Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 52
Í myndum 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Á síðustu öld þótti það veita landsmönnum og borgarbúum öryggi að hafa símaklefa á almanna- færi. Á síðasta ári vann Síminn að því að taka niður þá 14 símaklefa og 38 tíkallasíma sem enn stóðu uppi og voru þeir þá lítið notaðir. Símaklef- inn í Lækjargötu var einn sá mest notaði á landinu á síðustu öld. Í dag á nær hvert mannsbarn orðið eigin síma til að nota hvar og hvenær sem er og klefarnir því minningin ein. Klefinn óþarfur Morgunblaðið/Þórður Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Reiðhjólahjálmar komu landsmönnum lengi spánskt fyrir sjónir en undir lok 10. áratugarins birtist reglugerð þar sem börnum yngri en 15 ára var gert skylt að nota hlífarhjálma á reiðhjóli. Í dag er það að verða sjaldgæfara en ekki að sjá fólk berhöfðað á reiðhjóli. Árið 1987 fór þessi fríði hópur á myndinni fyrir ofan á hjólum eftir Lækj- argötunni. Tilefnið var söfnun fyrir byggingu hjúkrunarheimilis aldraðra og var hjólað frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þetta löngu síðar þótti hjólreiða- mönnum í svokallaðri Hjólamessu í Hafnarfirði ekki annað en sjálfsagt að brynja sig vel fyrir mun styttri vega- lengd. Morgunblaðið/Ómar Struku um frjálst höfuð Árið 1934 var hafin barátta fyrir því að byggður yrði sundskáli í Naut- hólsvík sem þótti þá tvímælalaust besti staðurinn til sjóbaða í nágrenni við Reykjavík. Sjóböðin voru lengi vinsæl en lögðust af um tíma þegar mælingar leiddu í ljós mengun vegna klóaks sem leitt var út í Fossvoginn. Þeirri losun var hætt og Ylströndin var opnuð í Nauthólsvík árið 2000. Hér má sjá fólk í sólbaði í kringum 1950 í Nauthólsvík og svo um 60 ár- um síðar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/RAX Sextíu ár milli sólbaða

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.