Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
✝ Jón Her-mannsson
fæddist að Glit-
stöðum í Norður-
árdal 12. ágúst
1924. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi laug-
ardaginn 26. apríl
2014.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Jónsdóttir frá Ein-
ifelli, f. 15.2. 1895, d. 4.1. 1973
og Hermann Þórðarson bóndi
árið 2000 til Reykjavíkur. Árið
2007 flutti hann í þjónustuíbúð
að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ
og bjó þar til dánardags. Jón
starfaði mestan hluta starfs-
ævinnar hjá Sparisjóði Mýra-
sýslu í Borgarnesi, fyrst sem
gjaldkeri og síðar sem að-
alféhirðir sparisjóðsins. Á
yngri árum vann hann ýmis
störf, í vegavinnu á sumrin á
Mýrum og í Borgarfirði, við
verslunarstörf og við af-
greiðslu Akraborgar í Borg-
arnesi. Jón var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Jóns fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 6. maí
2014, og hefst athöfnin kl 14.
á Glitstöðum, f.
19.2. 1881, d. 1.2.
1962.
Jón átti eina al-
systur, Mörtu Est-
er, f. 23.3. 1928, d.
26.1. 1990. Einnig
átti hann átta
hálfsystkini sam-
feðra sem öll eru
látin.
Jón og Ester ól-
ust upp hjá móður
sinni í Borgarnesi. Jón bjó
lengst af í Borgarnesi en flutti
Minning um sólríka laugar-
daga hjá þeim systkinum Nonna
og Eddu kemur fyrst upp í hug-
ann. Ég hef líklega verið á fjórða
ári þegar ég var farin að gista
hjá þeim á Skúlagötunni í Borg-
arnesi nánast um hverja helgi.
Við Nonni horfðum á enska bolt-
ann og héldum þá með Liverpool
og Edda eldaði sinn góða mat,
þannig voru laugardagarnir hjá
okkur. Nonni hafði alltaf áhuga á
Bretlandi. Hann hafði lært
ensku af breskum hermönnum í
Bretavinnunni á fimmta áratug
síðustu aldar og hafði mikinn
áhuga á landi og þjóð. Við fylgd-
umst alltaf samviskusamlega
með bresku konungsfjölskyld-
unni, hann hafði sérstakan
áhuga á breskum sjónvarpsþátt-
um og auðvitað á fótboltanum.
Skólaganga Nonna var ekki
löng, en hann var fluggáfaður og
sjálfmenntaður í mörgum grein-
um. Hann talaði ensku lýtalaust
og hafði góða kunnáttu í fjölda
tungumála. Árið sem ég fermd-
ist fórum við öll til Ítalíu og þá
gerði hann sér lítið fyrir og lærði
ítölsku fyrir ferðina, alveg upp á
eigin spýtur og gat vel bjargað
sér á Ítalíu. Hann var fljótur að
tileinka sér nýja tækni, hann
notaði tölvuna mikið og fór á net-
ið á hverjum degi. Hann lærði á
netbanka á áttræðisaldri og you-
tube á níræðisaldri, geri aðrir
betur.
Nonni var heimsborgari og
hafði unun af ferðalögum. Þegar
ég var á leið til London í fyrsta
sinn fyrir ríflega 20 árum og var
að rýna í kort af borginni, þá gat
hann sagt mér til vegar og lýst
nákvæmlega hvaða leið best
væri fara og hvaða götur best að
ganga, án þess að horfa á kortið
og þrátt fyrir að hafa þá aldrei
komið til London. Hann kunni
borgina utan að. Hann fór svo
síðar í nokkrar ferðir þangað og
naut þess mjög. Fyrir 15 árum
fórum við svo saman í frábæra
ferð til London og heimsóttum
m.a. konungshöllina, skoðuðum
hana bæði að utan og innan og þá
líkaði okkur nú lífið. Og hann
rataði á fleiri stöðum. Fyrir
þremur árum var ég stödd í Ósló
og hringdi í hann og sagði hon-
um við hvaða götu ég væri stödd.
Hann lýsti þá staðháttum í
kringum mig skilmerkilega og
sagði mér hvaða byggingar væru
á hægri hönd og á vinstri hönd.
Hann hafði vissulega einu sinni
komið til Óslóar – reyndar árið
1960, en hann hafði engu gleymt.
Eftir að Edda dó langt um
aldur fram varð Nonni enn meiri
hluti af fjölskyldunni. Hann var
alltaf óskaplega góður við okkur
systkinin og varð eins konar afi
allra barnanna okkar. Nonni
kunni að njóta lífsins, góðrar
tónlistar og hann naut þess að
fara í veislur og fá góðar hnall-
þórur. Hann var ómissandi í öll
fjölskylduboðin og barnaafmæl-
in. Hann verður alltaf ómissandi.
Helga Indriðadóttir.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann þegar ég
hugsa um liðna tíð, berjaferðir
með þér og Eddu, veiðiferðir,
fjallgöngur, jólin á Skúlagötu 19a
svo eitthvað sé nefnt. Þú varst
mjög ferðaglaður, fylltist ótrú-
legri orku á ferðalögum, arkaðir
um Hyde Park með stein í skón-
um þar til þú varst orðinn skakk-
ur, réðst með báðum nösum á
ilmvatnsdeildina í Harrods, skoð-
andi söfn eins og enginn væri
morgundagurinn. Þrátt fyrir
slíka daga sofnaði herbergis-
félagi þinn við skrjáfið í ferða-
bæklingum í skipulagningu
næsta dags og vaknaði skömmu
síðar við niðinn í rafmagnsrakvél-
inni þinni, að nýta daginn fékk al-
veg nýja merkingu í svona ferð-
um. Þú varst þrautseigur og hélst
alltaf dampi í mótlæti lífsins. Við
rökræddum gjarnan um allt milli
himins og jarðar já eða horfðum á
Nágranna í sjónvarpinu. Þú
varðst aldrei gamall þrátt fyrir
háan aldur, með allt á hreinu
fram á síðasta dag. Au revoir,
elsku Nonni minn, þín verður
sárt saknað.
Magnús Indriðason.
Það var mikið gæfuspor fyrir
fjölskyldu mína þegar foreldrar
mínir ákváðu að leigja kjallara-
íbúð í húsi Nonna og systur hans
Eddu þegar þau hófu búskap.
Það var upphafið að nánum
kynnum og ekki ofsagt að þau
systkin hafi auðgað líf okkar.
Nonni var lífsglaður, fróð-
leiksfús og naut þess að læra um
lífið og tilveruna. Mér er minn-
isstætt hvað Nonni kunni mörg
tungumál og hann heimsótti
vart land nema kunna tungu-
málið, enda naut hann þess að
ferðast og var góður ferðafélagi.
Þá var hann vel gefinn og víðles-
inn.
Nonni var líka mikill tónlist-
arunnandi og þeir voru ófáir bíl-
túrarnir um Borgarnes sem ég
fór á mínum yngri árum með
Nonna og Eddu þar sem við
borðuðum brjóstsykur og hlust-
uðum á góða tónlist. Þegar
Nonni uppgötvaði youtube í
tölvunni á seinni árum opnaðist
heill heimur fyrir honum, en þar
fann hann tónlist sem ekki var til
fyrir í safninu hans. Nonni naut
þess að spila lög, skrifa upp texta
og oftar en ekki var raulað með.
Nonni skipaði stóran sess í
mínu daglega lífi. Á mínum upp-
vaxtarárum var aðfangadagur til
að mynda alltaf haldinn hátíðleg-
ur heima hjá Nonna og undan-
tekningarlaust voru þar rjúpur á
boðstólum. Þegar ég fór sjálf að
halda heimili kom ekkert annað
til greina en að halda þeirri hefð
áfram, en þegar rjúpnalyktin
sveif um heimilið, messan ómaði í
útvarpinu og við Nonni í eldhús-
inu að fullkomna sósuna, þá voru
jólin komin. Það er hætt við að
rjúpnasósan verði ekki eins góð
næstu jól þegar sósuráðgjafans
nýtur ekki lengur við og ljóst að
matseldin verður þá framkvæmd
með söknuð í hjarta. En eitt er
kristaltært, ég mun aldrei víkja
frá gömlu góðu rjúpnauppskrift-
inni hans Nonna.
Elsku Nonni, lífið verður lit-
lausara án þín en minning um þig
lifir með mér og mínum. Takk
fyrir allt.
Þú sæla heimsins svalalind
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
en drottinn telur tárin mín –
ég trúi’ og huggast læt.
(Kristján Jónsson)
Margrét Kristín
Indriðadóttir.
Jón Hermannsson
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Takk fyrir allt, elsku
Nonni okkar. Þín,
Edda Steinunn, Magnús
Arnar, Ásta Margrét;
Sara Sif, Jón Valur,
Ingibjörg Indra; Ágúst
Heiðar, Kristján Friðrik;
Helga og Indriði Elvar.
Nafn vantaði
Vegna mistaka fórst fyrir við
birtingu minningargreina að
tiltaka í æviágripi fyrsta son
Magnúsar Guðmundssonar
sem jarðaður var í gær, 5. maí
2014. Hann heitir Bragi
Magnússon og er sonur
Magnúsar og Arndísar
Bjarnadóttur, f. 10.4. 1918, d.
31.1. 2014. börn Braga eru
Ásgeir Agnar, f .27.11. 1959,
og Arndís, f. 12.5. 1977.
Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR
frá Þingholti,
Bessahrauni 11b,
Vestmannaeyjum,
lést föstudaginn 2. maí á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum.
Hún verður jarðsungin frá Landakirkju föstudaginn 9. maí
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvenfélagið Líkn.
Guðmundur Huginn Guðmundsson, Þórunn Gísladóttir,
Bryndís Anna Guðmundsdóttir,
Páll Þór Guðmundsson, Rut Haraldsdóttir,
Gylfi Viðar Guðmundsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar,
ÞORLEIFUR KRISTINN ÁGÚST
VAGNSSON,
fæddur á Bíldudal við Arnarfjörð,
búsettur í Skipasundi 39,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 9. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Elfa Bryndís Þorleifsdóttir,
Bjarni Róbert Kristjánsson,
Sólveig Þorleifsdóttir,
Erla Þorleifsdóttir,
Margrét B. Þorleifsdóttir,
Oliver Hinrik Oliversson,
Hafþór Snæbjörnsson,
Iris Rán Þorleifsdóttir,
Sigurður Njarðvík Þorleifsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GEIRRÚN TÓMASDÓTTIR,
Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 29. apríl.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 10. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbavörn Vestmannaeyja.
Tómas Jóhannesson, Margrét Sigurgeirsdóttir,
Lúðvík Jóhannesson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Jóna Dís Kristjánsdóttir,
Hlynur Jóhannesson, Aldís Björgvinsdóttir,
Hjalti Jóhannesson, Þórdís Sigurðardóttir,
Helga Jóhannesdóttir, Guðmundur Helgi Sigurðsson,
Sæþór Jóhannesson, Svanhildur Hanna Freysteinsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
HALLGRÍMUR SIGURÐSSON,
Vatnsnesvegi 22,
Reykjanesbæ,
lést miðvikudaginn 30. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svava Hallgrímsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Áskær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RICHARD B. ÞORLÁKSSON,
Lautasmára 5,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 3. maí.
Svala Veturliðadóttir,
Anna Brynja Richardsdóttir,
Guðrún Erla Richardsdóttir, Bjarni Svanur Bjarnason,
Þ. Richard Richardsson, Drífa Úlfarsdóttir,
Pétur Smári Richardsson, Olga Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STEFANÍA ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR,
Lóa,
Hörpugötu 13b,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
miðvikudaginn 30. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarfélag Brunavarðafélags Reykja-
víkur, kt. 460279-0469. Reikn. 515-26-112234.
Sigríður Árnadóttir,
Kristinn Gunnarsson, Svava Ágústsdóttir,
Margrét Gunnarsdóttir, Þorlákur Baxter,
Jón Magnús Gunnarsson, Elín Þóra Magnúsdóttir,
Bryndís Gunnarsdóttir, Reynir Guðmundsson,
Gunnlaug Kristín Gunnarsdóttir, Páll Brynjar Fransson
og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍSABET JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR,
Hlíð,
áður til heimils að Klettaborg 2,
Akureyri,
lést sunnudaginn 4. maí.
Ásta Einarsdóttir, Sigmar Sævaldsson,
Sigurður Einarsson, Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn minn-
ingargrein", valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar