæmt könn-
uninni og tapar sínum eina bæj-
arfulltrúa. Fylgið mælist aðeins
5,4%. Í kosningunum 2010 var flokk-
urinn með 16,3% atkvæða og í síð-
ustu könnun í janúar með 10,2%
fylgi. Vikmörk eru 2,7%.
Margir enn óákveðnir
Í könnuninni nefndu 0,6% þeirra
sem afstöðu tóku að þeir vildu kjósa
annan flokk en einhvern ofan-
greindra.
Spurt var: Ef sveitarstjórnar-
kosningar væru haldnar á morgun,
hvaða flokk eða lista myndir þú
kjósa. 3,5% þátttakenda sögðust
ekki ætla að kjósa í vor, 7,2% sögð-
ust ætla að skila auðu og 1,7% þeirra
sem í náðist vildu ekki svara. 18,9%
sögðust ekki hafa gert upp hug sinn.
Í könnuninni voru tvær leiðir not-
aðar til að ná til kjósenda. Annars
vegar var hringt í 380 manna tilvilj-
unarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á
aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar
var send netkönnun til 220 manna
úrtaks úr netpanel Félagsvísinda-
stofnunar. Alls fékkst 381 svar frá
þátttakendum á aldrinum 18 til 90
ára og var svarhlutfall 66%. Vigt-
aður svarendafjöldi var einnig 381.
Hátekjufólk vill
Sjálfstæðisflokkinn
Ekki er mikill munur á afstöðu
þátttakenda í könnuninni til fram-
boðanna eftir kynferði. Helst er
áberandi að fleiri karlar en konur
styðja Sjálfstæðisflokkinn og fleiri
konur en karlar styðja Samfylk-
inguna.
Björt framtíð nýtur meira fylgis
meðal yngsta kjósendahópsins, fólks
á aldrinum 18 til 29 ára, en annarra
aldurshópa. Þar er fylgi hennar 31%
en Sjálfstæðisflokksins 40%. Meðal
elstu kjósendanna, fólks 60 ára og
eldri, styðja flestir Sjálfstæðisflokk-
inn, 45%.
Sem fyrr er stærsti hópur vænt-
anlegra kjósenda Samfylking-
Mikið tap meirihlutaflokkanna
Ný könnun á fylgi flokka á Akranesi Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 43,1% fylgi
Meirihlutinn í bæjarstjórn tapar þremur af sjö fulltrúum Björt framtíð fær tvo menn kjörna
Ann
an
flok
k eð
a lis
ta
?
Bjö
rt f
ram
tíð
*Fylgi Framsóknarflokksins, í síðustu kosningum og skv. könnun 15.-23. janúar Frjá
lsir
m. F
ram
sók
n
Vin
stri
-græ
n
Sam
fylk
ing
Sjá
lfst
æð
isfl.
Niðurstöður kosninga 2010
Fylgi skv. könnun 15.-23. jan.
Fylgi skv. könnun 25. apríl - 1. maí
Svör alls: 304 Svarhlutfall: 63%
Nefndu einhvern flokk: 167
Veit ekki: 54 Skila auðu/ógildu: 17
Ætla ekki að kjósa: 22 Vilja ekki svara: 44
Fylgi stjórnmálaflokka
samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 25. apríl - 1. maí 2014
vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
43,1%
20,5% 19,2%
11,2%
5,4%
0,6%
25,2%
34,1%
12,0%
34,8%
23,8%*
Fjöldi bæjarfulltrúa,
eftir síðustu kosningar.
Fjöldi bæjarfulltrúa,
væri gengið til kosninga nú.
4 2 122 4 2 1
23,4%
16,8%* 16,3%
10,2%
3,6%
SKOÐANAKÖNNUN
AKRANES
„Ég er mjög ánægður með þessa
útkomu. Hún blæs okkur bar-
áttuþreki í brjóst. En það er enn
mánuður til kosninga og við þurf-
um að vinna gríðarlega vel næstu
vikurnar til að tryggja að þessar
niðurstöður verði að veruleika,“
sagði Ólafur Adolfsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, í
samtali við Morgunblaðið, þegar
könnun Félagsvísindastofnunar á
fylgi flokka í bænum var borin
undir hann.
Oddvitaskipti
Ólafur, sem er lyfsali í Apóteki
Vesturlands, er nýr oddviti Sjálf-
stæðisflokksins. Fyrri oddviti,
Gunnar Sigurðsson, ákvað í vetur
að draga sig í hlé eftir tuttugu ár
starf í bæjarstjórninni.
Ólafur kvaðst telja að skýringin
á fylgisaukningu sjálfstæðismanna
væri öflugur framboðslisti sem
kjósendur í bænum vissu hvað
stæði fyrir. „Það er kallað eftir
nýjum áherslum,“ sagði hann og
kvað mikilvægt að bæjarfélagið
legði áherslu á að sinna vel lög-
bundnum verkefnum sínum. Við-
hald gatnamannvirkja í bænum
hefði til dæmis verið í lágmarki og
því þyrfti að breyta. Önnur verk-
efni mættu ekki verða til þess að
skerða lögbundna þjónustu við
bæjarbúa.
„Það er ljóst samkvæmt þessum
tölum að meirihlutinn í bæj-
arstjórn er fallinn. Mikilvægt er
að Sjálfstæðisflokkurinn fái skýrt
umboð frá kjósendum til að
mynda nýjan meirihluta,“ sagði
Ólafur.
Fylgið til Bjartrar framtíðar
„Það er kominn nýr flokkur sem
ekki hefur boðið fram áður, Björt
framtíð. Innan hans eru að hluta
til okkar félagsmenn. Þeir eru að
taka fylgið frá okkur. Samanlagt
er fylgi okkar og Bjartrar fram-
tíðar meira en Samfylkingarinnar
síðast,“ sagði Ingibjörg Valdi-
marsdóttir, bæjarfulltrúi og odd-
viti Samfylkingarinnar.
Ingibjörg taldi að ekki væri
Vinna þarf vel
næstu vikurnar
Oddviti Samfylkingarinnar segir
Bjarta framtíð taka fylgið af flokknum