Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Það er von að Andríki spyrji:
Hvenær verður þjóðaratkvæða-greiðslan um aðildina að
Noregi haldin?
Samfélags-miðlarnir
loga vegna málsins.
Á ekki að gefa þjóðinni kost á aðsegja sitt í málinu?
Við hvað eru menn hræddir?
Krafan um aðildina að Noregiuppfyllir líklega sömu kröfur
og hugmyndin um aðild að ESB.
Meirihluti Íslendinga er andvíg-ur, meirihluti þingmanna er
gegn hugmyndinni, ríkisstjórnin er
ekki bara andvíg heldur vill hún
skiljanlega ekki standa í aðlögun
sem hún er andvíg, Norðmenn vilja
ekki sýna „samninginn“ og alls ekki
hefja „viðræður“ um sjávarútveg
nema byrlega blási í könnunum.
Á virkilega að halda þessu málifrá þjóðinni?“
Þetta eru lögmætar og brenn-andi spurningar. Og við þær
má bæta:
Hræðast menn upplýsta umræðu?Hví er þagað um sjónarmið
Árna Páls um að „umsóknin ein“
breyti öllu til batnaðar? Eru það ekki
örugglega enn sjónarmið Árna Páls?
Fá menn ekki að kíkja í norska pakk-
ann?
Verður ekki þjóðin „sund ogfrisk“á augabragði fái hún að
kíkja í hann?
Norska Konungshöllin
Urðu viðræðusinn-
ar úti á útihátíð?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.8., kl. 18.00
Reykjavík 14 alskýjað
Bolungarvík 10 alskýjað
Akureyri 13 alskýjað
Nuuk 8 heiðskírt
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 20 skýjað
Kaupmannahöfn 22 skýjað
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Helsinki 26 heiðskírt
Lúxemborg 22 léttskýjað
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 21 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 23 skýjað
París 26 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 22 skýjað
Berlín 21 skýjað
Vín 22 skýjað
Moskva 22 þrumuveður
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 28 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 22 alskýjað
New York 29 heiðskírt
Chicago 24 alskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:52 22:17
ÍSAFJÖRÐUR 4:38 22:40
SIGLUFJÖRÐUR 4:20 22:24
DJÚPIVOGUR 4:16 21:51
Íslenska liðið í opnum flokki tapaði
fyrir liði Svíþjóðar með minnsta mun
í fimmtu umferð Ólympíuskákmóts-
ins í Tromsö í gær. Hannes Hlífar,
Hjörvar Steinn og Helgi Ólafsson
gerðu jafntefli en Guðmundur Kjart-
ansson tapaði. Kvennaliðið tapaði
½-3½ frá Venesúela. Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir gerði jafntefli
en aðrar töpuðu.
Aserar, Búlgarar og Serbar eru
efstir með fullt hús stiga í opnum
flokki. Aserar unnu Frakka, Búlg-
arar sigruðu Rúmena og Serbar
lögðu Tékka að velli. Þrettán þjóðir
hafa 7 stig. Þar á meðal eru Rússar
og Kínverjar, sem gerðu 2-2 jafntefli
í dag sem og Norðmenn sem unnu
Pólverja. Kínverjar, Indónesar,
Ungverjar, Rússar og Íranar eru
efstir í kvennaflokki einnig með fullt
hús. Báðar íslensku sveitirnar hafa 4
stig.
Það vakti gríðarlega athygli þegar
skákkona frá Tógó tapaði í aðeins
þremur leikjum fyrir skákkonu frá
Simbabve í gær. Skákin tefldist: 1.
e4 g5 2. d4 f6 3. Dh5 skák og mát. Ís-
lenska liðið í opnum flokki mætir al-
þjóðlegri sveit blindra og sjón-
skertra í fimmtu umferð
Ólympíuskákmótsins sem fram fer í
dag. Kvennasveitin mætir Bangla-
dess.
Báðar íslensku sveitirnar með 4 stig
Íslenska liðið í opnum flokki keppir
við blinda og sjónskerta í dag
Skák Lenka Ptácníková, Ingvar
Þór Jóhannesson og Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir í Tromsö.
Eitt kauptilboð hefur borist í hús
kínverska sendiráðsins við Víðimel
29 í Reykjavík en því hefur enn ekki
verið svarað. Tvö ár eru síðan sendi-
ráðið flutti í ný húsakynni við Bríet-
artún og hefur gamla sendiráðs-
byggingin staðið auð þennan tíma.
Fasteignamarkaðurinn hefur með
sölu hússins að gera þótt það sé ekki
formlega á söluskrá. Húsið er á ein-
um dýrasta stað í Reykjavík. Guð-
mundur Jónsson fasteignasali segir
að stór einbýlishús í Vesturbænum
eins og þetta fari á 100 til 150 millj-
ónir króna. Hins vegar þarfnist hús-
ið mikilla endurbóta og viðgerða að
utan sem innan, þar á meðal þurfi að
endurnýja lagnir. Muni söluverðið
taka mið af því.
Tilboð í
sendiráð
Beðið viðbragða
stjórnvalda í Kína
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Óselt Gamla kínverska sendiráðið
við Víðimel stendur enn autt.