Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 32

Morgunblaðið - 06.05.2014, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Söngkonan Rósalind Gísladóttir kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12 ásamt Ant- oníu Hevesi píanóleikara. Yfirskrift tónleikanna er Ástir og óvissa og á efnisskránni eru aríur eftir Bizet, Mascagni og Verdi. „Ég er í raun búin að vera að skipta svolítið um fag,“ segir Rósa- lind. „Undanfarið hef ég verið að hoppa á milli þess að vera mezzó- sópran og sópran og þessi tónleikar verða blanda af því.“ Rósalind nam söng hjá Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Spánar í framhaldsnám. Árið 2012 vann hún til fyrstu verðlauna í Barry Alexand- er International Vocal Competition, alþjóðlegri söngvarakeppni, og söng í kjölfarið á tónleikum í Carnegie Hall í New York. Einnig tók hún þátt í verðlaunagjörningi Ragnars Kjart- anssonar, Bliss, á listahátíðinni Per- forma í New York 2011. Rósalind er meðlimur Óp-hópsins og hefur tekið þátt í yfir 30 tónleikum og sýningum á hans vegum, þar á meðal „Svari Maríu“, „Verdi og aftur Verdi“ og Hans og Grétu eftir Humperdinck þar sem hún fór með hlutverk Grétu. Rósalind hefur einnig tekið þátt í mörgum uppfærslum Íslensku óp- erunnar, nú síðast í óperunni Ragn- heiði eftir Gunnar Þórðarson. „Við byrjum á Carmen, aríu fyrir mezzósópran, en færum okkur síðan upp í hinn dramatíska sópran,“ segir Rósalind. Að sögn söngkonunnar tengist efnisskráin yfirskrift tónleikanna, Ástum og óvissu. „Það er voða mikil togstreita í gangi hjá þessum per- sónum,“ segir Rósalind en þær per- sónur eru meðal annars Don Carlo og fleiri. Aðspurð um ástæður þess að hún syngur bæði mezzósópran og sópran segir Rósalind að það sé bara þann- ig sem rödd hennar liggur. „Ég er akkúrat þarna á milli. Ég byrjaði sem mezzósópran og var oft að syngja svona skrautaríur. Nýlega söng ég til dæmis aríu Næt- urdrottningarinnar á geisladisk en sú aría er náttúrlega þekkt fyrir að fara hátt.“ Að sögn Rósalindar mun sá diskur fylgja barnabók sem kem- ur út í haust. „Ég er með ýmis verk- efni í gangi, er það ekki nauðsynlegt hér á landi?“ spyr Rósalind en þær Antonía hafa áður starfað saman. „Við Antonía erum saman í Óp- hópnum. Ég er búin að vera þar frá upphafi en ég er ein af stofnendum hans.“ Um tónleikana í dag segir hún: „Þetta verður gífurlega skemmti- legt, svo skemmir ekki fyrir hvað allir tónleikar í Hafnarborg eru allt- af vel sóttir.“ audura@mbl.is Togstreita í Hafnarborg  Rósalind Gísladóttir og Antonía Hevesi á hádegistón- leikum í dag  Úr mezzósópran í dramatískan sópran Morgunblaðið/Eggert Skemmtilegt „Undanfarið hef ég verið að hoppa á milli þess að vera mezzó- sópran og sópran,“ segir Rósalind. Þær Antonía Hevesi koma fram á hádegis- tónleikum Hafnarborgar í dag og flytja aríur eftir Bizet, Mascagni og Verdi. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“ Morgunblaðið SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 9/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 17/5 kl. 19:30 32.sýn Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Lau 10/5 kl. 16:00 31.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 33.sýn Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Fáránlega skemmtilegt! Síðdegissýning fyrir alla fjölskylduna þann 10.maí! Svanir skilja ekki (Kassinn) Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Lau 17/5 kl. 19:30 25.sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Sun 18/5 kl. 19:30 26.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Eldraunin (Stóra sviðið) Fim 8/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 5/6 kl. 19:30 13. sýn Sun 11/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/6 kl. 19:30 14. sýn Fim 15/5 kl. 19:30 7.sýn Mið 28/5 kl. 19:30 11. sýn Lau 14/6 kl. 19:30 15. sýn Fös 16/5 kl. 19:30 8.sýn Sun 1/6 kl. 19:30 12. sýn Sýning sem enginn ætti að missa af. Sýningartímabil: 25.apríl til 14. júní. Litli prinsinn (Kúlan) Lau 10/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 17/5 kl. 14:00 Lau 24/5 kl. 14:00 Lau 10/5 kl. 16:00 Aukas. Lau 17/5 kl. 16:00 Lau 24/5 kl. 16:00 Sun 11/5 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/5 kl. 14:00 Sun 25/5 kl. 14:00 Sun 11/5 kl. 16:00 14.sýn Sun 18/5 kl. 16:00 Sun 25/5 kl. 16:00 Fimm stjörnu sýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 til 12 ára. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 9/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Lorca og skógarkonan - Bergmál (Stóra sviðið) Þri 6/5 kl. 19:30 Leikhúsið á Sólheimum og leikfélagið AFANIAS frá Spáni sýna í Þjóðleikhúsinu Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag –★★★★★- HA, DV Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Fim 8/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Sun 11/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. BLAM (Stóra sviðið) Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Lau 17/5 kl. 14:00 Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 13/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Hamlet litli (Litla sviðið) Þri 6/5 kl. 10:00 * Lau 10/5 kl. 13:00 ** Fim 15/5 kl. 10:00 * Mið 7/5 kl. 10:00 * Sun 11/5 kl. 13:00 Fös 16/5 kl. 10:00 * Fim 8/5 kl. 10:00 * Þri 13/5 kl. 10:00 * Sun 18/5 kl. 13:00 Fös 9/5 kl. 10:00 * Mið 14/5 kl. 10:00 * Harmsaga Hamlets fyrir byrjendur. * Skólasýningar. **Táknmálstúlkuð sýning Der Klang Der offenbarung Des Göttlichen (Stóra svið) Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Fuglinn blái (Aðalsalur) Þri 13/5 kl. 20:00 Leiklestur Wide Slumber (Aðalsalur) Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Mán 26/5 kl. 20:00 Miða má nálgast hjá Listahátíð í Reykjavík Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Stund milli stríða (Aðalsalur) Fös 9/5 kl. 20:00 AF LISTUM Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Að upplifa leikhús með börnum get- ur bætt miklu við upplifun okkar fullorðna fólksins. Þegar ég fór með son minn á sjötta ári í leikhús á Sól- heimum um helgina hvísluðumst við á meðan á sýningunni stóð og túlk- uðum hvort á okkar hátt það sem var að gerast á sviðinu. Leikfélagið á Sólheimum og leikfélag AFANIAS frá Madríd hafa í vetur átt með sér merkilegt sam- starf. Hvor leikhópur hefur kynnt sér sögu og menningu þess lands sem hinn kemur frá. Úr þeirri rann- sóknarvinnu vann svo hvor hópur sviðsverk. Leikfélagið á Sólheimum vinnur út frá verkinu um skóara- konuna dæmalausu eftir Federico García Lorca (1898-1936), eitt þekktasta leikskáld Spánverja, og úr verður frísklegt gamanverk. Spænski hópurinn býður upp á dramatískt og fallegt dansverk inn- blásið af íslenskri sögu og náttúru. Lorca og Skóarakonan nefnist verk leikfélagsins á Sólheimum, en Edda Björgvinsdóttir á heiðurinn af leikgerð auk þess sem hún leik- stýrir verkinu. Húmorinn er í fyrirrúmi hjá Leikfélagi Sólheima og andi stað- arins nær sterkt í gegn því sjálf Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima, er látin skiptast á skoð- unum við Lorca í drepfyndnu atriði. Í sýningu spænska hópsins ræður dulúðin ríkjum og dansararnir stíga á svið einn af öðrum og túlka ýmis náttúruöfl, tilfinningar og annað sem hópurinn tengir við Ísland. Bæði undirrituð og sonur hrif- ust af gamanleik Sólheimahópsins. Litrík leikmynd, innilegur lát- bragðsleikur og fjörug tónlist eiga sinn þátt í að gera verkið að ákjós- anlegu verki fyrir börn. Spænska dansverkið er heldur meira krefj- andi fyrir unga áhorfendur, þótt fimi dansaranna hafi heillað und- irritaða upp úr skónum. En þegar ungviðið er farið að ókyrrast þarf oft að beita lagni svo allir haldist í sínu sæti út sýninguna. Við mæðg- inin fórum því þá leið að skiptast á skoðunum (með hvísli auðvitað til að trufla ekki) um það hvað við héldum að dansararnir væru að túlka hverju sinni. Til dæmis var auðvelt að sjá hvenær þau voru undir áhrifum frá íslenskri veðráttu og túlkuðu rokið í dansi. En stund- um var það ekki eins ljóst og þá giskuðum við til dæmis á að þau væru að túlka nóttina, þokuna, morguninn, vorið og fleira. Í miðju tilfinningaþrungnu dansatriði hjá einum af dönsurum hvíslaði litli maðurinn: „Mamma, ég held að þetta sé ást“ og hélt svo áfram að horfa einbeittur á svip. Allir ættu að geta notið hinnar einstöku spænsk- íslensku sýningar sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessi hálffertuga móðir sem þetta ritar var allavega ekki svikin af hörku- gamanleik Sólheimafólks og sá stutti gat gleymt sér í djúpum pæl- ingum um túlkun tilfinninga í dansi. Upplifunin var einstök fyrir bæði tvö. „Mamma, ég held að þetta sé ást“ Ljósmyndari/Pétur Thomsen Gaman Lorca og skóarakonan er sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 19.30. » Sýning LeikfélagsSólheima og spænsks danshóps er einstök upplifun fyrir börn og fullorðna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.