Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014 Í síðustu viku var hægt að fá þriggja herbergja íbúð við Hringbraut á um 35 milljónir. Íbúðin er á þriðju hæð og er um 102 fermetrar að stærð og inni í þeirri fermetratölu var meðal annars herbergi í risi sem væri hægt að leigja út. Hringbraut er vissulega mikil umferðargata en það má taka með í reikninginn þegar verið er að skoða eignir við slíkar götur hvort garður er baka til eins og tilfellið er hér til dæmis. 101 REYKJAVÍK HRINGBRAUT Það er hægt að búa alveg við sjóinn í Reykjavík, meira að segja aðeins fá- eina metra frá, í Bryggjuhverfinu nánar tiltekið. Í póstnúmeri 110 er fyrir 35 milljónir hægt að fá þá nálægð og búa í 100 fermetra íbúð með 30 fer- metra bílskúr og af svölum er hægt að drekka kaffi og horfa yfir sjóinn á morgnana.110 REYKJAVÍK BÁSBRYGGJA Í Austurbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í húsi byggðu árið 1943 við Bollagötu, er hægt að kaupa um 96 fermetra hæð, fjögurra herbergja í þríbýli fyrir rúmlega 35 milljónir. Sé verið að hugsa til sólar má geta þess að eigninni fylgja suðursvalir sem má ef til vill nota næsta sumar og sumur. 105 REYKJAVÍK BOLLAGATA M örgum þykir fátt skemmtilegra en að skoða fasteignaauglýs- ingar og láta sig dreyma. Eignirnar sem til sölu eru á landinu eru ýmiss konar og forvitnilegt er að skoða hversu fjöl- breyttar þær geta verið þrátt fyrir að þær kosti að sama – íbúðir í blokk- arbyggingum, hæðir í fjölbýlishúsum, raðhús, stór einbýlishús og grónar lóðir. Sunnudagsblað Morgunblaðsins ákvað að nota eina tölu sem viðmið og fara á stúfana í fasteignaleit. Við gáfum okkur að í vasanum væru 35 milljónir; rétt rúmlega sú upphæð sem er meðalupp- hæð gerðra kaupsamninga á höfuðborg- arsvæðinu síðustu 12 vikurnar. Sam- kvæmt Fasteignaskrá voru að meðaltali gerðir 127 kaupsamningar á höfuðborg- arsvæðinu á viku á þessu 12 vikna tíma- bili og meðalupphæð í milljónum á hvern samning var 34,8 milljónir. Þess ber að geta að meðalupphæð kaupsamninga þýð- ir ekki það sama og meðalverð eigna. Er það vegna þess að hver kaupsamningur getur snúist um fleiri en eina eign, og svo eru eignir í misgóðu ástandi, mis- gamlar og þar fram eftir götunum. Vissulega hefði mátt notast við ýmsar tölur sem viðmiðunarverð í þessari fast- eignaskoðunarskemmtun en ákveðið var að velja þessa leið. Lesendur geta þó sjálfir skemmt sér við að nota önnur við- mið til að bera saman hvað þeir geta fengið fyrir sömu upphæð. Mætti þar til dæmis nota meðalfasteignamat íbúðar- húsnæðis, fjölbýlis og sérbýlis fyrir næsta ár, sem er 32,9 milljónir, en inni á vef Þjóðskrár Íslands má sjá Fasteigna- mat ársins 2015 fyrir allar eignir á Ís- landi. Þrátt fyrir að notast hafi verið við meðalupphæð kaupsamninga á höfuð- borgarsvæðinu var vissulega leitað út fyrir borgarmörkin enda alltaf for- vitnilegt að skoða hvaða heimili er hægt að fá úti á landi fyrir sama pening og maður fær í bænum. Að lokum ber þess að geta að miðað var við að eignir sem valdar voru mættu kosta um milljón meira eða minna en 35 milljónir. Hvað færðu fyrir 35 milljónir? EF Í VASANUM LEYNDUST UM 35 MILLJÓNIR – SÚ UPPHÆÐ SEM ER MEÐALTAL ÞEIRRA KAUPSAMNINGA SEM GERÐIR VORU UM FASTEIGNIR SÍÐUSTU 12 VIKURNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU – HVERNIG HEIMILI GÆTIRÐU EIGNAST? Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ótrúlegt en satt – í Reykjavík má finna tæplega 240 fermetra hús á 35 milljónir. Sá galli er á gjöf Njarðar að í staðinn þarf fólk að leggjast í tals- vert miklar endurbætur að innan sem utan en þetta er þá ágætis tæki- færi fyrir handlagna sem treysta sér í slíkt. Húsið er raðhús, níu her- bergja, með útgang út í garð og þá er arinn í stofu. 111 REYKJAVÍK NORÐURFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.