Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
✝ Ingeborg Ein-arsson, f. Kors-
bæk, fæddist 28.
mars 1921 í Søndre
Bjerre á Sjálandi,
Danmörku. Hún
lést eftir stutta
legu á Landspítala
24. júlí 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Johannes
Korsbæk, búfræð-
ingur og forstjóri
heimilis fyrir seinþroska stúlk-
ur og þær sem bjuggu við erf-
iðleika á heimilum, í Holstebro,
Jótlandi, f. 20.3. 1884, d. í júní
1960, og Marie Kirkegaard
Korsbæk, húsmæðrakennari, f.
24.6. 1886, d. í apríl 1928. Bræð-
ur Ingeborg voru Jakob, skrúð-
garðameistari, f. 1919, d. 1984,
og Vagn Aage, sendiherra, f.
1923, d. 2007. Hálfbróðir henn-
ar samfeðra var Helge Hausc-
hield Korsbæk, f. 1933, d. 2008.
Síðari eiginkona Johannesar og
fósturmóðir Ingeborgar var El-
isabeth Hauschield Jensen, f.
1904, d. 1976.
Hinn 27. desember 1940 gift-
ist Ingeborg Friðriki Einarssyni
yfirlækni sem fæddist á Hafra-
nesi við Reyðarfjörð 9.5. 1909,
d. 27.9. 2001. Þau eignuðust
fimm börn: 1) Kirsten, kennari,
1946 og hefur í viðtölum í tíma-
ritum sagt frá þeirri upplifun
að búa í útjaðri bæjarins, í
Kleppsholtinu, og hvernig um-
hverfi og íslensk menning voru
ólík því sem hún þekkti frá Dan-
mörku. Hún var brautryðjandi í
skógrækt á Íslandi og lét efa-
semdir skógræktarfrömuða
ekki hafa áhrif á fyrirætlanir
sínar og hóf fljótlega að gróð-
ursetja tré. Hún hefur ræktað
upp þrjá garða, í Efstasundi,
Hamrahlíð og Hvassaleiti, auk
þess sem hún sinnti garðrækt í
Hæðargarði, þar sem hún bjó
síðast, og í landskika í Mos-
fellsbæ, þar sem nú er kominn
skógur. Blómarækt var einnig
ástríða hjá henni og bar blóma-
skrúð í kringum hana alla tíð
vitni um meðfædda græna fing-
ur. Ingeborg lærði ung postu-
línsmálningu, nam málaralist
hjá Jóhannesi Geir og Valtý
Péturssyni á 9. áratugnum og
hélt tvær málverkasýningar,
auk þess sem gerði hún drög að
barnabók og hefti með teikn-
ingum af útilistaverkum í
Reykjavík. Hún hafði alla tíð
mikinn áhuga og skoðanir á
þjóðfélagsmálum og eftir hana
liggja skrif um ýmis málefni í
dagblöðum á Íslandi og í Dan-
mörku. Eftir andlát eiginmanns
síns bjó Ingeborg ein í eigin
íbúð og sá um sig sjálf, fyrir ut-
an þrif og innkaup.
Útför Ingeborgar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 6.
ágúst 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
f. 8.5.1942, gift Sig-
urði Ingvarssyni fv.
deildarstjóra. Þau
eiga eina dóttur:
Sigrúnu Ölbu, gift
Birni Þorsteins-
syni. Sonur Kir-
stenar er Örn
Valdimarsson (fað-
ir Valdimar Her-
geirsson f. 1930),
kvæntur Aðalheiði
Ósk Guðbjörns-
dóttur. 2) Halldór, kerfisfræð-
ingur, f. 29.8. 1944, kvæntur
Kristrúnu Pétursdóttur, fv.
læknaritara. Þau eiga tvær dæt-
ur: Hrefnu, gift Ómari Atlasyni
og Ernu gift Grétari Þór Æv-
arssyni. 3) Örn, f. 29.6. 1948, d.
9.9. 1949. 4) Erlingur, fv. fram-
kvæmdastjóri, f. 7.7. 1950,
kvæntur Valgerði Sigurjóns-
dóttur húsmóður. Þau eiga tvö
börn: Hrafnhildi, gift Erlingi
Jónssyni og Friðrik Þór kvænt-
ur Ásu Lind Þorgeirsdóttur. 5)
Hildur, mannauðsráðgjafi, f.
12.2. 1953, gift Bjarna Halldórs-
syni fjármálastjóra. Þau eiga
þrjú börn: Arnar, kvæntur Haf-
dísi Dögg Guðmundsdóttur,
Stefán, í sambúð með Hildu
Björgu Stefánsdóttur og Tóm-
as. Langömmubörnin eru 22.
Ingeborg flutti til Íslands
Mamma var töffari í orðsins
flottustu merkingu; sterk, þraut-
seig og fáguð.
Hún var mannvinur, jákvæð,
blíð og brosmild. Kvartaði aldrei,
ætíð þakklát og einstaklega um-
hyggjusöm. Á dánarbeðinu hafði
hún meiri áhyggju af okkur en
eigin líðan, sem lýsir henni vel.
Að alast upp á stóru heimili,
þar sem seinþroska og ungar
stúlkur sem áttu í erfiðleikum
bjuggu líka, gaf mömmu fé-
lagslega innsýn í líf stúlknanna
sem mótaði lífssýn hennar til
frambúðar. Börnunum var uppá-
lagt að ræða ekki um erfiðleika
stúlknanna við þær og sýna þeim
sömu virðingu og öðrum fullorðn-
um. Hún ól okkur upp í sama
anda, að verða sjálfstæð og koma
eins fram við alla, sama hver bak-
grunnur fólks væri.
Hún sýndi öllum sem á vegi
hennar varð einlægan áhuga og
undirbjó öll samskipti vel hvort
sem var fjölskylduboð eða við
háttsett fólk í flottum boðum.
Þegar börn og barnabörn kynntu
nýja maka fyrir henni þá hafði
hún grennslast fyrir um áhuga-
mál þeirra til að geta rætt við þau
á þeirra forsendum. Einn vann á
gröfu og hann kom ekki að tóm-
um kofunum um nýjustu vörubíl-
ana og gröfurnar fremur en heim-
spekingurinn um sitt fræðasvið.
Þegar pabbi var formaður
Dansk-íslenska félagsins og
Skurðlæknafélags Norðurlanda
voru þau oft í veislum með ýmsu
fyrirfólki. Mamma sagðist hafa
þjálfað sig í ensku og æft ímynduð
samtöl á meðan hún straujaði eða
vaskaði upp. Oft voru kokteilboð
heima og þá vorum við börnin lát-
in ganga um og bjóða gestum
smárétti, sem æfði okkur í því að
tala við ókunnuga og jók sjálfs-
traustið.
Hún hafði mikinn áhuga á
garðrækt og þjóðfélagsmálum og
sagði skoðanir sínar umbúðalaust
því hana langaði til að hafa áhrif.
Samskiptahæfileikarnir voru
miklir. Ég man eftir því sem ung-
lingur að værum við einhvers
staðar þá fór oft eitthvert barn að
tala við hana eða biðja um hjálp.
Þegar hún vann í garðinum komu
krakkar úr nágrenninu til að
spjalla. En hún kunni alveg að
setja mörk. Í hverfinu var póst-
burðamaður sem settist inn í kaffi
hjá ýmsum húsmæðrum en gekk
ekkert með mömmu. Einn daginn
reyndi hann fyrir sér og spurði:
„Hvernig segir maður: Má bjóða
yður vindil á dönsku?“ Mamma
svaraði honum að bragði og lét
eins og hún skildi ekkert hvert
hann var að fara.
Henni var alla tíð umhugað um
að vera snyrtileg og vel til fara og
þó hún væri sárlasin þegar
sjúkraflutningamennirnir sóttu
hana gætti hún þess vel að greiða
sér áður en þeir komu. Aðspurð á
spítalanum sagði hún að sig vant-
aði aðallega varalitinn og mask-
arann, þó svo að ekki hafi komið
til notkunar á þeim. Pabbi var líka
snyrtipinni og sagði á sínum tíma
að þegar allt annað væri farið þá
héldi fólk reisn sinni með því að
vera hreinlegt og vel til fara. „Ég
sá mömmu þína og pabba um dag-
inn þau eru alltaf svo sæt og
flott,“ heyrðum við systkinin oft.
Mamma var þrautseig umfram
allt og það held ég að hafi skilað
sér til okkar systkinanna. Hún
var lögð inn á Landspítalann á
laugardegi og á mánudegi á fundi
með læknum og hjúkrunarfólki
óskaði hún sjálf eftir líknandi
meðferð. Eftir það ákvað hún að
kalla til ömmu- og langömmubörn
til að kveðja. Í lok dags nefndi
hún að aðstæður væru óraun-
verulegar. „Mér finnst eins og þið
hafið bara verið í kaffi. Þetta er
búið að vera svo gaman,“ sagði
hún.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
samfylgdina og á ekkert nema
góðar minningar um hana
mömmu.
Hildur Friðriksdóttir.
Elsku amma mín er dáin. Á
þessari stundu er ég umfram allt
þakklát fyrir að hafa fengið að
sitja hjá henni síðustu dagana
sem hún lifði. Þrátt fyrir að orkan
færi dvínandi spurði hún frétta af
ferðalagi mínu til Frakklands og
sagði mér frá því að hún hefði ný-
lokið við að lesa ævisögu Man-
dela. Þannig var amma allt fram á
síðustu stundu, umhyggjusöm og
áhugasöm um allt milli himins og
jarðar. Ég er þakklát að hafa átt
hana að sem ömmu.
Ingeborg var einstök amma.
Þegar ég loka augunum sé ég
hana fyrir mér í fallegum ullar-
kjól á heimili sínu í Hvassaleiti.
Þessu einfalda raðhúsi breytti
amma í ævintýraheim. Hún rækt-
aði tré, runna og blóm í garðinum,
útbjó litla tjörn og ótal felustaði
fyrir litlar manneskjur. Ef ég
vildi frekar vera inni leyfði hún
mér að klifra upp á hillu í stórum
skáp og draga þar fram bækur
sem mamma mín hafði átt. Ef við
vorum mörg í heimsókn á sama
tíma sá amma til þess að við
gleymdum okkur í spennandi
leikjum svo að afi gæti setið óá-
reittur við lestur eða skriftir.
Þegar kalt var úti bjuggum við til
bollakökur með ómældu magni af
súkkulaðikremi og svo var gamli
skíðasleðinn dreginn fram og við
frændsystkinin röðuðum okkur
saman svo allir kæmust fyrir.
Þetta var æska sem minnti einna
helst á þann heim sem lesa má um
í Ólátagarðsbókum Astridar
Lindgren og kannski var amma
líka dálítil Lindgren í sér, uppá-
tækjasöm og uppfull af leikgleði
en bjó líka yfir erfiðri lífsreynslu.
Amma ólst upp á heimili sem
oft á tíðum var undirlagt af sorg
vegna veikinda og annarra erfið-
leika. Hún missti mömmu sína að-
eins sjö ára gömul. Faðir hennar
var upptekinn af eigin harmi og
systkinin þjöppuðu sér saman.
Amma sagði mér stundum frá
þeim ævintýraheimi sem hún og
bræður hennar bjuggu til í þeim
tilgangi að flýja veruleikann og
erfiðleika þeirra fullorðnu. Best
fannst henni þó að teikna og mála
þegar hún vildi vera laus við
áhyggjur og sorg – og það gerði
hún listilega vel alla sína ævi.
Þegar ég var sjálf aðeins ung-
lingur fékk ég leyfi til að skrifa
niður eftir henni sögu sem ef til
vill hefði getað orðið bók ef við
bara hefðum haldið áfram. En
einhverra hluta vegna stoppuðum
við þá en síðar átti amma mín eft-
ir að segja mér sögu sína á öðrum
forsendum, m.a. í blaðaviðtali fyr-
ir Nýtt líf og fyrir Miðstöð munn-
legrar sögu. Amma hélt dagbók í
meira en 60 ár og skrifaði ótal
bréf. Nú þegar ég les bréfin sem
hún skildi eftir vildi ég aðeins
óska að hún hefði skrifað meira og
fyrir fleiri, svo fallega og vel náði
hún að miðla reynslu sinni og
draga upp mynd af horfnum
heimi.
Elsku amma mín kvaddi þenn-
an heim á eins fallegan hátt og
hægt er að hugsa sér, hún kallaði
okkur öll til sín, börn, tengda-
börn, barnabörn og langömmu-
börn og kvaddi hvert og eitt okk-
ar á persónulegan hátt. Við
geymum hana í hjartanu okkar,
sagði Lena yngsta dóttir mín og
ég hvíslaði þessum orðum áfram
til ömmu. Hún brosti og þannig
man ég hana nú. Fallega með
hvítt hárið á hvítum kodda og með
blik í augum, tilbúin að leggja af
stað í áður óþekkt ferðalag.
Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Elsku fallega amma mín
Það er svo óraunverulegt að
kveðja. Þín síðasta gjöf til okkar
var falleg kveðjustund. Þú vildir
heyra af þeim, sem ekki komust
erlendis frá og var umhugað um
líðan okkar allra. Mjög lýsandi
fyrir þig.
Þú hafðir djúp og einlæg áhrif
á þá, sem þú mættir á lífsleiðinni,
settir spor þín víða og varst al-
gjörlega einstök amma og
langamma. Það var alltaf svo gott
að vera hjá ykkur afa. Við frænd-
systkinin höfum rifjað upp æsku-
heimsóknir í Hvassaleitið, þar
sem allt var leyfilegt, eins og t.d.
að tálga spýtur við ruslatunnurn-
ar, skera rabarbara inni í bílskúr,
„mála“ húsið, jarða fugla og mýs í
garðinum, leira með þér, mála á
striga o.s.frv. Þú skildir leikþörf-
ina, ímyndunaraflið, sköpunar-
gleðina og löngunina til að upp-
götva lífið. Þú sást til þess, að við
upplifðum nýja hluti og gerðir allt
til að draumar okkar rættust. Þú
skildir barnshjartað og leyfðir
okkur að blómstra sem þeir ólíku
einstaklingar, sem við erum. Þú
settir þig alltaf inn í okkar vina-
og áhugamál og ræddir þau af
innsæi og skilningi. Þú áttir alltaf
blaðaúrklippur handa okkur um
okkar áhugamál. Þú þekktir
hvert okkar sérkenni og sinntir
öllum þínum af áhuga og ein-
lægni. Þú kenndir okkur for-
dómaleysi og hvattir okkur alltaf
áfram.
Þú varst stór hluti af mínu lífi
og áttir þinn þátt í að móta mig
sem persónu. Þið afi tókuð mök-
um okkar barnabarnanna eins og
þau væru ykkar eigin, enda féll
Erlingur minn alveg fyrir ykkur.
Strákarnir okkar fá oft sögur af
því, sem við tvær höfum brallað
saman. Ég mátti tína tómata í
gróðurhúsinu, þó þú vissir vel, að
mér þættu þeir vondir. Þú naust
augnabliksins með mér. Ég man
skottúra í Austurver á skíðasleða
og englagerð í snjónum, Skógar-
holtsferðir og málverkasýningar
um helgar. Minningar sem ylja.
Arnar, Viktor og Adam vita, að
þeir áttu „verdens sejeste olde-
mor“!
Þú varst „segulstálið“ í okkar
góðu, samheldnu fjölskyldu. Tit-
illinn „Radio Grandma“ þótti þér
alltaf fyndinn, en þú varst auðvit-
að fréttamiðstöðin okkar ómetan-
lega. Við höfum alltaf verið svo
stolt af dönsku ömmunni okkar,
sem sagði skemmtilegar sögur af
æskuslóðum í Holstebro. Þér
þótti gaman að því, að við Friðrik
Þór höfum bæði sest að í bænum
þínum með fjölskyldur okkar, til
lengri og skemmri tíma. Við átt-
um skemmtileg samtöl um alda-
gamlar jólahefðir í bænum og þú
vissir upp á hár, hvar húsið okkar
er staðsett, því þar lékst þú þér
sem barn. Sím- og samtöl okkar á
Skype voru löng og skemmtileg,
þar sem allt var rætt. Þú fylgdist
svo náið með öllum afkomendum
og ágræddum og varst með allt á
tæru, þó við séum tæplega fimm-
tíu manns.
Þú varst svo góð fyrirmynd og
ég er þakklát fyrir allt sem þú
hefur kennt okkur og gefið í vega-
nesti. Þið afi voruð okkur Erlingi
fyrirmynd og við tvær höfum oft
rætt mikilvægi kærleiks og gagn-
kvæmrar virðingar í hjónabandi.
Samtöl sem eru mér kær. Þú
gafst svo mikið af þér og fékkst
okkur til að líða eins og við værum
öll einstök.
Amma mín, ég elska þig, sakna
þín og er stolt af því að vera af þér
komin. Ástarkveðjur. Þín,
Hrafnhildur.
Elsku langamma.
Viku áður en þú varðst veik
fékk ég bréf frá þér og fór strax
og skrifaði áfram í sögunni minni
sem þú varst að hjálpa mér með.
Ég náði aldrei að svara bréfinu,
svo ég skrifa þér bréf hér. Mig
langar svo að segja þér hversu
góð „inspiration“ þú hefur alltaf
verið fyrir sögurnar mínar. „Res-
ponsin“ þín hef ég oft notað til að
komast langt áfram í sögunum
mínum og til að koma upp með
nýjar hugmyndir og sögur. Ég
hugsa oft til þín þegar ég sit og
skrifa og það gladdi mig alltaf
þegar þú skrifaðir til baka með
nýjar hugmyndir og þakkir.
Ég sakna þín oft og stundanna
við kaffiborðið hjá þér, þegar þú
sagðir okkur sögur um þig og
langafa. Ég man alltaf stundirnar
með dótið þitt heima í stofunni hjá
þér – og stundirnar með frænd-
systkinunum heima hjá þér. Þú
hefur alltaf verið ein af þeim sem
hafa stutt mig mest í gegnum ár-
in. Ég sakna þín svo mikið og það
gera Arnar Haukur og Adam
Andri líka. Við erum ánægðir að
búa í heimabænum þínum, Hol-
stebro, í Danmörku og stoltir af
að vera danskir eins og þú.
Ástarkveðjur. Þinn
Viktor Goði.
Elsku langamma.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Þínir
Arnar Haukur og
Adam Andri.
Látin er merk kona, Ingeborg
Einarsson, Hæðargarði 35. Ung
að árum flutti hún til Íslands með
eiginmanni sínum, dr. Friðrik
Einarssyni lækni.
Kynni okkar hófust árið 1991,
er við fluttum í nýbyggt hús að
Hæðargarði 33 og 35, ásamt öðr-
um verðandi íbúum. Það mynd-
aðist fljótt gott samfélag með
fólkinu og áttu þau hjónin ríkan
þátt í því.
Ingeborg var mikil ræktunar-
kona og fór fljótt að láta til sín
taka við að gróðursetja tré og
blóm til að fegra umhverfið. Hélt
hún því áfram svo lengi sem heils-
an leyfði. Jafnvel eftir að hún fór
um í hjólastól var áhuginn sá
sami. Hún var ágæt myndlistar-
kona og prýða nokkur verk henn-
ar veggi í húsinu okkar.
Ingeborg var fróð og skemmti-
legur viðmælandi og svo gefandi
að ræða við hana, einnig var hún
mjög hjálpleg ef eitthvað var að.
Hún kom oft til mín færandi
hendi með það sem hún vissi að
væri til bata.
Ég kveð kæra vinkonu með
hjartans þakklæti fyrir allt það
góða, sem hún var okkur sam-
ferðafólkinu í Hæðargarði.
Börnum hennar og ástvinum
eru færðar einlægar samúðar-
kveðjur.
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Elsku Ingeborgin mín hefur
kvatt þessa jarðvist. Einhvern
veginn var ég farin að trúa því að
hún yrði eilíf.
Ég trúi því að hún sé ekki að
fara langt, bara að fara á annan
stað þar sem Friðrik bíður eftir
að faðma hana og þau geta haldið
áfram að dúllast saman. Ég finn
fyrir miklum söknuði og í leiðinni
miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að
hafa fengið að sjá um að halda
heimili hennar og þeirra hreinu í
24 ár. Og þau treystu mér frá
fyrsta degi. Hún var alltaf annað-
hvort að stússast í blómunum sín-
um eða elda pínu mat fyrir sig eða
þá að draga í sig fróðleik úr dag-
blöðunum í stólnum sínum og rífa
út greinar sem gætu hentað ein-
hverjum úr fjölskyldunni. Ég
kom með ryksuguna og sagði við
hana „jæja, smá leikfimi, Inge-
borg mín.“ Þá vippaði hún grönnu
fótleggjunum sínum upp á stól-
arminn og krosslagði þá þar svo
ég gæti ryksugað undir stólnum,
algjör pæja, Og við bara hlógum.
Svo fórum við saman í sumar í
Smáralindina því hana langaði
svo að kaupa sér ný föt. Við rúll-
uðum á milli fatasláa og hún svo
glöð með þessa ferð, ég líka. Svo
þegar við fórum líka í Blómaval
og hún var svo sæl að skoða öll
blómin þar og ég líka því við erum
báðar svo miklar blómaskvísur.
Hún var alltaf svo fín og lekker og
alltaf með allt á hreinu og það síð-
asta sem hún bað mig um áður en
hún fór á spítalann var greiða og
spegill og að skipta aftur um nátt-
kjól. Þessi með fjólubláu blómun-
um hentaði betur.
Ég kveð hana með miklum
söknuði því hún var mér eins og
fósturmóðir. Og með miklu þakk-
læti. Takk takk, elsku Ingeborg
mín. Þín,
Björg Long.
Ingeborg
Einarsson
✝
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og
fósturmóðir,
HERDÍS ÁRNADÓTTIR,
Varmalandi,
Flúðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
miðvikudaginn 30. júlí.
Útför hennar fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 8. ágúst
og hefst athöfnin kl. 13.00.
Blómakransar og blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hinnar látnu er bent á dvalarheimili aldraðra Blesastöðum.
Hannes Bjarnason,
Þórey Hannesdóttir, Halldór Hestnes,
Árni Magnús Hannesson, Azeb Kahssay Gebre,
Erla Björk Bergsdóttir,
Jóhann Trausti Bergsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
BIRGIR H. ÞÓRISSON,
Fáfnisnesi 5,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 3. ágúst.
Anna Laufey Sigurðardóttir,
Agla Birgisdóttir, Egbert van Rappard,
Andri Már Birgisson, Ingveldur Dís Heiðarsdóttir,
Hanna Kristín Birgisdóttir, Árni Geir Úlfarsson,
Sigurður Helgi Birgisson, Sólveig Ásta Einarsdóttir,
Egill Snær Birgisson,
Hanna Björg Felixdóttir,
Þórir Jónsson, Lára Lárusdóttir
og barnabörn.