Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 33

Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Uppfærsla Hugleiks á bannárasöng- leiknum Stund milli stríða eftir Þór- unni Guðmundsdóttur í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar hefur verið valin Athyglisverðasta áhuga- leiksýning leikársins 2013-2014 að mati dómnefndar Þjóðleikhússins. Tilkynnt var um valið á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga sem fram fór um nýliðna helgi. Þetta er í 21. sinn sem Þjóðleik- húsið velur Athyglisverðustu áhuga- leiksýningu leikársins. Að þessu sinni sóttu alls 17 leikfélög um að koma til greina við valið með 19 sýn- ingar. Af þeirri 21 sýningu sem í gegnum tíðina hafa verið valdar At- hyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins hafa alls 16 sýningar verið íslensk verk, en mikill meirihluti þeirra hefur verið frumsamin leikrit. Fullt af metnaði, fjöri og orku Í umsögn dómnefndar um vinn- ingssýninguna í ár segir m.a.: „Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur, í leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar, er nýr íslenskur söngleikur, en Þórunn semur bæði texta og tónlist. Sögusviðið og um- fjöllunarefnið er áhugavert, við hverfum aftur til kreppunnar milli stríða, með það í huga hvernig sá tími kallast á við okkar tíma. En hér eru húmorinn og ástin aldrei langt undan, né heldur tónlistin, og leik- ritið er bráðskemmtilegt. Fjöldi leikara og tónlistarmanna stendur að sýningunni, og flutningurinn er í senn kraftmikill, fjörugur og ag- aður. Umgerð sýningarinnar er einnig afar vel heppnuð, bæði leik- mynd og búningar. Stund milli stríða, þrjátíu ára afmælissýning Hugleiks, sýnir svo um munar að leikfélagið ber aldurinn vel, og er fullt af áræðni, metnaði, fjöri og orku.“ Í dómnefnd í ár sátu Tinna Gunn- laugsdóttir þjóðleikhússtjóri, Mel- korka Tekla Ólafsdóttir, leiklist- arráðunautur Þjóðleikhússins, og leikararnir Ragnheiður Steindórs- dóttir og Snorri Engilbertsson. Þjóðleikhúsið býður Hugleik að sýna Stund milli stríða um miðjan júní í Þjóðleikhúsinu, en dagsetn- ingin verður auglýst síðar. Söngleikurinn Stund milli stríða var frumsýndur í Tjarnarbíói 5. apr- íl sl. og síðasta sýning þar verður föstudaginn 9. maí kl. 20. Stund milli stríða hjá Hugleik sigursæl  Athyglisverðasta áhugaleiksýningin valin í 21. sinn Ljósmynd/Jón Örn Bergsson Sögusviðið Stund milli stríða gerist í Reykjavík árið 1932, m.a. í hús- mæðraskóla. Kreppuárin kallast á skemmtilegan hátt á við nútímann. Aðra vikuna í röð er nýjasta kvik- myndin um ævintýri hins ótrúlega Kóngulóarmanns, The Amazing Spider-Man 2, tekjuhæsta myndin í kvikmyndahúsum landsins. Frá frumsýningu hérlendis hafa 12.562 miðar verið seldir. Tvær nýjar myndir ýta teiknimynd- inni Rio 2 niður í fjórða sæti listans þessa vikuna. Næsttekjuhæsta myndin er rómantíska gaman- myndin The Other Woman en hana hafa 4.342 manns séð og í þriðja sæti listans er vísindatryllirinn Transcendence með Johnny Depp sem 2.502 hafa séð. Spæjararnir Harrý og Heimir falla niður um tvö sæti milli vikna, þ.e. niður í sjötta sæti, en alls hafa rúm- lega ellefu þúsund miðar verið seld- ir á myndina um þá félaga, Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst. Tvöfaldur Leikarinn Andrew Garfield fer með hlutverk Kóngulóarmanns- ins sívinsæla sem einnig gengur undir nafninu Peter Parker. Vinsæll Kóngulóarmaður Bíólistinn 2. - 4. maí 2014 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Amazing Spider-man 2 The Other Woman Transcendence Rio 2 Divergent Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst That Awkward Moment Captain America: The Winter Soldier The Grand Budapest Hotel Oculus 1 Ný Ný 2 3 4 5 6 8 7 2 1 1 3 4 4 2 5 6 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar 7 12 12 L ÍSL TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE OTHER WOMAN Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10 SPIDERMAN 2 3D Sýnd kl. 7 - 10 RIO 2 2D Sýnd kl. 5:40 HARRY OG HEIMIR Sýnd kl. 5 - 8 TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is EGILSHÖLLÁLFABAKKA TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30 TRANSCENDENCEVIP KL.5:30-8-10:30 THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5:10-8-10:50 CAPTAINAMERICA22D KL.5:10-8-10:45 NOAH KL.5-8 NEEDFORSPEED KL.10:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG AKUREYRI TRANSCENDENCE KL.8-10:30 CAPTAINAMERICA23D KL.5:10 DIVERGENT KL.5:10-10:10 THATAWKWARDMOMENTKL.8 TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30 THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5-8 CAPTAINAMERICA22D KL.10:50 TRANSCENDENCE KL.5:25-8-10:35 THEAMAZINGSPIDER-MAN23DKL.4:50-7:40-10:35 DIVERGENT KL.4:50-7:40-10:30 CAPTAINAMERICA23DKL.4:50-7:40-10:30 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  TOTAL FILM  KEFLAVÍK TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30 THEAMAZINGSPIDER-MAN22DKL.10:20 THEOTHERWOMAN KL.8 RÍÓ2 ÍSLTAL2D KL.5:50  CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY  WASHINGTON POST  PORTLAND OREGONIAN  BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK TOTAL FILM  EMPIRE  FRÁ FRAMLEIÐANDANUM CHRISTOPHER NOLAN LEIKSTJÓRA DARK KNIGHT ÞRÍLEIKSINS OG INCEPTION LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES  ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞRIÐ JUDA GSTI LBOÐ ÞR IÐ JU DA GS TIL BO Ð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.