Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Síða 35
SPORTÍS
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
25% AFSLÁTTUR!
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
www.spennandi.com
OPIÐ: MÁN-FIM: 12-18 - FÖS: 12-16
40% AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM VÖRUM
GALLABUXUR
Í
slenska framsóknarsumrið heldur sínu striki og ef allt fer sem horfir
verða næstu tvö sumur eins eða jafnvel lengur. Það fer allt eftir því
hver úrslit kosninganna verða 2017. Þeir sem ætla að halda áfram að
væla yfir vætunni ættu að setja næsta sumarleyfi í veðurfarslega
áhættustýringu …
Það hvarflar stundum að mér að þeir sem röfli mikið yfir veðrinu séu
kannski ekki staddir alveg á nógu góðum stað. Líf þeirra sé ekki nógu inni-
haldsríkt og sé tilbreytingasnautt á köflum. Þeir sem eru í ljósinu og
leggja sig fram við að hafa tilveruna sína nokkuð góða og fallega taka yf-
irleitt ekki eftir því hvernig viðrar – því lífið stendur og fell-
ur ekki með veðurfarinu. Það eru aðrir hlutir í lífinu
sem hafa meiri vigt og stýra því hvort hamingjan
elti okkur á röndum eða ekki. Lífið getur nefni-
lega alveg verið sólarströnd þótti úti rigni.
Ég er hluti af þeim hressa hóp sem hrein-
lega elskar sólina. Það má ekki sjást sólar-
glæta á himni þá er ég rokin í sund, en um leið
er ég mjög meðvituð um skaðsemi sólarinnar.
Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tíu árum að
ég yrði farin að bera á mig 50 SPF fyrir fer-
tugt þá hefði ég haldið að viðkomandi væri
eitthvað veikur. Eftir að hafa upplifað mátt
sólarinnar og hvað hún getur haft skaðleg
áhrif á húðina þorir maður ekki annað en að
vera alltaf með vörn. Það er lítill sjarmi yfir því
að verða eins og gamall leðursófi í framan …
Þegar stelpur eru komnar á minn aldur er ekki
hægt að fela fyrri lífsstíl. Það er mjög auðvelt að sjá
hvort þær hafi legið mikið í ljósum eða verið mikið á baðströndum á sínum
sokkabandsárum. Þið getið ímyndað ykkur hvað er vont að fatta það núna.
Af hverju sagði okkur þetta enginn á sólbaðsstofuárunum? (Það vann önn-
ur hver Gugga á sólbaðsstofu … líka ég).
Ég er mjög meðvituð um að vandaðar stúlkur eiga nú ekki að vera að
ræða um útlit sitt í tíma og ótíma og alls ekki vera með það á heilanum. En
ég veit bara ekki um neina stelpu sem langar að líta út fyrir að vera eldri
en hún er (nema hún sé 17 ára og þurfi að komast í Ríkið).
Það eru þó alveg nokkrar jákvæðar hliðar á sólarleysi. Ég er nú ekki bú-
in að taka saman hvað vísitölufjölskyldan
getur sparað háar fjárhæðir á rigningunni
en fyrir þá sem eru vanir að fjárfesta svo-
lítið í nýjum sumarfötum þá getur þetta
munað töluverðu í heimilisbókhaldinu fyrir
utan hvað maður sparar mikla peninga á
að kaupa ekki grillolíu, kol eða gas.
Maður hefur bara alls ekki þurft að
kaupa sér neina lekkera sumarkjóla, engar
stuttbuxur og enga hlýraboli. Ég drusl-
aðist reyndar til að kaupa mér sandala í
byrjun sumars sem
voru án efa mistök.
En þeir eru nú svo
góðir í sniðinu að ég
gæti jafnvel notað þá
sem inniskó þegar ég
fer á Hrafnistu ef veð-
urfarið verður svona
þangað til. Ég meina,
fyllti hællinn á þeim
er ekki svo hár. Í stað
þess að spranga um
berleggjaður í erma-
lausum bol og sand-
ölum hefur maður varla farið úr háu leðurstígvélunum, sokkabuxunum og
ullarjakkanum. Og ég er alls ekki að kvarta. Ef það má setja eitthvað út á
rigninguna þá er það helst hvað hún á það til að rústa blásnu hári mikið.
En þá er nú bara um að gera að setja hárið í snúð – þá má rigna fyrir allan
peninginn án þess að greiðslan fari úr skorðum.
En það er nú ekki eins og ævintýrin gerist bara á björtum sumarnóttum
því ævintýrin geta líka bankað uppá í rigningu. Í stað þess að spranga um
berleggjuð um miðbæ Reykjavíkur og tanað mig í drasl í sundi hef ég í
sumar prófað að rigna nánast niður með gorítexklæddum skeggjuðum
svarthærðum manni á Þingvöllum, labbað Reynisfjöruna hönd í hönd í
rigningu, látið lesa fyrir mig og lesið sjálf staflana af íslenskum skáldverk-
um, horft á nokkrar skemmtilegar bíómyndir, látið klóra mér á bakinu og
notið þess að gera allt sem hægt er að gera inni á heimili þegar veðrið er
ekki sérlega útivistarvænt … Er hægt að kvarta eitthvað yfir því?
martamaria@mbl.is
Þarftu veður-
farslega áhættu-
stýringu?
Hunter-stígvélin koma
sér vel í íslenska fram-
sóknarsumrinu.
Maður hefur ekki þurft
að hafa neinar áhyggjur
af bikiníförum þetta
sumarið.
Þessi úlpa frá
66 Norður
hefur verið
töluvert not-
uð í sumar.