Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Síða 32
Græjur og tækni Líf á öðrum hnöttum AFP AFP *Vísindamenn telja mestar líkur á því að finna lífannars staðar í alheiminum á plánetum þar sembæði vatn og haf er að finna. Frá því að Kepler-sjónaukinn var sérstaklega notaður til að leitaað byggilegum plánetum hefur NASA fundið1.739 plánetur í vetrarbrautinni sem mögulegageta stutt við líf. Miðað við stærð alheimsins má nærri því bóka það að líf sé að finna annars stað- ar en á jörðinni, en hvar er stóra spurningin. N ýr kafli í sögu geim- rannsókna og geim- ferða var opnaður fyrir rúmum 45 árum, þegar Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið um mitt ár 1969. Ári áður höfðu áhafnarmeðlimir Apollo 8 verið fyrstu mennirnir til að komast á braut um tunglið og sjá fjærhlið þess. Gífurlegir áfangar höfðu því náðst á skömmum tíma og Banda- ríkin komin í forustu í geimkapp- hlaupinu við Sovétríkin. Kapp- hlaupið til tunglsins var nefnilega í eðli sínu pólitískt enda hörð sam- keppni milli hins frjálsa heims með Bandaríkin í forustu og alræðisríkj- anna í austri undir hatti Sovétríkj- anna. Framan af höfðu Sovétmenn vinninginn í kapphlaupinu enda fyrstir til að senda gervitungl á sporbraut um jörðina og fyrstir til að senda mann út í geiminn. Bandaríkin og ekki síst bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hlutu því uppreisn æru þegar Neil Arm- strong steig fyrstu skrefin á tungl- inu og gerði afrekið m.a. ódauðlegt með orðunum: „That’s one small step for a man, one giant leap for mankind“ eða: „Lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mann- kynið.“ Þorðu að láta sig dreyma Þegar haft er í huga að flestir snjallsímar í dag búa yfir meiri reiknigetu en geimflaugin sem bar fyrstu mennina til tunglsins er ekki hægt að draga neina aðra ályktun en þá að ferðin hafi verið algjör glæfraför. Óteljandi hlutir gátu far- ið úrskeiðis og björgunarleiðangur svo gott sem ómögulegur. Engu að síður var stefnan sett á tunglið og það var enginn annar en John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkj- anna, sem í stefnuræðu sinni á sameiginlegu þingi Bandaríkjanna árið 1961 lýsti því yfir að Banda- ríkin myndu senda mann til tungls- ins og til baka fyrir lok áratug- arins. Það má segja að skýr stefna og háleitir draumar manna sem vissu hvað þeir vildu og hvert þeir ætl- uðu hafi gert Bandaríkjamönnum kleift að verða fyrstir þjóða til að senda mannaða leiðangra til tungls- ins. Vísindalegt afrek ferðanna Geimferðirnar til tunglsins voru ekki einungis farnar með það að markmiði að skáka Sovétríkjunum, því vísindalegt gildi þeirra var mik- ið. Í sex mönnuðum ferðum á ár- unum 1969 til 1972 voru sendir tólf geimfarar til tunglsins og söfnuðu þeir 382 kg af tunglsteinum og grjóti sem komið var með til baka til jarðar. Rannsóknir á þeim stein- um hafa gefið okkur nokkuð áreið- anlegar vísbendingar um aldur tunglsins og uppruna þess. Sökum þess að tunglið er jarðfræðilega óvirkt og hefur verið í milljarða ára er að finna þar mun eldri steina en finna má á jörðinni en þeir gefa vísindamönnum vísbendingar um aldur sólkerfisins og einnig mik- ilvægar upplýsingar um jörðina. Þá var komið fyrir ýmsum tækjabúnaði á tunglinu sem not- aður hefur verið við ýmsar rann- sóknir, s.s. jarðskjálftamælar og önnur tæki. Framlag tunglferðanna til vísinda hefur því verið mikið. Í desember árið 1972 lenti síð- asta mannaða geimflaugin á tungl- inu og hefur ekkert ríki síðan sent mannað geimfar til tunglsins. Hluti af ástæðunni er eflaust kostnaður- inn en flaugarnar sem báru geim- farana kölluðust Saturn V og voru 110 metrar á lengd eða tæpum 40 metrum hærri en Hallgrímskirkja. Þrátt fyrir að tunglið sé ekki í sigt- inu lengur beinast augu manna að plánetunni Mars og vonandi kom- umst við þangað og til baka með mönnuð geimför. Tunglferðirnar FYRIR NÁKVÆMLEGA VIKU VORU LIÐIN 45 ÁR FRÁ ÞVÍ FYRSTA MANNAÐA GEIMFARIÐ LENTI Á TUNGLINU OG ÚT STIGU ÞEIR NEIL ARMSTRONG OG BUZZ ALDRIN. AT- BURÐURINN ÁTTI EFTIR AÐ MARKA KAFLASKIL Í GEIM- RANNSÓKNUM OG VERA INNBLÁSTUR FYRIR FRAMTÍÐ- ARLEIÐANGRA ÚT Í GEIMINN. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Árið 1969 stigu Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna fæti á tunglið. Saturn V eldflaugin var 110 metrar á hæð eða 40m hærri en Hallgrímskirkja. Bandaríski heraflinn hefur það sem af er þessari öld og lengst af á síðustu öld getað státað af því að vera skrefi á undan andstæðingum sínum. Lykillinn hefur oftar en ekki verið fólginn í því að hugsa út fyrir boxið og finna nýjar og oft á tíðum frumlegar lausnir til að ná og halda yfirburðum yfir önnur herveldi. Ætla má að einungis brot af þeim hugmyndum sem koma fram til að efla styrkja her- mátt Bandaríkjanna verði að veru- leika en rata þó í skýrslur og minnisblöð. Árið 1959 var gerð 100 blaðsíðna skýrsla um eftirlits- stöð á tunglinu. Skýrslan sem leynd var nýlega aflétt af ber nafnið „Project Horizon“ og var hugmyndin sú að eftirlitsstöð á tunglinu gæti fylgst með sam- skiptum á jörðinni. Einnig kom til greina að setja upp vopnakerfi á tunglinu sem gæti hæft skotmörk á jörðinni eða í geimnum. Jafn- framt voru uppi áætlanir um að prófa kjarnorkuvopn á tunglinu. Allar þessar hugmyndir komu þó heilum áratug áður en Bandaríkj- unum tókst að lenda með menn á tunglinu. Eftirlitsstöð á tunglinu KJARNORKUTILRAUNIR Marga hefur dreymt um að heimsækja tunglið, gista og borða góðan mat. Væntingar voru miklar eftir fyrstu tunglferðina og bjuggust eflaust margir við því að byggðar yrðu geimstöðvar úti í geimnum sem al- menningur gæti heimsótt. Aðrir sáu fyrir sér að fljótlega yrði stefnt að því að kom fyrsta mannaða geim- farinu til Mars en raunin varð önnur. Heldur dró úr geimkapphlaupinu eftir fyrstu mönnuðu geimferðina til tunglsins og í kjölfar falls Sovétríkj- anna var pólitískur þrýstingur minni í Bandaríkjunum. Með tilkomu einkageirans í geimferðir og rann- sóknir með fyrirtækjum á borð við SpaceX og Virgin Galactic er kom- inn nýr kraftur og bjartsýni sem Buzz Aldrin hefur nýtt sér. Hann hefur að undanförnu verið ötull tals- maður þess að send verði mönnuð geimför til Mars. Dr. Ellen Stofan, einn helstu vísindamanna hjá NASA, tekur undir þau sjónarmið og segir stefnuna vera tekna á mannaðar geimferðir til Mars. NÆSTI KAFLI Í GEIMFERÐUM Stefnt á mannaðar geimferðir til Mars NASA dreymir um að senda mann- aðar geimflaugar til Mars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.