Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Side 45
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Þá vindum við okkur til Ísafjarðar fyrir 35 milljónir í vestfirskt fjallaútsýni.
Þar má finna sjö herbergja hús sem er um 250 fermetrar að stærð en það
var byggt árið 1969. Þess má geta að eldhúsinnréttingin hefur fengið að
halda sér í upprunalegu formi – mjög smart að mati húsbúnaðaráhuga-
manna. Ný tæki eru þó komin og borðplötur. Þannig má elda nóg af
pönnukökum og fara reglulega á skíði, sem verður ekki metið til fjár.
ÍSAFJÖRÐUR MIÐTÚN
400
Ísafjörður
35 milljónir og eina umfram kostar einbýlishús og austfirskt fjallaútsýni á
Eskifirði. Húsið var byggt árið 1977 og stendur nokkuð hátt uppi í kaup-
staðnum, með átta herbergjum og er 267 fermetrar og svo má hengja föt
út á snúrur og gera ýmislegt sér til dundurs á austfirskri lóð sem er meira
en 800 fermetrar að stærð. Höfuðborgarbúar geta prófað skipti á eign-
um.
735
Eskifjörður
ESKIFJÖRÐUR FAGRAHLÍÐ
Á Suðurnesjum eru margar eignir til sölu og meðal annars þetta fallega
bárujárnsklædda hús við Suðurgötu, byggt árið 1938, en það er mikið
endurnýjað. Ásett verð er 35 milljónir og einni betur. Húsið er samtals
189 fermetrar og í því eru 7 herbergi.
230
Reykjanesbær
REYKJANESBÆR SUÐURGATA
Ef við færum okkur norður á bóginn, alla leið til Húsavíkur, er til sölu eign
fyrir meðalupphæðina, 35 milljónir, sem er 208 fermetrar, fimm her-
bergja hús, byggt árið 1990. Lóðin er líka stór, um 800 fermetrar. Húsið
stendur hátt svo að það er frábært útsýni yfir bæinn og sjóinn. Ef ein-
hverjir ætla á Mærudagahátíðin núna síðustu vikuna í júlí er auðvitað
hægt að fara í fasteignaskoðun í leiðinni.
640
Húsavík
HÚSAVÍK STEKKJARHOLT
Hafi fólk langað til að eignast hús eftir arkitektinn sem teiknaði Domus
Medica, Hótel Sögu, Watergate-bygginguna á Íslandi og Háteigskirkju,
svo fátt eitt sé nefnt, gæti þetta uppfyllt drauminn. Húsið er teiknað af
Halldóri H. Jónssyni 1952 og var lengst af notað sem embættisbústaður
dýralækna Borgarfjarðar en þess má geta að það eru ekki nema tvö ár
síðan það var endurnýjað að mestu. Húsið er um 190 fermetrar að stærð.
310
Borgarnes
BORGARNES GUNNLAUGSGATA
Í Vestmannaeyjum er hægt að fá eitt þessara virðulegu gömlu íslensku
bárujárnshúsa, meira en 100 ára gamalt, við Kirkjuveg fyrir meðalupp-
hæð kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu og einni milljón betur eða 36
milljónir. Húsið er 264 fermetrar að stærð með 5 svefnherbergjum, 2
stofum og 2 baðherbergjum, nýjum sólpalli og gróinni lóð og hefur húsið
verið mikið endurnýjað.
900
Vestmannaeyjar
VESTMANNAEYJAR KIRKJUVEGUR