Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Page 22
Benedikt S. Lafleur og fleiri Íslendingar hafa synt Ermasundið og þykir það mikið sport. (C) MOTIV, Jón Svavarsson B enedikt S. Lafleur hefur verið einn af brautryðjendum í að breiða út sjósundsiðkun á Íslandi og hefur tekið þátt í ýmsu afrekssundi frá því hann hóf að stunda sjósund sjálfur. „Ég byrjaði að synda í sjónum fyrir rúmum tíu árum en það var fyrir algjöra tilviljun. Þannig var mál með vexti að ég hafði lesið grein um sjósund í Morgunblaðinu og vissi því að einhverir væru að stunda slíkt sund hér á landi. Nokkru síðar var mér boðið í slíkt sund og ég ákvað að slá til og henda mér út í sjó og taka nokkur sundtök,“ segir Benedikt sem raunverulega stökk út í kald- an sjóinn og við það varð ekki aftur snúið. Almennur áhugi á sjósundi hefur aukist á undanförnum árum en lengi vel var áhuginn takmarkaður og menn gjarnan taldir sér- vitrir að synda í sjónum, að sögn Benedikts. „Þegar ég kynnist sjósundinu voru ekki margir sem stunduðu það en eftir að ég synti Ermarsundið árið 2007 fór ég að taka eftir auknum áhuga og í dag er þó nokkur fjöldi sem syndir reglulega og aðrir sem koma til að prófa og mæta þá endrum og sinnum til að fá sér sundsprett.“ Líkamlegur ávinningur af sjósundi Benedikt er ekki í nokkrum vafa um heilsu- bót sjósunds en þekkir þó líka hætturnar og segir fólk þurfa að hlusta á eigin líkama og ekki vaða út í eitthvað sem það treystir sér ekki í eða hefur ekki heilsu til. „Erlendar og íslenskar rannsóknir hafa sýnt að sjó- sund og sjóböð geta verið notuð til að auka vellíðan fólks og jafnvel í forvarnar- og lækningaskyni. Kuldi eykur t.d. virkni brún- fitufrumna sem ganga á fituforða líkamans og brenna kalóríum. Þannig er hægt að nota sjóböð til að grennast með fremur lítilli áreynslu, svo fremi að maður borði ekki þeim mun meira í kjölfar meiri mat- arlystar,“ segir Benedikt, sem bendir einnig á að sjósund hafi áhrif á sársauka og geti hjálpað verkjasjúklingum. „Til eru viðamikl- ar rannsóknir sem styðja reynslu fjölmargra einstaklinga sem stunda bæði vetrarböð í vötnum og sjó, sem og aðrar reglubundnar kælingarmeðferðir, gagngert í því skyni að lina verki. Finnsk rannsókn leiddi í ljós að skýringar á sambandi kulda og minni verkja mætti rekja til aukinnar virkni hormónsins noradrenalíns sem líkaminn framleiðir meira af við mikinn kulda. Þannig hjálpar sjósund- ið og sjóböð fólki að glíma við sársauka, að minnsta kosti tímabundið.“ Benedikt segir jafnframt að sumir hafi læknað langvarandi höfuðverki með sjóböðum og regluleg sund- iðkun í köldum vötnum hefur að hans sögn haft jákvæð áhrif gegn ýmiss konar gigtar- verkjum. Andleg áhrif sýnileg af sundinu Í sjósundi er fólgin ákveðin hugleiðsla þar sem einbeitingin að sundinu fjarlægir allar áhyggjur og daglegt stres og jafnvel kvíða. „Í sjónum virðast margir komast í hálfgert hugleiðsluástand, þar sem fólk hugsar ekki eins mikið og slakar á í sálinni. Þetta er sameiginlegt álit mjög margra sem stunda sjósund og kannski það sem ræður mestu um vinsældir sjósunds á Íslandi,“ segir Benedikt sem telur sjósundið auka bjartsýni fólks og trú þess á að geta gert eitthvað sem það hélt að það gæti ekki. Sjósund er þó ekki án áhættu og er varað við því að fólk með undirliggjandi æða- og hjartasjúkdóma stundi sjósund nema eftir ráðleggingu læknis. Þá er brýnt að fólk syndi ekki langt frá landi þannig að stutt sé upp úr ef eitthvað kemur fyrir og helst að það fari með einhverjum. Sjósundsfélög eru víða um landið og er ráðlagt að þeir sem vilja byrja að stunda sjósund komi sér í samband við einhverja vana sjósundsmenn í sjósundsfélögum landsins. Benedikt segir það svo ekki skipta máli hvort fólk fer rólega af stað, reynir að venj- ast sjónum rólega eða hoppar út í byrjar að synda. „Það hefur þetta bara hver eins og hann vill og lykillinn er að fólk hlusti á lík- ama sinn og finni sér sinn eigin takt í þessu.“ Í Reykjavík hefur Sjósunds- og sjó- baðsfélag Reykjavíkur haldið úti öflugri heimasíðu þar sem hægt er að finna góðar upplýsingar um sjósund og tilvalið fyrir byrjendur að byrja þar. Einnig býður Bene- dikt ferðamönnum og öllum sem vilja upp á skipulegar sjóbaðs- eða sjósundsferðir um land allt og geta áhugasamir byrjendur og þeir sem vilja fara í lengra sund haft sam- band við hann, m.a. í gegnum síðuna www.lafleur.is ER KALDUR SJÓRINN ÁSKORUN FYRIR ÞIG? Sjósund er einstök hugleiðsla ÁHYGGJUR, KVÍÐI OG STRESS SKOLAST AF FÓLKI Í SJÓNUM ENDA TÆMIST HUGURINN OG EINBEITINGIN BEINIST ÖLL AÐ SUNDINU OG UMHVERFINU. RANNSÓKNIR BENDA EINNIG TIL ÞESS AÐ KULDINN GERI MÖRGUM GOTT OG LÆKNI JAFNVEL LANGVINNA HÖFUÐVERKI OG HJÁLPI GIGTVEIKUM. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sjósund er ekki bara stundað í Nauthólsvíkinni og synda menn um allt land við vel flestar aðstæður. Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Kristinn 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014 Heilsa og hreyfing Hjólreiðar eru að aukast nokkuð þó svo aðstæður séu ekki þær bestu yfir vetrartímann. Því er um að gera að koma sér af stað á sumrin þegar aðstæður eru betri og sjá svo til hvort sportið verði tek- ið alla leið og hjólað í öllum veðrum. Það er allt í senn heilsusamlegt, umhverfisvænt og skemmtilegt að ferðast um á hjóli, sérstaklega þegar hægt er að hjóla fjarri umferð á góðum stígum. Notum sumarið til að hjóla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.