Morgunblaðið - 06.05.2014, Side 30

Morgunblaðið - 06.05.2014, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 F A S TU S _H _2 1. 04 .1 4 Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h. Fastus • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 fastus@fastus.is • www.fastus.is • Opið mán - fös 8.30 - 17.00 200ml 300 kcal 3g trefjar 1000 IU D3 vítamín 20g prótein Veit á vandaða lausn Næringarvörur eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands Kominn í helstu apótek - Fæst einnig í verslun Fastus Sérhannaður næringardrykkur fyrir aldraða Inniheldur öll helstu næringarefni sem líkaminn þarfnast. Sérstaklega ríkur af: • D-vítamíni • Próteini • B-vítamínum • Omega3 fitusýrum • Kalsíum Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Keppnin leggst vel í strákana,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður hljómsveitarinnar Pollapönks, en sveitin keppir fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppni Eurovision 2014 í Kaupmannahöfn í kvöld kl. 19 og verður sýnt beint frá keppnini á RÚV. Alls keppa 16 lönd í kvöld. „Viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar og það er greinilegt að fólk tengir vel við litina og boðskapinn. Okkur fannst sérlega gaman að upplifa hvað áhorfendur tóku undir það sem við vorum að segja á rauða dreglinum í gær [sunnudag],“ segir Valgeir og vísar þar til þess að strákanir í Polla- pönki klæddust kjólum í móttöku yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar í Ráðhúsinu þar í borg. Í tilkynningu frá hljómsveitinni kom fram að með því að klæðast kjólum vildu hljóm- sveitarmeðlimir leggja áherslu á jafn- rétti allra og m.a. mótmæla launamis- rétti kynjanna. Íslandi spáð 12. sæti í kvöld „Allar æfingar hafa gengið eins og í sögu,“ segir Jónatan Garðarsson, far- arstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kaupmannahöfn. Í gærdag fóru fram tvö rennsli og í dag verður síðasta rennslið fyrir keppniskvöldið. Í gær- kvöldi var síðan svokallað dómara- rennsli. „Það rennsli er mjög mikil- vægt því atkvæði dómnefnda vega 50% á móti símakosningunni,“ segir Jónatan og bendir á að af þeim sér- fræðingum, aðdáendum og blaða- mönnum sem staddir séu í Kaup- mannahöfn sé Pollapönki spáð 12. sæti í kvöld, en tíu lönd komast áfram. „Ef við komumst áfram þá er- um við rosalega heppin,“ segir Jón- atan og tekur fram að íslenski hóp- urinn hafi vakið mikla athygli á umliðnum dögum. „Þeir eru skemmtilegir og klárir og það nær vel til fólks. Vonandi ná þeir athygli bæði dómnefnda og áhorfenda sem eru að kjósa í símakosningunni.“ Danir halda nú keppnina í þriðja sinn, en Emmelie de Forest sigraði eftirminnilega í Malmö í fyrra með „Only Teardrops“, en áður höfðu Ol- sen-bræður sungið til sigurs árið 2000 með „Fly On The Wings Of Love“ sem og Grethe og Jørgen Ing- mann með „Dansevise“ 1963. Spurður hvernig skipulagið sé hjá Dönunum samanborið við keppnir síðustu ár segir Jónatan allt sem snúi að því sem áhorfendur, jafnt heima í stofu sem og á staðnum, fái að sjá og heyra sé til mikillar fyrirmyndar. „Allt sem snýr að framleiðslunni á sýningunni sjálfri er mjög fagmann- lega unnið, hvort heldur það snýr að ljósi, hljóði eða myndavélum. Það mun enginn sjá að keppnin sé haldin í svona skrýtnu húsi,“ segir Jónatan og vísar þar til þess að keppnin er haldin í gamalli skipasmíðastöð. „Þetta er risabygging sem búið er að smíða inn í svið og áhorfendabekki. Í kringum bygginguna eru síðan sjö eða átta risatjöld sem hvert um sig er á stærð við fótboltavöll og þar er t.d. aðstaða fréttamanna, búningsherbergin og græna herbergið,“ segir Jónatan og tekur fram að Danirnir hafi hins veg- ar klikkað aðeins á samgöngumálum. „Við erum lengst úti á eyju sem heitir Refshalaeyjan og þangað eru engar almenningssamgöngur. Við erum því föst hér frá morgni til kvölds og hóp- urinn kemst t.d. ekki heim á hótel milli rennsla til að hvíla sig og safna kröftum. Þetta eru því mjög langir dagar,“ segir Jónatan. Þess má að lokum geta að sérstök stigablöð fyrir keppnina eru aðgengi- leg á vef Morgunblaðsins, mbl.is. „Keppnin leggst vel í strákana“  Pollapönk flyt- ur lag sitt „No Prejudice“ í kvöld Ljósmynd/Thomas Hanses Pollapönk Snæbjörn Ragnarsson, Arnar Þór Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason stíga á svið í Kaupmannahöfn í kvöld. Ljósmynd/Sander Hesterman Jafnrétti Heiðar Örn Kristjánsson, Guðni Finnsson, Haraldur Freyr Gísla- son og Arnar Þór Gíslason vöktu mikla athygli íklæddir kjólum. Keppendur kvöldsins í 01 Armenía Aram MP3 / Not Alone 02 Lettland Aarzemnieki / Cake to bake 03 Eistland Tanja / Amazing 04 Svíþjóð Sanna Nielsen / Undo 05 Ísland Pollapönk / No Prejudice 06 Albanía Hersi / One Night’s Anger 07 Rússland Tolmachevy Sisters / Shine 08 Aserbædsjan Dilara Kazimova / Start A Fire 09 Úkraína Mariya Yaremchuk / Tick - Tock 10 Belgía Axel Hirsoux / Mother 11 Moldóva Cristina Scarlat / Wild Soul 12 San Marínó Valentina Monetta / Maybe (Forse) 13 Portúgal Suzy / Quero Ser Tua 14 Holland The Common ... / Calm After The Storm 15 Svartfjallaland Sergej Cetkovic / Moj Svijet 16 Ungverjaland András Kállay-Saunders / Running 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.