Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 3
gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands� � Feðgarnir Martial Nardeau og Matthías Nardeau vinna vinnuna sína með lungum og munni. Matthías: Annars er ég mjög feginn að það hlýnaði í vikunni. Blöðin eru svo viðkvæm fyrir frostinu. Martial: Einmitt, það eru alltaf sömu vandræðin með ykkur óbóleikara og þessi blöð. Matthías: En hvað með pikkólóflautuna, er hún ekkert að springa? Það er talsvert mikið loft í meðlimum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sumir þeirra vinna hreinlega við að dæla því út í heiminn í gegnum rör, pípur og ventla. Hljóðfæri þeirra feðga, Martials og Matthíasar Nardeau, tilheyra bæði tréblástursdeild hljómsveitarinnar, þó að annað þeirra, þverflautan, sé reyndar yfirleitt úr málmi. Óbóið er viðkvæmt hljóðfæri sem gerir miklar kröfur til óbóleikara sem yfirleitt eru í stanslausum vandræðum með svokölluð „blöð“ sem þeir blása í gegnum. Flautan á sér hins vegar langa hefð og hefur fylgt manninum um árþúsundir í ýmsum formum. Martial Nardeau settist að með fjöl- skyldu sinni á Íslandi árið 1982, sama ár og Matthías fæddist suður í Frakklandi. Martial hefur lagt mikið til tónlistarlífs- ins hér á landi og ferðast víða til tónleikahalds. Matthías Nardeau er meðal unga fólksins í hljómsveitinni sem fer létt með að taka að sér viðkvæmar sólóstrófur á mikilvægum augnablikum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.