Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 20

Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýlega varlagt framstjórnar- frumvarp um íviln- anir vegna nýfjár- festingar sem hefur það að markmiði að efla nýfjárfestingu í atvinnu- rekstri, bæta samkeppnishæfni Íslands og styrkja byggðaþróun. Með frumvarpinu er ætlunin að setja ramma utan um stuðning hins opinbera við nýfjárfest- ingar og segja má að út af fyrir sig sé ágætt að afstaða ríkis- valdsins í þeim efnum liggi fyrir. Ennfremur er hægt að taka und- ir markmið laganna um nýfjár- festingu, samkeppnishæfni og byggðaþróun, en um leið vekur frumvarpið spurningar, meðal annars um almennt rekstrar- umhverfi fyrirtækja hér á landi og um samkvæmni í lagasetn- ingu. Í frumvarpinu, sem byggist á lögum frá síðasta kjörtímabili, sem út af fyrir sig vekur efa- semdir í ljósi afstöðu fyrri rík- isstjórnar til atvinnulífsins, er gert ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækja geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum farið tímabundið niður í 15% og að veittur verði helmingsafsláttur af almennu tryggingagjaldi og hlutfalli fasteignaskatts. Á síðasta kjörtímabili voru skattar á fyrirtæki hækkaðir verulega frá því sem verið hafði enda viðhorf þeirra sem þá héldu um stjórnvölinn að æskilegt væri að hið opinbera tæki sem mest til sín og að aukin skatt- heimta hefði ekki letjandi áhrif á at- vinnu- og efnahags- líf. Þau sjónarmið fengu ekki stuðning í síðustu þingkosn- ingum, enda reynd- ust þau illa og hagkerfið hefur allt of lengi verið í hægagangi. Þess vegna væri æskilegt að stjórnvöld einbeittu sér að því að laga almennt rekstrarumhverfi fyrirtækja því að nýsköpun og sköpun starfa kemur ekki aðeins frá nýjum fyrirtækjum heldur einnig frá þeim sem fyrir eru séu aðstæður hagfelldar. Það getur ekki verið farsæl stefna að við- halda háum sköttum vinstri- stjórnarinnar samhliða íviln- unum til valinna fyrirtækja. Hitt sem hlýtur að vera um- hugsunarvert við frumvarpið er sú staðreynd að á sama tíma og það er lagt fram með því mark- miði að styrkja byggðaþróun er haldið áfram með þá stefnu að leggja ofurskatta á undirstöðu- atvinnugrein þjóðarinnar. Þeir skattar hafa, eins og dæmin sanna, haft þær afleiðingar að veikja byggðir landsins og draga úr nýfjárfestingum í þeirri grein, sem smitar svo yfir í aðrar og tengdar greinar. Eins og áður segir eru mark- mið laganna af hinu góða en meginaðferð stjórnvalda til að ná þeim markmiðum ætti að vera að laga almennt rekstrar- umhverfi og hvetja með almenn- um aðgerðum til aukinna fjár- festinga í atvinnurekstri um allt land. Megináhersla stjórnvalda ætti að vera á almennt bætt rekstrarumhverfi} Um ívilnanir og almennar aðgerðir Samtökin Hjartaðí Vatnsmýrinni hafa staðið sig ágætlega í að benda á þær atlögur sem nú standa yfir gagn- vart Reykjavík- urflugvelli og hversu langt borg- aryfirvöld ganga til að reyna að losna við hann. Það hefur þótt ágætur brand- ari að ræða þann möguleika að flytja flugvöllinn burt í bútum, enda sjá allir hvílík fásinna slíkt er. Engu að síður er það einmitt þetta sem borgaryfirvöld vinna nú að. Skýringin er vitaskuld sú að þau vita að samþykki fæst aldrei fyrir því að flytja flugvöll- inn úr Vatnsmýrinni, en þau treysta á að fyrirstaðan verði ekki næg ef aðeins er ráðist gegn einstökum hlutum vallarins. Fyrir nokkrum dögum benti Hjartað í Vatnsmýrinni á þrjár atlögur sem borgin héldi uppi á hendur flugvellinum. Fyrst er nefnt skipulag nýrrar byggðar á Hlíðarenda, en sú byggð muni eyðileggja þriðju braut vallarins, neyðarbrautina, og hafa þannig alvarlegar afleið- ingar fyrir framtíð vallarins. Önnur at- laga er að borgin til- kynnir að Flug- garðar verði rifnir á næsta ári og þar með eru flugskólar og skýli fyrir minni flugvélar í uppnámi. Þriðja atlagan er fyrirhuguð byggð við Skerjafjörð á þriðju brautinni. Allt er þetta auðvitað með ólíkindum, ekki síst eftir að borgin stóð að því að setja á fót nefnd sem mun nú vera að leita að flugvallarstæði í Reykjavík. Sú nefnd var sérkennileg ráð- stöfun í ljósi þess að enginn vafi leikur á hvar flugvallarstæði borgarinnar er og þjónaði aðeins þeim tilgangi að fleyta samfylk- ingarflokkunum þægilega í gegnum borgarstjórnarkosning- arnar. Kannanir gefa til kynna að þau áform ætli að ganga eftir, en væri þá ekki háttvísi af þess- um flokkum að sitja á sér og láta að minnsta kosti eins og nefnd- arskipanin hafi haft annan til- gang en þennan augljósasta? Borgin heldur áfram stríðsrekstrinum þrátt fyrir vopna- hléssamkomulagið} Tangarsókn gegn flugvelli Í umræðu um málefni líðandi stundar nýtur nýr samkvæmisleikur vaxandi vinsælda. Leikreglur eru þær að eig- endur tiltekinna málaflokka taka sér stöðu, vakta þá sem kunna að vera á öndverðum meiði og eru tilbúnir að skjóta við- komandi niður fari hann inn á helgunarsvæði. Þessu fylgir yfirleitt krafa um að orðsóðar biðjist afsökunar, sýni iðrun og lofi bót. Oft er þetta gert í nafni baráttu fyrir fordómaleysi, umburðarlyndi og öðrum sambærilegum við- horfum, sem eru góð svo langt sem þau ná. Al- mennt væri þó rökræða um málefni betri, í stað þess að meintir handhafar sannleikans knýi mótherja til uppgjafar. Í febrúar síðastliðnum sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ástandið í Úkraínu mætti rekja til aðgerða Evrópusam- bandsins. Ungir Evrópusinnar eru á hinn bóginn sann- færðir um að þrátefli Úkraínumanna og Rússar eigi sér aðrar skýringar. „Ummælin báru keim af gríðarlegri vanvirðingu sem og vanþekkingu á þessu samfélagi ríkja,“ sagði Evrópufólk. Minnti á að orð hefðu áhrif og því ætti ráðherrann að setja í bakkgír. Verkalýðsleiðtoginn á Skipaskaga, Vilhjálmur Birgis- son, sté fram á dögunum og tók í lurginn á Steingrími J. Sigfússyni. Málavextir eru þeir að á Alþingi baðst Stein- grímur afsökunar á því að hafa ekki talað kröftuglegar gegn kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að- gerðir í skuldamálum heimilanna, sem hann telur óraun- hæf. Vilhjálmur er ósáttur við þetta og vill að Steingrímur iðrist fremur gjörða sinna við björgun fallinna fjármálafyrirtækja. Kristján Þór Júlíusson, nú heilbrigðisráðherra, sagði á síðasta ári að Bjarni Benediktsson sætti ein- elti fjölmiðla. Stefán Karl Stefánsson leikari lét í sér heyra vegna þess og sagði – efnislega – að Kristján ætti að skammast sín. „Mikið djöfull er ég orðinn leiður á því þegar örvænt- ingarfullir stjórnmálamenn eru í hugs- unarleysi og sökum orðfátæktar að skemma fyrir … málefninu,“ sagði leikarinn. Kristján hopaði og Stefán Karl tók gleði sína á ný. Sömuleiðis má nefna viðtal á Stöð 2 sl. haust þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, sagði sjálfsmynd þjóðarinnar brotna og að Ríkisútvarpið stæði ekki sína plikt. Væri „svolítið fatlað“ eins og hún komst að orði. Þetta var baráttukonan Freyja Har- aldsdóttir ókát með. Taldi Vigdísi ekki nota hugtakið fötlun rétt – og auðvitað kom afsökunarbeiðni. Þó var auðsætt í viðtalinu að engir fordómar voru undirliggj- andi. Glæpurinn var sá að Vigdís sté inn á einkalóð hóps, sem nýtti sér tækifærið til að vekja athygli á sér og sínu. Og á þeim vikum sem fram til kosninga lifa munu vænt- anlega mörg svona mál koma upp. Upptalning þessi á afsökunarbeiðnum er aðeins topp- urinn á ísjakanum. Það er líka tilgangslaust að tína fleiri dæmi til, kjarninn er sá að rétttrúnaður umræðunnar er yfirþyrmandi. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Nýi samkvæmisleikurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Uppbygging gagnavera á Ís-landi hefur gjarnan veriðnefnd sem einn helstivaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi. Þróunin hefur hins vegar ekki verið á þeim hraða sem vonir stóðu til. Aðeins tvö gagnaver hafa komist á legg; hjá Verne Global í Reykjanesbæ og Advania Thor Data Center í Hafnarfirði. Tóku þau til starfa árið 2010 en umræðan um gagnaver er meira en tíu ára gömul, eða frá því að Farice-sæstrengurinn var lagður til Færeyja og Skotlands árið 2003. Síðan bættist við Danice- strengurinn 2009, sem einkum var lagður vegna áforma um rekstur stórra gagnavera hér á landi. Reynt var að laða hingað stór- fyrirtæki á borð við Google og Micro- soft en þau hafa leitað annað, einkum til Írlands og annarra norrænna ríkja. Þannig fékk Google nýverið heimild borgaryfirvalda í Dublin til að reisa þar nýtt gagnaver fyrir um 205 milljónir dollara, jafnvirði um 23 milljarða króna. Er það tvöfalt stærra gagnaver en Google er með fyrir í Dublin. Þá er skammt síðan Microsoft tilkynnti stækkun á sínu gagnaveri í sömu borg. Bæði þessi fyrirtæki hafa sagt Dublin og Írland búa yfir mörgum góðum kostum, ekki aðeins sé viðskiptaumhverfið hag- stætt heldur einnig loftslagið til að geta notast við loftkælingu á tölvu- búnaðinn. Bæði Verne og Advania beita sömu tækni en íslenska lofts- lagið hefur einmitt verið talið eitt helsta aðdráttaraflið á Íslandi. Ísland að dragast aftur úr Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka gagnavera, segir Ísland ekki lengur hafa þetta forskot hvað kælinguna varðar. Tölvubún- aðurinn hafi þróast í þá átt að geta þolað meiri hita en áður og því þurfi minni orku til kælingar. Eyjólfur segir það ljóst að Ísland sé í mikilli samkeppni við lönd eins og Írland, Svíþjóð og Finnland. Noregur sé einnig að bætast við. „Öll þessi lönd hafa sett sér markmið varðandi hvaða árangri þau ætla að ná í þessu og framgangurinn hefur verið mjög góður hjá Svíþjóð, Finnlandi og nátt- úrlega sérstaklega Írlandi. Á meðan gerist lítið á Íslandi, því miður, enda allir uppteknir í skuldaleiðréttingar- málum og fleiru. Þó svo að vöxtur gagnavera Advania og Verne hafi verið þónokkur þá erum við að drag- ast aftur úr með hverju árinu sem líð- ur. Vöxtur gagnaveramarkaðarins er slíkur að við þyrftum að vera að vaxa margfalt á við það sem við gerum í dag,“ segir Eyjólfur Magnús. Hann segir það vissulega slæmt að fyrirtæki eins og Google og Micro- soft hafi leitað annað. Það hefði skap- að Íslandi ákveðinn sess. Hér þurfi hins vegar að klára nokkur mál ætli Ísland ekki að heltast úr lestinni í þessum iðnaði. Nefnir Eyjólfur þar t.d. kapaltengingar við landið og virð- isaukaskattsmál. Hrunið hafði neikvæð áhrif Guðmundur Gunnarsson hjá Raftel ehf., fv. framkvæmdastjóri Farice, segir ýmsar ástæður fyrir því að uppbygging gagnavera hafi gengið hægt fyrir sig. Í fyrsta lagi nefnir hann bankahrunið 2008, sem leitt hafi til neikvæðrar ímyndar fyrir Ísland. Einnig séu það ströng gjaldeyrishöft og hærri skattar á fyrirtæki. Þó séu stjórnvöld komin með frumvarp um almennar ívilnanir. „Nágrannalönd okkar hafa ein- hverra hluta vegna náð betri árangri en Íslendingar í að búa vel að gagna- veraiðnaði,“ segir Guðmundur og tekur sem dæmi gagnaver Google í Finnlandi og á Írlandi, Facebook í Svíþjóð og Microsoft á Írlandi. Þá sé vert að benda á að Svíar hafi verið mjög duglegir við að „tala Ísland niður“ á gagna- versráðstefnum. Allt hafi þetta sitt að segja. Ísland að missa af gagnaveralestinni? Gagnaver Miklar breytingar hafa orðið í þróun búnaðar sem hýsir tölvu- gögn. Þannig hefur Ísland misst forskot sitt út á kalda loftslagið. Þó að hægt gangi í fjölgun gagnavera hér á landi þá eru þau sem fyrir eru að huga að stækkun. Þannig undirbýr Ad- vania Thor Data Center bygg- ingu 2.500 fermetra gagna- vers á Fitjum í Reykjanesbæ, á Patterson-svæðinu svonefnda. Jarðvegsframkvæmdir hafa þegar hafist á vegum Ís- lenskra aðalverktaka og hönn- uður verksins er Verk- fræðistofa Jóhanns Indriðasonar. Þá er Advania einnig að huga að stækkun í Hafnarfirði en Eyjólfur Magnús segir að þar sé ekki jafn gott aðgengi að raforku og í Reykjanesbæ. Advania er með um 80 al- þjóðleg fyrirtæki í viðskiptum í gagnaverinu í Hafnarfirði. Stærsti einstaki viðskiptavin- urinn er Opera Software. Að sögn Eyjólfs er stefnt að því að fyrsti áfangi á Fitjum verði tekinn í notkun í ár, ef vel gengur með framkvæmdir og öflun við- skiptavina. Fitj- ar séu mjög hentugt svæði fyrir starfsemi gagnavera. Advania hugar að stækkun JÁKVÆÐ TEIKN Á LOFTI Eyjólfur Magnús Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.