Morgunblaðið - 06.05.2014, Side 31

Morgunblaðið - 06.05.2014, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Hryðjuverkamenn eiga sérengar málsbætur og viðþá verður ekki samið.Þetta er yrkisefnið í Paradísarfórn Kristina Ohlsson og verður ekki ann- að sagt en að sænska glæpa- sagnahöfund- inum takist vel upp. Sagan fjallar um rán þotu með yfir 400 farþega á leið frá Stokk- hólmi til New York. Krafa flug- ræningja er ein- föld: Verði ekki gengið að kröfum þeirra verður flugvélin sprengd í tætlur. Málið snertir fyrst og fremst stjórnvöld í Svíþjóð og Bandaríkj- unum en teygir anga sína víðar, meðal annars til Þýskalands. Spenn- an magnast með hverri síðu enda kapphlaup við tímann. Eldsneyti þotunnar endist ekki nema í ákveð- inn tíma. Þetta er frábær spennusaga. Tím- inn er naumur og leysa þarf marga hnúta eigi ekki illa að fara. Allt kapp er lagt á að finna þá sem standa að ráni flugvélarinnar og tengsl þeirra við framlagðar kröfur. Málið er snú- ið og útlitið dekknar stöðugt eftir því sem lengra líður á flugið vestur sam- fara eldsneytiseyðslunni. Persónurnar eru trúverðugar, jafnt rannsakendur sem hugsanlegir sakamenn. Persónuleg vandamál ýta undir óvissuna og tortryggnina og á tímabili virðist enginn geta treyst neinum öðrum. Frábær uppbygging. Lokakaflinn er æsispennandi. At- hygli vekur samt að nokkrir hnútar eru óleystir en höfundur greinir frá ákvörðun sinni í því efni í eftirmála. Kristina Ohlsson gefur jafnframt til kynna að nokkrar persónur bók- arinnar eigi eftir að koma við sögu í einni eða fleiri bókum til viðbótar. Þeirra verður beðið með mikilli eft- irvæntingu. Háspenna í háloftunum Spennusaga Paradísarfórn bbbbn Eftir Kristina Ohlsson. Jón Daníelsson þýddi. Kilja. 444 bls. JPV útgáfa 2014. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Kristina Ohlsson Sænska glæpa- sagnahöfundinum tekst vel upp. siminn.is/thjonusta/sjonvarp N M 62 47 7 Nú er hægt að finna vel valin, íslensk Eurovision lög í karókístíl í Sjónvarpi Símans. Hitaðu upp fyrir úrslitin, stilltu sjónvarpið í botn og leyfðu partígestunum að syngja aðal- og bakraddir af innlifun. Enga fordóma – leyfðu leyndum hæfileikum að blómstra! Hringdu í 8007000 og fáðu þér Sjónvarp Símans! Nú verður þú Eurovision stjarna heima í stofu Útsölustaðir: Apótek og Heilsuverslanir um allt land. Háralitir fyrir konur sem velja náttúrulegan háralit og hárið glansar af heilbrigði • Inniheldur ekki Paraben, algengasta innihaldsefni sem veldur ofnæmisáhrifum í háralitun • Hylur grá hár 100% • 24 náttúrulegir háralitir • Hárlýsingarlitur (strípuefni) plasthetta og hárpinni innifalin • Náttúrulegar jurtir sem gefa hárinu gljáa og mýkt • Varanlegur háralitir sem helst fallegur í 3 mánuði • Ofnæmisprófaður • Íslenskar leiðbeiningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.