Morgunblaðið - 06.05.2014, Síða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
stjórnmálamenn
hafi verið manna
iðnastir við að
koma á sig óorði
og þetta hefur
orðið mörgum
yrkisefni.
Árið 2005 sendi
Hanne-Vibeke
Holst frá sér
skáldsöguna Kongemordet sem nú er
loks komin út í íslenskri þýðingu, níu
árum síðar. Bókin Konungsmorðið
segir frá ósigri jafnaðarmanna og
sögulegri hægrisveiflu í dönskum
stjórnmálum, þar sem augum er fyrst
og fremst beint að tvöföldu lífi fráfar-
andi fjármálaráðherra, valdabaráttu,
ósvífni, ruddamennsku, ofbeldi og
viðbjóði í bland við undanlátssemi og
undirgefni.
Frasinn „hún er undarleg tíkþessi pólitík“ er þreytturog útslitinn en hvað eftirannað kemur hann upp og
ekki að ástæðulausu. Svo virðist sem
Þetta er frábær bók og lýsir vel því
andrúmslofti sem ætla má að ríki víða
í pólitíkinni. Auðvitað er þetta skáld-
saga en oft hefur verið greint frá því
hvernig sumir stjórnmálamenn sví-
fast einskis til þess að ná sínu fram.
Hanne-Vibeke Holst fangar vel þessa
sviðsmynd og frásögnin virkar í raun
mjög sannfærandi og trúverðug.
Sagan er ekki aðeins um reykfyllt
bakherbergi stjórnmálanna heldur
varpar ljósi á ýmis samfélagsleg
vandamál sem tengjast valdabrölti
stjórnmálamanna. Höfundur tvinnar
þessi mál vel saman og ætla má að
álit lesenda á stjórnmálamönnum
aukist ekki við lesturinn.
Þetta er löng frásögn en hún held-
ur nær allan tímann. Rýni finnst loka-
kaflinn óþarfur en kannski er ekki um
neina aðra útgönguleið að ræða, þeg-
ar stjórnmálin eru annars vegar.
Kratar í klípu
Spennusaga
Konungsmorðið Eftir Hanne-Vibeke Holst.
Halldóra Jónsdóttir þýddi.
Kilja. 582 bls. Vaka-Helgafell 2014.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Höfundurinn Sagan varpar ljósi á
ýmis samfélagsleg vandamál.
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Gluggar
og garðhús
Glæsilegir sólskálar
lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan
Nánari
upplýsingar á
www.solskalar
.is
Yfir 40 litir í boði!
Viðhaldsfríir gluggar og hurðir
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Kvartett gítarleikarans Ásgeirs Ás-
geirssonar kemur fram á djass-
kvöldi KEX hostels í kvöld, þriðju-
dagskvöld. Auk Ásgeirs skipa
hljómsveitina þeir Agnar Már
Magnússon á píanó, Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og Scott
McLemore á trommur.
Þeir félagar hyggjast leika
nokkrar af perlum amerísku djass-
söngbókarinnar, án efa af sinni al-
kunnu smekkvísi, með sérstakri
áherslu á tónlist gítarleikarans Wes
Montgomerys.
Flutningur kvartettsins hefst kl.
20.30 og stendur í um það bil tvær
klukkustundir með hléi.
Gítarleikarinn Kvartett Ásgeirs leggur
áherslu á tónlist Wes Montgomerys.
Perlur úr amerísku
söngbókinni
Útskriftar-
tónleikar Bald-
vins Ingvars
Tryggvasonar
verða haldnir í
Salnum í Kópa-
vogi í kvöld
klukkan 20.
Hann útskrifast
með BMus-gráðu
í klarinettuleik
frá tónlistardeild
Listaháskóla Íslands nú í vor.
Á efnisskránni eru „Duo Con-
certant“ op. 351 fyrir klarínettu og
píanó eftir Darius Milhaud, „Blik“
fyrir einleiksklarinettu eftir Áskel
Másson, „Andstæður“ (Konstraszt-
ok) fyrir klarinett, fiðlu og píanó
eftir Béla Bartók, „Vier Stücke“
fyrir klarínettu og píanó op. 5 eftir
Alban Berg og „Gran Duo Concert-
ant“ sem er eitt af sérstæðustu
klarínettuverkum Carls Maria von
Weber.
Meðleikarar eru Richard Simm á
píanó, Guðbjartur Hákonarson
fiðluleikari og Erna Vala Arn-
ardóttir á píanó. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Tónleikar Baldvins
Tryggvasonar
Baldvin Ingvar
Tryggvason
Örlagasaga
velska skáldsins
Dylans Thomas,
sem lést aðeins
39 ára gamall ár-
ið 1953, hefur
löngum vakið
áhuga bók-
menntaunnenda.
Nú þegar senn
verður öld liðin
frá fæðingu skáldsins hefur verið
tilkynnt að breski leikarinn Rhys If-
ans muni leika Thomas í kvikmynd
sem verður byrjað að taka á næst-
unni og fjallar um síðustu daga
skáldsins, í New York. Kvikmyndin
kallast Dominion og fer John
Malkovich með annað aðalhlutverk.
Malkovich mun leika skáldið
John Brinnin sem bauð Dylan
Thomas til New York, kynnti hann
á ferðum þeirra um borgina og fór
með ljóð hans. Í kvikmyndinni verð-
ur sjónum einkum beint að síðustu
dögunum sem Thomas lifði, en
hann drakk sína síðustu skál á veit-
ingastaðnum White Horse Tavern í
Greenwich Village.
Rhys Ifans leikur
Dylan Thomas
Rhys Ifans