Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 53
18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Morgunblaðið/Rósa Braga Í stórmörkuðum dagsins í dag ganga innkaupin yfirleitt hratt fyrir sig, ekki síst vegna þess að tölvubúnaður les strikamerki vörunnar en langt fram á 9. ára- tuginn var starfsfólk verslana víðast hvar enn að handpikka verð vörunnar. Starfskonur Hagkaupa voru þannig önnum kafnar árið 1988 við að lesa verð- miða hverrar vöru og skrá þær inn og gat vöruhafið á færibandinu verið ansi lengi að malla í gegn. Árið 1986 var Fríhöfnin ein verslana hérlendis komin með verðskanna. Hraðinn á afgreiðslukössum annar Árið 1980 greip um sig hjólaskautaæði á Íslandi og í maí það sama ár birtust fréttir í blöðum að skautarnir væru víðast hvar uppseldir í þeim verslunum sem seldu skaut- ana. Þeir Hilmar Kristinsson og Valþór Ólason lærðu á hjólaskautana sína á diskótek- inu Bergási í Keflavík en voru þarna staddir í miðborg Reykjavíkur í tilefni þess að þeir ætluðu að sýna hjólaskautadans í Tónabæ. Í dag hafa línuskautar að mestu tekið við af rúlluskautunum og öryggisbúnaður er ívið meiri. Með hjálm á höfði og hlífar á olnbog- um og hnjám er ekki úr vegi að láta hundana svo draga sig áfram á Seltjarnarnesi. Línuskautar tóku við af hjólaskautum Morgunblaðið/Ómar Íslendingar eru margir hverjir vanir að djamma til morguns og breytti þar engu um þótt skemmtistaðir lokuðu framan af síð- ustu öld klukkan þrjú. Þeir sem komnir voru með aldur til að fara niður í bæ muna eflaust eftir stemningunni sem myndaðist klukkan þrjú á Lækjartorgi þegar öllum var hent út af stöðunum í einu og mannhafið varð mörg þúsund manns. Í dag eru skemmtistaðir, svo sem Prikið í Bankastræti, opnir fram eftir nóttu og gleðin því innandyra og torgið fámennara. Þessa nótt, fyrir um 25 árum, voru um 6-700 manns á Lækjartorgi rétt rúm- lega þrjú. Öllum hent út í einu Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.