Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 21

Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 21
Elín Kristín Gunnarsdóttir ✝ Elín KristínGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júní 1956. Hún lést 23. júlí 2014. Foreldrar henn- ar eru Theódóra Ólafsdóttir, f. 14. febrúar 1929, og Gunnar Matthías- son, f. 28 október 1925, d. 30. nóv- ember 2008. Systir Elínar er Ingibjörg Þóra Gunn- arsdóttir, f. 1. október 1949. Hennar dóttir er Dóra Björk Guðjónsdóttir, f. 1985. Elín gekk í Mela- skóla og Hagaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Gekk síðan í Verzl- unarskóla Íslands og varð þaðan stúd- ent 1976. Hún starf- aði lengst af hjá Hvíta húsinu aug- lýsingastofu. Elín verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 6. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Það er til rúmlega hálfrar ald- ar gömul ljósmynd af Ellu Stínu sitjandi á útitröppunum hjá afa og ömmu á Grenimel, í sunnu- dagsstássi, rauðköflóttum kjól og blárri gollu. Hún horfir beint í myndavélina með kankvísum spurnarsvip og það vottar fyrir brosi í munnvikunum. Þessum sama svip gat brugðið fyrir á andliti hennar öllum þessum ára- tugum síðar, ef maður hitti hana á förnum vegi. Hún skoðaði til- veruna af íhygli sem ekki er öll- um gefin, hafði ekki endilega mörg orð um hana, en var óhrædd við að taka sér stöðu og fylgja þar eftir sem henni þótti þurfa. Þau eldri okkar systkinanna muna Ellu Stínu fyrst og fremst sem barn á góðum stundum á Mýrargötunni, Grenimelnum eða annars staðar þar sem stórfjöl- skyldan kom saman. Í minning- unni var hún alltaf glöð og þurfti einstaklega lítið til að gera hana ánægða. Samverustundirnar á fullorðinsárum urðu hins vegar stopulli, nema hjá yngsta bróð- urnum í okkar hópi, sem naut þeirra forréttinda að eiga með henni margar ferðir í Bása, að vetri jafnt sem sumri. Hann og börn hans minnast hennar nú með sérstöku þakklæti. Á ferða- lögum vildi Ella Stína hafa hlut- ina eftir sínu höfði og fór ekki alltaf sömu leiðir og samferða- fólk. Hátíðarmáltíðir voru snæddar við dúkað borð og sparistell í Básum jafnt sem heima við og ekkert slegið af í matreiðslu eða öðrum undirbún- ingi. Farangurinn var enda oft töluvert meiri en hjá öðrum og í tjaldútilegum þurfti hún jafnan sérstakt birgðatjald, auk svefn- tjalds. Ella Stína var ekki allra, en ef hún taldi þig til vina var fátt sem hún ekki var tilbúin að gera fyrir þig. Á glöðum stund- um var ómögulegt annað en að gleðjast með henni, því glaðværð hennar var bráðsmitandi. Hún var góður ferðafélagi og til í göngur og annað útileguslark ef svo vildi verkast, þótt hún væri ef til vill meira fyrir þægindin á áfangastað. Minningin um Ellu Stínu er björt. Guðmundur Björn og systkini. Langar nætur, ljósa kalda daga hef ég leitað, það er mannsins saga. Fundið aðeins óma gleymdra laga en ekkert svar, ekkert svar. Ég hef efast, þegar einn ég reika, er þá lífið aðeins hismið veika? Hlusta á vindinn í visnu sefi leika, en ekkert svar, ekkert svar. Ég vænti svara, vildi þekkja leiðir. Vita skil á því sem ferðir greiðir. Þrá lífið en ekki orð sem deyðir. en ekkert svar, ekkert svar. (Jónas Friðrik) Þetta lag höfum við vinir og ferðafélagar Ellu Stínu sungið oftar en tölu verður á komið. Oft- ast í Básum um bjarta sumar- nótt. Ella Stína söng hæst enda var þetta eitt af hennar uppá- halds og söngbókin okkar sem var gefin út 1997 heitir Dúrí. Fyrir tæpum tuttugu árum myndaðist hópur fólks sem fór gjarnan í Bása um áramót og Jónsmessu. Það má segja að söngur hafi dregið fólkið saman og þar fór Ella Stína fremst í flokki, hún kunni alla texta! Í áramótaferðum fór Ella Stína ekki fram hjá neinum, sat löngum stundum fyrir utan skála í sérsniðnu hásæti (í skafli) sem Gummi frændi hennar útbjó fyr- ir hana. Það var gaman að ferðast með Ellu Stínu, hún var mjög skipu- lögð, alltaf með tvö tjöld, annað, það minna var sofí-tjald og hitt var birgðatjald. Lengi vel fylgdi henni líka skjóða, stór taska sem einhvern tímann var hvít og nefndist Mary Poppins, það var allt í henni, tannstönglar, plást- ur, nál og tvinni, pipar og salt, já allt þetta litla sem við hin gleym- um stundum að taka með okkur í útilegu. Ella Stína vakti yfirleitt lengst og vaknaði fyrst, við drógumst eitt af öðru inn í tjöldin okkar og sofnuðum út frá söng eða spjalli Ellu Stínu við nærstadda. Þegar við vöknuðum var Ella Stína klár með kaffið og oftar en ekki smá samantekt af atburðum nætur- innar. Árin liðu og hópurinn okkar þétti raðirnar, kannaði nýjar slóðir, héldum reglulega í „brunch“ og skipulögðum næstu ferðir. Ella Stína hélt þó ekki brunch, hún sá um jólaboðið og það var glæsilegt hlaðborð, allt- af! Pakkaleikur og málshátta- kökur voru fastur liður á dag- skránni. Dýrmætar minningar sem við þökkum fyrir í dag. Fyrir fjórum árum eyddum við verslunarmannahelginni á Flankastöðum, ættaróðali Ellu Stínu rétt utan við Sandgerði, dásamleg helgi en síðasta útileg- an sem Ella Stína fór í með okk- ur. Heilsu Ellu Stínu var byrjað að hraka en ekkert okkar óraði fyrir í hvað stefndi. Þegar Ella Stína varð fertug var þeim áfanga fagnað um Jóns- messu í Básum. Flötin var tekin frá og þegar Ella Stína mætti á svæðið með rútunni fylgdu henni samtals 40 pinklar. Í afmælinu voru henni færðir forláta gúmmí- skór sem skósmiðurinn á Dun- haga hafði sérsniðið sólana á. Undan vinstra fæti markaði fót- spor hennar Ella Stína og sá hægri var hér. Já svo sannarlega markaðir þú spor í tilveru okkar, við þökkum samfylgdina, trausta og góða vináttu um leið og við sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ferðahópurinn Sullarar, Anna Huld, Anna Lára og Bjarni, Anna Sigga, Bryndís og Rúnar, Dísa og Unnsteinn, Elsa og Bjarni, Harpa, Heimir og Jóhanna, Sigurrós og Ingvar. Sem betur fer tökum við fæst eftir því í dagsins önn hvað tím- inn líður hratt. Það er betra fyrir heill og hamingju að vera ekki ei- líflega að velta því fyrir sér að líf- ið líður bara í eina átt, að enda- lokum þess. Samt erum við reglulega minnt harkalega á hverfulleikann þegar einhver ná- kominn fer, sérstaklega þegar um er að ræða ótímabært andlát. Samstarfsmaður okkar í yfir 30 ár, Elín Kristín Gunnarsdótt- ir, er fallin frá langt um aldur fram.Það fór ekki framhjá okkur vinnufélögum hennar síðastliðin tvö ár að hún var mikið veik, þótt endanleg sjúkdómsgreining lægi ekki fyrir fyrr en í síðastliðnum desember. Ella lét ekki deigan síga í baráttunni við krabba- meinið og gekk til starfa sinna miklu lengur en stætt var. Það var henni líkt.Hún tókst á við veikindin eins og öll sín verkefni, af elju og krafti, staðráðin í ljúka því fullkláruðu, þrátt fyrir að vonin um bata væri nánast engin. Ella hóf störf hjá Hvíta húsinu auglýsingastofu árið 1982. Hún gegndi ýmsum störfum tengdum bókhaldi og fleiru í upphafi, en setning á texta var hennar aðall fram til þess tíma að setningin fór inn í tölvurnar. Hún var hör- kufljótur og nákvæmur setjari, góð íslenskumanneskja og lið- tækur prófarkalesari, nokkuð sem fáum er gefið. Því kom eng- um á óvart hve góðum tökum hún náði á spænsku, en hana tal- aði hún reiprennandi. Síðustu tvo áratugina hefur starfssvið henn- ar verið launa- og verkbókhald, ásamt með allri reikningsútskrift fyrirtækisins. Ella var ætíð boðin og búin til starfa þegar mikið lá við, hvort heldur var að kvöldi eða um helgi. Hún lagaði sín sumarfrí að þörfum fyrirtækisins og var allt- af mætt fyrst, yfirleitt ekki seinna en um hálf átta. Nú mætir ekki lengur kaffiilmur Ellu þeim er árla koma til starfa. Hvíta húsið og starfsfólk þess þakkar Ellu órofa tryggð og trú- mennsku í yfir þrjá áratugi og sendir móður hennar og systur innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Ellu okkar. Halldór Guðmundsson, Kristinn R. Árnason og Ingveldur Finnsdóttir. HINSTA KVEÐJA Frá Ingu Þóru systur. Gæti ég bara dansað við þig dúfan mín á torginu dansað við þig daginn langan dansað úr þér sorgina draumabarnið smáa gæti ég bara huggað þig og hrakið kvíðann burt gefið þér lífið sem lifnaði forðum með lýsandi orðum gæti ég bara snert þig snaróðum orðum og ljóðum sem lækna gæti ég bara gefið þér ljóðin sem lækna (Ingibjörg Haraldsdóttir) Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 ✝ Kristján Jóns-son fæddist á Akureyri 10. ágúst 1928. Hann lést á Landakoti 23. júlí 2014. Foreldrar hans voru Laufey Jóns- dóttir og Jón Krist- jánsson, versl- unarmaður. Kristján var 7. í röð 8 systkina. Þann 14. mars 1954 gekk hann í hjóna- band með Ester Sighvatsdóttur frá Ragnheiðarstöðum, fæddri 30. maí 1931, dáinni 15. nóv- ember 1987. Þau eignuðust 4 og Georgs Braga Einarssonar eru Ester og Hjalti. Síðastliðin 22 ár hefur Kristján verið í sam- búð með Erlu Jónsdóttur frá Reykjavík. Börn hennar eru Ólöf Bára, Jóhannes og Sæunn. Kristján var starfsmaður Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins til margra ára. Kristján hafði mikinn áhuga á félagsstörfum ýmiss konar. Hann var meðlimur í Góðtempl- arareglunni, Reglu Must- erisriddara og einnig var hann heitur framsóknarmaður. Mörg- um sumrum eyddi hann í Galta- læk við ýmis störf í þágu stúk- unnar við uppbyggingu svæðisins. Útför Kristjáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 6. ágúst 2014, kl. 13. börn. 1) Jón. Hann kvæntist Ingibjörgu Hjaltadóttur en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Laufey, Kristján og Salóme Ósk. 2) Sig- hvatur, kvæntur Ingigerði Sig- mundsdóttur. Börn þeirra eru, Ester, Bryndís og Dagný Lóa, og barnabörn Brynhildur Eva, Karen og Ró- bert Árni. 3) Helgi, kvæntur Eddu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru, Hrafnkell, d. 2008, og Steinar. 4) María. Börn hennar Elsku pabbi. Nú ertu farinn og kominn til mömmu sem hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir að veita mér ynd- islega æsku, fyrir ferðirnar í Galtalæk og um allt land í bjöll- unni góðu og fyrir skemmtilegu stundirnar í vinnunni þinni í Keldnaholti. Takk fyrir að stríða vinkonum mínum og bjóða þeim súkkulaði en ekki mér og vera traustur og alltaf til staðar. Eftir að mamma dó vorum við tvö í kotinu í nokkur ár og horfðum á Me and my girl, elduðum með misjöfnum árangri og þú byrjaðir að vaska upp 59 ára gamall. Þetta gekk bara ágætlega hjá okkur. Þú reyndist svo börnunum mínum góður afi. Pabbi sagði alltaf, komdu sem oftast, það er svo gaman þegar þú ferð. Það var reyndar ekkert gaman þegar þú fórst í þína hinstu ferð en gott að vita að þú hvílir nú við hlið mömmu, þið eruð sameinuð á ný. Takk fyrir allt. María. Kristján Jónsson, móðurbróðir minn, andaðist í góðri elli hinn 23. júlí. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp á veltiárum sam- vinnumanna. Upp úr tvítugu kom Kristján til Reykjavíkur og hóf nám við Iðnskólann. Vegna van- efnda meistarans í iðngreininni hætti hann námi. Fljótlega þar á eftir fékk hann vinnu á Vellinum við rannsóknir á steinsteypu. Þar lærði Kristján aðferðafræði sem kom honum vel við störf hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins síðar, en þar vann hann lung- ann úr sinni starfsævi. Á sínum yngri árum dvaldi Kristján löngum á heimili foreldra minna, þar til hann kvæntist Est- er Sighvatsdóttur frá Ragnheið- arstöðum í Flóa 1954, hinni mæt- ustu konu og mikilli húsmóður. Ester lézt um aldur fram 1987. Á seinni árum bjó hann með Erlu Jónsdóttur. – Í barnsminni er, þegar Kristján sat við borðstofu- borðið og teiknaði hús og önnur mannvirki í sambandi við nám sitt. Maður stóð hugfanginn og horfði á þessar teikningar. Þá tók hann mig á stundum með sér til veiða í vötnum og ám í nágrenni bæjar- ins. Eitt sinn fór eg með honum með litla senditík í skoðun. Krist- ján hafði sett stefnuljós á hliðar bílsins, en skoðunarmaðurinn var ekki alls kostar ánægður, því að bæði ljós áttu að sjást samtímis í ákveðinni fjarlægð frá bílnum. Þar stóðu þeir drjúga stund og þrefuðu um, hvort þau sæjust eða ekki. Þá spurði skoðunarmaður- inn mig, smápatta, hvort eg sæi bæði ljós í einu, og auðvitað stóð eg með frænda mínum, og bíllinn fékk fulla skoðun. Um miðbik síðustu aldar var víða þröngt í búi. Það varð hlut- skipti fjölskyldunnar í fyrstu að flytja úr einni leiguíbúðinni í aðra unz hún eignaðist eigið húsnæði í Breiðholti 1970. Með mikilli elju komst Kristján vel af og bjó fjölskyldu sinni ávallt hið ágætasta heimili. Oft greip Kristján í ýmsa íhlaupa- vinnu til þess að drýgja tekjurnar. Hann var meðal annars liðtækur í múrverki og í nokkur ár keyrði hann út öll dagblöðin á næturnar. Það kom fyrir endrum og sinnum, að eg skaut honum leti við dreif- inguna, þegar hann langaði að fara í bíó. Eini gallinn við það var, að það stóð með stórum stöfum á hliðum bílsins Tíminn. Kristján var í eðli sínu fé- lagslyndur og tók hann þátt í margvíslegu félagsstarfi. Hann starfaði innan bindindishreyfing- arinnar í fjölda ára, var esperant- isti og sótti alþjóðleg mót þeirra; einnig hafði hann mikla ánægju af dansi. Þá lagði Kristján drjúgan skerf að uppbyggingu sumardval- arstaðarins í Galtalæk, þar sem þau hjón dvöldu löngum með börn sín ung. Óefað eru þeir ekki marg- ir, sem hafa unnið þeim stað betur en hann. Þessi fátæklegu minningarorð eru örlítill þakklætisvottur frá okkur systkinunum á Snorrabraut 65, sem minnumst Kristjáns frænda okkar með hlýju og virð- ingu. Börnum hans og öðru venzlafólki sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. Ágúst H. Bjarnason. Komið er að kveðjustund. Kristján Jónsson er haldinn á vit feðra sinna. Eftir stendur minning um góðan og skemmtilegan mann sem auðgaði líf samferðamanna með gleði sinni og léttri lund. Kristján reyndist mér og fjöl- skyldu minni alltaf vel. Hann var kvæntur móðursystur minni, Est- er Sighvatsdóttur, og með þeim leigðu foreldrar mínir, Margrét og Páll H. Pálsson, sína fyrstu íbúð, í Miðstræti í Reykjavík. Þar bjuggu þau þegar ég fæddist og þá áttu Kristján og Ester þegar tvo syni, annan nýfæddan og hinn eins árs gamlan. Það hefur því oft verið kátt í koti og nóg að gera hjá þessum tveimur ungu fjölskyld- um. Við fluttum burt árið eftir og Kristján og Ester fluttu á Hring- braut 97 árið 1957. Ári seinna fæddist þeim svo þriðji sonurinn. Þó að fjölskyldan væri stór og íbúðin frekar lítil var ævinlega nóg pláss fyrir góða vini og við í fjölskyldu minni gistum alltaf hjá þeim þegar við komum í bæinn. Þá var sofið í öllum rúmum og koj- um og gólfið var þakið dýnum. En aldrei man ég til þess að nokkur hafi talað um að þarna væri þröngt. Síðar, árið 1970 fluttu þau í Blöndubakka í Breiðholti og fyrsta veturinn minn í menntaskóla bjó ég í kjallaraherbergi sem tilheyrði íbúð þeirra. Kristján og Ester reyndust mér sem bestu foreldrar og alltaf var ég velkomin á heimili þeirra. Þarna kynntist ég Kristjáni betur og lærði að meta húmorinn hans og góðlátlega glettni. Kristján hafði mikinn áhuga á tungumálum, ekki síst esperanto, og var fús að miðla þeim fróðleik til okkar hinna. Hann tók okkur æv- inlega fagnandi þegar við heimsótt- um hann í sumarbústaðinn í Galta- læk og þar var alltaf glatt á hjalla. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Krist- jáni Jónssyni. Blessuð sé minning hans. Margrét Pálsdóttir. Kristján Jónsson ✝ Elskuleg fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN M. KJERÚLF frá Hrafnkelsstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að kvöldi 3. ágúst. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 9. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Valþjófsstaðarkirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Anna Ólöf Björgvinsdóttir, Sigurjón Jónasson, Lindi, Berglind, Svandís, Snærún, Heiða og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hróarsstöðum, Fnjóskadal, áður Akurgerði 3, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð laugardaginn 2. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hálskirkju, Fnjóskadal, þriðjudaginn 12. ágúst klukkan 14.00. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, Kristján I. Jóhannesson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og bróðir, GUNNAR FRIÐRIK ÓLAFSSON, Álfkonuhvarfi 3, Kópavogi, lést að kvöldi föstudags 1. ágúst á Landspítala í Fossvogi. Jarðarför auglýst síðar. Guðrún Helga Skúladóttir, Skúli Kristinn, Helga E. Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Guðrún Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.